Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBBR 2000 73 ov 29. septemb«r - 12. oktöber 2000 Kvikmyndahátíð i Reykjavík Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. bj. 14 ára Vithr.136. (slenski draumurinn fjallar um draumóramann- inn Tóta (Þórhallur), en hann hefur hugsað sér að gerast ríkur á því að selja búlgarskar sígar- ettur á íslandi. Þess á milli lendir hann í rifrildi við fyrrverandi konuna, sem er eitthvað fúl út ( Tóta vegna nýju kærustunnar, sem er 18 ára. Sýnd kl. 3.40, 5.50,8 og 10.10. ; b.í. 14 ára Vitnr.138. cosi ridevano (Tbc way we IwstKd) KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK 2 Sýndkl.8.15. Vitnr. 121. 4 ATHI Fríkort gilda ekki. Sýnd kl. 3.40, 5.55 og 10. Vitnr.137. & Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is Vinsælasta gamanmynd ársins í USA. Enga miskunn. Enga feimni. Ekkert framhald. Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú getur FRUMSYNING jm rf. Iitear * ■f' s»! íf INÍ * Hverfiangótu Reuters Leonardo DiCaprio er með stuttmyndahátíð á Netinu. Reuters Spike Jonze er meðmæltur ein- faldri alheimsdreifingu. Bíódraumar rætast á N etinu LEIÐIN til frægðar og frama í Hollywood hefur nú heldur betur styst. Hæfileikafólk þarf ekki lengur að mæta á svæðið, það not- ar bara Netið. Þannig er að Matt Damon og Ben Affleck, sem risu til frægðar eftir að hafa skrifað óskars- verðlaunahandritið sitt Good Will Hunting og leikið aðalhlutverkin í myndinni, ætla nú að leggja ung- um kvikmyndagerðarmönnum hjálparhönd. Þeir vilja framleiða fyrstu kvikmynd þess sem liggur á besta handritinu. Og handritinu skal skilað inn á www.project- greenlight.com fyrir 22. október, og verður vinningshafinn til- kynntur 1. mars 2001. „Við vitum hversu erfitt að er þröngva sér inn um dyrnar í Hollywood," sögðu félagarnir á blaðamannafundi. „Okkur langar að hjálpa óþekktum höfundi til að gera myndina sína og um leið að skapa netbundið samfélag fyrir alla sem hafa gaman af kvik- myndum og kvikmyndagerð." Það mega s.s. allir skrá sig í sam- félagið á ofannefndri heimasíðu og hafa þannig áhrif á val vinn- ingshandritsins. Ekki vcrður handrit vinnings- hafans einungis framleitt af Matt og Ben heldur fær hann líka að leikstýra því. Það eru kvikmynda- fyrirtækið Miramax Films & TV and HBO sem standa að keppn- inni ásamt félögunum, og verður 13 þátta heimildamyndaþáttaröð gerð um gerð myndarinnar, sem á að byija að sýna í janúar 2002. Hún hefst á því þegar viningshaf- inn er valinn og verður fram- leiðsluferlinu fylgt alveg framyfir frumsýningarkvöldið, og mun að öllum likindum sýna öll hin ótrú- legu vandræði sem óreyndur leik- stjóri þarf að ganga í gegnum við gerð fyrstu myndar sinnar. Þannig að nú er um að gera að dusta rykið af eldri handritunum eða kýla í gegn það sem er í vinnslu og slá í gegn í Hollywood. Bæði Leo og Spike Þeir sem hafa verið að fást við stuttmyndagerð eiga líka séns í Reuters Matt og Ben vi|ja sjá fleiri í sömu sporum og þeir hafa sjálfir verið í. r/jl íí ■vi S'fivfii -1 • ■ i I w í 1 Hollywood. Leonardo DiCaprio stofnaði LeoFest í fyrra sem er stuttmyndahátíð á Netinu. Hún hefur nú þróast út í verkefni nefnt Savage Sideshow, og hefur Leon- ardo tekið upp samstarf við stutt- myndamógúlana þjá AtomFilms til að sjá um stuttmyndahátíðina saman, ásamt nýjum nefndar- og stuðningsmanni; Spike Jonze. Hvort Leo og Spike verða einmitt þeir sem dæma myndirnar sem sendar verða inn á Netið til þátt- töku, er ekki enn víst en Leonardo lofar að það verði innanmenn úr Hollywood sem sjá um það. Nán- ari upplýsingar ætti að vera hægt að nálgast á www.atomfilms.com. Dómnefnd velur bestu stutt- myndina undir Qórar yfirskriftir: saga, heimildamynd, teiknimynd og frjálst val. í boði verða dómn- efndarverðlaun, áhorfenda- verðlaun og besta mynd hátíðar- innar, og í verðlaunin eru peningar, kvikmyndatæki, og jafnvel tækifæri til að hitta og skeggræða við aðstandenduma frægu. Myndbandasnillingurinn Spike Jonze, sem m.a hefur unnið með Björk, og fékk óskarsverðlauna- tilnefningu fyrir fyrstu kvik- myndina sína, Being John Malko- vich, er mjög spenntur fyrir áformunum. „Ég er spenntur að vinna með fyrirtæki sem hjálpar kvikmynda- gerðarmönnum að sýna verk sín án þess að þurfa að fara í gegnum hefðbundnar dreifingarleiðir," sagði hann og bætti við; „Tilhugs- unin um það að einhver krakki geti gert mynd á myndbands- upptökutækið sitt og fengið ver- aldardreifingu, er frábær.“ MYNDBONP Hörmung- ar stríðs Nýr heimur (Brand New World) Drama ★★ Leiksljórn og handrit: Roberta Hanley. Aðalhlutverk: Guy Pearce, Ray Winstone, Jonathan Schaech og Sarah-Jane Potts. (101 mín.) Bretland, 1998. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. DUV «a VA/OF^I—O ÞESSI kvikmynd mun vera fyrsta leikstjórnarverkefni bresku leikkonunnar Robertu Hanley. Hún fer ekki beinlínis troðnar slóðir en hér um að ræða nokkurs konar staðleysusögu, sem gerist á ———— óskilgreindum stað á óljósum tíma. Sögusviðið er eyja sem hefur verið hernumin af Bretum. Eyja- skeggjar eru flest- ir fátækir bændur og eftir langa dvöl og erfiða bardaga er hermönnunum farin að leiðast vistin á eyjunni. Því verða þeir glaðir mjög þegar yfirstjórn landsins setur ný lög sem hvetja ungar konur til að flytjast til hernuminna svæða og leita sér eiginmanns meðal her- mannanna. Þegar á staðinn er komið fá stúlkurnar síðan smjör- þefinn af hörmungum stríðsins og í stað rómantísks ástarævintýris blasir við þeim napur veruleikinn. Þótt erfitt sé að fá nokkra merk- ingu í fremur ruglingslega atburð- arás myndarinnar, er meginum- fjöllunarefnið sterkt, en hermennirnir sem við kynnumst eru meira og minna óbætanlega skaddaðir eftir þátttökuna í grimmu stríði. Myndin er byggð á leikriti og ber þess nokkuð merki, en hinn dramatíski stfll hennar gengur misvel upp. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.