Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 9 FRÉTTIR Heimsókn um borð í Goðafoss, flaggskip íslenska flotans Finnbogi Aðalsteinsson bryti í eldhúsinu, tilbúinn fyrir fyrstu siglinguna. Gunnar Ólafsson yfirvélstjóri í stjórnherbergi vélarinnar, sem er gríðarstór, tæplega 21 þúsund hestöfl. Örn Sigurgeirsson, vélstjóri og dagmaður hjá Eimskip til 40 ára, var hæstánægður með skipið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flaggskip íslenska flotans, Goðafoss, við bryggju í Sundahöfn, 166 metra langt, um 14 þúsund brúttótonn og tekur um 1.450 gámaeiningar. Aðbúnaður gerist ekki betri NYR Goðafoss Eimskips lagði úr höfn í Reykjavík í fyrrakvöld í sína fyrstu áætlunarferð til Evrópu, með viðkomu í tveimur íslenskum höfn- um, á Grundartanga og í Eskifirði. Fyrr um daginn skoðuðu blaðamað- ur og ljósmyndari að fara um borð að skoða skipið hátt og lágt. Hátt er það vissulega eða um 43 metrar frá botni og upp í mastur. Skipið er líka hið stærsta og full- komnasta í íslenska fraktskipaflot- anum, ríflega 14 þúsund brúttótonn að stærð, með nærri 21 þúsund hest- afla vél, er tæplega 166 metra langt og 28 metra breitt þar sem það er breiðast. Goðafoss tekur 1.457 gámaeiningar, þar af hefur það rými fyrir 400 frystigáma. Rafn A. Sigurðsson, 2. stýrimað- ur, lóðsaði Morgunblaðsmenn um skipið og þá einkum vistarverur skipveija og vélarrými. Rafn sagði áhöfnina koma að mestu leyti af Brúarfossi. Menn væru almennt sammála um að skipið væri allt ann- að og betra en t.d. Brúarfoss, hrað- skreiðara og stærra á flestan hátt. „Skipið gengur 20 mflur og held- ur vel ferð. Allur tækjabúnaður er mjög fullkominn og uppfyllir allar kröfur og vel það. Aðbúnaðurinn gerist heldur ekki betri, a.m.k. ekki í Brúarfossi og Laxfossi þar sem ég var síðast. Það liggur margt fyrir okkur að læra og tekur sinn tíma að aðlagast skipinu," sagði Rafn. Á við fimm stjörnu hótel Áhöfnin sigldi Goðafossi til fs- lands frá Gíbraltarströndum, þaðan sem íyrri eigendur, Maersk í Dan- mörku, afhentu skipið. Áður hét það Maersk Quito og upphaflega Kirsten Sif þegar það var smiðað árið 1995 í Danmörku. Rafn sagði heimleiðina hafa gengið vel, þeir fengið gott veður og „aðeins“ tvö skip farið fram úr þeim á leiðinni! Það var hverju orði sannara hjá Rafni að aðbúnaður skipveija Goða- foss er allur hinn besti. Vistarverur skipveija eru á við fimm stjömu hót- el, rúmgóðar og hlýlegar, sérsalemi og sturta fyrir hvern og einn. Set- ustofan er einnig rúmgóð og líkams- ræktarsalur vel tælqum búinn. Rafn sagði skipveija að vísu hafa áhyggj- ur af framtíð líkamsræktarsalarins þar sem til stæði að innrétta þar þrjá tveggja manna farþegaklefa. Sem stendur getur skipið ekki tekið far- þega. Goðafoss er skráður í St. John en Rafn sagði það tímabundið eftir sinni bestu vitneskju. Fljótlega Rafn A. Sigurðsson, 2. stýrimaður, situr við stjórnbúnað með yfirstýri- mann fyrri eigenda sér til aðstoðar, John Johansen, sem lýsti yfir ánægju með íslensku áhöfnina. Líkamsræktarsalurinn um borð í Goðafossi er vel tækjum búinn. Setustofan í Goðafossi er rúm- góð og hlýleg. kæmi íslenskur fáni á skipið enda væri það einlægur vilji áhafnarinnar sem öll er af íslenskum uppmna. Núna eru 13 í áhöfn Goðafoss en þegar farþegar verða teknir um borð bætist sá 14. við með þernunni sem Rafn reiknaði með og vonaðist til að yrði eitthvað öðmvísi í vextin- um en þeir! Aðspurður hvernig fyrsta ferðin Iegðist í sig sagði Rafn tilfinninguna vera góða. Utilegan væri ekkert verri en hvað annað en skipveijai- fá frí í þriðju hverri ferð sem tekur hálfan mánuð í siglingu. Buffsteik og bakaðar kartöflur I eldhúsi var Finnbogi Aðal- steinsson bryti að undirbúa sigling- una. Hann sagðist vera ánægður með aðstöðuna, einkum það að hún væri 811 á sömu hæðinni sem gerði alla vinnu þægilegri. Hann vildi ekki uppljóstra um matseðil ferðarinnar, þar ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfí. Kjarngóður matur úr íslcnsku hráefni að sjálfsögðu. Ekkert sér- fæði. „Við rötum líka í ísskápinn ef við emm ekki sáttir við réttina," skaut Rafn inn í og veðjaði á að fyrsta kvöldmáltíðin hjá Finnboga yrði buffsteik með bökuðum kartöfl- um, það sama og hann hefði eldað sem fyrstu máltíð í siglingum si'ð- ustu 20 ára! „Líst rosalega vel á þetta“ Orn Sigurgeirsson hefur siglt á skipum Eimskips í fjóra áratugi sem vélstjóri og dagmaður. Hann var í sömu erindagjörðum og Morgun- blaðsmenn um borð í Goðafossi; að skoða skipið. Orn sagðist ekki eiga til orð af hrifningu. Skipið og allur aðbúnaður væri með því betra sem hann hefði séð. Hann sagði af sem áður var þegar áhöfnin var kannski tvöfalt, mannmeiri á margfalt minni skipum. Þá hefði oft verið þröngt um menn og klefamir litlir. „Mér líst alveg rosalega vel á þetta. Maður getur ekki annað en öf- undað skipverjana hérna,“ sagði Orn og ekki minnkaði hrifningin þegar hann kom í vélarrýmið og heilsaði þar upp á yfirvélstjórann, Gunnar Ólafsson. Örn sagði stjóm- sal vélarinnar í Goðafossi álíka stór- an og allt vélarrýmið sem hann hefði verið vanur á eldri skipum. Form- lega hætti Örn að sigla í ársbyrjun 1998 en síðan þá sagðist hann hafa farið í fjóra túra sem dagmaður. Og til stæði að fara með Bakkafossi síð- ar í mánuðinum sem dagmaður í ferð vestur um haf. Sú ferð yrði lík- lega sú síðasta hjá sér enda yrði hann sjötugur í nóvember. 56 tonn af olíu á dag Gunnar sýndi Morgunblaðsmönn- um helstu stjómtæki í vélarrýminu. Hann lýsti yfir ánægju sinni með skipið og ekki síst vélina sem er gríðarstór eða nærri 21 þúsund hestöfl eins og áður sagði. Slík vél þarf 56 tonn af oli'u á sólarhring en tankur skipsins tekur um tvö þúsund tonn! Til samanburðar vai’ Brúar- foss, næststærsta skip Eimskips, með 9.500 hestafla vél eða meira en helmingi minni en Goðafoss. „Þetta er greinilega vel smíðað skip eins og Dana er von og vísa. Þetta er skip á heimsmælikvarða," sagði Gunnar, stoltur í bragði líkt og aðrir skipveijai-. Enda mega þeir vera stoltir, slíkur er farkosturinn. Nýkomiö buxur, vesti, skyrtur — skokkarnir komnir aftur Ríta TÍSKUVERSLUN Eddufeili 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. r •• iKnilS Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum gömlum dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Opið lau.-sun. kl. 15-18, þri.-fim. kl. 20.30-22.30 V eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur. Visa- og Euro- raðgreiðslur J Stærri og glæsilegri verslun full af gullfallegum haustfatnaði h&QýGafhhiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Heilsulatexdýnur og rafmagnsrúmbotnar Þegar kemur að því að velja rúm eða dýnu eru gæðin, úrvalið og /ÆmM reynslan okkar megin. Opið laugardaga kl. 10-15 www.lystadun.is Úlpur Dragtir Síökjólar Peysur miw CX t'ískuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110 Buxur. Mikiö úrval af nýjum vörum stæröir 36-56.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.