Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNELAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur Norðurlands eystra Tvítugur maður sýknaður af ákæru um manndráp RÚMLEGA tvítugur karlmaður var í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær sýknaður af ákæru manndráp. Dómurinn fann manninn sekan um manndráp af gáleysi og var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa orðið föður sínum að bana á heimili þeirra aðfaranótt laugardagsins 18. mars sl. með því að skjóta hann þremur skot- um í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lést. Hinn ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúma sex mánuði, eða frá 22. mars sl. og hann hefur því aplánað dóminn og rúmlega það þótt hann rjúfi skilorð. Hinn ákærði hringdi sjálfur í lögregluna á Húsavík þann 19. mars sl. og tilkynnti um lát föður síns. Þegar að var komið lá faðirinn í rúmi sínu með skotsár á enni og ofan á honum lá rifíll. Virtist sem hann hefði svipt sig lífi með rifflinum. Við frekari rannsókn kom ann- að í Ijós og var ákærði handtekinn í kjölfarið. I niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið einn til frásagnar um atvik þau er áttu sér og leiddu til dauða föður hans. Akærði bar fyrir dómi að fyrsta skotið hafi hlaupið í föður hans fyrir slysni er faðir hans greip í hlaup rifils sem ákærði ber að hann hafi ætlað að nota til að taka sitt eigið líf. Ákærði gat hins vegar enga skýringu gefið á síðustu tveimur skotunum aðra en þá, að eftir fyrsta skotið hafi gripið hann sturlun og hann skotið tveimur skotum til viðbótar í höfuð föður síns. Enn fremur kemur fram að ákærði hafi borið að hann hafi áður haft tilburði til að taka sitt eigið líf með umræddum riffli og staðfesti vitni að slíkt hafi gerst eftir ósætti þeirra í milli. Gat ekki gert skýra grein fyrir atvikum Skýrslur af ákærða fyrir lögreglu bera með sér að hann hafi frá upphafi haldið því fram að fyrsta skotið hafi verið slysaskot. Hann hafi hins vegar ekki getað gert skýra grein fyrir atvikum er varða það skot 'og orðið tvísaga um það fyrir lögreglu hvernig hann bar sig að og hvort faðir hans hafi verið vakandi eða sof- andi. Framburður vitna fyrir dómi um atburða- rásina byggir að áliti dómsins ekki á óhrekjan- legum staðreyndum eða reynslu. Fyrir liggur að ekki fór fram ítarleg rannsókn á blóðslett- um á vettvangi af þeirri ástæðu að vettvangur var ekki lengur óspilltur er í ljós kom að úti- lokað væri að faðirinn hafi tekið sitt eigið líf eins og talið var í fyrstu. Það er mat héraðsdóms að ekkert hafi kom- ið fram í málinu sem útiloki að framburður ákærða fyrir dómi geti verið réttur í öllum meginatriðum. Ekki sé hægt að gera þá kröfu til ákærða að hann sé fær um lýsa nákvæm- lega staðsetningu sinni við rúm föður síns eða hvernig hann hélt á riflinum. Þrátt fyrir það hafi athafnir ákærða á vettvangi komið í veg fyrir að fullkomin rannsókn gæti farið fram á vettvangi og hugsanleg sönnunargögn þannig spillst. í dómnum kemur einnig fram að í niður- stöðu rannsóknar sálfræðings segi, að tillfinn- ingalega þurfi mikla firringu og reiði til að beina byssu að andliti nákominnar manneskju og hleypa af. Ekkert hafi komið fram um að ákærði hafi haft ástæðu til að vilja fóður sinn feigan. Dómurinn telur þann verknað ákærða að skjóta í framhaldinu tveimur skotum í höf- uð föður síns óskiljanlegan og án nokkurs sýnilegs tilgangs. í framburði geðlæknis kemur einnig fram að mögulegt sé að ákærði hafi, er hann hleypti af síðustu tveimur skotunum, verið ófær um að ráða gerðum sínum. í dómi héraðsdóms segir að til þess beri að líta að ákærði fór inn í þröngt og hálfmyrkvað herbergi föður síns þar sem hann hlóð riffil og handlék í þrengslum við hliðina á rúmi sem faðir hans svaf í. Telur dómurinn að með þessu atferli hafi ákærði sýnt gáleysi við með- ferð skotvopnsins sem leiddi til dauða föður hans þannig að varði við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Dóminn kvað upp Freyr Ófeigsson dóm- stjóri ásamt meðdómendunum Halldóri Hall- dórssyni dómstjóra og Ásgeiri Pétri Ásgeirs- syni héraðsdómara. Morgunblaðið/ Kristinn. Friðrik Þór Friðriksson ræðir við júgóslavneska leikstjórann Dusan Makavejev og konu hans við upphaf Kvik- myndahátíðar í Reykjavik í gær en henni lýkur 12. október. Madeleine Albright til fslands í dag Ræðir við ráð- herra og heim- sækir Þingvöll DR. MADELEINE K. Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Is- lands í dag í boði Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Á sarm-áðsfundi utanríkisráðherr- anna í Ráðherrabústaðnum í morg- unsárið verða gagnkvæm samskipti íslands og Bandaríkjanna efst á baugi, þar á meðal framkvæmd vam- arsamningsins og á hvem hátt minnst verði farsæls varnarsam- starfs ríkjanna og fimmtíu ára afinæl- is samningsins þann 5. maí 2001. Halldór Ásgrímsson og Madeleine K. Albright munu enn íremur ræða málefni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusamstarf í öryggis- og vamar- málum; alþjóðlega friðargæslu og við- skipti Islands og Bandaríkjanna, þar á meðal möguleika á nýjum viðskipta- tækifæmm á milli íslands og Alaska. Bandaríski utanríkisráðherrann mun jafnframt eiga íúnd með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, þiggja hádegisverðarboð utanríkisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu, kynna sér sögu og staðhætti á Þingvöllum, heimsækja vamarstöð Atlantshafs- bandalagsins á Keflavíkurflugvelli og hitta aðstandendur alþjóðlegrar ráð- stefnu um konur og lýðræði. Blaðinu í dag fylgir álits- gerð Auðlindanefndar sem afhent var forsætis- ráðherra í gær. Búnaðarbankinn stofn- ar banka í Lúxemborg Kvik- myndahátíð hafin „EIGUM við ekki að segja að fall sé fararheill,“ sagði Þorfinnur Ómars- son, framkvæmdasljóri Kvik- myndasjóðs Islands þegar Morgun- blaðið ræddi við hann um opnun kvikmyndahátíðar í gærkvöldi. „Við þurftum að bíða í nokkrar mínútur eftir að myndin gæti hafist vegna galla í hljóði. En því var kippt í liðinn fljótt og vel.“ Sautjánda Kvikmyndahátiðin í Reykjavík hófst með nýjustu mynd tævanska leiksstjórans Ang Lee. Að sögn Þorfinns var troðfullt Há- skólabió og góð stemmning. Kvik- myndahátiðin stendur í tvær vikur og lýkur fimmtudaginn 12. október. BÚNAÐARBANKI íslands hefur sótt um leyfi bankayfirvalda í Lúx- emborg til að stofna þar nýjan banka sem væntanlega mun taka til starfa í desember á þessu ári. Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnað- arbankans, segir að nýi bankinn muni frá upphafi leggja áherslu á sérbankaþjónustu, lánastarfsemi og starfsemi tengda verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum. Betri þjónusta Þá segir Sólon að stofnun bank- ans geri Búnaðarbankanum fært að veita íslenskum aðilum fyllri þjón- ustu og ekki síst svokallaða aflands- þjónustu. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu tveggja bankastjóra við nýja bankann. Þeir eru Yngvi Orn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka ís- lands, og Alf Muhlig, aðstoðarfor- stjóri Union Bank of Norway Int- ernational í Lúxemborg. Eigið fé hins nýja banka verður í upphafi um 1.300 milljónir króna. Þegar er búið að festa húsnæði fyr- ir bankann í Lúxemborg en starfs- menn verða í upphafi 12-15 og meirihluti þeirra af erlendu bergi brotinn. ■ Gerir bankanum/23 Samningur við Vísinda- stofnun Bandaríkjanna Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og íslands munu einnig í dag, ásamt Bimi Bjamasyni menntamála- ráðherra, undirrita samstarfssamn- ing Rannsóknarráðs íslands og Vís- indastofnunar Bandaríkjanna í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt tilkynningu frá ís- lensku ráðuneytunum sækir um fjórðungur íslenskra námsmanna við nám erlendis til Bandaríkjanna og um helmingur doktorsgráða sem Is- lendingar afla sér em frá bandarísk- um háskólum. Hinum víðtæku sam- böndum sem við þetta myndast sé brýnt að fylgja eftir að námsdvöl lok- inni með stuðningi á sviði vísinda-og tæknisamstarfs. Muni samstarfs- samningurinn verða grundvöllur enn blómlegra samstarfs Islands og Bandaríkjanna á þessu sviði. ■ „Kvenhaukur“/24 | Sérbiöð í dag 21) aÍBUrj ÁLAUGARDÖGUM Blaðinu í dag fylgir Reykjavík - menningar- borg Evrópu 2000 • • • > • • • • • • • ' ••••••••••••••• Sigurður efstur í einkunnagjöf Morgunbiaðsins /B1 FH-konur sigruðu í tvífram- lengdum leik /Bll Tölvur og tækni skipta sffellt meira máli í samfélagi nútímans.leggja rnönnum lið viö ðteljandi vcrkefni, skemtntan og afþreyingu. TOIvutæknin S" Blaðinu í u hyVtocki og «J wro í rftlt WU»U ábrlí m »0 , = dag fylgir sérblað um Tölvur ogtækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.