Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 58
Ö8 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Y ondir hnakkar helsta orsök bakverkja Þótt margir haldi að hestanudd sé nýtt fyrir- bæri er ekki svo. Vitað er að menn nudduðu dýr fyrir um 3000 árum í Grikklandi vegna þess að það hafði áhrif á hreyfíngar þeirra, hárafar og jók vellíðan. Catrin Engström hefur á undanförnum árum unnið við að nudda hesta hér á landi. Ásdfs Haralds- dóttir brá sér á námskeið sem hún hélt á Stað í Borgarfirði ásamt nokkrum áhuga- sömum konum og húsbóndanum á bænum. CATRIN Engström er sænsk en hef- ur búið hér á landi í rúman áratug. Fyrir nokkrum árum fékk hún áhuga á hestanuddi og sótti nám í greininni í Svíþjóð. Síðan segist hún hafa lært jafnt og þétt af þeirri reynslu sem hún hefur öðlast frá því að hún lauk námi og fór að vinna við að nudda hesta. Það er óhætt að segja að nám- skeiðið hennar hafí bæði verið vel skipulagt og fróðlegt. Nemendumir voru sammála um að það tæki tíma að melta allan þann fróðleik sem þeir innbyrtu á tveimur dögum. Stærstur hluti fyrri dagsins fór í bóklegt nám en endaði með því að nemendumir tóku þijá hesta og nudduðu til að átta sig á vöðvabygg- ingu hesta og hvar svokallaðir álags- punktar væra. Þetta var góður undir- búningur fyrir næsta dag. Fyrri deginum lauk svo með því að Catrin fór yfír marga og misjafna hnakka til að sýna hverjir væra góðir og hverjir slæmir og hvað bæri að hafa í huga við val á hnökkum og viðhald þeirra. -> Daginn eftir var hver með sinn hest og voru þeir allir nuddaðir hátt og lágt. Fyrst sýndi Catrin hvemig ætti að nudda hvert svæði og kenndi hvar helst væri að fínna veikleika og hvemig ætti að fínna þá. Auk þess kenndi hún hvers konar handbragð ætti að nota. Hestamir vora mjög mismunandi og mismikil vandamál hjá þeim. Sum- ir voru með sælusvip frá byijun en aðrir, sérstaklega þeir sem vora held- ur kaldir í lund og ekki sérlega rólegir í umgengni, tóku sér lengri tíma. Smám saman nutu þeir þess einnig að fá nudd og róuðust mikið. Eftir nudd- ið þurfti að hreyfa hestana, annað- hvort í taumi, í hringgerði eða í reið. * Tíu manna fjölskylda gengnr ekki í sama pari af skdm Það vakti athygli að alltaf var aftur og aftur komið að því hve hnakkar skipta miklu máli fyrir hestana. Catr- in segir að það sé ekki auðvelt að finna réttan hnakk í „hnakkafrum- skóginum“, en benti á mjög mikilvæg atriði sem hafa verður í huga við val á hnökkum. Hún sagði að nauðsynlegt væri að hugarfarsbreyting yrði hjá íslendingum varðandi hnakka og að ef maður ætti tíu hesta væri ekki nóg að eiga einn hnakk. Það væri ekki * fræðilegur möguleiki að hann passaði öllum hestunum, frekar en að tíu manna fjölskylda gæti notað eitt og sama skóparið! Svo að hnökkum sé aftur líkt við skó segir hún að við vit- um öll hversu mikiivægt það er fyrir okkur að vera í þægilegum skóm og hvaða afleiðingar það getur haft ef við - göngum í skóm sem ekki passa. „Um 80-90% hesta sem ég með- höndla era aumir eða sárir í baki og í flestum tilfellum er það vegna þess að hnakkurinn er lélegur eða passai- ekki,“ segir hún og vill taka það fram að hún hafí engan áhuga á að tala um hvort hnakkar séu þægilegir fyrir knapann eða ekki. Það sem hún ein- beitir sér að er að skoða hnakka með tilliti til þess hvort þeir henti hestun- um eða ekki. Knapinn getur fundið út hvort hnakkur henti sér, en hesturinn hefur ekkert val. Flestir hnakkar of þröngjir að framan ,Á þessu ári hef ég tekið upp á því að skoða hnakka sem notaðir eru á þá hesta sem ég fæ í meðferð. Eg hef komist að því að burðargeta íslenska hestsins virðist vera jafngóð og stóra hestanna. Þegar bak íslenska hests- ins er mælt, lengd og breidd, kemur í ljós að aðeins munar örfáum sentí- metram á íslenskum hesti sem er um 145 cm á herðakamb og hesti sem er 170 cm á herðakamb. Islenski hestur- inn getur því borið knapa jafnauð- veldlega og stórir hestar. Oftast er það lika þannig að þyngd knapans skiptir engu máli, ef undan era skildir knapar sem era milli 100 og 120 kg. Þeii' þurfa auðvitað að skipta oftar um hesta, það segir sig sjálft.“ En bakveiki getm- h'ka komið fram hjá hestum mjög ungra og léttra knapa og segist Catrin hafa lent í því. Hún segist því geta fullyrt að mestu skipti að hnakkurinn passi hestinum. ,Almennt má segja að langflestir hnakkar sem hér era í notkun séu of þröngir að framan. Þeir geta ekki lagst að hestinum heldur liggja of hátt ofan á honum og verða óstöðugii- og renna því frekar fram. Einnig er allt of algengt að fólk leggi of aftar- lega á hestinn. Þar að auki situr það aftarlega í hnakknum sem veldur því að hann lyftist upp að framan og skríður fram. Astæðan fyrir því að fólk leggur of aftarlega.á hesta er að það misskilur hvemig fá á hest til að ganga inn undir sig. Það heldur að það geri það með því að sitja ofan á spjaldhrygg hestsins og toga í taum- ana. Þetta er rangt því til þess að hvetja hest til að ganga inn undir sig að aftan þarf að styðja við kviðvöðv- ana á hestinum á síðunum með kálf- unum. Ef setið er í lóðréttri ásetu í góðum hnakk á sterkasta hluta hryggjaiins era kálfamir á réttum stað til að ná þessu fram. Kviðvöðv- amir dragast þá saman og knýja aft- urpartinn áfram. Þarf að koma þremur konufíngrum milli púða Þegar setið er aftur á spjaldhrygg á hestinum, þar sem hryggurinn Catrin sýnir punkt á snoppunni sem leysir sæluhormónið endorfin úr læðingi sé þrýst á hann. Það er sælusvipur á Létti frá Stóra-Ási þegar Catrin sýnir áhugasömum nemendum hvar kviðvöðvamir koma saman. sjálfur er í raun og vera einu beinin sem halda knapanum uppi, finnur hann til og setur sig í kút sem veldur því líka að hnakkurinn skríður fram. Til að bæta gráu ofan á svart verður staðsetning gjarðarinnar ekki undir bringubeininu, sem nær tiltölulega stutt aftur á hestinum, heldur utan um rifbeinin þar sem ekkert hart bein kemur í veg fyrir að of fast verði girt. Gjörðin á að vera handarbreidd fyrir aftan olnboga. Þegar allt er komið í óefni og hnakkurinn skríður alltaf fram fer fólk að nota alls kyns hjálpartæki, svo sem stoppgjörð, sem stundum er girt fyrir framan hnakkinn, heftir hreyfi- getu hestsins og meiðir hann, eða dýnu sem klessist við hárin á baki hestsins auk þess sem húðin getur ekki andað. Allt þetta held ég að geri illtverra. Óhætt er að segja að hnakkur fyrir íslenskan hest þurfi að vera um 30 cm breiður þar sem virkið nær lengst niður að framan. Auk þess þarf raufin á milli púðanna að vera um sex cm á breidd, eða eins og þrír konufingur, alla leið og ef eitthvað er aðeins breið- ari fremst yfir herðakambinum. Þetta er mikilvægt því tindarnir ofan á hryggnum era mjög viðkvæmir. Þar er mjög mikið af taugaendum og ekk- ert tá að veija þá. Ef hnakkur er ekki nógu vel stoppaður er alltaf hætta á að hann leggist ofan á tindana þegar knapinn sest á bak og það er mjög hættulegt því sársaukinn hlýtur að vera nær óbærilegur fyrir hestinn. Ef ekki er nægilegt bil á milli púðanna er aftur á móti hætta á að þeir klemmist utan um tindana þegar knapinn sest í hnakkinn og það er álíka sársauka- fullt. Ef hestur er aumur ofan á tind- unum tel ég það vera mun alvarlegra en ef verkir era í vöðvum því það er auðveldara að lækna verkina í vöðv- unum. í kringum tindana era aðal- lega sinar og blóðflæði er alls ekki jafnmikið þar og í vöðvum. Ef komið er slit eða meiðsl í þessar sinar eða tindana tekur langan tíma að fá það til að gróa. Meiðsl á þessum stað geta auðvitað orsakast líka af því að hestur er bitinn eða veltir sér ofan á stein, en þau meiðsl jafna sig á fjóram til fimm dögum. Ef aftur á móti það er hnakk- urinn sem orsakar meiðslin er hætt við að áframhaldandi notkun hans haldi þeim við.“ Catrin segir að raufin á milli púðanna sé líka loftræsting til að kæla bakið. Því sé mikilvægt að ef notaðar era dýnur, sem ekki ætti að þurfa ef hnakkur er góður, verði að sjá til þess að þær liggi ekki ofan á hryggnum heldur fari miðja þeirra upp að hnakknum innan í raufinni. Islenska ullin best til að stoppa í hnakka „Tilgangur púðanna er að dreifa þyngd knapans. Púðarnir geta aðeins gert það ef þeir era eins sléttir og mögulegt er, það er að segja að jafnt sé troðið í þá alla leið, svolítið breiðir, stöðugir en samt mjúkir og eftirgef- anlegir. Mikilvægt er að púðarnir séu nákvæmlega eins báðum megin þann- ig að knapinn sitji ekki skakkur í hnakknum og að miðjan á hnakknum sé á réttum stað. Einnig skiptir máli hvað er notað til að stoppa í púðana og er íslenska ullin þar langbesta efnið. Að mínu áliti á eldd að nota neitt ann- að en ull þótt oft sé blandað öðram efnum saman við eða notuð gerviefni sem ekki anda. Leður og ull era nátt- úruleg efni sem sjá til þess að draga raka frá baki hestsins. Bæði þessi efni anda. Hnakkurinn ætti að vera vel bældur eftir um 60 tíma reið. Þá þarf að athuga mjög vel hvort myndast hafi kögglar eða dældir í púðunum. Ef svo er þarf að troða ull í hann að nýju.“ Catrin segir að allir geti gert nokkurskonar „óhreinindapróf ‘ til að sjá hvemig hnakkurinn liggur á hest- inum. Þá er hvítt handklæði eða lak lagt á bak hestsins og hnakkurinn beint ofan á. Síðan er farið í reiðtúr og þegar komið er til baka er sprett af og hnakknum lyft beint upp af hestinum. Þá á að sjást hvernig hnakkurinn dreifir þyngd knapans á hestinum. Ef sumir blettir era dökkir og aðrir ljósir á baki hestins dreifir hnakkurinn þyngdinni ekki rétt, heldur liggur að- eins á dökku punktunum. Ef svo er er rétt að fara með hnakkinn til söðla- smiðs og láta laga hann. Hún segir að hestar sem einu sinni verða aumir og bólgnir í baki hafi til- hneigingu til að verða það aftur ef eitthvað bregður út af, alveg eins og fólk sem einu sinni hefur fengið í bak- ið. Því þurfi að gæta sérstaklega vel að þessum hestum. „Hestinn þarf því að athuga í hvert sinn sem farið er á bak, því hestur sem er aumur í baki gæti tekið upp á því að rjúka eða hrekkja til að flýja sársaukann. Ef fólk venur sig á að bursta eða kemba hestinn alltaf áður en lagt er á hann kemur strax í ljós ef hesturinn er aumur. Hann víkur sér undan sár- saukanum.“ Catrin segir að hluta af vandanum megi einnig rekja til þess að trippi fái ekki tækifæri til að þroskast líkamlega áður en farið er að ríða þeim. Vöðvarnir era oft ekki nógu þroskaðir til að bera knapa og hnakk og ef hnakkurinn er rangt hannaður eiga bakvöðvar hestsins enga möguleika á að þroskast eðli- lega. „Því miður era íslendingar ekki nógu duglegir að notfæra sér þau for- réttindi að geta teymt hest með sér. Þessi aðferð sem notuð var í gamla daga að teyma trippin mikið með hesti fyrsta veturinn var einmitt al- veg Iqörin leið til að styrkja þau. Þau lærðu svo mikið af þessu auk þess sem vöðvarnir fengu að þroskast og stælast áður en farið var að ríða þeim. Það væri óskandi að meira væri gert af þessu,“ segir hún. „Þegar trippið er búið að læra að teymast með án þess að streða fer það sjálfkrafa að stilla sig rétt af og nota rétta vöðva í flest- um tilfellum. Ekki má heldur gleyma hvað það er andlega uppbyggjandi fyrir hesta að fara með öðrum. Þeir verða bæði viljugri og glaðari." Prufutími og skilaréttur ætti að fylgja hnökkunum Catrin segir að aldrei sé lögð nógu mikil áhersla á mikilvægi þess að hnakkurinn passi hestinum. „Hnakk- ur á að vera það góður að hesturinn geti hreyft sig jafnauðveldlega með hann á baki og þegar hann er fijáls úti í haga. Til þess að komast að þessu verðum við að fá að prófa hnakkana sem við eram að hugsa um að kaupa. Þá á ég ekki við að setjast á þá inni í búð, heldur fá þá lánaða til að geta riðið út í þeim í um það bil viku. Þá er gott að gera „óhreinindaprófið" með hvítu laki eða handklæði og reyna að átta sig á því hvort hnakkurinn dreifi þyngd knapans nógu vel. Hnakkar era dýrir hlutir sem eiga að endast vel og lengi og því er mikilvægt að standa vel að valinu, sérstaklega hestsins vegna. Ef við kaupum okkur rúm sem passar okkur ekki höfum við skilarétt í ákveðinn tíma. Þannig þyrfti það líka að vera þegar við kaup- um hnakk handa hestinum okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.