Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Islenska óperan kynnir nýja stjórn og stefnu Fimm til tíu einsöngvar- ar fastráðnir næsta haust Morgunblaðið/Ásdis Frá blaðamannafundi í Óperunni í gær. Frá vinstri: Ingjaldur Hannibaisson, varaformaður Vinafélags íslensku óperunnar, Kristinn Sigmundsson, formaður listráðs Islensku óperunnar, Bjarni Daníelsson óperustjóri og Jón Ásbergsson, formaður stjómar íslensku ópenmnar. STEFNT er að því að fastráða tíma- bundið fimm til tíu einsöngvara að íslensku óperunni frá og með haust- inu 2001. Sérstakt listráð hefur verið skipað en því er ætlað að vera óper- ustjóra og stjóm Óperunnar til ráðu- neytis um öll listræn málefni, svo sem listræna stefnumörkun, verk- efnaval og val listrænna stjómenda einstakra verkefna. Formaður list- ráðsins er Kristinn Sigmundsson óp- erusöngvari. Stefna nýrrar stjómar, skipulagsbreytingar og helstu verk- efni framundan voru kynnt á blaða- mannafundi í íslensku ópemnni í gær. Bjarni Damelsson ópemstjóri greindi frá því að Bjöm Bjamason menntamálaráðherra hefði lýst því yfir á fundi með fulltrúum íslensku ópemnnar nú í vikunni að hann styddi áform nýrrar stjómar Óper- unnar um markvissa uppbyggingu á samfelldri, fjölbreyttri og metnaðar- íúllri starfsemi, en stefnt væri að slíkri uppbyggingu á næstu ámm. Jafnframt hefur ráðhema lýst yfir stuðningi við áform stjómarinnar um tímabundnar fastráðningar óp- emsöngvara frá og með haustinu 2001, sem ætlað er að marka upp- hafið að uppbyggingu samfelldrar starfsemi hjá Óperanni. Fyrirheit um framtíð Að sögn Bjama er þessi afstaða menntamálaráðherra afar mikilvæg fyrir Ópemna en nú standa yfir samningar við menntamálaráðuneyt- ið um starfsemina næstu þrjú ár. „Takist samningar á þessum nótum geíúr það fyrirheit um framtíð fyrir Islensku óperana. Það era áform stjómarinnar að byrja þessa upp- byggingu með því að ráða fimm til tíu söngvara að Ópemnni á tímabundn- um fastráðningarsamningum frá og með haustinu 2001. Þá verður líka brotið blað í atvinnusögu sönglistar hér á landi, því þetta mun verða í fyrsta skipti á Islandi sem söngvari er ráðinn í fullt starf til þess að syngja,“ segir Bjami og bætir við að það séu fullar forsendur fyrir því að reyna að skapa slíka atvinnu hér á landi. „Við eigum orðið tugi ópem- söngvara sem syngja við erlend óp- emhús og það er rétt núna að okkar mati að stíga þetta skref til þess að íslendingar fái notið ávaxtanna af þeirri grósku sem hefur verið í söng- menntun og sönglist á íslandi á und- anfómum ám m.“ Bjami kveðst gera ráð fyrir því að ráðnir verði nokkrir ungir söngvarar sem em að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. „Þeir myndu verða hjá okkur eitt til tvö ár, fara svo annað til að halda áfram sínum starfsferli og svo hugsanlega koma aftur inn seinna. Þegar þessir söngvarar verða orðnir heimsfrægir reiknum við með að þeir komi samt og syngi með okkur eitt og eitt kvöld, þannig að Islenska óperan verði smám sam- an eins og bakland íslenskra söngv- ara,“ segir hann. Einkafyrirtæki sem þiggur rekstrarfé úr þremur áttum Til að styrkja rekstur íslensku óp- erannar hefur að undanfömu verið unnið að skipulagsbreytingum og gekk nýtt skipulag í gildi 1. júlí. „Breytingar hafa verið gerðar með það fyrir augum að skýra hver ber ábyrgð á þessu fyrirtæki og hveijum það er háð,“ segir Bjami og þegar hann er spurður nánar út í ábyrgðina segir hann: „Ópemstjóri ber ábyrgð á starfsemi og rekstri íslensku óper- unnar - og þar er ekkert undan skil- ið.“ Bjami leggur áherslu á að ís- lenska óperan sé einkafyrirtæki sem þiggur rekstrarfé úr þremur áttum: „Fyrst og fremst úr ríkissjóði, sem leggur mest til, en við emm mjög háð því líka að fá framlög frá fyrirtækj- um atvinnulífsins, og eins með því að halda uppi starfsemi sem skilar ein- hverjum arði í miðasölukassann." Bjarni segir reksturinn hafa verið þungan undanfarin ár en takist samningar á nýjum nótum við stjórn- völd ætti að vera hægt að ijúfa þann vítahring og byggja starfsemina upp með skynsemi að leiðarljósi. Helstu breytingar á stjómskipu- laginu em þær að Styrktarfélag ís- lensku ópemnnar, sem áður var þungamiðja stjómskipulags Óper- unnar, hefur verið lagt niður en á gmnni þess stofnað annars vegar Vinafélag íslensku ópemnnar, sem er félag áhugamanna um ópemlist, og hins vegar fulltrúaráð Islensku óperannar, sem verður óformlegur félagsskapur íyrirtækja og einstakl- inga sem taka þátt í rekstri Óper- unnar. Vinafélagið tilnefnir tvo full- trúa í stjórn og fulltrúaráðið þijá, þar með talinn formann. Hin nýja stjóm fer með æðsta vald í málefnum Ópemnnar og ber hún stjómunar- lega ábyrgð á starfsemi, fjárhag og rekstri hennar. Fræðsla og kynning á óperulist í stjóm íslensku ópemnnar hafa verið kjömir til næstu tveggja ára: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, formaður, Guðrún Ragnarsdóttir, gæðastjóri íslands- banka-FBA, varaformaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni og borgarfúll- trúi, Soffiía Karlsdóttir, kynningar- stjóri Listasafns Reykjavíkur, og Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur hjá utanríkisráðuneytinu, og til vara Ólafur Jóhannes Einarsson, lögfræðingur. Meginmarkmið Vinafélags ís- lensku ópemnnar verður að styðja við og efla starfsemi Ópemnnar en félagið mun einnig vinna almennt að fræðslu og kynningu á ópemlist. Vinafélagið og íslenska óperan era nú að gera með sér samning um sam- eiginlegt fræðslu- og kynningarstarf. Formaður Vinafélagsins er Þórleifur Jónsson og varaformaður Ingjaldur Hannibalsson. í listráði sem skipað hefur verið til þriggja ára sitja Kristinn Sigmunds- son ópemsöngvari, formaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir, ópemsöngvari, Kjartan Óskarsson, hljóðfæraleikari hjá Sinfóníuhljómsveit íslands, Jón- as Ingimundarson, píanóleikari, og Halldór Hansen yngri, læknir. List- ráðið hefur þegar hafið störf og vinn- ur nú að tillögugerð um listræna stefnu og verkefnaval næstu ára. Til- lögur hafa enn ekki verið kynntar að öðm leyti en því að ákveðið hefur verið að setja upp Töfraflautuna næsta haust. Ungir söngvarar í barnaóperu Fyrsta verkefni vetrarins verður ný íslensk bamaópera eftir Þorkel Sigurbjömsson við texta eftir Böð- var Guðmundsson; Stúlkan í vitan- um. Óperan byggist á sögu Jónasar Hallgrímssonar, Stúlkan í tuminum, og fjallar um átök góðs og ills. „Þama kynnum við til leiks fáeina unga söngvara sem syngja til skiptis tvö aðalhlutverk, en einnig verður kunnuglegt andlit í sýningunni; Bergþór Pálsson, sem syngur hlut- verk Óhræsisins sjálfs,“ segir Bjarni. Söngvaramir ungu em þau Guðríður Þóra Gísladóttir, Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir, ívar Helgason og Jök- ull Steinþórsson. Þá tekur þátt í sýn- ingunni kór skipaður bömum og unglingum á aldrinum 9-14 ára. Stjómandi verður Þorkell Sigur- bjömsson og leikstjóri Hlín Agnar- sdóttir. Óperan er samin í tilefni af hálfrar aldar afmæli Tónmennta- skóla Reykjavíkur og er upgfærslan samstarfsverkefni skólans, íslensku ópemnnar, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Framsýning verður 15. október. La Bohéme frumsýnd í febrúar Óperan La Bohéme eftir Puecini, eitt allra vinsælasta verk ópembók- menntanna, verður frumsýnd 16. febrúar og að sögn óperastjórans verða þar á ferð söngvarar í fremstu röð, svo sem Kolbeinn Ketilsson, Auður Gunnarsdóttir, Viðar Gunn- arsson, Þóra Einarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Bergþór Páls- son og fleiri. „Stjórnandinn er rúss- neskt undrabarn, Tugan Sokhiev, 23 ára að aldri, um það bil að leggja undir sig heiminn. Ég náði honum í London þar sem hann var að hlaupa fyrir hom inn í frægt ópemhús. Leikstjóri verður Jamie Hayes, þekktur breskur leikstjóri sem hefur stjómað uppfærslum í British Youth Opera. Útlitshönnuðir að sýningunni verða íslenskir; Finnur Arnar Arn- arsson sviðshönnuður, Þómnn María Jónsdóttir búningahönnuður og Bjöm Bergsteinn Guðmundsson Ijósahönnuður. í febrúar og mars verða haldnir hádegistónleikar á þriðjudögum og kveðst Bjami gera ráð fyrir að þar muni m.a. koma við sögu söngvar- amir úr La Bohéme. Kór og ein- söngvarar ljúka svo starfsárinu með vortónleikum íslensku óperannar í maí. Kór íslensku óperannar er sjálfstætt félag sem vinnur á eigin vegum en í gildi er samningur milli kórsins og Opemnnar um þátttöku kórsins í verkefnum Islensku óper- unnar. Söngstjóri kórsins er sem fyrr Garðar Cortes. Flugslysið í Skerjafirði Lög- reglan fær segul- bands- upptökur FLUGMÁLASTJÓRN af- henti í gær lögreglunni seg- ulbandsupptökur af samskipt- um flugmanns flugvélarinnar TF-GTI og flugstjórnar, en flugvélin fórst í Skerjafirði 7. ágúst sl. með þeim afleiðing- um að fjórir létust. í kjölfarið á flugslysinu fóra ættingjar annars þeirra tveggja sem lifðu af slysið fram á lög- reglurannsókn, en hún er alls ótengd opinberri rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa. Til þess að geta rannsakað málið fór lögreglan fram á að fá öll gögn Flugmálastjórnar um það. í samtali við Morg- unblaðið sagði Þorgeir Páls- son flugmálastjóri að lög- reglan hefði á þeim tíma fengið öll gögnin nema seg- ulbandsupptökurnar, sem em af samskiptum flugmannsins við flugturninn í Reykjavík og aðflugsstjórnina á Kefla- víkurflugvelli. Þorgeir sagði að óvissa hefði ríkt um laga- legan rétt Flugmálastjórnar til að láta þær af hendi og því hefði Héraðsdómur Reykja- víkur fengið málið til umsagn- ar. í fyrradag úrskurðaði dómurinn síðan að Flugmála- stjórn bæri að láta lögregluna fá upptökurnar og fékk lög- reglan hluta þeirra í gær en afganginn fær hún eftir helgi. Taldi sjálfgefið að lög- reglan fengi gögnin „Ég taldi alltaf sjálfgefið að lögreglan fengi þessi gögn,“ sagði Þorgeir. „En það er auðvitað mikið atriði að það sé skýr lagagrannur fyrir því, þar sem svona mál hefur ekki komið upp síðan ný lög um Rannsóknarnefnd flugslysa tóku gildi og fjöldi annarra laga sem lúta til dæmis að verndun persónuupplýsinga. Við litum því fyrst og fremst á þetta sem tæknilegt og lög- formlegt atriði og vildum því ekki afhenda upptökurnar fyrr en úrskurður lægi fyrir.“ Opinber rannsókn Rann- sóknarnefndar flugslysa stendur enn yfir og því liggur niðurstaða ekki fyrir, en verið að bíða eftir ýmsum gögnum til að geta lokið við rannsókn- ina, m.a. frá framleiðendum flugvélarinnar. 7 af hverj- um 10 vilja hækka bfl- prófsaldur MEIRA en sjö af hverjum tíu telja að hækka eigi bílprófsaldur, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Gallups. Fram kemur að 29% te]ja að bíl- prófsaldur eigi að vera óbreyttur 17 ár og næstum 1% telur að lækka eigi aldurinn. Flestir vilja hækka bílprófsaldurinn í 18 ár eða rúmlega 65% en um 15% vill hækka hann í 20 ár. Fleiri konur en karlar vilja hækka bílprófsaldurinn eða 81% kvenna en 60% karla. Loksins fáanleg aftur „Oð fluga nálgast óöflu ætli það sé góð fluga?" Þórarinn Eldjárn \AK4-HELGAFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.