Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tvfleikur á selló og píanó í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Fyrirlestrar og námskeið í LHI DANÍEL Þorsteinsson píanóleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari flytja allar sónötur Beethovens fyrir píanó og selló í Tíbrárröðinni í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 15. Sónöturnar eru fimm talsins: Opus 5, nr. 1 í F-dúr og nr. 2 í g- moll. Opus 69, í A-dúr. Opus 102, nr. 1 í C-dúr og nr. 2 í D-dúr. Tónleikamir í Salnum eru þeir sjöttu og síðustu í tónleikaferð þeirra Daníels og Sigurðar, sem hófst með tónleikum í Skriðuklaustri í Fljótsdal og í Neskaupstað. Þar fluttu þeir á tvennum tónleikum efnisskrána í heild sinni, héldu þá til Færeyja þar sem þeir léku allar sónöturnar fimm á einum tónleikum í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn. Síðar fluttu þeir hluta efnisskrárinnar á tónleikum í Sívalatuminum í Kaupmannahöfn og að lokum í Stykkishólmskirkju. Samstarf þeirra Sigurðar Hall- dórssonar og Daníels Þorsteinssonar hófst á Myrkum músíkdögum 1983. Næstu 5 árin störfuðu þeir saman í spunahljómsveitinni Vormönnum ís- lands, sem síðar hét Loftfélag Is- lands, og lærðu þannig að þekkja „músíkalítet“ hvors annars frá fleiri hliðum en hefðbundin kammer-tónl- istariðkun býður uppá. I janúar 1988 héldu þeir sína fyrstu hefðbundnu dúett tónleika. Þeir hafa síðan leikið víða um land, en einnig bæði austan hafs og vestan, annaðhvort tveir sam- an eða með Caput-hópnum, sem þeir hafa báðir staifað með frá upphafí. TðNLIST Langhollskirkja KÓRTÓNLEIKAR í „SÉRKLASSA“ Kammerkórinn Camerata frá Kaupmannahöfn flutti norræn kór- verk og frumflutti Stabat Mater, samið af fimm norrænum tónskáld- um. Einleikari Niels Ullner og stjórnandi Michael Bojesen. Fimmtudagurinn 28. september, 2000. OFT hefur mátt lesa úr texta ým- issa tónlistarmanna, í viðtölum og greinum, að þeim finnist lítið gert fyr- ir nútímatónlist og að henni sé haldið til hlés, þegar á móti sé ávallt verið að syngja og spila gamla tónlist. Nú bregður svo við, að hingað til lands er kominn danskur kór, er flutti í Lang- holtskirkju sl. fimmtudag eingöngu norræna kórtónlist og frumflutti m.a. tónverk, er fimm norræn tónskáld höfðu sérstaklega samið fyrir Cam- Þeir hafa staðið fyrir tveimur tónlist- arhátíðum, tileinkuðum annars vegar Hindemith og Fauré árið 1995 og hins vegar Schubert og Brahms árið 1997. Árið 1995 kom út geisladiskur þar sem þeir leika íslensk og erlend tónverk frá 20. öld. Á þessu ári hlutu þeir báðú starfslaun listamanna, hvor í sínu bæjarfélagi, Daníel á Ak- ureyri og Sigurður í Reykjavík. Tíbrártónleikar Salarins Tíbrártónleikar vetrarins eru alls fjönitíu talsins, að meðaltali fernir í hverjum mánuði frá september fram erata, en svo nefnist kórinn. Kórinn á að baki langt starf í tónleikahaldi og á hans vegum hefur verið gefinn út fjöldinn allur af hljómdiskum og er kórinn einmitt hér á landi við upp- tökur á norrænni kórtónlist í Skálholtskirkju. Flutt voru kórverkin „Laude II cantico di frate sole“, eftir Ame Mell- nas (1933), afkastamikið sænskt tón- skáld, íjórir stuttir þættir úr verki sem nefnist „8 Mini motets", eftir danska tónskáldið Ib Norholm (1931), verk í „ættjarðarlagastíl", „Mellem Morbærtræets grene“, eftir danska tónskáldið Svend Nielsen (1937), fyrstu mótettuna af fimm mótettum við texta eftir Jesaja, eftir danska tónskáldið Bent Lorentzen (1935) og undarlega en áhrifamikla umritun á verki eftir Purcell, „Hear my Prayer, o Lord“, gerða af sænska tónskáldinu Sven-David Sandström (1942). Það sem einkennir í raun hinn norræna kórstíl er að nokkru leyti fijálslega mótuð tóntegundabundin en óm- streituofin hljómskipan, sem ýmist er í maí. Um er að ræða 13 söngtónleika, 11 samleikstónleika, 9 tvíleiks- tónleika og 7 píanótónleika. Vegna tilmæla frá mörgum áskrifendum á síðasta ári hefur sú nýbreytni verið tekin upp, að nú er hægt að raða sam- an sex Tíbrártónleikum að eigin vali og fylgja þá þeir sjöundu í kaupbæti. Ef valdir eru samtals 10 tónleikar fylgja tvennir Tíbrártónleikar í við- bót, án endurgjalds. Miðaverð á Tíbr- ártónleika er 1.500 kr. Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13-18 og tónleikakvöld til kl. 20. unnin stefrænt eða með tónferlislega kyrrstæðum blæbrigðum. Verkin eft- ir Mellnás, Norholm og Sandström byggðu að mestu á stefrænu ferli en í mótettunni eftir Lorentzen, var unnið með kyrrstæða og endurtekna tón- skipan, þar sem sérstaklega var lögð áhersla á blæbrigði hljóðanna. „Ætt- jarðarlagið" eftir Svend Nielsen var í raun sönglag, sem var útsett með ýmsum hætti og fært á milli radda á mjög smekklegan máta. Athyglis- verðustu verkin voru stuttu mótett- umar eftir Norholm, mótettan eftir Lorentzen og einnig umritun Sand- ströms, sem var sérlega glæsilega flutt af Camerata-kómum, undir frá- bærri stjóm Michaels Bojesen. Lokaverkið á efnisskránni var „Stabat Mater 2000“, samvinnuverk- efni eftir sömu fimm tónskáldin og áður vom á efnisskránni, en með sellóeinleik, sem framfærður var af afburðagóðum sellista, Niels Ullner. Sömu einkenni komu fram í flestum köflunum, sem einkenndu fyrri verk- in, nema í 3. þættinum, sem er eftir MELISSA Pearl Friedling flytur fyrirlestur í LHI í Laugamesi mánudaginn 2. október kl. 15 í stofu 024. Friedling er lektor í kvik- myndagerð við Syracuse-háskóla þar sem hún kennir alla þætti 16 mm kvikmyndagerðar auk námskeiða í samtímakvikmyndafræðum, kvik- myndasögu og menningu. Nú er hún gestafyrirlestari á vegum Fulbright í kvikmyndahandritagerð við deild hljóð-og myndvinnslu við Kaþólska háskólann í Porto í Portúgal. Bók hennar: Konur í bata („Recovering women: Feminisms, representation, and Addictions“) kom út hjá West- view Press á árinu 2000. Kvikmynd- ir eftir hana hafa verið sýndar á fjöl- mörgum kvikmyndahátíðum víðsvegar um Bandaríkin. Það verk- efni sem hún starfar að núna er „experimental", ævisöguleg mynd um Mercedes de Acosta. Hún ávann sér Ph.D.-gráðu í samskiptafræðum frá Háskólanum í Iowa árið 1997. í fyrirlestrinum fjallar Friedling um eigin verk og sýnir tilraunamynd- bönd af eigin verkum og annarra. Linda Björg Árnadóttir textíl- og fatahönnuður flytur íyrirlestur um eigin hönnun á prentuðum textíl í LHÍ Skipholti 1, stofu 113, kl. 12.45 miðvikudaginn 4. október. Linda út- skrifaðist frá textíldeild MHÍ 1995 og stundaði síðar nám við Studio Bercot í París. Hún hefur meðal annars starfað sem textflhönnuður fyrir tískuhús Martime Sitbon í París. Námskeið M6. Flókagerð. Ýmsir möguleikar tækninnar kynntir. Þátttakendur koma með hugmyndir sem þeir hafa áhuga á að útfæra og fá leiðsögn miðað við það. Þannig er tekist á við fjölbreytt vinnubrögð sem nýtast öllum. Kennari Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður. Kennt verður í Listaháskóla íslands, stofu 112, Skipholti 1. Inngangur B. Kennslu- tími fimmtudagur 12. október kl. 18- Flamenco- hátíð á Spáni DANSARAR frá Spænska ballettin- um sjást hér æfa spor sín fyrir leikrit spænska leikstjórans Aida Gomez. Verkið er hluti níundu flamenco-hátíðarinnar sem haldin er annað hvert ár í borginni Sevilla á Spáni. Lorentzen, er lék sér að sérlega fal- legu steíjaeí'ni, í einstaklega áhrifa- miklu samspili sellós og kórs, jafnvel í áttundum, hvað þá öðru saklausu í samhljóman. Þetta nýja verk, er gjörólíkt fyrra verki Lorentzens, sem er samið 1982 (yfirfarið 1988), og var ásamt 5. kaflanum eftir Norholm áhrifamesta verk tónleikanna. Þetta voru einstaklega glæsilegir tónleikar, þvi ekki aðeins gat að heyra frábæra kórtónlist, er spannaði mjög vítt svið norrænnar tónhugsunar, heldur er Camerata-kórinn frá Kaup- mannahöfn glæsilegur fulltrúi þeirra söngmenntar, sem ávallt hefur ein- kennt danskt tónlistarlíf. Stjórnandi kórsins, Michael Bojesen, er frábær fagmaður og sótti til söngfólksins öll litbrigði í tónmótun, allt frá því fín- gerðasta til þrumandi átaka í hljómi svo unun var á að hlýða... en hvar voru hinir vandlátu, þeir sem telja sig boðbera nýrrar tónlistar en mættu ekki á þessa tónleika? Já, hvar voru hinirvandlátu? Jón Ásgeirsson 22 og helgin 14. og 15. október kl. 10-16, alls 20 stundir. Þátttökugjald er 14.000 krónur, efni innifalið. M23 Myndbandavinnsla í tölvum. Markmið námskeiðsins er að nem- endur verði færir um að vinna myndbönd á eigin spýtur í flestum algengum klippi- og effektaforritum. Farið verður yfir grundvallaratriðin í samþættingu myndbands- og tölvu- tækni í hópkennslu, en síðar er mið- að við að þátttakendur vinni að eigin hugmyndum og hafi í lok námskeiðs- ins fullunnið verk í höndunum. Leið- beinandi er Steinþór Bfrgisson. Kennt verður í húsakynnum MIX ehf. á Laugavegi 178, en þar verður veittur aðgangur að atvinnubúnaði og upptökusal. Kennt verður á kvöldin og um helgar eftir samkomulagi, alls 100 kennslustundir. Þátttökugjald er 120.000 krónur. L2 Endurmenntun leikara. Textameðferð. Á námskeiðinu verð- ur farið í undirstöðuatriði framsagn- ar og textameðferðar. Þátttakendum verður kennd önd- un, slökun og raddbeiting, jafnframt því sem þeir fá innsýn í ólíkar að- ferðir við túlkun texta. Aðalmark- miðið er að glæða tilfinningu þátt- takenda fyrir listrænum texta og styrkja röddina og hljómbotn henn- ar. Verður í því skyni einkum stuðst við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar og Jóhanns Sigurjónssonar. Kennari er Inga Bjarnason, leik- stjóri og kennari. Kennt verður í Leikhstardeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13. Kennslutími mánudaga og fimmtudaga frá 9.-19. október kl. 17.30-19.30 og laugardaginn 21. október kl. 10-12, alls 12 stundir. Hámarksfjöldi nemenda 12. Þátt- tökugjald er 8.000 krónur. Laugardagur Bíóborgin Kl. 15.40 Cosi Ridevano, The Straight Story Kl. 15.50 The Loss of Sexual Innocence Kl. 17.50 The Straight Story KI. 17.55 Cosi Ridevano, The Loss of Sexual Innocence Kl. 20 The Straight Story, The Loss of Sexual Innoeence Kl. 22 Cosi Ridevano Kl. 22.05 The Loss of Sexual Innocence Kl. 22.10 The Straight Story Háskólabíó Kl. 14 Mysteries of the Org- anism, Sweet Movie Kl. 22 The Filth and the Fury Kl. 24 The Filth and the Fury Regnboginn Kl. 13.30 Princess Mononke Kl. 16 Felicia’s Journey Kl. 18 Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 22 Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 24 Princess Mononke Sýningu lýkur SÝNINGU Kristínar Guðjónsdóttur á skúlptúrum í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á morg- un, sunnudag. Kristín er búsett í Bandaríkjunum og þar hefur hún tekið þátt í tugum samsýninga og haldið tvær einka- sýningar. Þetta er þriðja einkasýn- ing hennar hér á landi. Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verð- launa fyrir verk sín. Verk Kristínar má sjá á vefslóð- unum: art.net/stina og myndlist.is. Opið á virkum dögum kl. 10-18, á laugardögum kl. 10-17 og á sunnu- dögum kl. 14-17. Hvar voru hinir vandlátu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.