Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þráhyggjan er hinn sameiginlegi þráður Magnus Mills segist aldrei hafa lesið neitt í uppvexti sínum nema það sem kennararnir hans sögðu honum að lesa. Þrátt fyrir það var hann viss um að hann gæti skrifað bók. Bókin sú hefur farið sigurför um heiminn og valdið straum- hvörfum 1 lífí höfundarins. Fríða Björk Ingvarsdóttir spjallaði við Mills sem er gestur á bókmenntahátíð. BRESKA rithöfundinum og stræt- isvagnabílstjóranum Magnusi Mills skaut óvænt upp á stjörnuhimin breskra bókmennta árið 1998 þeg- ar fyrsta bók hans, Taumhald á skepnum, kom út. Hún var útnefnd til Booker-verðlaunanna og fékk ákaflega góðar viðtökur, jafnt hjá lesendum sem gagnrýnendum. Mills sem saekir nú Island heim í annað skipti, er gestur á bók- menntahátíð og kom Taumhald á skepnum út hjá bókaforlaginu Bjarti nú í vikunni, í þýðingu ísaks Harðarsonar. Mills er hógvær maður að ræða við og finnst eiginlega nóg um alla þá athygli sem hann nýtur í kjölfar vinsældanna á ritvellinum. Hann segist ekki tilheyra neinum sér- stökum stað eða hluta Englands, þótt hann hafí fæðst í miðlöndun- um og gengið þar í skóla. „Eg hef verið á flakki allt mitt líf og þótt ég búi núna í London hef ég átt heima víða og iðulega frekar afskekkt. Konuna mína langaði til að búa í London, svo ég lét bara slag standa." „Uppeldi mitt var ekki neitt sér- staklega bókmenntalegt," segir Mills, „í uppvextinum las ég aldrei neitt annað en það sem kennararn- ir mínir sögðu mér að lesa. Það var ekki fyrr en mörgum árum eftir að skólagöngu lauk að ég hugsaði með mér að ég hefði ef til vill eitthvað fram að færa á sviði bókmennt- anna. Það var þó ekki eins og mér fyndist eitthvað vanta í hefðina, ég vissi bara að ég gæti sest niður og skrifað bók. Eg veit hins vegar aldrei fyrirfram hvernig bækurnar mínar þróast eða hvert þær leiða mig. Enda hef ég engan boðskap fram að færa, né heldur löngun til þess að breyta heiminum. Mig langar einfaldlega til að skrifa bækur sem fólk hefur ánægju af að lesa.“ Tilheyri engri hreyfingu, ég vil vera sjálfstæður Magnus Mills aftekur að hafa orðið fyrir áhrifum frá einhverjum þeirra fjölmörgu ungu rithöfunda, á borð við Ian McEwan, Graham Swift og Julian Barnes, sem komu fram í byrjun níunda áratugarins í Bretlandi. „Ég hef ekki lesið eina einustu bók eftir þessa menn og ég á örugglega ekki eftir að gera það. Ég les yfirleitt aldrei samtíma- skáldsögur, en gluggaði samt í bók eftir Hanif Kureishi og aðeins í Ishiguro. Ég setti mér einu sinni það takmark að lesa eitt verk eftir þá sem teljast klassískir höfundar og las t.d. Blikktrommuna eftir Gunter Grass, en fannst hún ekki skemmtileg. Svo las ég Börn mið- nættisins eftir Rushdie og sá ekki betur en það væri alveg sama bók- in. Mér finnst ég ekki tilheyra neinni hreyfingu, ég vil vera um- fram allt sjálfstæður. Þegar ég les sný ég mér helst að einhverju öðru en skáldskap, hef mest gaman af ritum um vísindi og könnunarleið- angra.“ Mills segist ekki vinna markvisst að efnissöfnun fyrir skáldverkin sín, „ég skrifa bara,“ segir hann og hlær. „Fyrstu tvær bækurnar mín- ar, Taumhald á skepnum og Allt með kyrrum kjörum í Austurlanda- hraðlestinni, voru þó að nokkru leyti byggðar á minni eigin reynslu, því ég hef unnið við að setja upp girðingar, málað báta, keyrt traktor og verið í skógar- höggi. Ég þekkti því vel til efnis- ins. En ég lauk við nýja bók nú í byrjun sumarsins sem hlaut titilinn Frjálst að hitta konunginn, og hún er hreinn og klár uppspuni. Hún fjallar um mann sem býr einn í litlu bárujárnshúsi. Ég mundi það ekki fyrr en ég kom aftur hingað til lands núna að hér eru svona hús úti um allar trissur, mér finnst þau svo skemmtileg. Þess vegna er aðal- söguhetjan í nýju bókinni haldin hálfgerðri þráhyggju varðandi bárujárnshúsið sitt. Hann hugsar ekki um annað og húsið öðlast vægi Magnus Mills segist ekki skrifa til að breyta heiminum. trúarbragða í huga hans. Það kveð- ur því við annan tón í þessu verki, ég vinn meira með hinn innri mann í henni en áður.“ Mér datt aldrei í hug að fyrsta bókin mín yrði þýdd Mörgum hefur orðið tíðrætt um þá dæmigerðu ensku manngerð sem Mills fjallar um í verkum sín- um. Mills segir það beinlínis end- urspegla hann sjálfan, og brosir hreinskilnislega. „Þetta gerðist kannski að hluta til vegna þess að þegar ég var að skrifa fyrstu bók- ina þá gerði ég hreint og beint ráð fyrir að allir mínir lesendur yrðu enskir. Mér datt aldrei í hug að bókin yrði þýdd, því ég var hvorki með umboðsmann né útgáfufyrir- tæki í sigtinu og gerði mér ekki miklar vonir um vinsældir. Þar sem ég var með enska lesendur í huga reyndi ég að skrifa um þeirra reynsluheim. Mér finnst ég hafa vaxið frá þessu í síðasta verki mínu, það er tærara og óræðara en fyrri bækurnar. Þar eru engar vís- anir út fyrir hinn þrönga heim að- alsöguhetjunnar, hvorki í sögulegum né landfræðilegum skilningi. Verkið er ekki einu sinni pólitískt, ég byggi bara á hreinni sögu sem er fullkomlega tímalaus. í raun fjalla ég þar um mannlega reynslu í huglægum skiln- ingi og það eru alls ekki ytri öflin sem stjórna lífi aðal- persónunnar eins og tilfellið var hjá fyrri söguhetjum mínum.“ Mills segist vera farinn að leggja drög að nýrri bók, „fólk er stöðugt að spyrja mig um strætisvagnana og hvort ég ætli ekki að skrifa um þá. Þar sem ég hef ekki einungis keyrt strætó heldur einnig unnið fyrir breska símafyrirtækið og póstinn, þá ákvað ég að finna upp minn eigin „bláflibba“ iðnað. Meira veit ég ekki ennþá um söguþráðinn fyrr en ég fer að skrifa. En það má alveg koma fram að mér finnst gaman að skrifa á mörkum hins súrrealíska, það felst í því einhver óljós merking sem gefur skáld- verki aukið vægi sem lesandinn skilur. þegar frá líður. Að öðru leyti held ég að sterkasti sameiginlegi þráðurinn í mínum verkum sé þrá- hyggja af einhverju tagi. Karlmenn hafa tilhneigingu til að fyllast þrá- hyggju, ég þekki það vel sjálfur." Magnus Mills mun árita hina ný- útkomnu þýðingu á bók sinni, Taumhald á skepnum, í bókaversl- un Eymundssonar í Austurstræti í dag, frá kl. 17.30-18. Lesendum hans gefst einnig kostur á að heyra hann lesa úr bókinni á bókmennta- kvöldi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30, en hann les þar ásamt þeim Ib Michael, Einari Braga og Þór- arni Eldjárn. Eðalborin brjálsemi TÖIVLIST S a I n r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Sunleif Rasmussen: „Surrounded“. Hróðmar Sigurbjörnsson: „Sept- ett“. Atli Ingólfsson: „Object of Terror". CAPUT (Kolbeinn Bjarna- son (fl.), Eydís Franzdóttir (óbó), Guðni Franzson (klar.), Brjánn Ingason (fag.),_Emil Friðfinnsson (horn), Einar Örn Pálsson (trp.), Sigurður Þorbergsson (bás.), Steef van Oosterhout (slagv.), Helga Bryndís Magnúsdóttir (pnó.), Auð- ur Hafsteinsdóttir/Hildigunnur Halldórsdóttir (f.), Guðmundur Kristmundsson (vla.), Sigurður Bjarki Gunnarsson/Bryndís Halla Gylfadóttir (selló), Hávarður Tryggvason (kb.). Miðvikudaginn 13. september kl. 20. UNDIR yfirskriftinni „Örhátíð á M-2000“ hófust fyrri af tvennum nú- tímatónleikum á miðvikudagskvöld- ið var í sal Tónlistarhúss Kópavogs við h.u.b. 20% sætanýtingu. Sunleif Rasmussen (f. 1961) mun ábyrgur fyrir fyrstu færeysku sin- fóníunni, „Oceanic Days“, sem frum- flutt var í Þórshöfn nú í vor. Hann er fagmenntaðastur færeyskra tón- skálda; lærði m.a. hjá Ib Norholm, hefur verið búsettur í Kaupmanna- höfn í tólf ár og er löngu kominn í innsta hring framsækinnar tónlistar þar í landi. Ég kynntist Sunleifi lítil- lega á færeysku „Summartóna“-há- tíðinni í fyrra þegar hann greindi tónleikagestum Norðurlandahússins frá verki sínu „Trauer und Freude“ og við blasti sú sérkennilega tón- smíðaaðferð, sem þó mun eflaust út- breiddari en halda mætti, að „end- urvinna“ fyrirverandi lag annarra (í téðu tilviki færeyskt sálmalag) frá grunni með því að búta það niður í smáfrum, gera úr þeim raðir og nota síðan í nýtt sköpunarverk, þar sem sálmalagið reyndist gersamlega óþekkjanlegt, og skyldi kannski engan undra eftir slíka meðferð. I „Surrounded", pöntunarverki Sunleifs fyrir CAPUT með fjárstyrk frá NOMUS, sat við sama hey- garðshorn. Samkvæmt umsögn tón- skáldsins var verkið byggt á norsku lagi, „Surrounded by enemies", nema hvað í þetta sinn var skýrt tekið fram í tónleikaskrá að upp- runalega lagið heyrðist ekki. Frá því hefði kviknað sú hugmynd að láta hin hljóðfæri hópsins umkringja strengjakvartettinn og takast á við hann. Norska lagið hefði verið látið ákvarða form, tónbil, tónlengd og -hæð, og væri hljómagrind verksins byggð á yfirtónum einstakra tóna lagsins. Hér var m.ö.o. á ferð „konseptúal- ismi“ á hæsta stigi, sem ósjálfrátt leiddi huga manns að blóðsugum þjóðtrúar, ef ekki að geimskrímslum vísindaskáldsagna, þar sem ófreskj- an nærist á mönnum og umbreytir í nýtt líf í eigin þágu. Því þótt kannski megi finna hliðstæðuvott í „paró- díu“-vinnubrögðum síðmiðaldatón- skálda var skrefið nú óneitanlega stigið til fulls með að virtist algerum „pre-determinisma“, þar sem áður lýst aðferðafræði gat naumast verk- að meira firrandi á saklausa hlust- endur. Enda látið í veðri vaka, að lítt væri auðgreinanlegra kennileita að vænta til stuðnings formrænnar framvindu í hefðbundnum skilningi. Sú varð líka raunin þegar á hólm- inn kom. Það gegndi því meira en lítilli furðu hvað samt leyndist innan um af skáldlegum sprettum í vilj- andi brotakenndu en kraftmiklu tónamálverki Sunleifs; ugglaust mikið til að þakka litríkri og fag- mannlegri orkestrun, sem CAPUT skilaði með sannkölluðum glæsi- brag. Og þó að upplifunin á mjóum þræði tímans verkaði oftlega sem tónlistarglefsum úr 40 ólíkum kvik- myndum væri raðað saman með höppum og glöppum virtist við fyrstu heym samt votta fyrir sam- einandi umgjörð, a.m.k. í upphafi og endi, sem hvort tveggja minnti á hafið (e.t.v. endurómar úr „Ocean Days“?), fyrst með baulandi „skipa- flautum" en í niðurlagi með „þoku- klukkum" úr fjarska. Vinnubrögðin í um 20 mín. löng- um „Septett" Hróðmars Sigur- björnssonar voru öllu klassískari; „absolút" kammertónlist í anda gamla sónötuformsins með fram- sögu, úrvinnslu og ítrekun á tónmáli sem óhætt er að kalla með því hlust- vænlegasta sem gerist handan við fúnxjónalan dúr og moll. Yfir verk- inu var súrrealískur þokki - stund- um fíngerður, stundum gamansam- ur, jafnvel gróteskur - og latnesk-balkönsku hrynmynztrin í BORGARLEIKHÚSIÐ, LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Einhver í dyrunum í vor var þetta nýja leikrit eftir Sigurö Pálsson forsýnt á litla sviöi Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu en veröur nú tekiö til almennra sýn- inga. Verkið fjallarum stórleikkonu sem hefurlokað sig inni á heimili sínu og neitar aö fara út. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. III. og IV. þætti urðu sízt til að lækka flugið, enda hvasst og ná- kvæmlega útfærð af CAPUT í bull- andi toppformi. Spurning er að vísu, hvort „hopp- og-hí“-kaflinn í seinni hluta loka- þáttar næði að mynda nógu sann- færandi niðurlag, því þrátt fyrir all- mörg undangengin umskipti höfundar á klassísku formi sat ein- hvern veginn í manni vænting um e.k. ítrekun, eða a.m.k. andstæðan Coda. Samt virtist heildarsvipur þessa skemmtilega fjórþætta verks iurðusterkur - jafnvel þótt teygðist yfir vítt tilfinningasvið allt frá ljóð- rænni angurværð í eðalborna brjál- semi. Miðað við fyrri kynni af sínjörvuð- um „moto perpetuo“-rithætti Atla Ingólfssonar kom á óvart hvað hið rúmlega kortérslanga splunkunýja verk hans fyrir CAPUT, „Object of Terror", gat státað af mikilli fjöl- breytni í áferð. Titillinn boðaði NORRÆNA HÚSIÐ KL. 10 Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykja- vík Upplestur Tahar Ben Jelloun, Ib Michael, Magnus Mills, Einars Braga ogÞórarins Eldjárns. Hátíðinni lýkur á morgun. www.nordice.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is krassandi ágengni sem vissulega lét ekki á sér standa, en þess á milli gat einnig að heyra staði sem hefðu sómt sér vel í lýrískri Fellini-senu, þótt aðrar stemmningar hefði eins mátt kenna við, segjum, morgun- stund í tívólíi á ofskynjunarlyfjum. Andrúmsloftið var víða afar mynd- rænt, t.d. „regndropa“-kaflinn í miðju verki, og sumir effektar, eins og munnstykkjasmjatt við flautu- tónaslátt úr flygli, fersklegir og áhrifamiklir. Funheitir suðrænir lit- ir voru áberandi fram að síðasta hluta, eða þar til vísast ómeðvituð heimþrá hins Ítalíubúsetta tón- skálds brauzt út með drynjandi Heklugosi á la Jón Leifs - hafi það ekki verið úr Etnu. Eftir offors náttúruafla var íjarað út á þríhornsklingi, líkt og klukka örlaganna væri að minna á lífsins óvissan tíma. Lauk þar með áheyri- legu verki og velheppnuðum tónleik- um sem áttu ekki sízt eldmóði og af- burðaspilamennsku frumheijanna í CAPUT-hópnum mikið að þakka undir skeleggri stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur • Bara sögur, skáldsaga. eftir lngo Schulze, einn af gestum Bók- menntahátíðar í Reykjavík. Bara sögur (Simple Stories) komu út í Þýskalandi fyrir tveimur árum .Vettvangur sögunnar er Austur- Þýskaland um og upp úr 1990. Sam- eining þýsku ifkjanna er orðin að veruleika, en í stað eftirvæntingar og léttis verður söknuðurinn eftir liðinni tíð áleitnari en menn hefðu trúað.. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir bókina. Bara sögur er272 bls.j prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Utgefandi er Mál og menning. Verð: 4.480 kr. >15! M-2000 Föstudagur 15. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.