Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR « GUNNARSSON + Gunnar Gunn- arsson fæddist í Syðra-Vallholti, Vallhólma í Skaga- fírði 28. mars 1926. Hann lést föstudag- inn 22. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Ragnhildur Erlings- dóttir frá Stóru-Giljá í Húnaþingi, f. 8.8. ,,1888, d. 1.3. 1974, og Gunnar Gunnarsson, bóndi í Syðra-Vall- holti, f. 8.11. 1889, d. 3.12. 1962. Þau bjuggu í Syðra-Vallholti frá 1925 til 1962. Systkini Gunnars eru Ingibjörg, f. 1927, Ástrfður Helga, f. 1928, Erla Guðrún, f. 1929, Aðal- heiður Þorbjörg, f. 19.12. 1930, d. 28.3. 1933, Asgeir, f. 1932, og Sig- urður Heiðar, f. 1933. Hinn 26.6. 1966 kvæntist Gunnar Stef- aníu Þórunni Sæ- mundsdóttur frá Sigluflrði, af Lamban- esætt, f. 16.1. 1937, d. 5.12. 1998. Þau eign- uðust eina dóttur, Að- alheiði Erlu, f. 4.2. 1967, sem lést af slys- fórum 26.8. 1979. Kjördóttir Gunnars og dóttir Stefanfu er Jón- ína Guðrún, f. 19.3. 1961, maki Trausti Hólmar Gunnarsson frá Hólmavik og eiga þau þrjú börn, Gunnar, Stefaníu Sif og Ey- þór Andra. Dóttir Gunnars og Jó- hönnu Vestmann er Sólrún Krist- ín, f. 27.12. 1972, m. Aðalbjörn Kristinsson og eiga þau tvær dæt- Að eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mótöllumossfaðminnbreiðir. (EinarBen.) Eitt sinn verða allir menn að deyja. Og nú þegar Gunni bróðir er farinn yfir móðuna miklu þyrpast að mér minningar frá æskudögunum í Vall- holti. Þar sem alltaf var gott veður, túnið grænt og þakið sóleyjum í hlaðvarpanum eða allt hvítt yfir að líta á vetrarkvöldum, með blikandi norðurljósum á himni sem glömpuðu á Lónið eins og silfur. Gleðin yfir að vera til var okkur systkinunum í Vall- T^iolti svo eiginleg, gleðin yfir að vera saman og þátttakendur í lífsævintýr- inu, ijögur böm sitt á hveiju árinu og litlu strákarnir, Aggi og Siggi litlu yngri. Samhent í leik og starfi en þó var ekkert gefið eftir þegar á reyndi, hver hélt sínu og ég minnist bardaga með hrífurn í slægjunni þótt löngu sé gleymt um hvað var barist, kannski vorum við að leika fomkappana úr Njálu og Eglu. Gleðin yfir að verða að liði í búskapnum, reka kýmar að morgni og sækja þær austur í mel að kvöldi, sulla í lauginni og vaða mýr- amar, týna kannski skónum sínum, sauðskinnsskónum, en amma saum- aði bara nýja. Jólakvöld og búið að gefa kúm og KÍndum jólaheytugguna sína, allir krakkamir baðaðir upp úr bala á eld- húsgólfinu áður en jólin gengu í garð. Kveikt á heimasmíðaða grænmálaða jólatrénu sem var geymt uppi á lofti frá síðustu jólum, skreytt með rauð- um og hvítum kertum og marglitum pokum sem við höfðum lært að flétta úr mislitum og gylltum pappír. Jóla- guðspjallið lesið og hvert bamið af öðm tók við þeim lestri jafnóðum og við vomm læs. Jólasálmarnir sungnir og gengið endalaust kring um jóla- tréð. Súkkulaði og kökur í rúmið á jóladagsmorgun. Þegar við stóðum í bæjardyrunum á gamlárskvöld og ætluðum ekki að láta fram hjá okkur fara er nýja árið kæmi norðan yfir holtið og ræki gamla árið á braut. Þannig sækja að mér endurminn- ingar frá æskunni við fráfall Gunnars bróður míns. Þegar allir undu glaðir við sitt, ánægjan yfir spilastokk, lituð- um pappír, sem mátti klippa niður, sleikibijóstsykrinum sem Sveinn frændi frá Mælifellsá, sem verslaði í Drangey á Króknum, sendi okkur. Brot af bakka minninganna sækja að mér nú þegar Gunni er kvaddur, 74 ára, árinu eldri en ég, sá næsti okkar systkinanna sem hverfur af þessum heimi frá því að Heiða systir okkar dó 1933. Skólagangan í Húsey, trúlega næstum klukkutíma gangur hvem skóladag, fyrst við Gunni tvö, síðan bættust Ásta og Erla við. Stundum þurfti pabbi að selflytja okkur hálfa leið vegna vatnavaxta þegar Hérað- svötnin flóðu yfir Hólminn. Þetta fannst pkkur bara allt sjálfsagt og við lékum íslendingasögurnar á heimleið úr skólanum, sérstaklega Njálu, sem við kunnum utanað. Skólatíminn í Húsey, hjá Felix, þessum frábæra kennara, fræðara af guðs náð og ekki síður liðtækur í boltaleikjum, fótbolta úti á túni í góðviðri. Kennslan fór fram í hjónaherberginu og forréttindi + Ástkær faðir okkar, afi og langafi, SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON, ísafirði, lést föstudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram. Helga Sveinbjarnardóttir, Kristján Kristjánsson, Kristján Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Selma Antonsdóttir, Berta Sveinbjarnardóttir, Auðunn Hálfdanarson, Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir, Marzeliíus Sveinbjörnsson, Margrét Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ÁGÚST GRÉTAR JÓNSSON, Skúlagötu 72, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 28. september. Systkini hins látna. ur Andreu Rán og Arndísi Lind. Sólrún var ættleidd af Kristínu Kristjánsdóttur og Kristni Frið- bjömssyni sem bjuggu í Hnífsdal. Gunnar var nemandi í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1943- 1945. Var síðan að mestu við bú- störf í Vallholti, einn vetur á ver- tríð í Grindavik og vetrarpart á skrifstofu á Ólafsfirði. Bóndi í Syðra-Vallholti frá 1950, fyrstu ár- in í félagi með föður si'num. Hann hafði aldrei stórt bú, en blandað, ær og kýr, hross og hænsni, eins og altítt var á bændabýlum áður fýrr. Hann undi glaður við sitt og í tómstundum sat hann við skriftir. Gunnar átti mörg áhugamál, kórsöngur með Karlakórnum Heimi var hans mesta yndi. Hann lék á píanó og orgel, svo til sjálf- lærður, samdi sögur, ljóð og lög, og eftir að tölvan kom til sögunnar sat hann við og samdi mörgum stundum. Útfór Gunnars fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. að fá að sitja á hjónarúminu og þau svolítið montin sem þar voru sett, tvö borð sitt hvorum megin í hjónaher- berginu og bekkur á milli. Við hitt þil- ið var bamarúmið, trúlega fyrir tvo krakka, og öllu innanhúss stjómaði svo kona kennarans, Efemía Gísla- dóttir, af ætt Indriða Einarssonar, húsmóðirin á bænum með sinn barna- hóp og til viðbótar öll böm sveitarinn- ar hvern skóladag, í minni endur- minningu einhver fallegasta og besta kona sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Við Gunni vorum saman í vega- vinnu þegar lagður var vegurinn sem nú er farinn frá Hólmabrautinni og fram að Vindheimum. Allir bændur sem áttu land að veginum urðu að vinna þegnskylduvinnu við lagning- una. Við Gunni skiptumst á að vera við þá iðju sinn daginn hvort og man ég glöggt hve mér fannst það lítið skemmtilegt. Við fluttum líka mjólk- urbrúsana út að Völlum, þar sem mjólkurbíllinn tók við og flutti í sam- lagið á Króknum. Flutt var á kerru með hesti fyrir og oftast hittum við krakkana í Stokkhólma, Nunnu og Dóra sem voru þar í sömu erinda- gjörðum, að flytja mjólkina. Og svo vorum við „fermd og fullorðin", systk- inin í Vallholti. Gunni fór að Laugar- vatni, feiminn drengur, en kom til baka með birtu og gleði í sinni og hóf upp raust sína og söng fallega söngva, sem hann hafði lært á Laugarvatni. Það er mér mjög minnisstætt, því ég hafði aldrei heyrt hann syngja fyrr. Hann spilaði með fingrunum á eld- húsborðið eins og á píanó og nokkru síðar var komið orgel í bæinn. Skólaárin á Laugarvatni taldi hann sín bestu ár og sérstaklega varð hon- um tíðrætt um tvo úrvalskennara sína, Þórð Kristleifsson frá Stóra- Kroppi í Borgarfirði, sem opnaði hon- um heim tónlistarinnar og Guðmund Ólafsson frá Sörlastöðum í Fnjóska- dal. „Mér hefur varla þótt vænna um aðra menn á lífsleiðinni, svo vel kenndu þeir fræðin,“ sagði hann. GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ STEKKJARBÁKKA 6 SÍMI 540 3320 ' Lífsmynstur mannsins er marg- slungið og oft hefur hvarflað að mér að sköpunargáfa Gunna hefði fært hon- um meiri lífsfyllingu við aðrar aðstæð- ur en bóndastarfið gat gefið honum. Hann var t.d. mjög mikill reiknings- haus og hefði getað náð langt á því sviði, en á okkar æskudögum var ekki um slíkt fjallað, bóndi í Vallholti skyldi hann verða. Hann unni jörðinni og landinu, þótti vænt um sauðkindina, hvíta og fallega, leiddi fremur hjá sér kýr og hesta, kannski voru það of stór- ar skepnur fyrir stærðfræðinginn og fagurkerann með músíkgáfuna, sem fékk ekki þá uppörvun og nám sem hann þarfnaðist. Gunni minn. Þakka þér fyrir okkar síðustu samfundi í sumar hér í Reykjavík, dag í Reykholti og næsta dag í Skálholtsdómkirkju með okkur systrum þínum. Megi sá sem öllu ræður færa þér sinn frið. Nú hefur þú hitt Heiðu þína og Heiðu systur okkar á Guðs vegum. Við systkinin kveðjum þig með kvöld- bæninni frá æskudögum okkar í Vall- holti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. Innilegar samúðarkveðjur til Ninnu og fjölskyldu. Blessuð sé minning Gunnars í Vallholti. F.h. systkinanna frá Syðra-Vall- holti, Ingibjörg Gunnarsdóttir. Áframlíðaæfiveginn, árin hratt unz hverfa’ á braut Veraldar er vagninn dreginn, veldur ýmsum kvöl og þraut En öðrum gengur allt í haginn, upp er sett og dæmið klárt, taka hiklaust hæsta slaginn, held að sumum þyki sárt Dagar líða einn af öðrum árinhverfafurðufljótt Bændumir á bestu jörðum, bjóða hljóðir: Góða nótt. (Gunnar Gunnarsson.) Föstudagurinn 22. september var fagur og sólríkur um allt land og sér- staklega í Skagafirði og má því segja að veðurguðimir hafi blessað Gunnar vin minn þegar hann lagði upp í ferð- ina sem öllum er búin fyrr eða síðar. Ekki er það talið fréttnæmt lengur þó aldraður bóndi kveðji þetta líf, því að tölfræðin segir að bændur séu hvort eð er stétt í útrýmingarhættu og raunar halda margir því fram að best sé fyrir okkur hina að þeim fækki sem mest. Gunnar hafði hin síðari ár ekki farið varhluta af afleiðingum þessara kenn- inga og hafði því hægt og bítandi dreg- ið saman bú sitt. Það mun vera kallað skipuiagt und- anhald á öðrum vígstöðvum. Hann hafði raunar skilað sínu æfi- starfi, því alla sína starfsæfi hafði hann þjónað búinu, fyrst í samstarfi við fóður sinn og síðan með eiginkonu sinni Stefaníu Sæmundsdóttur. A þessum árum hafði Gunnar reynt bæði sætt og súrt og má nefna hús- bruna, missi ungrar dóttur af slysför- um og síðan áralöng veikindi eigin- konu, en hann bar þetta allt í hljóði. Björtu hliðamar voru þátttaka hans í starfi karlakórsins Heimis, en þar var hann félagi til æfiloka og einnig að gleðjast í góðum hópi með fjölskyldu Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Utfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. og vinum, sem vom fjölmargir, en gott þótti ávallt að koma í Syðra-Vall- holt, því bóndinn var ræðinn og skemmtilegur og húsfreyjan gestrisin og alltaf kaffi á könnunni. Strax þegar Gunnar fæddist og fékk nafn sitt, þá var æfistarfið ákveð- ið, því frá 1859 hafði ávalit, að frátöld- um fáum áram, verið bóndi í Syðra- Vallholti með nafninu Gunnar Gunn- arsson og vai- Gunnar heitinnsá fjórði í röðinni og raunar fimmti alnafninn, ef með er talinn forfaðir hans Gunnar Gunnarsson (1796-1870) bóndi á Skíðastöðum á Laxárdal, sem var mikill athafnamaður, en hann keypti Syðra-Vallholt, Stóra-Akra og fleiri jarðir í Skagafirði og búa afkomendur hans þar enn í dag á þeim mörgum. Slík ráðstöfun á æfistai'fi eftir nafni er ekki ávallt heppileg, en Gunnar tók þetta hlutverk að sér og gegndi því af trúmennsku til æfiloka. Ég held þó eftir kynni mín af Gunn- ari, sem því miður hófust ekki fyrr en eftir 1970, að hann hefði fundið sig frekar sem skáld og listamaður, en hann var vel hagmæltur og orti bæði ljóð og lausavísur. Einnig skrifaði hann smásögur, samdi leikrit og lög við texta sína og annarra, einnig margar greinar um fólk og landsmál, en því miður glatað- ist margt af þessu, sérstaklega þegar bærinn í Syðra-Vallholti brann og einnig þegar diskur í tölvu sem hann skrifaði á hrandi og hann hafði ekki tekið nein afrit. En í stað þess að sinna svona and- legum málum, sem vora honum hug- leikin, þá yrkti hann jörð forfeðrana og því eigum við í dag aðeins brot af hugarsmíðum þessabónda, sem égvil halda hiklaust fram að hefði getað orðið stórskáld, ef hann hefði fengið annað nafn í æsku. Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri, en ég og Kolbrún kona mín, frænka Gunnars, viljum þakka hon- um fyrir ánægjulegar samverastund- ir, sem hefðu mátt vera fleiri og votta um leið dætrum hans, tengdabömum og bamabömum, ásamt systkinum hans, innilega samúð okkar. Bjöm Ólafsson. Okkur systkinin langar að minnast föðurbróður okkar Gunnars Gunnars- sonai’ frá Syðra-Vallholti í Skagafirði með nokkram orðum. Hjá Gunna og Stefaníu í Vallholti kynntumst við íslensku sveitalífi þeg- ar við dvöldum hjá þeim smápart úr sumri ár hvert. Á hveiju sem gekk var Gunni glaður og kátur og óþreyt- andi að kenna okkur sveitastörfin. Hann tók okkur með í fjósið þar sem við fengum að taka í spena og hann sýndi okkur hvemig halda skal á hrífu. Þetta var þegar sól skein í heiði og alltaf var blíða í Vallholti. Gunni var barngóður og aldrei rann frá hon- um styggðaryrði þó við höfúm ekki alltaf verið tÖ mildls gagns þar sem við lékum okkur í heyinu með heima- sætunni Heiðu. Með tímanum urðu heimsóknimar færri en þó var alltaf jafn gaman að sækja Gunna í Vallholti heim og okkur vel tekið. Þá var glatt á hjalla, heimsmálin rædd og sögur sagðar. Oft settist hann við orgelið og spilaði fyrir okkur nýjasta lagið sitt eða sýndi okkur það sem hann var að sýsla við í tölvunni. Við þökkum Gunna í Vallholti fyrir það sem hann gaf okkur og kveðjum hann með ljóð- inu Næturferð eftir hann sjálfan. Sefur þú sól, sofnarð’um jól. Lýstu mér heim, leið mín’um geim. Dagur er liðinn og dögg litar völlinn, drúpa þar höfði í lindinni fjöllin. Nóttin er dreymin en nautn er að vaka, er nokkur í heimi svo síðla að aka. Hljóð er þín lund, hóflegan blund, hlýt eg í rökkrinu alsæll um stund. Sofnaðu þá, sef ég þér hjá, unz sóldýrðin ljómar um heiðloftin blá. Blærinn um aftanstund andar svo hljótt Unaði fyllist mín sála í nótt Draumgyðjan sorg mína svæfa mun fljótt Sof því og dreymi þig rótt Gunnar, Einar Ragnar og Ragnhildur Hrönn. • Fleiri minningargreinar um Gunnar Gunnarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.