Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli Benedikt Helgason, elsti félaginn, dregur fánann að húni, Sjálfsbjörg á Húsavík 40 ára Húsavík - Sjálfsbjörg - félag fatl- aðra á Húsavik minnist um þessar mundir 40 ára afmælis síns sem var fyrr á þessu ári en það er eitt af elstu Sjálfsbjargarfélögunum á landinu. Félagið bauð til fagnaðar í tilefni timamótanna um siðustu helgi og heimsóttu margir félagið af því til- efni og sátu veglegt samsæti í Snæ- landi. Brynhildur Bjarnadóttir, for- maður félagsins, ávarpaði gesti og gat ýmissa atburða í sögu félagsins. Hún sagði að félagið hefði undra- fljótt eignast sitt eigið húsnæði, Snæland, neðri hæð Argötu 12, sem væri félaginu mikils virði í sam- bandi við félagsstarfið og svo hefði félagið getað skotið skjólshúsi yfir ýmsa. Hún sagði eitt af baráttumál- um félagsins hefði verið betrum- bætur á aðgengi fatlaðra að ýmsum stofnunum og húsum almennt. Mik- ið hefði áunnist en þó væri ekki allt eins og óskað væri. Arnór Pétursson, formaður Landssambands Sjálfsbjargarfé- laga, heiðraði samkomuna með nærveru sinni, ávarpaði gesti og gat margs í starfsemi sambandsins. Hann sagði að ötult starf félaganna víða um land mynduðu öflugt sam- band og þakkaði Húsvíkingum þeirra framlag. Gjafir bárust félaginu, þar á með- Arnór og Brynhildur. al fánastöng sem reist var við fé- lagsheimilið, og fslenski fáninn var fyrst dreginn að hún, en þar mun fáni Sjálfsbjargar oft verða við hún. Stjórn félagsins skipa: Brynhild- ur Bjarnadóttir form., Agnar Kári Sævarsson varaform., Brynjar Halldórsson ritari, Hermann Lar- sen gjaldkeri og meðstjórnendur Ingunn Halldórsdóttir, María Ósk- arsdóttir og Kristbjöm Óskarsson. Flutningafyrirtækið Ragn- ar og Asgeir ehf. 30 ára Grundarfírði - Nýlega var þess minnst í Grundarfirði að 30 ár eru lið- in síðan Ragnar Haraldsson hóf vöruflutninga milli Grundarfjarðar og Reykjavikur, en það var fyrsti vís- irinn að stórfyrirtækinu Ragnar og Asgeir ehf. Haldið var golfmót í til- efni dagsins og á laugardagskvöldið var opið hús í skemmu fyrirtækisins í Grundarfirði. Fyrirtækið rekur nú 12 stóra flutningabíla og byggist starfsemin fyrst og fremst á fiskflutningum. Bíl- amir eru flestir nýir og tengivagn- amir em mjög fullkomnir og upp- fylla alla staðla Evrópusambandsins til matvælaflutninga. Á síðasta ári nam flutningurinn um 36 þúsund tonnum. Ragnar Haraldsson hóf þennan rekstur fyrir 30 ái'um og var með einn flutningabíl, en þá var aðallega verið að flytja ýmsar nauðsynjavörur frá Reykjavík til Grundarfjarðar, en h'tið var um flutninga frá Grandar- firði til höfuðstaðarins. Ragnar sagði að um 1982 hafi reksturinn farið að breytast. Frystihúsin fóra að sjá sér hag í því að flytja frystan fisk landleiðina suður. í upphafi var þetta í smáum stíl, en smám saman jókst eftirspum- in eftir þessum flutningum. Stjóm- endum frystihúsanna þótti hag- kvæmara að flytja framleiðslu sína landleiðina jafnóðum í stað þess að bíða eftir flutningaskipunum því oft þurfti að bíða eftir þeim í nokkrar vikur eða mánuði. Með þessu fyrir- komulagi söfnuðust minni birgðir fyrir hjá fiskvinnslunni og greiðslur fyrir framleiðsluna bárast þar af leið- andi hraðar. Með tilkomu fiskmarkaðanna upp úr 1990jókst starfsemin enn frekar. Ragnar segir að lykilatriði í rekstrinum sé að ná góðri nýtingu á plássi í bílunum en einnig sé mjög mikilvægt að geta alltaf staðist tíma- áætlanir. Hann segir að jafnan sé einn vara- bíll tiltækur til að hægt sé að mæta ófyrirséðum töfum. Flutningsgjöld hafa verið þau sömu síðan 1991 en því miður era blikur á lofti í þeim efnum vegna þungaskatts og hækkandi olíu- verðs og því megi búast við að hækka verði flutningsgjöld á næstunni. Fyrirtækið er mikil lyftistöng í at- vinnulífi í Grandarfirði og þar vinnur fjöldi fólks bæði við akstur bílanna og viðhald þeirra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Landbún- aðarnefnd á ferð um Vesturland Stykkishólmi - Landbúnaðarnefnd Alþingis var á ferð um Vesturland fýrir skömmu. Á ferð sinni komu nefndarmenn við á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi til þess að kynna sér fjölbreytta atvinnu- starfsemi á þeim bænum. Þar er nú sauðfjárrækt, bændagisting, lítils háttar fiskeldi og hausaþurrkun. Að aflokinni vettvangsferð var boð- ið upp á flatkökur með hangiketi og rjómapönnukökur með nýlagaðri bláberjasultu sem ráðherrann og þingmenn gerðu góð skil. Brugðist við ferðamannastraumnum í Borgarfírði Salerni sett upp við Hraunfossa Reykholt - Þjónustusamningur hef- ur verið gerður á milh Ferðamála- ráðs íslands og Borgarfjarðarsveit- ar um rekstur og viðhald á salemisaðstöðu og göngustígum við Hraunfossa í Borgarfirði. Ferðamálaráð hefur lagt nýja göng- ustíga og plan undir salernishúsin sem verða sett niður á næstu dögum og tekin í notkun næsta vor. Gildis- tími samningsins er ótilgreindur en hann verður endurskoðaður að tveimur áram liðnum. Einnig er ver- ið að setja upp skilti við Barnafoss. Húsin verða í kjarrbrekkunni út við veginn, þar sem þau trafla útsýni sem minnst. Gert er ráð fyrir tveimur kvennasalernum og tveimur fyrir karla, auk aðstöðu fyrir fatlaða og ungbörn. Kaldavatnslögn verður að svæðinu og er vatnið leitt um 1,5 km úr Kaldalæk í landi Hraunsáss. Lagðir hafa verið stígar að húsun- um frá bflastæðum og göngustígum sem liggja að Barnafossi. Hjalti Finnsson, umhverfisfulltrúi Ferða- málaráðs, segir í samtali við blaðið að með þessu sé verið að mæta þeim mikla straumiferðamanna sem þarna fara um og skoða fossana. Sex landeigendur eiga land að þessu svæði og segir Hjalti að þeir séu allir velviljaðh' og samþykkir þessari framkvæmd. REYKJAVIK-HUSAVIK-REYKIAVIK ...fljúgðu frekar Tvisvar sinnu Bókaðu ísíma 5703030 og 4781250 fra 11.230 kr. meft flujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.