Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 25 ERLENT Stjórnarandstaðan í Perú gagnrýnir Bandaríkjaferð Albertos Fujimoris forseta Segja herinn ráð- gera valdarán á næstu viknm Washington. Keuters, AFP, AP. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, ræddi í gær við Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að hafa farið í óvænta heimsókn til Washington til að ræða óvissuna í stjórnmálum Perú. Heimsóknin var ákveðin með tæplega sólarhrings fyrirvara og olli miklum titringi með- al stjómarandstæðinga í Perú, sem höfðu varað við því að herinn væri að undirbúa valdarán. Talið er að Fujimori hafi farið til Washington í því skyni að tryggja sér stuðning Bandaríkjastjómar við áform hans um að gegna forseta- embættinu fram yfir forsetakosning- ar sem hann hefur lofað að efna til. Margir telja aðmarkmiðið með ferð- inni sé einnig að tryggja að Vladi- miro Montesions, fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustu Perú, fái öruggt hæli í Panama eða einhverju öðm landi. Madeleine Albright stað- festi nýlega að Bandaríkjastjórn hefði beitt sér fyrir því að Montesin- os fengi að dvelja í Panama til að draga úr spennunni í Perú. Montesinos var hægri hönd Fuji- moris þar til forsetinn lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hann hygðist reka njósnaforingjann eftir að hann var staðinn að því að múta þing- manni til að tryggja flokki forsetans meirihluta á þinginu. Fujimori til- kynnti þá einnig að hann hygðist efna til kosninga og ekki sækjast eft- ir endurkjöri. Montesinos flúði til Panama um síðustu helgi og þarlend stjórnvöld samþykktu að leyfa honum að dvelja þar í nokkrar vikur, að beiðni Banda- ríkjanna og ríkja í Rómönsku Amer- íku. Panamamenn eru tregir til að veita njósnaforingjanum fyrrverandi hæli til frambúðar og Josep Pique, utanríkisráðherra Spánar, skýrði frá því í fyrradag að spænska stjómin væri að beita sér fyrir því að hann fengi hæli í Norður-Afríku, líklega Marokkó. Vandræðaleg samvinna við Bandaríkjamenn Fujimori hefur verið við völd í tíu ár og á þeim tíma hefur hann verið á meðal mikilvægustu bandamanna Bandaríkjastjómar í baráttunni við eiturlyfjasmyglara og skæruliða. Þessi samvinna hefúr þó verið vand- ræðaleg vegna einræðistilburða Fujimoris. Montesinos hefur verið mjög áhrifamikill í hernum og margir stjórnarandstæðingar telja að hann hafi jafnvel verið valdameiri en Fuji- mori og stjórnað landinu á bak við tjöldin. Brottvikning Montesinos varð strax til þess að orðrómur komst á kreik um að stuðningsmenn hans í hernum væm að undirbúa valdarán. Fujimori virtist í fyrstu hafa tryggt sér stuðning hersins en orðrómurinn fékk byr undir báða vængi aftur á miðvikudag þegar þingmenn, sem hafa gengið úr flokki forsetans, héldu því fram að yfir- stjóm hersins hygðist fremja valda- rán á næstu vikum. Þeir sögðu að stuðningsmenn Montesinos í hem- um hefðu hvatt stjórnarþingmenn til að mynda nýja fylkingu á þinginu í því skyni að valda pólitískum glund- roða og gefa hemum tylliástæðu til að taka völdin í sínar hendur. Að minnsta kosti tíu þingmenn hafa þegar gengið úr flokki Fujimor- is frá því Montesinos var vikið frá. Af Borg-araréttindaskrá Evrópusambandsins Grundvallarágrein- ingur innan ESB ANTONIO Votorino, Portúgalinn sem sæti á í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins (ESB), hefur sagt það sem margir vona en fleiri óttast; að væntanleg borgarai’étt- indaskrá ESB muni „hafa grundvall- arbreytingu á sambandinu í för með sér: Það mun færast frá þeim efna- hagslega gmndvallaða tilgangi sem hingað til hefur verið ríkjandi, í áttina að pólitískum samruna". Þýzka blað- ið Síiddeutsche Zeitung greindi frá þessu í vikunni, en drögin að borgara- réttindaskránni, sem verið hefur í smíðum frá því um síðustu áramót, verða kynnt leiðtogum ESB-ríkjanna 15 um miðjan október og áformað er að þeir afgreiði þau endanlega á fundi sínum í Nizza í byrjun desember. Johannes Rau, forseti Þýzkalands, hugsaði þessa hugsun nýlega til enda, er hann fór opinberlega fram á að réttindaskráin verði að kjarna tilvon- andi stjórnarskrár Evrópu. Þetta hlutverk hefur þýzka ríídsstjórnin líka viljað sjá í nýju réttindaskránni. Aðrar ESB-þjóðir, svo sem Bretar og Norðurlandaþjóðirnar, líta á hana sem eins konar Trójuhest. Ráðamenn þessara þjóða kvarta yfu- því, að með borgararéttindaskránni vilji ESB setja sér stjómarskrá og þar með taka lævizkulega á sig eiginleika rík- is. Og einmitt „ofurríki" á borð við EVRÓRA^ þetta vilja ráðamenn í Lundúnum, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn alls ekki sjá verða að veruleika. Vegna þessa grundvallarágrein- ings hefur umræðan um réttinda- skrána tekið á sig mótsagnakennda mynd, að mati Siiddeutsche Zeitung. Mótsögnin felist í því, að réttinda- skránni sé ætlað að vemda hagsmuni borgaranna með því að setja valdsviði stofnana ESB skilgreindar hömlur. Að þessu leytinu mætti því búast við að efasemdarmenn um Evrópusam- runann fögnuðu réttindaskránni. Hins vegar hafa það einmitt verið ESB-efasemdarmennirnir í hópnum sem unnið hefur að samningu rétt- indaskrárinnar - brezki fulltrúinn Goldsmith lávarður þar fremstur í flokki - sem hafa ekki látið neitt tæki- færi ónýtt til að gera skrána sem inni- haldsrýrasta, í því skyni að hindra frá upphafi að hún gæti nýtzt sem kjarni framtíðarstjórnarskrár Evrópu. Þessi ágreiningur mun halda áfram eftir að hópurinn sem samdi skrána hefur náð samkomulagi um drögin að henni. Þá verður tekizt á um hvort hún eigi að vera lagalega bindandi eða pólitísk yfirlýsing ein- göngu. Bretum er í mun að síðari kosturinn verði ofaná, en margir stjórnmálamenn i Þýzkalandi og Frakklandi eru áfram um að skráin verði lagalega bindandi og sameinuð stofnsáttmála sambandsins. Lykilspurningnnni slegið á frest Spáir Siiddeutsche Zeitung því, að á leiðtogafundinum í Nizza 7.-9. des- ember muni menn koma sér hjá því að gera út um þennan ágreining. Leiðtogarnir muni þar láta nægja að afgreiða borgararéttindaskrána sem hátíðlega pólitíska yfirlýsingu. En í kjölfarið muni koma til úrslitarimmu. Þjóðverjar og Frakkar hafa nú þegar komið sér saman um að stefna skuli að því að halda framhaldsríkjaráð- stefnu, „Nizza II“, þar sem fundin verði lausn á endurskipulagningu sáttmálanna, sem Evrópusamruninn byggist á. I síðasta lagi á þessum vettvangi verði gert út um spuming- una, hvort ESB eigi að halda sér sem ríkjabandalag eða hvort stíga eigi skrefið í átt að evrópsku sambands- ríki. Andstæðingar Albertos Fujimoris, forseta Perú, beijast við lögreglu- menn fyrir utan sljómarráðið í Lima. Um 2.500 verkamenn, námsmenn og kennarar söfnuðust saman við bygginguna í fyrrakvöld til að krefj- ast þess að Fujimori léti strax af embætti. þeim sökum er flokkurinn ekki leng- ur með meirihluta á þinginu. Andstæðingar Fujimoris urðu æf- ir yfir ferð hans til Washington og sögðu að hann hefði átt að vera um kyrrt í Lima til að draga úr spenn- unni og tryggja að herinn hrifsaði ekki völdin í sínar hendur. Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu þó að ferðin benti til þess að Fujimori teldi sig hafa afstýrt valda- ráni. „Herinn er ekki sjálfstætt afl og svo klofinn að hann getur ekki framið valdarán," sagði David Scott Palmer, sérfræðingur í málefnum Perú við Boston-háskóla. • „Ekkert annað en blekking“ Maximo Rivera Diaz, fyrrverandi hershöfðingi í Perú, sagði að Fuji- mori hefði ekki alveg snúið baki við Montesinos og markmiðið með ferð- inni væri að tryggja honum griða- stað. „Fujimori fór til Bandaríkj- anna vegna þess að stjórnvöld í Panama hafa ekki tekið ákvörðun. Ég hygg að hann sé að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um að ástandið í Perú sé orðið óviðráðan- legt og hann þurfi stuðning. Þetta er ekkert annað en blekking." Þegar Fujimori fór í höfuðstöðvar Samtaka Ameríkuríkja í Washing- ton í fyrradag hitti hann þar fyrir helsta andstæðing sinn í Bandaríkj- unum, Baruch Ivcher, fyrrverandi eiganda sjónvarpsstöðvar í Perú sem sakaði leyniþjónustuna um pynting- ar og Montesinos um að hafa auðgast á vafasömum viðskiptum. Ivcher missti sjónvarpsstöðina árið 1997 og hefur síðan verið í útlegð í Banda- rikjunum. „Það er einn maður sem hefur ver- ið við völd í Perú allan þennan tíma - Vladimiro Montesinos," sagði Ivcher. „Og núna koma allar skipan- irnar frá Panama.“ AV/S Sími: 533 1090 Flug og bíll í borg og bæ Flug frá Akureyri eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 11.780,- Flug frá Egilsstöðum eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 13.080,- Lágmarksdvöl ein nótt Verð miðað við 2 í bíl/einn dag Ú fUJOfÚAG ÍStMOS Jttr iitmtmmé Sími 570 30 30 Nýr opnunartími Frá og með 1. október munu opnunartímar söludeilda nýrra og notaða bifreiða Heklu verða sem hér segir: Mánudaga - föstudaga frá kl. 10 - 18 Laugardaga frá kl. 10 - 14 Laugavegur 1 70-1 74 • Sími 569 5500 • Heimasíöa www.hekla.is • Netfang h e k I a@ h e k I a . i s HEKLA - íforystu á nýrri öld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.