Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 52
-4>2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 I I t » t I \ » ða tippaðu á Netmu, www.i* aðeins 10 kr. röðm. núertvöfaWurpottuil \íid MORGUNBLAÐIÐ -4 UMRÆÐAN Við viljum - við getum! LÚÐRASVEITIN Thorshov Skoles Musikkorps frá Noregi er stödd hér á landi dagana 27. septem- ber til 4. október. Þetta er fyrsta lúðrasveitin sem skipuð er eingöngu fötluðum hljóð- færaleikurum og líklega sú stærsta í heimi með um 70 meðlimi. Hún var stofnuð 1972. Það er engin ástæða til að ætla að þroskaheft fólk hafi öðruvísi tónlist- arhæfileika en annað fólk, en hefur það möguleika til að iðka tónlist á sama hátt og aðrir? Yfirleitt er tónlistarmenntun byggð á fullum skilningi á táknmáli tónlistarinnar svo sem nótum. Bókstafir, tölur og nótur eru fyrir marga þroskahefta flókið og óhlut- bundið táknmál og erfitt að sjá það sem hluta af tónlistinni. Þegar hljómsveitin var stofnuð vissu skóla- stjórinn Arne Sand og tónlistar- kennarar í Thorshov-skólanum að þeir væru að hefja langvarandi þró- unarstarf. Þeim var ekki kunnugt um neitt fordæmi þess annars staðar í heiminum. Þeir voru bjartsýnir og staðráðnir í að einbeita sér að mögu- leikunum, ekki erfiðleikunum. Þeir völdu hljómsveitinni ein- kunnarorðin „Við viljum - við get- um“. Auk tónlistarlegra markmiða settu þeir sér einnig þau markmið að: - Skapa meðlimum hljómsveitar- innar tækifæri til þroskandi tóm- stundastarfs - Skapa þeim tækifæri til þátttöku í menningarviðburðum - Veita þeim tónlistarmenntun í samræmi við færni og möguleika hvers einstaklings. Eftir tuttugu og átta ára starf má segja að árangur Lúðrasveitar Thorshov-skóla (TMH) taki fram þeim vonum og draumum sem þessi framsækni hópur kennara hafði í upphafi. Lúðrasveitin er skipuð 70 þroska- heftum hljóðfæraleikurum á aldrin- um 10-40 ára. Þau leika á margs konar málmblásturs- og slagverks- hljóðfæri. Á hljómleikum leika þeir ævinlega án stuðnings ófatlaðra hljóðfæraleikara. Hljóðfæraleikarar sveitarinnar leika ekki eins vel og atvinnumenn, en hljómlistarflutningur þeirra er jafngóður og jafnvel betri en margra annarra skólahljómsveita í Noregi Tónleikar Fullórðinsfræðsla fatl- aðra, segja þau Sigrfður K. Halldórsdóttir, Elísabet Þ. Harðardótt- ir og Arí Agnarsson, vill hvetja fólk til að koma og hlusta á þetta frá- bæra tónlistarfólk. þar sem mjög sterk hefð er fyrir skólalúðrasveitum. TSM hefur oft komið fram með lúðrasveitum atvinnumanna. Við slík tækifæri verða atvinnumenn að leika með sveitinni á hennar forsendum, þar sem atvinnumennimir verða að læra merkjakerfi það sem sveitin hefur þróað fyrir viðkomandi tón- leika. Eða eins og stjórnandi þeirra segir, við stundum aðlögun ófatlaðra að fötluðum - eða öfuga blöndun. Meðlimir lúðrasveitarinnar æfa þijár til fimm klukkustundir viku- lega og auk þess koma þeir fram á 15-20 tónleikum eða tónlistarvið- burðum árlega. Tónlistaræfingar og tónlistar- flutningur eru í brennidepli hjá sér- hverjum tónlistarmanni, en fyrir marga meðlimi TSM eru félags- tengslin í hópnum jafnmikilvæg. SKEIFUNN111 ■ SlMI 520 8000 • BlLDSHÖFÐA 16 ■ SlMI 5771300 • DALSHRAUN113 • SlMI 555 1019^^ /Forn-cA/c^ é Slci Iðnbúð 1,210 Garðabæ Collection sfmi 565 8060 Thorshov Skoles Musikkorps er líklega stærsta hljómsveit fatlaðra í heiminum og aðstandendur hennar segja: „Við erum einnig ef til vill besta sveitin af þessu tagi. Við erum alltaf að reyna að verða betri, en við keppum ekki við aðrar sveitir. Við berum okkur einungis saman við okkur sjálf. Fyrir tónlistarfólkið er það mikilvægt að finna að það leikur betur og betur, og að fá viðurkenn- ingu fyrir allar litlar framfarir í tón- listarflutningi sinum. „Við viljum - við getum“ eru einkunnarorð okkar. Það er mjög mikilvægt fyrir hvern einstakan hljóðfæraleikara að sýna áheyrendum að hann eða hún vilji og geti án stuðnings." Lúðrasveitin hefur haldið hljóm- leika víða, bæði í heimalandi sínu og utan þess, og er vel þekkt í Evrópu. Meðal annars hefur sveitin leikið í hljómleikahöllinni í Vínarborg fyrir 10.000 manns, í Finlandia-salnum í Helsinki og hljómleikahöll Óslóar- borgar. Hér á landi er TSM á vegum Full- orðinsfræðslu fatlaðra og hljóm- sveitarinnar Plútó. Hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra hefur verið tónlistarkennsla í boði síðastliðin ellefu ár, bæði fjölbreytt hópkennsla og einstaklingskennsla á hljóðfæri. Upp úr þessarri kennslu þróaðist danshljómsveitin Plútó sem starfað hefur í fjögur ór og æfir einu sinni í viku. Hún er skipuð slag- verksleikurum, gítarleikara, hljóm- borðsleikara og söngvurum, alls 11 manns undir handleiðslu þriggja kennara skólans. Kennaramir stjóma sveitinni og spila með eftir þörfum hveiju sinni. Plútó hefur víða komið fram hér á landi. Hún hefur leikið á listahátíð fatlaðra í ráðhúsinu, komið fram í sjónvarpi og troðið upp á árshátíðum svo fátt eitt sé nefnt. Á síðasta ári tók hljómsveitin Plútó þátt í menn- ingarviku Árósa í Danmörku við góðan orðstír. Markmið hljómsveitarinnar er að geta sungið og spilað fjölbreytt lög sem reyna æ meira á tækni og túlk- un. Einnig lúta markmiðin að sviðs- framkomu og sjálfstrausti. Hljómsveitin Plútó æfir á svipað- an hátt og hver önnur hljómsveit. Framfarir í tónlistarflutningi henn- ar hafa verið stórstígar ár frá ári. Mikilvægasti þátturinn í framfömm hljómsveitarmeðlima liggur í vax- andi sjálfstrausti. Hvert tækifæri til þess að leika opinberlega er mikil- vægt fyrir hópinn. En tækifæri til að hlusta á aðrar hljómsveitir er ekki síður mikilvægt. Einkum var það stór hluti af ævintýralegri ferð til Danmerkur að hlusta á aðrar hljóm- sveitir, bæði fatlaðra og ófatlaðra. Lúðrasveitin Thorshov Skoles Musikkorps mun ásamt skólahljóm- sveitinni Plútó halda tónleika 30. september og 1. október í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15-17. Fyrst flytur lúðrasveitin Thorshov Skoles Musik- korps fjölbreytta dagskrá en síðan leikur hljómsveitin Plútó fyrir dansi. Fullorðinsfræðsla fatlaðra vill hvetja fólk til að koma og hlusta á þetta frábæra tónlistarfólk sem hef- ur einkunnarorðin Við viljum - við getum! og minnir á að aðgangur að tónleikum í ráðhúsinu er ókeypis. Höfundar eru tónlistarkennarar við Fuliorðinsfræðslu fatlaðra. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ m ■■ ' í : c m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.