Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Á einu ári hefur Hreggviður fengið 17,55 kfló af ruslpósti.
Sérfróðir dæmi
um „prjónið“
HÆSTIRÉTTUR segir að
héraðsdómari eigi að kalla til sér-
fróða meðdómendur í máli, þar
sem deilt er um hvort mótorhjól
hafí „prjónað" vegna stórfellds
gáleysis ökumannsins. Hæstirétt-
ur segir að dómara sé ófært að
leysa úr málinu á grunni almennr-
ar þekkingar sinnar, menntunar
eða lagaþekkingar, og vísar mál-
inu aftur heim í hérað.
Málavextir voru þeir að öku-
maður vélhjóls ók hjóli sínu vestur
Háaleitisbraut í Reykjavík. Við
gatnamót Kringlumýrarbrautar
nam hann staðar á ljósum, en þeg-
ar hann fór af stað á ný gaf hann
duglega inn. Hann kvaðst hafa
runnið við það aftur í sætinu og
framhjólið lyftist frá götu. Þar
með missti hann stjórn á hjólinu,
en hélt sér í stýrið og fór á „prjón-
andi“ hjólinu um 100-140 metra
upp brekku. Nærri Skipholti tókst
honum að ná framhjólinu niður á
ný, en hjólið skall þá á umferðar-
eyju, með þeim afleiðingum að
ökumaðurinn brotnaði á vinstri
úlnlið.
Tryggingarfélag mannsins taldi
hann hafa fyrirgert rétti sínum til
bóta í samræmi við ákvæði slysa-
tryggingar ökumanns. Félaginu
fannst líklegast að hann hefði vilj-
andi ekið á afturhjólinu einu og
þar með hefði vélhjólið verið
stjórnlaust, en slíkt ökulag er ekki
með öllu óþekkt. Hann ætti sjálfur
að bera skaðann af því.
Héraðsdómur Reykjavíkur tók
undir sjónarmið tryggingafélags-
ins í dómi sínum í febrúar sk, taldi
ökulagið hafa verið háskalegt og
sýknaði tryggingafélagið af kröf-
um hans. Þann dóm þarf nú að
endurskoða, þar sem Hæstiréttur
segir að sérfróðir meðdómsmenn
þurfi m.a. að taka afstöðu til þess
hvort það fái staðist að reyndur
ökumaður geti hafa misst stjórn á
vélhjóli með þessum hætti af van-
gá-
Stóraukinn útflutn-
ingur á óunnum fiski
Fékk 17,5
kgaf
„ruslpósti“
í heilt ár
HREGGVIÐUR Jónsson, fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi
alþingismaður, hefur í heilt ár safn-
að öllum svonefndum ruslpósti sem
borist hefur í póstkassa á heimili
hans. Samtals fékk hann á þessu
heila ári 17,55 kfló af þess konar
pósti en Hreggviður hefur reiknað
út að þetta jafngildi því að rúmlega
1.110 tonn af „ruslpósti" séu árlega
borin í hús á höfuðborgarsvæðinu.
Hann hefur skrifað borgarsljórn
Reykjavíkur bréf vegna þessa máls
þar sem hann spyr m.a. hvort borg-
aryfirvöld ætli að beita sér fyrir því
að bannað verði að ruslpóstur sé
borinn óumbeðið í hús í Reykjavík.
Hreggviður sagði í samtali við
Morgunblaðið að ástæðan fyrir því
að hann hefði farið að safna saman
ruslpósti hefði verið sú að það hefði
farið óskaplega mikið í taugarnar á
sér að fá óumbeðið inn um bréfa-
lúguna fullt af bæklingum, bréfum
og alls kyns dóti.
Merktur póstur kemst
ekki í póstkassann
„Auk þess hef ég tekið eftir að
það hefur komið fyrir að póstkass-
arnir hafa verið yfirfylltir af
ruslpósti. Þetta gerist þegar fólk er
í frn og ástandið er þá jafnvel þann-
ig að merktur póstur, sem skiptir
það máli, kemst ekki í póstkassann.
Allir sem ég þekki kvarta mikið
undan þessu,“ sagði Hreggviður.
í bréfi Hreggviðs til borgar-
stjórnar eru birtar tölur um þyngd
ruslpósts frá ágúst 1999 til júlfloka í
sumar. Meðalþyngd í hverjum mán-
uði er liðlega 1,4 kíló. Mest barst af
bæklingum og blöðum í mars en
minnst í janúar. Samtals er um að
ræða 17,55 kg.
í bréfinu bendir Hreggviður á að
þetta þýði að í átta íbúða stigagangi
séu árlega borin út 140,4 kg af
ruslpósti. í Reykjavík sé slíkur póst-
ur borinn út til 42.831 heimilis sem
þýði að borin séu út samtals 751.684
kg. Sé horft til alls höfuðborgai’-
svæðisins sé um að ræða 1.110.809
kg af ruslpósti til 63.294 heimila.
S/ðan spyr Hreggviður í bréfinu
til borgarstjórnar: „Hvað niunu
fljúar Stór-Reykjavíkur þurfa að
borga aukalega fyrir þennan óum-
beðna ruslpóst þegar tekið verður
upp nýtt gjald vegna umfangs og
þyngdar á rusli á næsta ári?
Ætla ráðamenn í Reykjavíkur-
borg að beita sér fyrir því að bann-
að verði að setja óumbeðinn
ruslpóst í póstkassa og inn um
bréfalúgur í Reykjavík?"
Hreggviður sagðist ekki hafa
gert sér grein fyrir um hversu mik-
ið magn væri að ræða. Sú spurning
hlyti að vakna hvað kostaði að
farga 1.110 tonnum af ruslpósti á
ári.
ÚTFLUTNINGUR á óunnum fiski
var um 23% meiri fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama tíma í fyrra en verð-
mætaaukningin var um 5%. Samfara
þessum breytingum var minna fram-
boð af óunnum fiski á íslenskum fisk-
mörkuðum.
Fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra
voru flutt út 19.162 tonn af óunnum
fiski og var verðmætið um 2,5 millj-
arðar króna. Samsvarandi tölur á
sama tíma í ár eru 23.530 tonn og um
2,6 milljarðar króna, samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofunni.
Samúel Hreinsson, framkvæmda-
stjóri fiskmarkaðarins í Bremer-
haven í Þýskalandi, segir að árið hafi
verið mjög gott „og meðalverðið í
mörkum verður miklu hærra en áð-
ur.“
Logi Þomióðsson, stjórnarfor-
maður Fiskmai'kaðs Suðurnesja,
segir að ástandið sé óviðunandi-
Ekki eigi að senda óselda vöru til
kaupenda og láta þá verðmeta hana
og alvarlegt sé að íslensk fiskvinnsla
skuli ekki sitja við sama borð og er-
lend fiskvinnsla.
■ Útflutningurinn jókst/27
Fjölsóttur kynningarfundur haldinn vegna skipulagstillagna á Vatnsenda
Yilja að fram fari mat
á umhverfísáhrifum
FUNDUR, sem bæjaryfirvöld í
Kópavogi héldu í gær til að kynna
íbúum við Vatnsenda fyrirliggjandi
skipulagstillögur að byggð á svæð-
inu, samþykkti mótatkvæðalaust
tvær ályktunartillögur. I annarri er
þess krafist að framkvæmdir þær
sem fram muni fara á grundvelli
skipulags á svæðinu verði látnar
sæta lögformlegu umhverfismati en
í hinni er skorað á bæjaryfirvöld að
gangast fyrir samkeppni meðal
arkitekta um framtíðarfyrirkomu-
lag byggðar við Elliðavatn og á
Vatnsenda.
Á annað hundrað manns sátu
fundinn í félagsheimili Kópavogs.
Að loknum kynningarerindum
skipulagsstjóra og bæjarverkfræð-
ings þar sem rakinn var ferill skipu-
lagsvinnunnar, þar sem gengið er
út frá 5000 manna byggð í landi
Vatnsenda, tóku við almennar um-
ræður þar sem fimmtán manns
kvöddu sér hljóðs; flestir hags-
munaaðilar sem beindu gagnrýnis-
röddum að skipulagshugmyndunum
og vinnubrögðum bæjaryfirvalda.
Frekari rannsóknir
á vatninu
Meðal þess sem gagnrýnt var á
fundinum var að hann væri ekki
haldinn fyrr en degi áður en frestur
til að skila inn athugasemdum við
skipulagstillögurnar rynni út. Jafn-
framt kæmi fyrst í ljós á fundinum
að til væri frummatsskýrsla um
áhrif byggðar á vatnsbúskap Elliða-
vatns sem ekki væri unnt að kynna
sér til hlítar fyrir lok athugasemda-
frests og aðeins væri ljóst að talin
væri þörf á frekari rannsóknum á
áhrifum byggðar á vatnsbúskap
vatnsins og Elliðaánna.
Gunnar I. Birgisson, formaður
bæjarráðs, svaraði spurningum sem
fram höfðu komið í umræðunum og
andmælti því að það hefði ekki
löngu verið kynnt íbúum að til stæði
að reisa þéttari byggð í vestanverðu
Vatnsendalandi en í norðurhlutan-
um. Fram kom að um 360 manna
byggð yrði á því svæði þar sem gert
er ráð fyrir 3-6 hæða fjölbýlishús-
um. Gunnar lagði hins vegar
áherslu á að einungis væri um að
ræða tillögur að deiliskipulagi og
fjallað yrði um athugasemdir og af-
staða tekin til þeirra allra á vett-
vangi sveitarstjórnarinnar.
I lok fundarins voru bornar fram
tvær ályktanir sem báðar hlutu at-
kvæði alls þorra fundarmanna en
engin mótatkvæði.
Samþykkt var tillaga Stefáns
Jóns Hafstein um að álykta að fram
skuli fara lögformlegt umhverfis-
mat vegna framkvæmda sem fram
eiga að fara á grundvelli skipulags á
svæðinu og einnig tillaga Sigur-
björns Bárðarsonar um að beina því
til bæjaryfirvalda að þau efni til
samkeppni arkitekta um fyrirkomu-
lag framtíðarbyggðar á Vatnsenda
þar sem reynt verði að sætta sjón-
armið íbúa þar og bæjaryfirvalda.
Reykjavíkurborg hefur sent
bæjaryfirvöldum í Kópavogi at-
hugasemdir sínar við skipulagstil-
lögurnar. Þar kemur fram að borgin
leggi áherslu á að líta beri á Elliða-
vatn í heild sinni og skoða þann kost
að nánasta umhverfi vatnsins hald-
ist sem mest óbyggt, opið svæði þar
sem því verður við komið. Einnig er
því lýst yfir að öllu skólpi verði veitt
til sjávar og ofanvatn verði með-
höndlað með bestu fáanlegum að-
ferðum áður en því er veitt út í Ell-
iðavatn en í skipulagsforsendum er,
að því er fram kom í erindum Birgis
Sigurðssonar skipulagsstjóra og
Þórarins Hjaltasonar bæjarverk-
fræðings, gert ráð f'yi'ir að regn-
vatni, frárennslisvatni frá götum og
hitaveituvatni verði veitt i settjarnir
áður en því er veitt í vatnið.
■ Skoðað verði/18
/ /
BIOBLAÐIÐ
UMi
Stórleikur Rúnars og tvö mörk
gegn Rússunum /C2
Ólympíuleikarnir
hefjast í dag/C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is