Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I- LISTIR AÐ LESA OG SKRIFA LAND SITT Alþjóðlega bókastefnan, sem hófst í Gauta- borg í gær, er afar fjölbreytt og umfangs- mikil að vanda og er búist við miklum fjölda gesta. Kristín Bjarnadóttir segir fá stefn- unni sem að hennar sögn nær frá Kóreu til Kanada með millilendingu í Svíþjóð. MEÐAN íslenska bók- menntahátíðin stendur sem hasst í Reykjavík hefst hin árlega og al- þjóðlega bókastefna í Gautaborg, sem stendur dagana 14.-17. september. Tvö aðalþemu stefnunnar í ár eru norrænar bókmenntir og norræna þróunarverkefnið „lestrarhreyfmg- in“. Pemu sem óneitanlega tengjast hvort öðru, en þróunarverkefninu er ætlað að hvetja til lestrar, einkum með unga og upprennandi lýðræðis- þegna í huga. A föstudag og laugardag er hópur íslenskra rithöfunda væntanlegur. Veggspjald stefnunnar og forsíða dagskrárblaðs eru prýdd myndinni „Að lesa upphátt" eftir íslensku lista- konuna og rithöfundinn Sigrúnu Eld- jám. Verk Sigrúnar verða einnig til sýnis á íslenska sýningarsvæðinu, en þar munu eftirtalin forlög sýna bæk- ur: Bjartur, Forlagið, Háskólaútgáf- an, Hið íslenska bókmenntafélag, Hörpuútgáfan, Iðunn, Mál og menn- ing og Vaka/Helgafell. Umsjónar- maður íslenska leiðangursins er Anna Einarsdóttir verslunarstjóri sem er íúlltrúi Islands í stjóm stefnunnar. Þótt áhersla sé lögð á dagskrá með norrænum rithöfundum í ár er stefn- an alþjóðleg að vanda með heimsókn- um höfunda allt frá Kóreu til Kanada, frá Afríku, Bandaríkjunum og mörg- um Evrópulöndum. Frá Rússlandi kemur VasO Bykau, hið aldna skáld og formaður hvítrússneska Pen- klúbbsins. Pepetela frá Angóla og kúrdíski höfundurinn Salim Barakat koma og tala um „að skrifa landið sitt“. Rithöfundarnir Yi Mum-Yol og Kim Yong-Jik og Ijóðskáldin Ko Un og Kim Jong-Gil koma frá Kóreu ásamt þarlendum tónlistarkonum og kynna sinn heim. Frá Bandaríkjunum koma meðal annars Jayne Anne Phill- ips, Michael Gummingham, Edwina Danticat, sem kom fyrst fram 1994 með skáldsöguna Breath Eyes, Mem- ory, og hinn umdeildi New York-höf- undur Bret Easton Ellis. Einnig Ron Padgett sem mun tala um ljóðlist fyi-- ir og eftir böm og beina orðum sínum einkum til kennara og annarra leið- sögumanna barna og unglinga. Á daglöngu þingi um gagnrýna fjölmiðlamenningu á vegum Ord- fronts má á lista framsögumanna sjá nöfn eins og John Pilger, Susan Fal- udi, þekkt fyrir bókina „Backlash" (1991), og professor Igancio Ramon- et, höfund merkra fræðibóka og rit- stjóra franska mánaðarritsins Le Monde diplomatique. Að ógleymdum arabísk-ameríska prófessomum Edward W. Said sem seinast vakti at- hygli með sjálfsævisögunni „Out of Place“ (1999). Saga sem Salman Rushdie hefur líkt við lykilróman Proust og við Balzac vegna skarp- skyggni á félagsleg og söguleg atriði. Og við Joseph Conrad. Hér verður greint frá íslenskum rithöfundum og fræðimönnum á stefnunni, dagskrám á vegum Máls og menningar og Hörpuútgáfunnar og einnig kynnt brot af öðm sem MARBERT BEAUTY CENTER Snyrti og naglastofa Bæjarlind 6 E o U t <D -Q L. ca E býður upp á alla almenna snyrtiþjónustu: v Andlitsmeðferð v Líkamsmeðferð íí* V Hand og fótsnyrtingu v Neglur I V Eurowave Spennandi tilboð með Eurowave, þú kaupir 10 tíma kort og færð að gjöf nýja slitkremið eða frískandi sturtusápu úr nýju EFFECTIVA líkamslínunni frá MARBERT. Við gefum skólaafslátt til allra námsmanna. Verið velkomin - við tökum vel á móti ykkur. Bæjarlind 6, símí 564 Andri Snær Magna- son, í fyrsta sinn á bókastefnu í Gauta- borg. Gísli Sigurðsson, einn þeirra fræði- manna sem koma fram á bókastefn- unni. Jóhann Hjálmars- son, í fyrsta sinn þátttakandi á bóka- stefnunni í Gauta- borg. Steinunn Einar Sigurðardóttir Kárason stefnan býður af norrænum dag- skrám og alþjóðlegum höfundaheim- sóknum. Lestrarhreyfing, landa- fundir og tvö ljóðskáld Á fyrsta degi stefnunnar virðist áhersla lögð á dagskrá sem tengist lestrarhreyfingunni. Kristinn Jóhannesson, lektor í ís- lensku við Gautaborgarháskóla, mun tala um íslenskar bókmenntir og unga lesendur í samtali við Birgittu Garme, lektor í sænsku við Uppsalaháskóla. Dagskráin sem er kl. 13 er á vegum Sænskukennarasambandsins. Sama dag kl. 14 tekur Kristín Birg- isdóttir, bókavörður frá Varmárskóla í Mosfellsbæ, þátt í dagskrá á vegum NORDBOK. Par verður kynnt samn- orrænt yfirlit um „Lasgladje i Nord- en“ sem nýlega kom út á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar og Nord- bok, og er handbók sem geymir skrá yfir úrval norrænna bamabóka á þeim átta tungumálum sem sem töluð eru á Norðurlöndunum, þ.e.a.s. græn- lensku, íslensku, færeysku, samísku, sænsku, finnsku, dönsku og norsku. Fyrir því sem íslenskt er í þeirri bók stendur Kristín Birgisdóttir ásamt Sigríði Matthíasdóttur frá Selfossi. Órnólfur Thorsson miðaldafræð- ingui' og Gísli Sigurðsson íslensku- fræðingur sjá um dagskrá þar sem þeir fá prófessor Lars Lönnoth til liðs við sig í umræðu um landafundi vík- inga í Norður-Ameríku með Leif Ei- ríksson sem aðalpersónu. Sú dagskrá fer fram síðdegis á föstudag (kl. 17). Sama dag kemur skáldið Jóhann Hjálmarsson fram á vegum Hörpuút- gáfunnar ( kl. 11 f.h.). Par hittir Jó- hann finnska skáldið og þýðanda sinn, Martin Enckell, í samtali um „brýr sem ljóðin byggja" þar sem Ulf Ömklo leggur spurningar fyrir skáld- in. Martin Enckell hefur túlkað ljóð Jóhanns, eigið úrval undir titlinum „Ishavens bránningar". Jóhann Hjálmarsson kom fyrst fram sem ljóðskáld árið 1956, þá aðeins 17 ára gamall, og á sænsku má finna ljóð eft- ir hann í safnritinu Modem islándsk poesi frá árinu 1959. Þá stóð Ariane Wahlgren fyrir þýðingunni en hún þýddi á sínum tíma m.a. „Þorpið“ eftir Jón úr Vör. Ljóðabækur sem tæpast fara framhjá skáldum er sitja við vinnu í Húsi Ari- ane Walgrens í Aþenu (hús sem hún sá til að sænskir rithöfundar nytu góðs af að henni lát- inni). Síðar kom út safn með Ijóðum Jóhanns, Landet vilar i egen dikt, úrval og þýðing eftir Christer Eriksson (Rab- én & Sjögren, 1979) og nú liggur úrval Enckels íýrii- tilbúið til útgáfu. Dagskrárblað stefn- unnar kynnir Jóhann sem „naturlyi-iker“, upp- lagt deiluefni ef vill, því margt annað mun hann vera, svo sem súrrealisti á tímabili (Malbikuð hjörtu, Fljúgandi nætur- lest), og í bókinni „Myndin af langafa" gerist hann heimildarskáld. I viðtals- bókinni „Islándska Dagar“ (1998) eft- ir Hákon Boström, sem sækir heim íslenska höfunda, segir að í dag skil- greini Jóhann skáldskap sinn sem „klassik modernism". Og ég fæ stað- festingu hjá Jóhanni þegar hann seg- ir: ,Á síðustu áram hafa ljóðin með einhvetjum hætti orðið Wassískari." Og hann vísar í bókina ,Ákvörðunar- staður myrkrið". Hann notar gjama minni úr fornsögum, „en ljóðin era ekki ort um fomsögur heldur lýsa þau mannlegri tilvist á okkar tímum“. Ljóðabókin „Marlíðendur" kom út 1998 og ný ljóðabók eftir Jóhann er væntanleg í ár. Og Hörpuútgáfan hef- ur hlotið styrk úr Menningarsjóði til að gefa út ljóðaúrval Jóhanns Hjálm- arssonar í ritstjóm Þrastai’ Helga- sonai-, rit sem væntanlega kemur út næsta ár. Finnska skáldið og túlkandi Jó- hanns, Martin Enckell, er sagður undir áhrifum austurlenskrar dul- speki í sínum skáldskap. Hann kemur einnig fram síðasta dag stefnunnar og flytur þá eigin Ijóð, sem og sænska túlkun sína á ljóðum eftir finnska skáldið Anni Sumari. Islandskvartett og afmælisskáld Laugardaginn 16. sept. verða tvær dagskrár á vegum Máls og menning- ar: Hin fyrri nefnist „Islandskvart- ett“ og hefst kl. 11 f.h. Fjórmenning- arnir eru^ Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Einar Már Guðmundsson og Hallgrímur Helga- son, en skáldsögur eftir þau öll hafa komið út í sænskri þýðingu í ár eða í fyrra. „Fjórir úr hópi hinna bestu og mest lesnu úr hinni nýju kynslóð skáldsagnahöfunda," segir í kynn- ingu. Sven Hallonsten mun stýra samtalinu um íslenskan bókmennta- heim og um störf höfundanna og við- fangsefni. Allir hafa fjónnenningamir kynnt sig á bókastefnunni á síðastliðnum áratug og raunar líka, fyrir sænskum lesendum, á öðram vettvangi. Einar Már var sjálfkjörin stjarna árið sem hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs (1995) fyrir skáld- | söguna Englar alheimsins, en jf skemmst er að minnast heimsóknar 1 hans og Hallgríms Helgasonar á kvikmyndahátíð Gautaborgar í febr- úar sl. sem handritshöfundar verka byggðra á samnefndum skáldsögum þeirra. Þá var sýnd kvikmyndin „Englar alheimsins" og mynd Baltas- ars Kormáks „101 Reykjavík" eftir samnefndri bók Hallgríms Helgason- ar var einnig kynnt, en bókin kom út hjá Norstedts í ár í þýðingu Johns Swedenmark. Og blaðamaður Gauta- borgar-póstsins hefur gert sér ferð til ' Hríseyjar að ná tali af höfundinum og birtir skáldið á ferð um brimúða í út- jaðri landslagsmyndar (GP. 7. sept- ember). Hallgrímur sem vinnur að fjórðu skáldsögu sinni gætir þess að minnast á merka Islendinga í viðtal- inu og Jónas Hallgrímsson, Halldór Laxness, Guðbergur Bergsson og Björk eru meðal nefndra. Af heimsókn Kristínar Ómai's- dóttur mun ekki geta orðið að sinni 1 þannig að kvartettinn breytist í tríó, * en Kristín kom til Gautaborgai' sein- ast í vor á vegum útgefenda sinna hjá Anamma-forlaginu og kynnti skáld- söguna ,Ástin mín ég deý‘ sem kom út í sænskri þýðingu Ann Sofie Axels- son í íyrrahaust undir titlinum ,Álsk- ling jag dör“. Sú bók var tilnefnd til Noirænu bókmenntaverðlaunanna í ár ásamt tveggja binda verki Guð- I bergs Bergssonai'. Ný skáldsaga eftii' Kristínu er væntanleg á næsta ári en í I ár kemur ljósmyndabókin „Sérstakur I dagur“, með ljóðum Ki-istínar og ljós- myndum eftir Nönnu Bisp Buchert. Steinunn Sigurðardóttir, sem hélt upp á 30 ára skáldaafmæli sitt í fyrra með Ijóðabókinni „Hugástir“, kynnti verðlaunasöguna „Hjartastaður" á bókastefnunni haustið 1996. í íyrra kom „Sagan af Hálfdáni Fergussyni" eða „Halfdan Fergusson lámnai' livet pá jorden" (Foram, 1999), hennar fimmta skáldsaga í sænskri þýðingu Inge Knutsson, en fjórar komu út hjá forlaginu Trevi á áranum 1992-1996. Inge Knutsson er líka þýðandi Einars Más, hefur snarað sjö skáldsögum eftfr hann, allt frá „Riddarna av randa trappan" (1986) til „Fotspár pá himlen" (1999). Steinunn kemur auk þess fram á dagskrá á föstudeginum þar sem henni er falið að kynna írska rithöf- undinn Nuala O-Faolain. I samtali við Göran Tunström á bókastefnunni I 1996 kom hún fram í álíka hlutverki þannig að úr varð góð og söguleg skemmtun. „Prisbelönt islándsk modem klass- iker“ nefnist önnur dagskrá á vegum Máls og menningar og hefst kl. 14 sama dag. Þar er Thor Vilhjálmsson væntalegur í samtal um verk sín ásamt þýðanda verðlaunabókarinnar „Morgunþula í stráum", Inge Knuts- son, og prófessor Lars Lönnroth, sérfræðingi í íslenskri sögu og bók- menntum. Fyrir þá sögulegu skáldsögu hlaut Thor íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1998. Það era hinsvegar nærri þrjátíu ár síðan hann fyrst var til- nefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, eða 1971 fyrir skáldsöguna „Fljótt, fljótt, sagði ftigl- inn“. „Fuglaskottís" og „Mánasigð“ færðu honum einnig tilnefningar en verðlaunin hlaut hann síðan fyiTr „Grámosinn glóir“ árið 1988 í þýðingu ! Peters Hallberg, sem hefur verið end- urútgefin hvað eftir annað. Árið 1992 hlaut hann norrænu verðlaun sænsku akademíunnar. Thor Vilhjálmsson á skáldaafmæli í ár, 50 ár era síðan verk hans „Maður- inn er alltaf einn“ kom út 1950 og hann er líklega fyrsta íslenska sagna- skáldið eftir Nóbelsskáldið Laxness sem kynntur var á sænsku svo athygli vekti. Peter Hallberg þýddi „Andlit í spegli dropans" sem kom út á sænsku 1961 (Speglat i en droppe, Rabén & Sjögren) og hélt áfram að þýða sögur Thors Vilhjálmssonar, meðan ævin entist honum, seinast „Náttvíg" (Nattligt dráp, 1990). Thor á öragg- lega eftir að bæði ögra og skemmta sínum sænsku aðdáendum, því hann kann að tala líkt og hann skrifar, tek- ur afstöðu ýmist eða fer nákvæmlega þangað sem hugmyndaflug ber, að sækja myndir eða minningu í frásögn. Sagnaskáldið sem háði sína „Sturm und Drang“-baráttu í París á áranum 1947-1952 hefur lengst af haft orð á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.