Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Auðlindanefnd skilaði í gær skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Áfangi í leit að sátt um fískveiðistjórnun Morgunblaðið/Golli Skýrsla Auðlindanefndar var afhent forsætisráðherra í gær. Frá vinstri eru Ari Edwald, Jóhannes Nordal, foiinaður nefndarinnar, Davíð Odds- son forsætisráðherra og Svanfríður Jónasdóttir. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kveðst telja skýrslu auðlindanefnd- ar, sem afhent var formlega í gær, merkilegan og mikilvægan áfanga í leit manna að sátt í samfélaginu um fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska. Sagði hann að með því að setja auð- lindanefndina á laggirnar hefði rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í raun gefið upp boltann með að hún myndi sætta sig við niðurstöður sem fælu í sér tillög- ur um auðlindagjald í sjávarútvegi. „Eg tel að nefndin hafi með niður- stöðu sinni, þó að hún sé kannski ekki öll á þann veg sem ég hefði kos- ið ef ég hefði skrifað skýrsluna sjálf- ur, fært fram frambærilegasta efni sem við höfum fengið til að moða úr til þess að ná sátt um sjávarútvegs- mál. Og ef það mat er rétt þá er hér um stóratburð að ræða í íslenskri samtímasögu," sagði Davíð þegar hann tók við skýrslunni úr höndum Jóhannesar Nordal, formanns auð- lindanefndar, í Ráðherrabústaðn- um. Davíð kvaðst skilja skýrsluna svo að þar væri í raun lýst yfir stuðningi við meginþætti sjávarútvegsstefn- unnar, þ.e. aflamarksleiðina. Hins vegar væri þar einnig lagt til að sjávarútvegurinn greiddi auðlinda- gjald, atvinnuréttindi manna í greininni yrðu styrkt og frjálsræði og svigrúm aukið. Davíð sagði að skýrslan yrði nú kynnt í ríkisstjórn og síðan mætti gera ráð fyrir að nefnd sjávarút- vegsráðherra um sjávarútvegsmál, sem nú er að störfum, fengi hana til umfjöllunar. Kvaðst hann vænta þess að eitthvað myndi spyrjast til verka þeirrar nefndar á vormánuð- um. Deilum um grundvallaratriði þarf að linna Davíð var spurður að því hvort hann teldi líklegt að stjómarflokk- arnir gætu sameinast um niður- stöðu þessarar skýrslu, í ijósi þess að hún væri talsvert úr takti við stefnu þeirra í sjávarútvegsmálum. Sagði hann það vissulega rétt að stjórnarflokkarnir hefðu fram að þessu ekki verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að leggja á auð- lindagjald í sjávarútvegi. „Hins vegar hefur verið mjög deilt um þetta í þjóðfélaginu," sagði Davíð. „Um leið og ríkisstjórnar- flokkarnir tóku þá ákvörðun að eiga burðugan þátt í því að nefnd af þessu tagi yrði sett á laggimar stig- um við ákveðið skref í átt til þess að sætta okkur við að einhver slík leið yrði farin,“ bætti hann við. Það hefði ríkisstjórnin hins vegar auðvitað gert í þeirri trú að þess yrði gætt að ganga ekki fram af þessum mikil- væga atvinnuvegi þjóðarinnar. „En auðvitað er óþolandi að til lengri tíma ríki mikil ósátt um mik- ilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar sem ristir þjóðina ekki bara í tvennt heldur á alla kanta. Það getur ekki gengið og þess vegna vildu menn taka þátt í þessu og þess vegna hljótum við að fylgja þessu eftir.“ Tók Davíð svo til orða að þó að hann hefði ekki talið þörf á veiði- leyfagjaldi væri hann tilbúinn til að beygja sig undir það ok til þess að ná öðrum markmiðum til þess að um þennan atvinnuveg ríkti sátt. Óþol- andi væri að miklar deilur stæðu um grundvallaratriði greinarinnar. Davíð lét þess jafnframt getið að menn myndu kannski ekki fylgja hverjum bókstaf skýrslunnar enda hefði enginn skuldbundið sig til þess, hvorki stjórn né stjóma- randstaða. „En það væri til lítils að setja svona vinnu af stað ef menn ætluðu ekki að taka mark á henni. Og ég fyrir mitt leyti tel að hér sé komin tilraun til þess að skapa sátt um þessi mál og ég held að við ætt- um ekki að vannýta það tækifæri sem hér hefur gefist." Mikil samstaða í nefndinni Jóhannes Nordal, sem gegndi formennsku í auðlindanefnd, vildi ekki taka undir að það hefði komið honum á óvart að sátt skyldi hafa náðst í nefndinni. „Ég held við höf- um öll farið af stað með það í huga að reyna að ná saman með þetta mál,“ sagði hann. Mikil vinna væri hins vegar eftir enn þá, enn biði það verkefni að móta raunverulegar, út- færðar tillögur um sjávarútvegs- stefnuna og auðlindamálin almennt. Bæði Styrmir Gunnarsson rit- stjóri og Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar, sem sæti áttu í auðlindanefnd, lýstu ánægju sinni með niðurstöðuna á fundinum í gær. Sagðist Styrmir hafa trú á því að hún myndi verða til þess að sátt næðist um sjávarútvegsmálin. Svanfríður sagði aðspurð um það, hvað hún teldi skipta mestu í efni skýrslunnar, að menn hlytu fyrst og fremst að horfa til þess mikilvæga áfanga, sem lægi fyrir í tillögum nefndarinnar, að lagt er til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðarrétt, að sameiginlegar auð- lindir þjóðarinnar verði þjóðareign og að þessa þjóðareign megi hvorki selja eða láta varanlega af hendi. „Jafnframt kemur það fram að einstaklingar og lögaðilar geta tryggt sér aðgang að þjóðareigninni gegn gjaldi og að sá aðgangur sé annaðhvort tímabundinn eða honum megi breyta með hæfilegum fyrir- vara,“ sagði hún. Kvaðst Svanfríður bjartsýn, eftir þau orð sem forsætisráðherra hefði látið falla um skýrsluna, á að þessar tillögur ættu eftir að ná fram að ganga. Tóku ekki afstöðu til upphæðar veiðileyfagjalds Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem einnig átti sæti í nefndinni, sagði aðspurð- ur að sú afstaða hans, að ekki væri nein þörf á veiðileyfagjaldi í sjávar- útvegi, hefði legið fyi-ir. Hins vegar ætti hann, eins og Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, aðild að þessari niðurstöðu nefndar- innar en hún væri innlegg í leit manna að sátt um þessi mál. Báðir gera þeir Ari og Guðjón fyrirvara við hugmyndina um innheimtu á gjaldi vegna nýtingar fiskistofna og segjast aðeins geta stutt veiðigja- ldsleið en ekki hina svokölluðu fyrn- ingarleið. Sagði Ari hins vegar að þessi fyr- irvari væri ekki í andstöðu við nið- urstöðu nefndarinnar heldur væri það skoðun þeirra að meginhluti gjaldtökunnar ætti að taka mið af svokölluðu kostnaðargjaldi. Ari lét þess enn fremur getið að þegar upp er staðið væri það aðalat- riðið hvort niðurstaða nefndarinnar yrði grundvöllur að þeirri sátt með þjóðinni sem menn vonuðust eftir. Jóhannes Nordal var spurður um það á fundinum í gær hvort nefnd- armenn hefðu rætt um það hvert veiðigjaldið ætti að verða ef ákveðið verður að taka upp auðlindagjald. Hann sagði að það hefði vissulega komið til umræðu en niðurstaðan hefði orðið sú að taka ekki afstöðu til þess, önnur nefnd myndi sjá um að koma með beinar tillögur í þeim efnum. Landssamband íslenskra útvegsmanna tilbúið í viðræður um greiðslu hóflegs auðlindagjalds STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna er reiðubúin til við- ræðna við stjómvöld um greiðslu hóf- legs auðlindagjalds enda megi það verða til að ná víðtækri sátt um stjómun fiskveiða. Hins vegar em sett fram ýmis skilyrði fjTÍr slíku gjaldi. Friðrik Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, ogstjómarmenn- irair Brynjólfur Bjamason og Ehik- ur Tómasson kynntu afstöðu LÍÚ til skýrslu Auðlindanefndar á biaða- mannafundi í gær. í máli Friðriks kom fram að stjóm LÍÚ væri sam- mála mörgu í skýrslunni en líka væri ýmislegt sem hún væri ósammála. I skýrslunni kemur fram að útgerð- in greiðir um 750 milljónir króna á ári í ýmis opinber gjöld eins og þróunar- sjóðsgjald og veiðileýfisgjald. í því sambandi nefnir Friðrik að þróunar- sjóðsgjaldið sé tímabundið en svo virðist sem hægt verði að fella það niður 2003 þar sem þá verði búið að greiða það sem því er ætlað að greiða sem er nýja hafrannsóknaskipið Ami Friðriksson. „Við horfum á þetta sem yfirgöngutímabil og síðan tekur ann- að við,“ segir Friðrik. Hvort LÍU verði þá tilbúið að greiða hóflegt auðlindagjald segir Eiríkur svo vera „ef menn telja að það geti orðið til sáttar." Hann segir að þegar menn fari í viðræður setji allir skilyrði. í því sambandi nefnir hann að reksturinn hafi ekki gengið eins vel vegna þess að stjórvöld hafi sett alls konar skilyrði á útveginn. „Það er spuming hvort þau skilyrði geti fallið niður að einhveiju leyti.“ Jafnræðið mikilvægt Brynjólfur segir að í skýrslunni sé margt jákvætt varðandi umræðuna sem verið hefur í þjóðfélaginu í mörg ár. Hann segir að nefndin leggi mikla áherslu á að það sé fijálst framsal á kvóta en það hafi líka verið umdeilt og Aðlögnnartími er lykilatriði Morgunblaðið/Asdís Asgeirsdóttir Friðrik Arngrímsson, framkvæmdasijóri LIÚ, og stjórnarmennimir Eiríkur Tómasson og Brynjólfur Bjarna- son kynntu afstöðu LÍU til skýrslu Auðlindanefndar. svo sé um ýmis önnur atriði. „í öðru lagi er mikilvægt að í skýrslunni er fjallað um það að það eigi líka að leggja á auðlindagjald á aðrar at- vinnugreinar eða aðra starfsemi." Með öðmm orðum fjalli nefndin um vatnsorku, vindorku, rafsegulsvið, jarðhita og svo framvegis á jafnréttis- gmndvelli og því fagni LÍÚ. „Það var það sem við óskuðum eftir að kæmi út úr þessari nefnd enda heitir hún auðlindanefnd." Hann segir líka já- kvætt að tekið sé á því að eyða óviss- unni sem útgerðin hefur setið í, sam- anber lög til skamms tíma. „Okkur finnst nefndin fjalla um það hér að það þurfi að festa þetta í sessi, að þetta sé til langs tíma. Meira að segja kemur fram að ef á að breyta ein- hverju í sambandi við gjald þurfi að minnsta kosti fimm ár í aðlögun áður en af því kemur. Þetta er lykilatriði.“ Óvissunni sé samt ekki lokið því skýrslan fari í nefnd og ekki sé vitað hvemig lögin verði. Hins vegar sé út- gerðin í alþjóðlegri samkeppni og geri samninga fram í tímann. „Með allt þetta í huga segjum við að við séum reiðubúnir að hefja viðræður við stjómvöld um hóflegt auðlindagjald." Skilgreindur kostnaður Friðrik segir mikilvægt að auð- lindagjald standi undir skilgi-eindum kostnaði við eftirlit og rannsóknir á auðlindinni. „Við teljum að svo sé vegna þess að við teljum að það sé miklu heilbrigðara og vænlegra fyrir þjóðina að sá arður sem kann að myndast í fyrirtækjunum verði þar og vaxi þá og dafni frekar en að vera sogaður út úr þeim til ríkisins.“ í máli þeirra kemur fram að verði gjald greitt sé mikilvægt að það fari til að standa undir kostnaði á gmnn- rannsóknum, eins og t.d. kostnaði vegna Hafrannsóknastofnunar, sem nemur um milljarði á ári, og kostnaði vegna veiðieftirlits hjá Fiskistofu, sem er um 250 milijónir, en ekki að hluti þess fari í sjóð sem síðan verði endurúthlutað úr, eins og nefndin leggi til. Gjaldið verði ekki notað tii að mismuna innan gi'einarinnar, t.d. á milli báta og togara, eða milli byggða- laga með byggðakvóta. Brynjólfur áréttar að LÍÚ hugsi til framtíðar í málinu. „Ekki má gleyma því að sjávarútvegurinn greiðir 30% í tekjuskatt, eitthvað á annan milljarð á þessu eða næsta ári og síðan 750 milijónir aukalega og svo framvegis. Okkur finnst að í þessu máli eigi að sjá hvað hægt er að gera í þessu en við leggjum áherslu á kostnaðinn." Hann segir ennfremur að ef fiskveiði- stjómunarkeiflð sýni þann ábata og hagræðingu sem tH hafi verið stofnað hljóti fyrirtæki í sjávarútvegi að hagnast meira. „Við aukinn hagnað greiðir sjávarútvegurinn meiri skatta." í skýrslunni segir að svigním fyrii’- tækja til að standa undir fjáifesting- um, arðgreiðslum til hluthafa og auknum álögum hafi verið lítið 1997 og 1998. „Það er ekki þessi ofurhagn- aður eða þessi skattstofn sem svo margii- vilja vera láta,“ segir Friðrik og bætir við að ekki veiti af meiri fjár- munum inn í fyrirtækin. „Þetta er grundvallarafstaða hvort betra sé að peningamir séu hjá einstaklingunum °g fyrirtækjunum eða þeir fari til rík- isins og þar emm við með augliósa af- stöðu.“ Friðrik segir að verði farið að skil- yrðum LIÚ náist sátt um málið og Eiríkur leggur áherslu á að eins og staðan í sjávarutveginum sé nú sé engin leið að borga há auðlindagjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.