Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 21
Samstarf um lausnir
í heilbrigðismálum
Frá undirritun samningsins á Stórutjörnum, frá vinstri Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, Ólafur
H. Oddsson, héraðslæknir á Norðurlandi, Torfi Halldórsson frá doc.is, Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
FULLTRÚAR Eyþings, samtaka
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslu, fyrirtækisins doc.is,
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, FSA, Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga og héraðslæknisins á
Norðurlandi skrifuðu undir viljayf-
ilýsingu þar sem lýst er yfir vilja til
að vinna saman að faglegum úrlaus-
num í heilbrigðismálum. Skrifað
var undir á aðalfundi Eyþings sem
haldinn var á Stórutjörnum um
helgina.
Aætlanir gera ráð fyrir að fyrsta
verkefnið verði samningur um þró-
un á rafrænum lyfseðii. Jafnframt
ætla þeir sem að samningnum
standa að kanna möguleika á sam-
starfi um önnur þróunarverkefni
sem heilbrigðisráðuneytið hyggst
hrinda í framkvæmd, samanber
skýrslu þess um „Islenska heil-
brigðisnetið“ sem kom út síðasta
vor.
Hlutverk doc.is er að leggja til
fag- og tækniþekkingu á þeim svið-
um sem samningar verða gerðir um
og skuldbindur fyrirtækið sig til
þess að þróa kerfin á Norðurlandi
og setja í þeim tilgangi upp starfs-
stöð þar. FSA og HÞ leggja til
þekkingu lækna, hjúkrunarfræð-
inga og annars starfsfólks sem nýt-
ist við gerð þessa kerfis auk þess
sem stofnanirnar veita fyrirtækinu
húsnæði og aðgang að tölvum.
Héraðslæknisembættið styður
verkefnin. Leggur til faglega þekk-
ingu og kemur með þarfagreiningu
verkefnanna en hlutverk Eyþings
verður að leita eftir verkefnum og
vinna að öflun fjár til þeirra.
Barna- og unglinga-
kór Akureyrarkirkju
Yetrar-
starfíð að
hefjast
BARNA- og unglingakór Ak-
ureyrarkirkju er að hefja
vetrarstarf sitt. Æfingar
verða í kapellu kirkjunnar á
fimmtudögum kl. 16.30 til
17.30. Kórinn kemur reglu-
lega fram við helgihald
kirkjunnar, eða um það bil
einu sinni í mánuði. Fyrsta
verkefni vetrarins verður að-
ventukvöld í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 3. desember.
Stjórnandi kórsins er Sveinn
Arnar Sæmundsson og radd-
þjálfari er Sigríður Elliða-
dóttir. Inntökupróf í kórinn
verður næstkomandi miðviku-
dag, 20. september, kl. 16 til
18. Allir á aldrinum 9 til 16
ára eru velkomnir.
Happdrætti
í Radionausti
RADIONAUST stóð í liðinni viku
fyrir happdrætti í tilefni viku sí-
menntunar sem þá stóð yfir. Veg-
legir vinningar voru í boði og hef-
ur nú verið dregið í happdættinu,
en það gerði Katrín Dóra Þor-
steinsdóttir, forstöðumaður Sí-
menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Um 400 manns tóku þátt í happ-
drættinu, en fyrsta vinning, Pack-
ard Bell Club-tölvu að verðmæti
um 110 þúsund krónur, hlaut
Valgarður Eðvaldsson. Guðmund-
ur Guðjónsson hlaut annan vinn-
ing, Nokia 3210-síma ásamt fylgi-
hlutum og þriðja vinning,
Sharp-reiknivél hlaut Sigurbjörg
Rún Valgeirsdóttir.
-----»-4-*----
Aðalfundur Eyþings
um fjarvinnslu
Seinagangur
og úrræða-
leysi óþolandi
ÞAÐ er algjört skilyrði fyiir þróun
fjarvinnslu á Norðurlandi eystra að
svæðið búi við sömu gæði, afköst og
verð í fjarskiptum eins og best gerist
í landinu, segir í ályktun aðalfundar
Eyþings, samtaka sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um
fjarvinnslu.
„Sá seinagangur og úrræðaleysi
sem ríkt hefur á þessu sviði er með
öllu óþolandi og löngu orðið tíma-
bært að stjórnvöld geri alvöru úr því
að flytja verkefni og störf á þessu
sviði í landshlutann, eins og fyrirheit
hafa verið gefin um,“ segir í ályktun
Eyþings um fjarvinnslu.
1
Tensai
DVD
r
Spiiar aila diska, ailar aðgerdir á skjá.
nfaidur í notkun. Bamalæsmg. Scart-teni
Digitai-tengí(coax). Dolby DÍgÍtal. DTS.
d.
&
6 hausa Nicam Stereo
myndbandstæki
með NTSC-afspilun, LongPlay o.ft.
*United 28" Nicam Stereo fæst einungis í Smáratorgi.
HAGKAUP
Ath! Nýtt kortatímabil hafið
Merra úrvaI - betri kaup
Tilboðið gildir 15.-22. sept.