Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 75
FÓLK í FRÉTTUM
ÞÚ ERT SJÁLF-
UR HÖRÐUR
Hausttónleikar Harðar Torfasonar, söngvaskáldsins hugum-
prúða, hafa verið fastur liður í menningarlífi landans í hvorki meira
né minna en 24 ár. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Hörð
um lífíð og listina yfir hressandi morguntei.
Morgunblaðið/Kristinn
Listaskáldið góða, Hörður Torfason, bíður kvöldsins með spekt.
HAUSTIÐ hefur jafnan verið
tímibreytinga og umróts, í
veðurfari sem í lífsskipu-
lagi manna; ný störf og nýjir skól-
ar - nýtt líf með nýjum loforðum.
Fastir punktar eru fáir og ógreini-
legir, fyrir utan kannski áður-
nefnda tónleika sem verða að telj-
ast með rótgrónari tónlistar-
viðburðum hérlendis. Segja má
með sanni að Hörður sé listamaður
langt fram í fingurgóma, listina
ástundar hann hennar vegna og
hennar einnar og hefur aldrei á
ferli sínum, sem spannar nú rúma
þrjá áratugi, gefið þumlung eftir af
þeirri sannfæringu. Hörður er
sannkallaður þúsundþjalasmiður í
þeirri viðleitni sinni: leikari,
leikstjóri, ljóðskáld og tónlistar-
maður og á að bak ium 100
leiksýningar og tæpan tug hljóm-
platna. Og tuttugu og þrjá haust-
tónleika sem enn bættist við nú á
föstudagskvöldið, nánar tiltekið í
Islensku Óperunni.
AIls konar hausttónleikar
„Já, þessir hausttónleikar hafa
sífellt verið að hlaða utan á sig,“
segir Hörður. „Upphaflega byrj-
uðu þetta sem tónleikar fyrir
kannski tvær, þrjár manneskjur.
Ég man t.d. einu sinni eftir því
þegar ég var í Kaupmannahöfn að
þá lét ég nægja að halda tónleika í
afmælisveislu hjá Einari Má rit-
höfundi. Ég hef alltaf lagt sérstaka
vinnu í þessa tónleika, stundum
hef ég t.d. tekið eitthvað ákveðið
skáld fyrir á tónleikum, ég man
nöfn eins og Steinn Steinarr, Hall-
dór Laxness og Tómas Guðmunds-
son. Það er því alltaf eitthvað
þema í hverjum tónleikum og eins
verður með þessa en ég læt ekkert
uppi með hvað það er. Mér finnst
skemmtilegra að koma fólki á
óvart.“
Skáldagyðjan er kröfuhörð
Hörður er heltekin af skálda-
gyðjunni og er alltaf að. „Ætli ég
hafi ekki samið um svona 30 - 40
texta núna í sumar. Af þeim nota
ég kannski 5-6. Sumir fara svo í
kistu og bíða þar þangað til að allt
í einu! (smellir fingrum ákveðinn)
...maður sér eitthvað nýtilegt í
honum.“
Fyrsta plata Harðar kom út árið
1971 hjá SG hljómplötuútgáfunni.
Þar söng hann ljóð eftir valin-
kunna höfunda við eigin lög. Það
var ekki fyrr en nokkrum árum
síðar að hann tók að læða eigin
textum út. „Fyrr á tímum kom
mér vart til hugar að fara að yrkja
eitthvað sjálfur. Ég er alinn upp í
það mikilli virðingu fyrir skáldun-
um að fyrst um sinn lét ég mér
nægja að túlka þá.“
Sá fyrsti
Það er vel þekkt staðreynd að
Hörður Torfason var fyrstur
manna hérlendis til viðurkenna
samkynhneigð sína. Það þætti
kannski ekki fréttnæmt í dag en á
þessum tímum varð uppi fótur og
fit í íslensku samfélagi. „Það fór
allt hérna á annan endann," segir
Hörður ákveðinn í bragði. „Þú get-
ur ímyndað þér blöðru fulla af hel-
íum. Ég stakk gat á hana.“ Hörður
segist hafa ferðast um landið m.a.
með það að markmiði að vinna
gegn fordómum í garð samkyn-
hneigðra og það hafi alltaf verið
stór hluti af hans starfi. „Ég er
alltaf að segja sömu söguna. Aftur
og aftur og aftur. Afhverju? Það er
af því að það er alltaf að koma nýtt
fólk. Og þegar ég er að tala um
mig er ég í rauninni að tala um
samfélagið. Af því að framkoma
samfélagsins í minn garð endur-
speglar skoðanir samfélagsins og
með því að tala um þessa hluti,
þannig tek ég á fordómunum.
Launin felast svo í því að það hefur
komið fyrir að fólk komi upp að
mér eftir tónleika og segi: „Hörð-
ur, þú ert búinn að gera mér grein
fyrir því að ég er uppfullur af for-
dómum“. Og ég get tekið hjartan-„-j
lega undir með viðkomandi þar
sem ég er að sjálfsögðu ekkert
laus við fordóma frekar en hver
annar. Málið er að vera meðvitaður
um þá og láta þá ekki stjórna sér. I
þessu felst mitt starf.“
Eins manns
leikhús
„Ég finn oft fyrir einsemd í
þessum bransa", segir Hörður
íhugull. „Ég er leikhúsmaður, ég
er eins manns leikhús. Ég er ekki
popptónlistarmaður. Ég hef aldrei
farið þá leið. Popptónlistarmaður- * -
inn er að sækjast eftir vinsældum.
Það er stefnan í poppinu. Það er
iðnaður.
Þetta er ekki það sem ég er að
gera,“ segir hann með áherslu.
Hörður liggur ekki á skoðunum
sínum um íslenskan tónlistarmark-
að frekar en annað, vill meina að
ekki standi steinn yfir steini í þeim
málum og fer mikinn. „Markaður-
inn er skandall hérna á Islandi.
Það er eitt fyrirtæki sem á allt, all-
an hringinn ef svo er að segja
hvort sem varðar útgáfur, upptök-
ur eða verslanir. Það teygir arma
sína um allt eins og skrímsli sem
vill kæfa allt sem það á ekki eða
fær ekki. Mér finnst þetta grátlegt -f.
því að þessir aðilar ættu að skilja
að þeir hafa siðferðislega ábyrgð
og ættu að rækta lifandi list í land-
inu og vera meira hvetjandi. Sköp-
un fylgir oftast sársauki, maður lif-
ir af því að maður vill fást við lífið.
Það getur oft verið sárt að vera til
og það er fólk alltaf að reyna að
forðast, tilhneiging mannsins er að
stytta sér leið gegnum flest. Kaupa
sig inn í þægindi þar sem það er
ekkert sem að snertir það lengur,
ekkert sem hrekkir það. Hinn lif-
andi dauði sem svo margir sækja ■
í.“ Sterkari gátu lokaorðin vart
verið frá þessum stolta manni sem
stendur á sínu hvað sem það kost-
ar.Hausttónleikar Harðar byrja
stundvíslega kl. 21.00 í kvöld.
MYNPBONP
Frambæri-
legt handrit
Blóðpeningar
(Blood Money)
Spennumyml
★★
Leikstjóri: Aaron Lipstadt. Aðal-
hlutverk: Alan Arkin og Brian
Bloom. (92 mín.) Bandaríkin, 1999.
Sam myndbönd. Bönnuð innan
16 ára.
BLÓÐPENINGAR er epísk
fjölskyldumynd, þar sem sögumaður
hefur strax í upphafi dramatíska frá-
sögn af kynnum
sínum af Restrelh
mafíufjölskyld-
unni, þó einkum
Tony, viðskipta-
lærðum hluta-
bréfasnillingi sem
sleit sig lausan úr
glæpastarfsemi
fjölskyldunnar og
flutti til New York.
Við kynningu aðstæðna, sem m.a.
lýsir því hvernig bróðir Tonys er
myrtur, er hins vegar beitt einhverri
þeirri útjöskuðustu töku-, klippinga-
og tónlistartækni sem um getur. Það
fer því ekki milli mála við upphaf
þessarar kvikmyndar að eitthvað
bogið er við hana, en það er fyrst og
fremst leikstjórninni að kenna.
Handritið er nefnilega bara nokkuð
frambærilegt, en það er sómasamleg
úrvinnsla á gömlu mafíugoðsögninni.
Þannig að þótt kvikmyndin sé frekar
illa gerð, nær efniviðurinn engu að
síður að fanga athygli manns.
Heiða Jóhannsdóttir