Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGAKDAGUR 30. SEITEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLADID Rúna Gísladóttir Morgunblaðið/Jim Smart Bæj arlistamaður Seltjarnarness 2000 RÚNA Gísladóttir myndlistarkona hefúr verið valin bæjarlistamaður Seltjamamess árið 2000. Þetta er í fimmta sinn sem valinn er bæjarlista- maður Seltjamamess, en menningar- nefnd Seltjamamess stendur fyrir vali bæjarlistamannsins. Tiinefningu bæj- arlistamanns fylgir 500 þúsund króna starfsstyrkur. Tilgangurinn með vali bæjarlista- manns er að sfyðja listamenn búsetta á Seltjamamesi til frekari dáða á menn- ingar- og listasviðinu og veita þeim við- urkenningu fyrii- framlag sitt til bæjar- félagsins með listsköpun sinni. Viðfangsefrú Rúnu í myndlistinni em málverkið fyrst og fremst og myndrað- ir með ákveðnum minnum. Hún notar mikið íslensk form, landform, fiska og skreið, og tekur fyrir birtuskil og lita- breytingar samkvæmt þeim og vinnur út frá formunum og birtuáhrifum á þau í ljóðrænum anda. Auk þess hefur Rúna verið að vinna collage-myndir. Rúna Gísladóttir hefur stundað myndlist í nær 30 ár. Hún er fædd árið 1940. Hún lauk kennaraprófi árið 1962 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978-1982 í mál- aradeild. Auk þess stundaði hún nám í myndlist í Noregi og hefur farið í námsferðfr til Parísar og Amsterdam meðal annars. Rúna hefur rekið mynd- listaskólann Mynd-mál á Sel- tjamamesi í 16 ár og kennt þar málun og teiknun. Rúna hefur haldið fjöl- margar sýningar á verkum sínum, bæði einka- og samsýningar hér á landi og erlendis. Nú síðast hlaut hún Ryvarden 2000-stipendet, norskan styrk sem veittur er listamönnum ásamt dvöl í íbúð með vinnustofu í 4-6 vikur í Noregi en þaðan er Rúna nýkomin. Tónleikar í Hveragerðiskirkju PETER Tompkins óbóleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanó- leikari halda tónleika í Hveragerðis- kirkju í dag, laugardag, kl. 16. Efnisskrá tónleikanna ber yfir- skriftina London - Reykjavík - Par- ís, en verkin sem flutt verða em frá þessum borgum. Þau era eftir tón- skáldin R. Vaughan Williams, Mad- eleine Dring, Oliver Kentish, F. Poulenc, E. Bozza og C. Saint-Saéns. Aðgangseyrir er 1.000 kr., en nemendur tónlistarskóla fá ókeypis aðgang. Myndin Afþreying eftir Guðmund W. Vilhjálmsson. Guðmundur W. Vilhjálms- son sýnir í Stöðlakoti GUÐMUNDUR W. Vilhjálmsson opnar málverkasýningu í Stöðla- koti á morgun, laugardag. Guðmundur naut m.a. hand- leiðslu Valtýs Péturssonar og Jó- hannesar Geirs í myndlistark- lúbbi Flugleiða og hefur sent myndir á alþjóðasýningar flugfé- laga á hans vegum og hlotið þar viðurkenningar. Guðmundur sýn- ir nú vatnslita- og pastelmyndir. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 15. október. Drekar og smáfuglar Með blaðinu í dag fylgir 8 síðna umfjöllun um dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu 2000 frá 30. september til 31. desember. Blað menningarborgarársins 2000 KVIKMYIVDIR Regnboginn KRJÚPANDI TÍGUR, DREKIíFELUM „CROUCHING TIGER, HIDDENDRAGON" ★★★ Leikstjóri: Ang Lee. Handrit: Jam- es Schamus og Hui-Ling Wang, byggt á skáldsögu eftir Wang Dulu. Aðalhlutverk: Chow Yun Fat, Michelle Yeou, Ziyi Zhang, Chen Chang. Kína/Taívan/Bandaríkin. VART er hægt að hugsa sér fjölhæf- ari kvikmyndagerðarmann en kín- verska leikstjórann Ang Lee. Hann gerir opnunarmynd Kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík í ár, Krjúpandi tíg- ur, dreki í felum eða „rouching Tiger, Hidden Dragon“ sem frumsýnd var í gærkvöldi og er töfrandi ástar- og átakasaga úr Kína gamla tímans. Ang Lee er Talvanbúi sem fluttist til Bandaríkjanna og gerði þar góðar og gamansamar sam- félagslegar myndir sem sýndu vel innsæi hans í líf kínverskra innflytj- enda vestra. Innsæi hans í líf hinnar betur megandi millistéttar í Englandi á nítjándu öldinni var ekkert síðra þegar hann gerði með miklum glæsi- brag „Sense and Sensibility" eftir sögu Jane Austen; náði án nokkurra sýnilegra erfiðleika að skapa hin vandmeðfama og brothætta heim Austen. Ljóst varð með þeirri mynd að það er ekkert sem takmarkar Lee í kvikmyndalegum skilningi. Hann hef- ur fullkomna stjóm á miðlinum í hvaða umhverfi sem er. Þetta sýnir hann einnig í Kijúpandi tígri. Með henni hverfur hann aftur til uppruna síns en myndin er gerð í Kína og segir átakamikla örlaga- og þroskasögu af ungri stúlku sem gerir uppreisn gegn ríkjandi gildum, m.a. fyrirfram ákveðinni giftingu sinni, og skapar sér sín eigin örlög. Það er tals- verður kraftur í frásögninni og kapp- nóg af bardagaatriðum en stúlkan unga hefur í leyni lært sjálfsvamar- íþróttir, sem vii'ðast miðast að því að sigrast á þyngdaraflinu. Þess vegna er það sem manni líður stundum eins og maður sé að horfa á mynd sem höf- undar The Matrix, Wachowski-bræð- ur, gætu hafa gert eftir sögu Jane Austen í Kína. Samsetningurinn er eiginlega ómótstæðilegur, djarflega framsettur bæði og skemmtilega. Annars vegar eru hin formlegu teboð og tal um gift- ingar. Hins vegar trylltar bardaga- senur þar sem hlaupið er eftir hús- þökum og svifið um loftin blá með sverðaglamri og formælingum. Lee ákveður að stíga skrefinu lengra en hefðbundar bardagamyndir með því sem kalla mætti loftbardaga og tekur tíma að venjast því en fimleikar þessir verða að tákni um algjört frelsi kon- unnar í lokin. Það era hressilegri bardagasenur í Kijúpandi dreka en Jackie Chan - myndunum, sem munu vera nokkrir áhrifavaldar í lífi leik- stjórans. Munurinn er einnig sá að hér era það einkum konur sem beij- ast hveijar við aðra. Myndin tengist mjög sterkt nú- tímalegri kínverskri kvikmyndagerð. Sagan á sér rætur í kínverskri sögu, hefðum og umhverfi en frásagnarhátturinn, hraðinn og bardagaatriðin, eru fengin úr nýjustu gerð Hong Kong-hasarmynda. Kín- verski leikarinn Chow Yon Fat, sem mjög er að hasla sér völl í Hollywood en er frægasta stjama kínversku has- armyndanna, leikur stríðsmann sem fundið hefur innri frið og gefur frá sér bardagasverð sitt. Vinkona hans til margra ára, leikin af þau Michelle Yeou, unnast en samfélagsgerðin SALURINN - KÓPAVOGI KL. 16 íslenskir píanóleikarar (EPTA) íslandsdeild Evrópusambands píanókennara (EPTA) stendurfyrir píanóveislu ííslensku óperunni þar sem íslenskir píanistar leika einleik og samleik auk þess sem kynnir leiöir áheyrendur um efnisskrána. Síðar á árinu mun sambandiö standa fyrir píanókeppni fyrirpíanó- leikara 25 ára ogyngri. GALLERÍ SÆVARS KARLS KL. 14 Sigurður Árni Sigurðarson Siguröur var fulltrúi íslands á síö- asta tvíæringi í Feneyjum, en í mynd- list sinni kannar hann og véfengir ýmis viötekin, innri lögmál hins mál- aöa myndflatar, meö þaö fyrir augum aö gera hann virkari og margræöari. Sýningin stendur til 20. október. VESTMANNAEYJAR KL. 16 Landlyst vígó Vestmannaeyingar hafa staöiö fyrir gagngerum endurbótum á Skansin- meinar þeim að njóta ástarinnar, fer með sverðið góða til Peking þar sem því er stolið en þjófurinn er stúlkan unga, Jen, frábærlega leikin af Ziyi Zhang. Fóstra hennar er erkióvinur Chow og morðingi lærimeistara hans og hefur kennt stúlkunni skylmingar og sjálfsvamalist og alið með henni uppreisn gegn umhverfi sínu. Úr þessu gerir Ang Lee, ásamt handritshöfundunum James Shamus og Hui-Ling Wang, töluvert magnað kvikmyndaverk úr hinu fjarlæga austri. Lee skapar þjóðsagnakenndu ævintýrinu trúverðugt sögusvið með leikmyndum og búningum og lítil hliðarsaga um ástir ungu stúlkunnar og útlagaforingja í eyðimörkinni er eins og lítið ævintýri inni í ævintýrinu. Orkuflæðið þar virðist ótakmarkað. Hið góða og hið illa takast á, sviksemi og traust, ást og hatur og áður en lýk- ur höfum við orðið eins og óvænt vitni að harmi stríðsmannsins og vinkonu hans þegar hinar bældu tilfinningar loks koma í ljós. Stundum gýs myndin upp í heitum tilfinningum og mergjuðum átökum og stundum hljóðnar hún í innileika sínum en hvort sem hann stýrir loft- fimleikunum í bardagaatriðunum eða sýnir vonlausa ást deyja harmdauða, stýrir Lee því öllu saman styrkri hendi. um ísumar. Landtyst, sem taliö er aö hafi veriö fyrsta fæöingarheimilið á íslandi, verður nú vígt meö viöhöfn en skemmst er aö minnast vígslu stafkirkjunnar, sem ergjöfNorö- manna til íslendinga ítilefni aflOOO ára afmæli kristnitöku á íslandi. GRAFARVOGUR Ljósbrot - Bókmenntahátíð íbúar Grafarvogs í Reykjavík leggja sitt afmörkum til menningarársins meö heilsársdagskrá sem miöar aö því aö auka samstööu og sameining- aranda í hverfinu. Dagurinn ídag veröur helgaður bókmenntum meö útgáfu og kynningu á Ijóöa- og sögu- bókum eftirskáldin í Grafarvogi. LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 14 cafe9.net Opnun cafe9.net í Bergen. Fjölbreytt dagskrá frá Bergen sem varpaö erá tjaldiö í Hafnarhúsi frá morgni til kvölds. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is, wap.olis.is KVIKMYNDAHATIÐ í REYKJAVIK Arnaldur Indriðason ^M-2000 / Laugardagur 30. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.