Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 25
Stofnun starfsgreinahóps í upplýsingatækni-
iðnaði innan Samtaka iðnaðarins
Eflir hagsmuna-
baráttuna og auð-
veldar samskipti
Morgunblaóið/Þorkell
Frá stofnfundi starfsgreinahdps í upplýsingatækniiðnaði innan Samtaka
iðnaðarins í gær. Talið frá vinstri: Ari Edwald, framkvíemdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, Guðmundur Ásmundsson, starfsmaður starfsgreinahópsins,
og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
STOFNFUNDUR starfsgreina-
hóps í upplýsingatækniiðnaði innan
Samtaka iðnaðarins var haldinn í
gær. Starfsreglur hópsins voru
samþykktar á stofnfundinum auk
þess sem fimm manna fram-
kvæmdastjórn var kosin. Ingvar
Kristinsson, framkvæmdastjóri
GoPro group og formaður Samtaka
íslenskra hugbúnaðarframleiðenda,
var kjörinn formaður starfsgreina-
hópsins.
Ingvar segir að stofnun starfs-
greinahóps í upplýsingatækniiðnaði
innan Samtaka iðnaðarins efli fyrir-
tæki á þessu sviði í allri hagsmuna-
baráttu og að öll samskipti þeirra
verði auðveldari, við hið opinbera,
fjölmiðla og aðra. Hann segir að
Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrir-
tækja hafi stefnt að aðild að Sam-
tökum iðnaðarins í tvö ár. Aðild
hafi hins vegar ekki verið möguleg
fyrr en eftir að Samtök atvinnu-
lífsins voru stofnuð og tóku við
hlutverki Vinnuveitendasamban-
dsins, því ekki hafi verið áhugi inn-
an Samtaka íslenskra hugbúnaðar-
framleiðenda á að fela Vinnu-
veitendasambandinu kjarasamn-
ingagerð fyrir þeirra hönd. Með
stofnun Samtaka atvinnulífsins
hefði hins vegar orðið breyting sem
hefði í för með sér að upplýsinga-
fyrirtækin gætu verið aðilar að
Samtökum iðnaðarins án þess að
það fæli í sér að Samtök atvinnu-
lífsins færu með kjarasamninga-
gerð fyrir þeirra hönd.
Mikill vöxtur í upplýsinga-
tækniiðnaði hór á landi
Guðmundur Ásmundsson, iðnað-
arverkfræðingur hjá Samtökum
iðnaðarins, sem jafnframt er starfs-
maður starfsgreinahópsins, greindi
frá því á stofnfundinum, að veltan í
upplýsingatækniiðnaðinum hér á
landi á síðasta ári hefði numið um
52,6 milljörðum króna og að fjöldi
starfa í þessum geira hefði á því ári
verið um 4.500. Hann sagði að upp-
lýsingatækniiðnaðurinn hefði vaxið
verulega að mikilvægi fyrir íslenskt
efnahagslíf á undanförnum árum.
Bæði Sveinn Hannesson, fram-
SAMHLIÐA fjárhagsáætlun norska
ríkisins, sem lögð verður fram 4.
október nk., leggur ríkisstjórnin til
að lagður verði 14% skattur á hagn-
að sem eigandi fær af hlutabréfavið-
skiptum. Skattlagningin tók gildi á
þriðjudag, að því er fram kemur m.a.
í Aftenposten, og tekur til einstakl-
inga og fyrirtækja.
Karl Eirik Schjptt-Pedersen,
fjármálaráðherra Noregs, segir að
ríkisstjómin vilji betra og réttlátara
skattkerfi þar sem meiri skattur
leggist á fjármagnstekjur en verið
hafi. Heildarhlutabréfavísitala
Kauphallarinnar í Osló lækkaði um
0,9% á stundarfjórðungi í fyrradag
eftir að tilkynnt var að skattlagning-
in tæki gildi samstundis en lækkunin
yfir daginn nam aðeins u.þ.b. 0,2%.
Nú er talið líklegt að tillagan fái
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
og Vilmundur Jónsson, formaður
Samtakanna, sögðust fagna því að
upplýsingatæknifyrirtæki yrðu að-
ilar að samtökunum. Fyrir því hefði
lengi verið áhugi innan þeirra.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, og Hrafn-
hildur Stefánsdóttir, lögfræðingur
samtakanna, greindu á stofnfundin-
um frá þeirri þjónustu sem upp-
lýsingafyrirtækjum stæði til boða
hjá Samtökum atvinnulífsins. Þar
væri um að ræða þjónustu, aðra en
þátttöku í gerð kjarasamninga, svo
sem aðstoð við gerð ráðningar-
samninga og aðstoð varðandi
Evrópumál og fleira.
Auk Ingvars Kristinssonar voru
kjörnir í stjórn starfsgreinahóps í
upplýsingatækniiðnaði innan Sam-
taka iðnaðarins þeirAgúst Guðmun-
dsson, framkvæmdastjóri Tölvu-
miðlunar ehf., Guðjón Auðunsson,
framkvæmdastjóri Landsteina ís-
lands ehf., Páll Freysteinsson,
framkvæmdastjóri hugbúnaðar-
sviðs EJS hf. og fulltrúi frá Tölvu-
myndum hf., sem ekki lá fyrir á
fundinum hver yrði.
Starfstími þessarar fyrstu stjórn-
ar starfsgreinahópsins er eitt ár.
meirihluta á norska þinginu. Hægri-
flokkarnir eru andvígir tillögunni en
kristilegi flokkurinn og miðju- og
vinstriflokkar gætu stutt hana, að
því er fram kemur á vefsíðu NRK.
I Dagens næringsliv er talað við
forstjóra Kauphallarinnar í Osló sem
segir skattlagninguna hafa skaðleg
áhrif á verðmætasköpun og viðskipti
í Noregi, m.a. vegna þess að fjár-
magn festist inni í fyrirtækjunum
fremur en að því verði varið til fjár-
festinga í nýjum verkefnum. Að hans
mati væri hyggilegra að lækka skatt-
ana til að ýta undir jákvæða þróun í
atvinnulífinu. Sérfræðingar við við-
skiptaháskólana í Noregi segja
skattlagninguna ranga leið hjá
stjórnvöldum og í ósamræmi við leið
ESB-landa eins og Svíþjóðar,
Frakklands og Þýskalands.
Búnaðarbank-
inn kaupir 6%
hlut í i7
• BÚNAÐARBANKI íslands hf. hefur
fest kaup á rúmlega 6% hlut í hug-
búnaðarhúsinu i7 hugbúnaði hf. Fyr-
irtækið sérhæfir sig í gerð hugbúnaö-
arfyrirsíma- ogfjarskiptageirann og
hefur á undanförnum mánuðum
starfað náið með mobilestop.com
við þróun á heildarlausnum fyrir
þann markað, sem mobilestop.com
mun sjá um að dreifa og markaðs-
setja.
Hjá i7 starfa nú um 18 manns í
höfustöövum þess í Hlíðarsmára 17
I Kópavogi og gert er ráð fyrir að svip-
aöurfjöldi starfsmanna verði hjá
dótturfélagi fyrirtækisins á Indlandi í
lok næsta mánaðar.
Aöalsteinn Jóhannsson hjá Bún-
aðarbankanum Verðbréfum segir
bankann hafa mikla trú á fyrirtækinu
og að framtíöin sé björt. „Við hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum sjá-
um fram á mjög bjarta framtíö hjá fé-
laginu og höfum mikla trú á þeim ein-
staklingum sem þarstarfa."
Eðalpennar
stofnaðir
• Stofnað hefur verið nýtt hátækni-
fyrirtæki, „Eðalpennarehf.“, sem
sérhæfir sig í sölu á merktri auglýs-
inga-oggjafavöru. Eðalpennarbjóða
upp á auglýsingavörur frá fyrirtækj-
um í Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Helstu vöruflokkar sem fýrirtækið
hefurí sölu eru skriffæri, heimilis-
verkfæri, sportvörur, búnaðurtil úti-
vistar og leikja svo og merktar rekstr-
arvörur. I fréttatilkynningu kemur
fram að meöal fyrirtækja sem Eöal-
pennar ehf. er umboðsaðili fyrir er
Schwan Stabilo auglýsingavörur. Ný-
lega fengu Eðalpennar einkaumboð
sem dreifingaraðili fyrir Pelikan-
auglýsingavörur á íslenskum mark-
aði, en Pelikan-skriffæri sem fram-
leidd eru í Þýskalandi hafa verið til
sölu á íslenskum markaði í tugi ára.
Eðalpennar ehf. stefnir að því að
stofna innan skamms nýtt fyrirtæki
og nota sölu- og markaðskerfi sitt
sem hannað hefur verið til aö hefja
innflutning og sölu á rafmagnsvör-
um.
PABBI/MAMMA
Allt íyrir minnsta bamið
Þumalína, Pósthússtræti 13
Hagnaður af hlutabréfum
skattlagður í Noregi
Hægrimenn and-
vígir tillögunni
Morgunblaðid. ósld.
Í&tuöS
www.urvalutsyn.is
Þú átt möguleikann ef þú kemur í
Kringluna frá 13.-17. sept., SVOrar
tveimur laufléttum spurningum
og skilar svörunum i kassa vio Úrval Útsýn.
Ef þú ert dreginn út ertu á leiðinni í sann-
kailaða dekurferð til Mexíkó með Úrval Útsýn,
Vi& stjönum viö þig föstudag,
laugardag og sunnudag eins og
okkur einum er lagið.
Verslanir, veitingastaöir og
þjónustuaðilar gle&ja þig meó
ógleymanlegri þjónustu og
göngugöturnar veróa fullar af
óvæntum uppákomum.
P R R 5 E M ÆW J R R T R Ð 5 L lí R