Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 61
1=
i
m
1
mi
4-
Mikilvægi málmsuðu
fyrir íslenskan iðnað
VIÐ leiðum ekki
dags daglega hugann að
málmsuðu. Þó getur
hún verið afgerandi
varðandi öryggi okkar.
Málmsuða gegnir
mikilvægu hiutverki í
íslenskum iðnaði. Smíð-
uð eru ýmiss konar stál-
virki, svo sem þrýsti-
kútar, gufukatlar,
stálbrýr, stálskip, kæl-
ikerfi sem innihalda
hættulegar lofttegund-
ir, eldsneytisgeymar
ofl. Málmsuða kemur
við sögu í öllum þessum
tilvikum.
í tilskipunum Evr-
ópusambandsins er víða að finna
kröfur til málmsuðu og umfangsmikil
vinna hefm' verið lögð í staðlagerð
innan Evrópska staðlasambandsins
(CEN) á þessu sviði. Þetta endur-
speglar m.a. mikilvægi málmsuðu í
evrópskum iðnaði.
Kröfur til suðumálmsins og suðu-
skeytanna í heild þurfa að vera með
þeim hætti að hægt sé að tryggja full-
nægjandi gæði og öryggi. Nauðsyn-
legt getur verið að prófa suðu t.d.
með röntgenmyndun eða hljóðbylgju-
prófun til að meta innri galla. Hér er
einungis verið að prófa ýmiss konar
formgalla svo sem samsuðugalla, loft-
bólur o.fl.
Jafnvel þótt suðugæði nái hæsta
gæðaflokki við röntgenmyndun eða
hljóðbylgjuprófun, getur suðuskeytið
verið gallað. Breytingar á efniseigin-
leikum verða oft verulegar á hita-
áhrifasvæðum suðunnar. Algengustu
breytingai'nar í stáli er hersla, lækk-
un á seiglu oghöggþoli. Afleiðingin er
í sumum tilfellum vetnisspnangu-
myndun og þreytusprungur eða
stökk brot. Stýring á varmainn-
streymi og kólnunarhraða er mikil-
væg til að tryggja fullnægjandi gæði.
Við suðu á ryðfríu stáli skerðist oft
tæringarþol ef ekki er rétt staðið að
suðu. Hreinsun á há-
hitaoxíðhúð á hita-
áhrifasvæðum þarf að
vanda og kolefni getur
bundist krómi á hita-
áhrifasvæðunum sem
leitt getur til tæringar á
skömmum tíma. I áli
lækka togþol og flot-
mörk oft við suðu.
Hér eru einungis
nefndii' örfáh' þættir
sem áhrif hafa á suðu-
gæðin. Breytingar á
efniseiginleikum vegna
suðu eru að sjálfsögðu
mjög mismiklar eftir
efnisflokkum málmanna
„ og suðuhæfni þeirra.
I mörgum Evrópuríkjum er gamal-
gróin hefð fyrir gæðastýringu í ein-
hverri mynd. Með tilkomu sameigin-
legs Evrópumarkaðar hafa kröfur
um gæðastýringu verið samræmdar
og gegna staðlar þar lykilhlutverki.
Meðal þessara staðla eru EN 719
sem fjallar m.a. um hlutverk tækni-
manna við stýiingu og skipulag
málmsuðuverkefna og EN 729 sem
fjallar um gæðastjómun og gæða-
kröíur í málmiðnaðarfyrirtækjum
þar sem málmsuða er mikilvægt
framleiðsluferli. Evrópska málm-
suðusambandið, European Welding
Federation (EWF) hefm' unnið að
samræmingu náms og prófa í Evrópu
á sviði málmsuðu.
A næstu árum verða í auknum
mæli gerðar kröfur til þesa-að verk-
efni séu unnin af fyiirtækjum sem
fai-a eftii' eða eru vottuð samkvæmt
staðlinum EN 729 og hafa í sinni
þjónustu starfsfólk með skilgreinda
menntun og reynslu. Kröfur þessar
koma frá verkkaupum, frá trygging-
ar- og flokkunarfélögum og yfirvöld-
um. Aðlögun málmiðnaðaims og
menntastofnana að breyttu umhverfi
er ein helsta forsenda fyrir viðunandi
samkeppnishæfni íslenskra málmiðn-
aðarfyrirtækja.
Málmsuða
Aðlögun málmiðnaðar-
ins og menntastofnana
að breyttu umhverfi,
segir Aðalsteinn Arn-
björnsson, er ein helsta
forsenda fyrir sam-
keppnishæfni málm-
iðnaðarfyrirtækja.
Dagana 20.-22. september næst-
komandi verður haldin norræn ráð-
stefna um málmsuðu á Hótel Loft-
leiðum á vegum Málmsuðufélags
íslands. Ráðstefnan ber heitið NSM
2000.
Meginþema ráðstefnunnar er þrí-
þætt: Fjallað verður um suðu á ryð-
fríu stáli, suðu á áli og gæðastýringu
við suðu. Flutt verða 16 erindi og
koma fyrirlesarar frá fjölmörgum
þekktum fyrirtækjum og rannsókna-
stofnunum á Norðurlöndunum.
Nefna má sérfræðinga frá Force í
Danmörku, frá ESAB, AGA og Volvo
í Svíþjóð og SINTEF í Noregi. Frá
LUT tækniháskólanum í Finnlandi
verður áhugavert erindi um gæða-
stýringu og aðferðir fyrirtækja við að
uppfylla Evrópustaðalinn EN 729.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu ráðstefnunnar www.nsm-
2000.is.
Fyrirtæki og einstaklingar í málm-
iðnaði, verkfræðingar, tækni-
fræðingar og aðrir sem tengjast
málmsuðu á einn eða annan hátt eru
hvattir til að taka þátt í ráðstefnunni.
Höfundur er verkfræðingur hj:í Iðn-
tæknistofnun Islands og
formaður NSM 2000.
Aðalsteinn
Arnbjörnsson
!
'
I
!
Nafnbreyting Sam-
vinnuháskolans
ÉG NEITA því ekki
að ég sem gamall nem-
andi Samvinnuskólans
vai'ð mjög hissa þegar
ég sá í blöðunum að búið
væri að breyta nafni
Samvinnuháskólans en
ég varð þó ennþá meira
hissa er ég las röksemd-
ir stjórnendna skólans.
Röksemdir rektors voru
að nafnið (samvinna)
væri farið að há starf-
semi skólans því fólk
tengdi það við ákveða
stefnu og aðstoðarmað-
ur rektors sagði nafnið
(samvinna) hafa undan-
farið hangið með frá
gömlum tíma.
Við sem erum gamlir nemedur
skólans eigum mjög erfitt með að átta
okkur á slíkum skrifum um skólann
okkai'. Skólinn hefur alltaf notið og
nýtur velvilja og virðingar vegna
nafns síns og uppruna en ekki öfugt
og nafnið hefur ekki „hangið" við
skólann frekar en nafnið Birna við
persónu aðstoðarmanns rektors.
Tengsl skólans við Samvinnuhreyf-
inguna hafa sama og engin verið und-
anfarin ár eða síðan skólinn var gerð-
ur að sjálfseignarstofnun. Ég tók þátt
í því í stjóm Sambandsins að sam-
þykkja að skólinn yrði gerður að
sjálfseignarstofnun. Var það gert að
eindreginni tillögu þáverandi rektors,
Jóns Sigurðssonar, sem taldi það
heppilegra fyrir rekstur skólans.
Slíkt samþykkt hefði aldrei náð fram
ef menn hefðu rennt í
grun að breyta ætti
nafni skólans. Hvorki
hjá Sambandstjórn eða
dóttm-félögum þess.
Sambandið lagði
mikið fé til reksturs
skólans og uppbygg-
ingar hans og naut til
þess stuðnings Olíufé-
lagsins og Samvinnu-
trygginga því stundum
lá við að mikill kostnað-
ur vegna skólans hefði
afgerandi áhrif á rekst-
ur Sambandsins.
Rök rektors að
vegna samkeppni verði
viðskipti að vera í nafni
skólans er röng. Aðsókn að skólanum
hefm- alltaf verið mikil, meiri en hann
getur annað og er það staðfest af
rektor.
Hinn virti rektor Háskólans í
Reykjavík tók viðskiptaheitið úr
nafni skólans, er hann þó líklega næst
stærsti viðskiptaháskóli landsins.
Kvennaskólinn breytti um rekstur
fýrir nokkrum áram og fór að taka
inn karlkyns nemendur og fór út í
samkeppni við framhaldskólana.
Hann breytti ekki um nafn vegna
sinnar gömlu hefðar og virðingar við
þá sem stofnuðu skólann. Hefur hann
hlotið aukið álit fyrir það.
Með breytingu á nafni Samvinnu-
háskólans hefur skólinn misst sín ein-
kenni í íslensku skólakerfi öfugt við
það sem rektor hefur hugsað sér, og
verður nú venjulegur jámft'úar skóli
Samvinnuskólinn
Með breytingu á nafni
Samvinnuháskólans,
segir Gunnar Sveins-
son, hefur skólinn
misst sín einkenni 1 ís-
lensku skólakerfi.
án tengsla rið gamla nemendur og
hugsjónh'.
Ritstjóri Dags, Elías Jónsson, hef-
ur skrifað ágæta minningargrein um
skólann og mun það fátítt um skóla
sem telur sig vera lifandi, en þar kem-
ur fram hvernig Jónas Jónsson, frum-
kvöðull skólans, skilp-eindi hann.
„Samvinnuskólinn er jafnt fyrii- alla
karla og konur unga og gamla ríka og
fátæka, ef þeir hafa vit og kjark til að
vinna að því að lyfta almenningi á ís-
landi til meiri þroska og menningar
með þeim stuðningi sem félagsmála-
þekking nútímanns getur veitt.“ Og
þannig hefui' skólinn starfað, og það
er óskiljanleg fordild að breyta þurfi
nafni skólans til að ná fram hinni nýju
stefnuskrá. Mun styi'kur ríkisins til
skólans ef til vill hækka við það að
samvinna er tekin úr nafni skólans?
Höfundur ergamall nemandi íSam-
vinnuskólanum og er fyrrverandi
stjórnarmaður Sambandsins.
Gunnar
Sveinsson
Engin hindrun
Guðrún Arnardóttir
komst hindrunarlaust
á Ólympíuleikana.
Við styðjum hana
til góðs árangurs.
g ,L
SPARISJÓÐURINN
-fyrir þig og pína