Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA Nýjar áherslur í Bændahöllinni TVEIR af þeim framkvæmdastjórum sem sitja í Bændahöll- inni við Hagatorg hafa gagnrýnt Baug á síðum Morgunblaðsins undan- fama daga. Snorri Sig- urðsson, framkvæmda- stjóri kúabænda, hefur áhyggjur af mjólkur- vörum, en Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda, af lambalærinu. Skrif þeirra er naumast hægt að skilja á annan hátt en þann, að þeir félagar vilji gera Baug tor- tryggilegan í augum al- mennings. Tónninn gæti bent til þess að nýjar áherslur framkvæmdastjóranna í Bændahöll- inni í málsvörn þeirra fyrir allt of hátt verð á landbúnaðarvörum hér á landi felist í því að betra sé að veifa röngu tré en öngu. Skoðum málflutning þeirra aðeins nánar. I Morgunblaðinu 2. september kom fram í grein eftir undirritaðan að álagning verslana Nýkaups á drykkj- ai-mjólk er 12%, sem hlutfall af sölu- verði án vsk. á meðan kostnaður regna launa og leigu er um og yfir 12% sem hlutfall af söluverði án vsk. Staðhæfing mín um að álagning á drykkjarmjólk dugi vart fyrir launum og leigu stendur því óhögguð enda rengir Snorri ekki þau hlutföll sem ég nefni. Staðreyndin er því sú að versl- anir Baugs tapa á sölu drykkjar- mjólkur. Snorri reynir í grein sinni í Morg- unblaðinu að gera málflutning minn vafasaman með því að vitna í „venjur" um útreikning á álagningu í smásölu- vérslun og segir minn útreikning „skemmtilegan“. Þeir útreikningar sem ég nota á kostnaðarhlutföllum og álagningu (tekjum) eni samkvæmt venjum í smásöluverslun um allan heim, þar með talið í Noregi, sem Snorri sjálfur tekur sem dæmi. Venj- an er að tekju- og kostnaðarhlutfoll ei-u miðuð við smásöluverð án virðis- aukaskatts. Snorri vitnar í grein sinni í könnun sem norski mjólkuriðnaðurinn lét framkvæma. í norska blaðinu Dag- ligvarehandeln frá 8. ágúst síðastliðn- um er fjallað um könnun sem Genius Kompetanse gerði fyrir norska ». mjólkuriðnaðinn (TINE), sem ég geri ráð fyrir að sé rannsóknin sem Snorri vitnar til. Genius Kompetanse hefur framkvæmt slíkar kannanir fyrir norska mjólkuriðnaðinn frá árinu 1971. í þessari grein koma fram ýmis kostnaðarhlutföll og tekjuhlutföll verslana, sem hlutfall af söluverði án vsk., þ.e. af „netto omsætning" eins og þar stendur. Með greininni er greinargóð tafla sem skýrii- tekju- og kostnaðarhlutföll í verslunum sem eru með mikið vöruval (fullsort- iments butikker) og í lágvöruverslun- um (lavpris butikker). Þar kemur skýrt fram að útreikningur er miðað- ur við söluverð án vsk., þ.e. „Inntekt- er og kostnader % av netto omsetn- _ ing“. Það er því ljóst að það gæti verið „skemmtilegt" fyrir Snorra að kynna sér venjur smásöluverslana áður en hann reiðir aftur til höggs. Hann fer einfaldlega með rangt mál og þær venjur sem hann ber fyrir sig eru ekki einu sinni notaðar í rannsókninni sem hann sjálfur vitnar til. Það er líka athyglisvert að í könn- uninni sem Snorri vitnar til kemur fram að heildarkostnaður verslana (fullsortiments butikker) í Noregi, við sölu á mjólkurvörum er metinn 20,9%, sem hlutfall af söluverði án vsk. Þessi niðurstaða tekur af allan >vafa um fullyrðingu mína um að 12% tekjur af sölu drykkjarmjólkur í Nýkaupi duga ekki fyrir kostnaði. Eftir stendur því sú staðreynd að drykkjarmjólk í verslunum Baugs er seld með tapi. Snorri nefhir síðan að með miklum veltuhraða sé hægt að hagnast á sölu drykkjarmjólkur í Baugi Hagfræði ^Snorra slær mig illa. Því skv. henni borgar sig að kaupa vöru inn á 100 krónur, kosta síðan til 20 krón- um og 90 aurum í leigu, laun, rafmagn og ýmsan annan kostnað. Selja vöruna síðan út á 112 krónur og ætla sér að græða á veltunni. Marg- ir hafa reynt þessa leið og famast illa. Yfirsjón Snorra er þó ekki eins alvarleg og illa meint og yfirlýsing Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra sauðfjárbænda, um 108% álagningu Baugs á frosin lambalæri. Özur fer viljandi með ósannindi, gerir grófa atlögu að Baugi og okkur sem þar störfum. Ef Özur sem framkvæmdastjóri sauð- fjárbænda veit ekki hvað innkaups- Viðskipti Nú eru breyttar vinnu- aðferðir þessara sam- taka, segir Finnur Arnason. Hvorki Ozur né Snorri hafa séð ástæðu til þess að halda þessu mikilvæga sam- bandi við verslunina. verð á frosnu lambalæri án hækils er frá afurðastöðvum til verslana er hann ekki starfi sínu vaxinn. Özur á sjálfur að vita að álagning Baugs á lambalæri er fjórðungur af því sem hann heldur fram. Sauðfjárbændur og neytendur eiga eftir þessa yfirlýsingu rétt á því að vita hvert innkaupsverð okkar er og það er einfaldlega til skammar ef Özur ber ekki til baka fullyrðingu sína, enda er hún bæði rætin og ósönn. Innkaupsverð Nýkaups á frosnu lambalæri, án hækils er 675 kr/kg, sem er langt frá þeim 400 krónum sem Özur heldur fram. Forverar Snorra og Özurar höfðu fnjmkvæði að samstarfi bænda og verslunar. Þeir funduðu reglulega með fulltrúum smásöluverslana, þar sem farið var yfir mikilvæga þætti í samstarfi bænda, framleiðslufyrir- tækja og smásala. Þetta var mikil- vægur þáttur fyrir alla aðila, enda margir sameiginlegir hagsmunir. Ég þekki þar vel til, þar sem ég sat m.a. um árabil í samstarfshópi um sölu á lambakjöti og átti þar gott samstarf, m.a. við bændur eins og Ara Teitsson, Guðmund Lárusson og Arnór Karlsson, sem þá voru í for- svari fyrir sölumál sauðfjár- og kúa- bænda. Þeir höfðu góðan skilning á mikilvægi þessa samstarfs. Bændur gerðu sér far um að kynnast sjónar- miðum verslunarinnar og verslunin reyndi að taka tillit til þarfa bænda. Nú eru hins vegar breyttar vinnuað- ferðir þessara samtaka. Hvorki Özur né Snorri hafa séð ástæðu til þess að halda þessu mikilvæga sambandi við verslunina með það að markmiði að vinna að sameiginlegum hagsmunum okkar. Ég lít svo á að með greinum sínum ætli þeir að ná árangri í sölu á vörum sinna umbjóðenda. Ég hef hins vegar litla trú á því að þeir nái miklum árangri með útúrsnúningum og rangfærslum. Hinar nýju áherslur úr Bændahölliunni eru því dæmdar til að mistakast. Þá er og ástæða til að spyrja hvort framangreindur mál- flutningur framkvæmdastjóranna í Bændahöllinni endurspegli vilja sauðfjárbænda og kúabænda sjálfra eða sé aðeins máttvana öskur þeirra einstaklinga sem hlut eiga og kunna engin rök í málinu. Höfundur er rekstrarhagfrœðingur og framkvæmdasljóri Nýkaups. Finnur Árnason KVITTAÐ FYRIR REYKJAVÍKURBRÉF GREIN okkar undir- ritaðra sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. sept- ember sl. hefur held- ur betur ýtt við rit- stjórn sama blaðs. Dugði ekki minna en heilt Reykjavíkurbréf sl. sunnudag til and- mæla. í hnotskurn eru okkar sjónarmið þau að með hliðsjón af ís- lenskum aðstæðum sé vænlegri aðferð að út- hluta hinum nýju farsímarásum fremur en að selja þær hæst- bjóðanda á uppboði. Vegna smæðar hins íslenska markaðar og mikilvæg- is þess að landsmenn allir án tillits til búsetu fái sem fyrst aðgang að hinni nýju tækni og einnig til að hagnýting hennar verði sem ódýrust sjáum við ekki skynsemina í að innheimta him- inhá leyfisgjöld gegnum uppboð. Við vísum til fordæma frá þremur hinna Norðurlandanna þar sem þegar hef- ur verið ákveðið að fara slíka úthlut- unarleið. Öfugu megin fram úr Það vekur strax athygli í svargrein Morgunblaðsins, sjálfu Reykjavíkur- bréfinu, hversu ergilegur tónn höf- undarins er. í stað þess að taka því vel að fram komi mismunandi sjónar- mið hvað varðar aðferðir við úthlutun farsímarása og nota það sem tilefni til rökræðna er höfundur Reykjavík- urbréfsins önugur. Hann virðist láta fara í taugarnar á sér að menn, ef svo má að orði komast, leyfi sér að hafa aðrar skoðanir á málinu en þær sem Morgunblaðið hefur gefið út sem hina einu réttu. Svo upphafinn var tónninn í umfjöllun Morgunblaðsins að kalla verður neyðarlega tilviljun frétt um stöðu kaþólsku kirkjunnar og ákvörðun hennar frá 19. öld um óskeikulleika páfans, á baksíðu sama tölublaðs. Höfundur Reykjavíkurbréfsins spai'ar ekki stór orð um afstöðu okk- ar undiiritaðra. Henni eru gefnar einkunnir af því tagi að um sé að ræða „furðulega afstöðu," „furðulega og allt að því barnalega afstöðu". Sagt er að höfundar hafi „I grundvall- aratriðum rangt fyrir sér“. Afstaða okkar sé „vanhugsuð,“ „það standi ekki steinn yfir steini í rök- semdafærslu okkar“ o.s.fiv. Ekki er sem sagt fyrir að fara miklu umburð- arlyndi hjá höfundi Reykjavíkur- bréfsins í garð annarra sjónarmiða en þeirra sem blaðið hefur sjálft. Öfugt við Morgunblaðið viður- kennum við fúslega að í þessu máli eru ýmis rök fyrir báðum meginað- ferðunum sem ríki hafa valið til að velja þá úr sem fá úthlutað af tak- mörkuðum fjölda rása sem þaraa er í boði af tæknilegum ástæðum. Það eitt ætti að nægja til að sýna að hér er ekki um einfalt mál að ræða að mjög er mismunandi hver niðurstaðan hef- ur orðið hjá einstökum ríkjum. Bret- land, Þýskaland, Holland og nokkur fleiri lönd hafa valið leið útboða en Norðurlöndin þrjú; Noregur, Finn- land og Svíþjóð, Spánn og mörg fleiri lönd hafa hins vegar valið aðra leið, það sem oft er kallað „fegurðarsam- keppni“. Þá er um að ræða úthlutun rása á grundvelli umsókna eða til- boða, oft að undangengnu forvali. Valin eru þau tilboð sem best upp- fylla sett skilyrði og ná þeim mark- miðum sem stjómvöld hafa sett sér í tengslum við úthlutun rásanna. Höfundur Reykjavíkurbréfsins virðist telja málefnalegt að spyrja, ef ekki eigi að nota uppboðsaðferð, hvort þá eigi að úthluta ,4 grundvelli kunningsskapar?“ eða ,4 grundvelli flokkstengsla?“. Einna lengst er þó gengið þegar niðurstaða ríkisstjóma Noregs, Svíþjóðar og Finnlands er afgreidd með því að vísa til þess að þar sé um fámenn samfélög að ræða °g spyrja „getm- hugsast að pólitísk tengsl og persónuleg tengsl í þessum fámennu samfélögum ráði þar ein- hverju um?“. Með öðmm orðum; látið er að því liggja að einhver annarleg sjónarmið eða klíkuskapur hljóti að vera á ferðinni ef hin eina rétta upp- boðsaðferð Morgunblaðsins er ekki notuð. Höfundur Reykjavíkurbréfs- ins viðurkennir ekki að nein gild rök eða efnisleg sjónarmið geti legið til grundvallar því að komast að annarri niðurstöðu en Morgunblaðið hefur gert. Við slíka aðila er erfitt að rök- ræða og e.t.v. með öllu tilgangslaust. Önuglyndi Morgunblaðsins ætlum við að öðru leyti að leiða hjá okkur. Það dæmir sig auðvitað sjálft og glós- ur af því tagi að Morgunblaðið gæti ef það viidi núið okkur því um nasir að við væram að ganga erinda erlendra stórfyrirtækja með málflutningi okk- ar hitta sig sjálfar fyrir. Samkeppni gagnslaus Ein af fullyrðingum Morgunblaðs- ins í þessu máli er hins vegar afar at- hyglisverð. Það er kenningin um að ef ekki séu teknar af farsímafyrir- tækjunum háar fjárhæðir í leyfis- gjöldum þá muni gríðarlegur hagn- aður myndast hjá þeim sem hvorki notendur né ríkið komist að. Morg- unblaðið virðist telja að eina aðferðin til þess að ná í þennan hagnað sé sú að láta fyrirtækin keppa um rásimar á uppboði. Leyfist að spyrja Morgun- blaðið; er þá samkeppni milli fjar- skiptafyrirtækjanna orðin gagnslaus til þess að skila neytendum ávinning- num? Samanburður við úthlutun inn- flutningsleyfa á löngu liðnum hafta- tímum eða aðstæður fjarskipta- fyrirtækja á timum hreinnar ein- okunar eru að sjálfsögðu engin rök í þessu sambandi. Okkar trá er að þannig megi standa að málum að það komi neytendum til góða ef rásunum er úthlutað án veralegra íþyngjandi gjaldtöku. Rétt er að undirstrika að í grein okkar era leyfisgjöld eða ein- hver tiltekin gjaldtaka út af fyrir sig ekki útilokuð. Við teljum það hins vegar ekki þjóna markmiðum um uppbyggingu kerfa sem taki sem fyrst til landsins alls og hófleg not- endagjöld að leggja ofan á stofn- kostnað við uppbyggingu kerfanna háar fjárhæðir í formi leyfisgjalda á uppboðum. Éf tekið er einfalt, tilbúið dæmi mætti hugsa sér að uppbygging slíks dreifikerfis kostaði 3 milljarða króna. Síðan myndi fyrirtækið bjóða tvo milljarða í viðbót í leyfið. Heildar- stofnkostnaður fyrirtækisins hækkar þá úr þremur milljörðum í fimm. Sú tala gengi inn í áætlanir fyrirtækisins sem hlyti að ætla sér að ná þessu fé til baka á tilteknu árabili. Afskriftartími fjárfestinga á þessu sviði er væntan- lega ekki reiknaður mjög langur jafn- ört og tæknin hefur þróast. Auk þess ætlar fyrirtækið væntanlega að hafa arð af sínum rekstri og fjárbindingu í dæminu og stillir gjaldskrárforsend- ur sínar af í áætluninni miðað við allt þetta. Fyrirtækið veit að samkeppn- isaðilarnir, e.t.v tveir eða þrír, þurfa Leita beri leiða til þess, segja Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason, að hraða innleiðingu nýrrar tækni á þessu sviði og gera notkun hennar landsmönnum sem hagstæðasta. að punga út svipuðum fjárhæðum og öll ætla þau að ná endum saman og hagnast eða hvað? Enn sem komið er höfum við ekki heyrt um að fyrirtæk- ið ætli sér að stunda þessa starfsemi í góðgerðarskyni. Greiðandinn er eng- inn annar en Jón Jónsson og allir hin- ir notendurnir. Svo fremi að allt sé með eðlilegum hætti og tryggt með fullnægjandi samkeppni og eftirliti samkeppnisyf- irvalda þá ættu notendur að njóta góðs af lægri tilkostnaði við upp- byggingu kerfanna bæði í gæðum þjónustunnar og hagstæðara verði. Þar með stendur almenningur og at- vinnulíf einnig sterkar að vígi og við- komandi land hefur forskot á önnur svæði þar sem þjónustan er dýrari vegna hárra leyfisgjalda. Þetta sam- keppnisforskot landa, sem nota út- hlutunarleiðina, er nú einmitt orðið tilefni vangaveltna í Brassel. Ofan- greint era meginástæður þess að nið- urstöðu Norðurlandanna þriggja, sem áður var minnst á, hefur verið fagnað af almenningi, neytendasam- tökum og fleiri aðilum. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins leiðir hjá sér að rök- ræða þennan þátt málsins og grípur til einfaldana af því tagi máli sínu til stuðnings að ef ekki náist inn frá fyr- irtækjunum í formi uppboðs í byijun háar fjárhæðir fyrir leyfin þá muni það leiða til ofsagróða sem þau munu stinga í eigin vasa. Eru fjarskipti heppilegur skattstofn? í reynd má segja að þetta mál snúist um það í hnotskurn hvort sala farsímarása sé við íslenskar aðstæð- ur skynsamleg tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð eða ekki, hvort gera eigi þetta að skattstofni. Einhver hófleg leyfisgjöld sem tækju mið af tilkostn- aði ríkisvaldsins samfara þessum málum era allt annai' hlutur. Hafa verður í huga hversu fáir notendur hinnar nýju tækni verða í okkar stóra og strjálbýla landi. Jafnframt hversu mikilvægt það er fyrir okkur Islend- inga að geta áfram verið í fremstu röð hvað það varðar að taka í notkun nýjustu tækni í fjarskiptum til þess að auðvelda okkur lífið og auka möguleika ekki síst strjálbýlisins til að vera fullgildur þátttakandi í upp- lýsingasamfélagi nútímans. Gildu þá einu hvort horft er til menntunar- möguleika og menningarafnota, þró- unarmöguleika atvinnulífs, þjónustu á Netinu og aðgangs að upplýsing- um, afþreyingar eða samskipta af hvaða tagi sem er. Það er niðurstaða okkar að leita beri leiða til þess að hraða innleið- ingu nýrrar tækni á þessu sviði og gera notkun hennar landsmönnum sem hagstæðasta. Fjarskipti séu ekki vel til þess fallin að vera tekjustofn eða skattstofn fyrir ríkið. Til þess sé betra að beita hinu almenna tekju- öflunarkerfi. Við sættum okkur prýðilega við það að Morgunblaðið sé okkur ósammála í þessum efnum en forum fram á málefnalegar umræður og að menn talist við með rökum. Höfundar eru alþingismenn fyrir Vinstrihreyfmguna - grænt framboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.