Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Verðlaun afhent í arkitektasamkeppni um nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur Tveggja milljarða bygging í notkun 2002 Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Ögmundur Skarphéðinsson, Ólafur Axelsson, Ólafur Hersisson, Jóhann Einarsson, Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Sigríður Brynjólfsdóttir veittu verð- launum dómnefndar viðtöku f Perlunni í gær. Grunnteikning tillögunnar sem dómnefnd veitti 1. verðlaun. Hálsahverfi TILLAGA Homsteina arki- tekta ehf. og Teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar hf bar sigur úr býtum í verðlauna- samkeppni um byggingu nýrra aðalstöðva Orkuveitu Reykjavíkur sem reistar verða við Réttarháls. Niður- stöður samkeppninnar voru kynntar í gær. Ráðgert er að taka fyrstu skóflustungu að byggingunni um áramót og að flutt verði inn í nýtt hús 17. júní 2002. Áætlaður byggingarkostn- aður er um 2 milljarðar króna, að sögn Þorvalds St. Jónsson- ar, framkvæmdastjóra dómn- efndar, en fjár til byggingar- innar verður að mestu aflað með sölu húseignanna við Suðurlandsbraut34, Grensás- veg 1, Armúla 31 og Eirhöfða 11. Tvær fyrsttöldu eignimar hafa þegar verið seldar fyrir um 1,5 milljarða króna. Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð við samruna Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur í árs- lok 1998 og í lok 1999 samein- aðist Vatnsveita Reykjavíkur fynrtækinu. í riti, sem geymir niður- stöður dómnefndarinnar, seg- ir að núverandi bygging við Suðurlandsbraut 34, þar sem voru höfuðstöðvar Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og lóð við Grensásveg 1, þar sem voru höfuðstöðvar Hitaveitu Reykjavíkur, séu hvor um sig ekki nógu stór til að unnt sé að sameina alla höfuðstarf- semi Orkuveitunnar á einum stað en slíkt sé forsenda fýrir hámarkshagræðingu og ekki síður fyrir samstöðu starfs- manna og fyrirtækisbrag. Þrjár lóðir við Réttarháls sameinaðar í eina Því hafi stjóm Orkuveit- unnar samþykkt í mars sl. að reisa nýjar höfuðstöðvar við Réttarháls. Fyrirtækið hefur keypt lóðimar Réttarháls 1,3 og 4 og sameinað í eina. Á lóð- inni stendur iðnaðarhúsnæði sem Orkuveitan hefur keypt og er ætlunin að það verði nýtt og sameinað tillögum um nýjar höfuðstöðvar. I hönnunarsamkeppni sem efnt var til meðal arkitekta á Evrópska efnahagssvæðinu bárast sex tillögur. Að einni stóðu Andersen & Sigurdsson Arkitekter í Dan- mörku og Manfreð Vilhjálms- son arkitektar ehf. Að annarri stóðu Teiknistofan ehf og AT4 arkitektar ehf. en sú tillaga hreppti 3. sæti í samkeppn- inni. Að þriðju tillögunni stóð BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur nú til umfjöllunar til- lögu að byggingu nýrrar sundlaugar á Asvöllum. Á fundi bæjarráðsins var lögð fram tillaga um að skipa vinnuhóp til að skoða mögu- leika á og gera tillögu um byggingu næstu alhliða sund- laugar í Hafnarfirði á Ásvöll- um samkvæmt skipulagi. „Verkefni vinnuhópsins verði að skoða þörfina á Teiknistofan Víðihlíð 45 og hreppti hún 2. sæti. Fjórða tillagan kom frá Teiknistof- unni Tröð og Kanon arkitekt- um ehf. Þá barst tilaga frá Teiknistofunni Óðinstorgi sf og loks tillagan sem hlaut 1. verðlaun en höfundar hennar era Homsteinar arkitektar ehf. og Teiknistofa Ingimund- ar Sveinssonar hf. Hönnunarhóp sigurtilög- unnar mynduðu Ingimundur sundlaug fyrir íþróttahreyf- inguna til æfinga og keppni, skólasundkennslu til að full- nægja sundkennslu grann- skóla og almennings til heilsuræktar og útivera. Auk þess verði sérstaklega kann- að hugsanleg stærð laugar- innar, gerð hennar og frekari staðsetning með tilliti til samræmingar á þörfum ofan- greindra hópa um sundlauga- raðstöðu,“ segir í tillögunni, sem ekki var afgreidd á fundinum. Sveinsson, Ólafur Axelsson, Ólafur Þ. Hersisson, Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson. I samstarfshópi þeirra vora Al- istair Macintyre, Jóhann Ein- arsson, Sigríður Brynjólfs- dottir og Sigríður Jóhannsdóttir. í umsögn dómnefndar um sigurtillöguna segir að megin- drættir hennar séu tveir ólík- ir húshlutar, 5-6 hæðir, sem tengdir eru saman með opnu hvolfrými. „Hvolfrýmið gegn- ir lykilhlutverki í innri tengsl- um byggingarinnar. Húshlut- amir og hvolfrýmið standa á neðri „sökkulbyggingu“ sem tengir mannvirkið við landið. Heildarlausn tillögunnar er mjög sannfærandi og gefur fyrirheit rnn skýra grunnhug- mynd fyrir hátæknilyrirtæki. Hún gefur til kynna góða heildarlausn með tilliti til skipulags bygginga, bygging- arlistar og umhverfis fyrir nýjar höfuðstöðvar Ó.R. Skipulag lóðar er vel leyst í meginatriðum og aðkoma að byggingunni sérlega glæsileg. Stór hluti bílastæða O.R. er ofanjarðar og bílageymsla leyst þannig að hún er sjálf- stæð eining og ekki háð bygg- ingu hússins. Mjög góð innri umferðartenging er innan lóðar og stækkunarmöguleiki byggingarinnar gefur til kynna gott notendaviðmót og mögulegan sveigjanleika. Gönguleiðir verða stuttar og innri tengsl auðveld um hvolfrýmið. Aðkoma og mót- taka viðskiptavina er glæsi- leg. Heildarhugmynd um rýmisskipulagningu er sterk þó endanleg útfærsla sé ekki fullunnin. Form og útlit bygg- ingarinnar er ögrandi og end- urspeglar grannhugmynd til- lögunnar. Það hefur yfir sér listrænt yfirbragð. Efnisval byggingarinnar og hugleið- ingar um spennu á milli forma era sannfærandi og áhuga- verðar." Aldamótagarður Þá segir að nýting iðnaðar- hússins á Réttarhálsi 4 sé þokkaleg og tenging milli bygginga sé leyst. „Hug- myndir um aldamótagarð, lóð og umhverfi era frumlegar og skemmtilegar. Framsetning tillögunnar er góð,“ segir enn fremur og leggur dómnefndin til að þessi tillaga verði valin til nánari útfærslu. Val á verktökum framundan í dómnefndinni sátu Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar Veitustofnana, sem var formaður dómnefndar, Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri O.R. og Hólmsteinn Sigurðsson, aðstoðarforstjóri O.R, og vora þeir tilnefndir af verkkaupa. Fulltrúar Arki- tektafélags íslands í dómn- efndinni vora arkitektarnir Egill Guðmundsson og Magn- ús Skúlason. Þorvaldur St. Jónsson, framkvæmdastjóri dómn- efndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að verk- fræðiþáttur hönnunarinnar yrði boðinn út eftir helgi, að loknu forvali á Evrópska efnahagssvæðinu. Von er á að tíu íslenskar verkfræðistofur myndi fimm hópa um tilboð. Þá er forval bjóðenda í vænt- anlegar byggingafram- kvæmdir að fara af stað. Þor- valdur sagði að vonast væri til að fyrsta skóflustunga að byggingunni yrði tekin um áramót og áætlað væri að taka húsið í notkun 17. júní. Ný sundlaug undirbúin Hafnarfjördur Borgaryfirvöld stefna ekki að því að reisa minnisvarða um Churchill „Finnst það geta orkað tvímælis“ Reykjavík BORGARYFIRVÖLD stefna ekki að því að reisa minnis- varða um komu Winston Churchill til Reykjavíkur sumarið 1941. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri sagði að borgaryfirvöld myndu ekki eiga frumkvæðið að því að reisa slíkan minnis- varða en ef einhverjir aðrir hefðu áhuga á því væri sjálf- sagt að skoða það. „Ég hef ekkert sterka sannfæringu fyrir því að þetta sé sá minnisvarði sem við eigum að setja í forgang," sagði Ingibjörg Sólrún. „Það hafa auðvitað komið hingað til landsins ýmsir merkir ein- staklingar og þar nægir að nefna Reagan, Gorbatsjov og Nixon og mér finnst það geta orkað tvímælis að gera sér- staka minnisvarða í tengslum við það allt saman. Mér fmnst það hafa meira gildi fyrir ferðamenn að við séum með skúlptúra og minn- isvarða sem eiga sér rætur í okkar eigin sögu, það er mín tilfinning. Ég held að það hafi bæði meira gildi fyrir okkur sem þjóð og líka meira gildi fyrir ferðamennina og það er mín reynsla að þeir viiji gjarnan njóta þess sama og heimamenn." Churchill kom að morgni og fdr að kveldi í umfjöllun Morgunblaðs- ins um Churchill fyrir viku kom fram að Churchill hefði gist í Höfða þegar hann heim- sótti landið og vora þær upp- lýsingar fengnar úr íslands- handbókinni. Magnús Erlendsson á Seltjarnamesi sagði hinsvegar í samtali við blaðið á þriðjudaginn að breski forsætisráðherrann hefði aldrei gist hér, heldur aðeins dvalið hér daglangt. Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Is- lands, staðfesti orð Magnúsar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði það vera al- veg á hreinu að Churchill hefði ekki gist hérlendis, heldur hefði hann komið til landsis að morgni og skoðað sig um, en haldið síðan af landi brott síðla dags. „Churchill kom til Hval- fjarðar með orastuskipinu Prince of Wales að morgni 16. ágúst 1941,“ sagði Þór. „Þar stígur hann um borð í kanadíska tundurspillinn Assiniboine og siglir á honum til Reykjavíkur og kemur að bryggju um klukkan 11, eða hálftíma seinna en hann ætl- aði í upphafi. Þaðan var hon- um ekið að Alþingishúsinu, þar sem ríkisstjóri tók á móti honum. Frá Alþingi hélt hann á hersýningu á Suðurlands- braut, sem stóð yfir frá 12.30 til 13.30 og þaðan fór hann í Höfða í hádegisverð í boði Howard Smith, sendiherra Breta. Að því loknu er haldið niður á Reykjavíkurflugvöll þar sem hann heimsótti flug- herinn, þaðan er haldið upp að Reykjum í Mosfellsbæ og síðan í aðalbækistöðvar hers- ins, sem þá vora í Ártúni við Elliðaár, þar sem núna er fé- lagsheimili Raíveitunnar. Eftir þetta hélt hann niður á höfn og upp úr klukkan 17 fór hann með kanadíska tund- urspillinum aftur út í Hval- fjörð og um borð í orastu- skipið sem sigldi frá landinu um kvöldið.“ Þór sagðist engan veginn geta áttað sig á því hvernig þessi saga um að hann hefði gist í Höfða hefði komist á kreik og í íslandshandbókina. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig þessi misskilningur hefur komið upp.“ Bætt umgengni við Grýtu Vesturbær HÚSNÆÐI þvottahúss- ins Grýtu á Keilugranda 1 verður málað á næsta ári. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ara Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Grýtu, en í blaðinu á fimmtudaginn var fjallað um kvartanir íbúa við Fjöragranda vegna ástands lóðar og húss. Ari sagði að lóðin væri hins vegar í góðu standi og að ekkert væri hægt að setja út á umgengnina, nema kannski austan megin þar sem verktakar væra að byggja. Hann sagði að borgaryfirvöld hefðu nefnt það að setja trjágróður sunnan megin við húsið þar sem nú væri grasblettur en að ekkert hefði orðið úr því. Hann sagði það hins vegar mis- skilning að hann hefði einhvern tímann lofað því að gróðursetja þar. Að sögn Ára á Vatns- veitan enn eftir að ganga frá eftir lagnavinnu~sem hún var í við húsið fyrir nokkra og sagði hann það hefði óneitanlega áhrif á heildarmynd lóðarinnar, en að það væri lítið sem hann gæti gert í því. Eins kom fram í blað- inu á fimmtudaginn kvörtuðu íbúarnir undan því að úrgangsgámi hefði verið stillt upp næst hús- unum við Fjöragrandann. Ari sagði að gámurinn hefði verið færður þangað vegna framkvæmdanna við Boðagrandann og að þegar þeim lyki yrði hann aftur færður á sinn stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.