Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 13 Viðbrögð stjórnmálamanna við tillögum Auðlindanefndar Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra Sjávarútveg- urinn greiði meira til samfélagsins HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir það sína skoðun að auðlindanefnd hafi skilað ágætu verki. „Þessi nefnd var sett upp á sín- um tíma í framhaldi af tillögu stjómarandstöðunnar á Alþingi. Eg tók undir þá tillögu og það vai-ð að ráði að setja þessa nefnd á fót. Eg tel að það hafi verið mjög skynsamlegt,“ segir Halldór. „Nefndin leggur til að sjávarút- vegurinn greiði meira til samfélags- ins, enda hafi hann afkomumöguleika til þess að gera það. Ég tek undir þá skoðun. Það er hins vegar okkar að finna út úr því hvaða leið skuli valin og hvenær það verði gert. Það verður viðfangsefni stjórnmálaflokkanna á næstunni,“ segir Halldór. Fagnar tillögu um að sett verði ákvæði í stjórnarskrá Nefndin leggur til að eignarréttar- leg staða auðlindanna verði sam- ræmd með þeim hætti að tekið verði upp nýtt ákvæði í stjórnarskrá þar sem þessar náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign eftir því sem nánar verði ákveðið í lögum. Aðsgurður um þetta sagði Hall- dór: „Ég nefndi það í sambandi við dóm Hæstaréttar á sínum tíma, að það gæti reynst nauðsynlegt að styrkja ákvæði stjómarskrárinnar að því er vai-ðaði þessa auðlind. Því var afar illa tekið á þeim tíma. Þess vegna hlýt ég að fagna því sérstak- lega að þessi ágæta nefnd hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að það kunni að reynast nauðsynlegt að styrkja ákvæði stjómarskrárinnar að þessu leyti til,“ segir Halldór. Ekki jafnmikill munur á leiðum og mönnum kann að sýnast Hann var einnig spurður álits á þeim tveimur meginleiðum sem nefndin setur fram varðandi greiðsl- ur fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Halldór sagðist telja eðlilegt að það mál yrði tekið fyrir í stjórnmála- flokkunum. „Þegar upp er staðið er ef til vill ekki jafn mikill munur á þessum leið- um og mönnum kann að sýnast í fyrstu. En ég tel nauðsynlegt að fara betur ofan í það. Þótt ég hafi sjálfur mínar hugmyndir um það finnst mér eðlilegt að minn flokkur og aðrir fái tækifæri til að fara vel yfir það,“ svaraði Halldór. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra / Agætur grunnur til að byggja á frekari sátt ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að álitsgerð auðlind- anefndar sé ágætur gmnnur til að byggja á frekari sátt um fiskveiði- stjórnunarkerfið en verið hafi. „Nefndin tekm- á nokkrum grund- vallaratriðum og bendir einnig á leið- ir sem eru færai' til þess að ná fram markmiðunum. Hún bendir hins veg- ar einnig réttilega á vandkvæði sem eru á því að leysa úr þessum málum, setur ákveðin skilyrði fyrir því hvem- ig eigi að standa að gjaldtöku og hverju taka eigi mið af þegar gjald verður ákveðið. Mér sýnist því að þessi nálgun sé að mörgu leyti mjög raunsæ. Nefndin bendir reyndar líka á hver gætu orðið neikvæð áhrif af gjald- töku. Ég tel að það verði verkefni endurskoðunamefndarinnar [ráð- herraskipuð nefnd um endurskoðun laga um stjóm fiskveiða, innsk. Mbl.] að vinna frekar úr þessu og byggja á þessum gmnni,“ segir sjávarútvegs- ráðherra. Vonast til að frumvarp geti komið fram á vorþingi „Upphaflega hafði ég gert ráð fyrir að auðlindanefndin myndi skila af sér um seinustu áramót og að endurskoð- unamefndin myndi skila af sér í þess- um mánuði en hún hefur auðvitað ekki gert það vegna þessarar tafar. En endurskoðunamefndin hefur auð- yitað þrátt fyrir það verið að störfum. Ég vona að hún geti skilað af sér á styttri tíma en ella hefði verið og geti jafnvel skilað af sér upp úr áramótum og að þá gæti ég komið með framvarp inn í þingið. Það verður síðan undh' þinginu komið hversu hratt málin vinnast í framhaldi af því,“ sagði Ámi. „Auðvitað er það hin efnislega nið- urstaða sem skiptir meira máli og að það verði víðtækari sátt en verið hef- ur fremur en nákvæmlega sú dag- setning þegar niðurstaðan fæst,“ sagði Arni. „En ég held að þrátt fyrir þetta muni ekki nást allsherjarsátt í málinu og að fiskveiðistjómarmálin muni áfram verða umdeild og í brennideph,“ bætti hann við. Ami sagði að líta beri á tillögur auðlindanefndar um breytingar á stjómarskrá í svolítið öðm samhengi en þær breytingar sem hugsanlega verða gerðar í framhaldi af þessari álitsgerð á stjóm fiskveiða. Breyting- ar á stjórnarskrá væra mim flóknara ferli og því þyrfti að vinna úr því í öðra samhengi en úr hugmyndum um breytingar á stjóm fiskveiða, að sögn Árna. Skiptir mestu máli að gjaldtakan sé hófleg Fram kemur í álitsgerðinni að nefndin tók tvær meginleiðir til skoð- unar vai'ðandi greiðslu fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni, svonefnda „fym- ingarleið“ og „veiðigjaldsleið“. Ami vildi ekki kveða upp úr um hvor leiðin væri álitlegri að hans mati. „Það þarf að skoða það í samhengi við það verkefni sem endurskoðunar- nefndin hefur, sem snýst um hags- muni greinarinnar sjálfrar, hagsmuni byggðanna og hagsmuni alls almenn- ings. Það hefur verið talað um að fymingarleiðin geti verið mjög erfið fyrir hinar di’eifðari byggðir og það sem skiptir kannski mestu máli er að gjaldtakan sé hófleg, eins og auðlind- anefndin bendir á, og sé í samhengi við afkomu greinarinnai' og sam- keppnisstöðu greinarinnar gagnvart fyrirtækjum í sjávarútvegi í öðram löndum, sem við eram að keppa við,“ sagði Ami að lokum. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins Fyrningar- leiðin eina færa leiðin SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segist ekki vilja hafna fyrirfram þeim leiðum sem auðlindanefndin leggur til um sjávarútvegsmálin í skýrslu sinni, en segir að svonefnd „fyrn- ingarleið", um greiðslu fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni, sem fæli í sér uppboð á frjálsum markaði, hafi augljósa yfirburði og sé í reynd eina færa leiðin. Kafli um brottkast afar lítils virði Sverrir tekur fram að sér hafi ekki gefist tóm til að kynna sér álitsgerð nefndarinnar til hlítar. „Þetta er mikið fræðirit. Ég hef reyndar lesið kaflann um brottkast og finnst hann afar lítils virði í raun og veru. I lok hans er talað um að beita þurfi hagrænum aðferðum til þess að verðlauna menn fyrir að koma með afla að landi en það er nú dálítil grautargerð í því. En ég held að þetta sé betur unnið en óunnið. Ég sé líka hverjir eru fyrir- varar höfuðsmiða atvinnurekenda og ég er ekkert hissa á fyrii'vara fyrrverandi stórkommans Ragnars Árnasonar. Ég heyrði líka að for- sætisráðherra taldi þetta stór- merkilegt og get ég að sinu leyti tekið undir það, án þess þó að hafa haft tækifæri til að kynna mér þetta að neinu marki,“ sagði Sverr- ir. Hann sagðist hins vegar spá því að ef núverandi ráðamenn færu að einhverju leyti eftir tillögum nefnd- arinnar yrði það aðeins eitthvert málamyndaauðlindagjald sem tekið yrði upp og jafnframt yrði framsali aflaheimildanna sleppt lausu. „Og svo er nú komið að því að formaður Framsóknarflokksins vill fá Unilever til landsins, til að kaupa þessar aflaheimildir sem hefur ver- ið úthlutað gefms,“ segir Sverrir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VinstrihreyÍFingarinnar Drjúgur hluti gjaldsins renni til sjávarútvegs- byggða „ÉG tel að þessi skýrsla sé að mörgu leyti ágætt gagn til áfram- haldandi vinnu og tillögugerðar í þessum efnum. Þarna er um að ræða almenna og tiltölulega hóf- samlega nálgun og að því leyti er ég ánægður með þann tón í skýrslunni að hugmyndir um einhverja stór- fellda og tugmilljarða skattlagningu eru í raun og veru slegnar út af borðinu," segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, um álits- gerð auðlindanefndar. Hann bendir einnig á að tillögur um gjaldtöku séu í skýrslu nefndar- innar settar í samhengi við afkomu, greiðslugetu og samkeppnisstöðu viðkomandi greina. Breyta þarf fiskveiðistjórn óháð ákvörðun um gjaldtöku .Auðvitað er ýmsum spumingum ósvarað og ég er ekki sáttur við ýmsar aðrar forsendur sem nefndin gefur sér. Mér finnst nefndin gefa sér óþarflega mikið fyrirfram þá niðurstöðu að í aðalatriðum verði um óbreytt stjórnkerfi fiskveiða að ræða. Ég er alls ekki tilbúinn til þess að skrifa upp á það og tel þvert á móti að gera þurfi róttækar breyt- ingar, óháð því í raun hver verður niðurstaðan varðandi gjaldtöku. Þá er ég sérstaklega með strandveið- amar og stöðu sjávarútvegsbyggð- anna í huga,“ segir Steingrímur. Hann segir að einnig skipti miklu máli hvernig staðið verði að ráðstöf- un þess gjalds sem lagt er til að tekið verði upp fyrir nýtingu auð- linda sjávar. „Það skiptir ekki síður miklu máli hvort um það gæti orðið samstaða að láta a.m.k. drjúgan hluta þess renna sem tekjustofn til sjávarútvegsbyggða eða landshluta. Nefndin gefur undir fótinn með það á einum stað, en dregur það hálf- vegis til baka á næstu síðu, þar sem talað er um „þjóðarsjóð". Niður- staðan er því ekki alveg skýr en ég tel að þetta geti skipt mjög miklu máli í sambandi við hvort samstaða gæti tekist um þessa gjaldtöku, vegna þess að ef þetta rennur ekki a.m.k. að veralegu leyti til viðkom- andi landsvæða, þá yrði um nettó- fjármagnsflutninga að ræða frá þeim svæðum þar sem þessi at- vinnugrein er aðallega stunduð,“ segir Steingrímur. Hann sagði að það líka mjög mik- ilvægt hvaða aðferð yrði fyrir valinu við gjaldtökuna. „Það skiptir miklu máli í mínum huga í hvaða tengslum slík gjald- taka er við mögulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu,11 segir hann. Gagnrýnir ummæli um séreignaskipan umhverfisgæða „Ég er hins vegar mjög ósam- mála einni forsendu sem nefndin gefur sér á lokasíðu skýrslunnar og er reyndar gáttaður á að sumir nefndarmenn skuli hafa skrifað undir það án fyrirvara, en þar segir: „Enda þótt nokkuð hafi þokast í þá átt hér á landi á undanfömum árum að fella umhverfisgæði undir sér- eignarskipan, takmarka að þeim að- gang og innheimta gjald fyrir notk- un þeirra er það enn svo að þorri umhverfisgæða er í ríkum mæli op- inn fyrir öllum almenningi." Er það virkilega svo að nefndin telji þetta vera mjög óheppilegt? Var algjör samstaða um það í þessari nefnd að það sé markmið í sjálfu sér að fella öll umhverfisgæði, og þá væntan- lega þ.ám. auðlindir í þjóðareign, undir séreignarskipan? Ég á mjög erfitt með að trúa að fulltrúar sumra stjórnmálaafla þarna inni hafi skrifað undir svona lagað fyrir- varalaust. Ég geri það hins vegar ekki,“ segir hann. Steingrímur sagðist á hinn bóg- inn telja það jákvætt að í niður- stöðum nefndarinnai' væri gert ráð fyrir að festa sameign þjóðarinnar á tilteknum auðlindum í sessi í stjórn- arskrá. Össur Skarphéðinsson, formaður Samylkingarinnar Geri mér vonir um að hægt verði að ná góðri sátt ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnai', fagnar niður- stöðu auðlindanefndar. „Ég er ánægður með að í meginatriðum virð- ist hún taka undir þau viðhorf sem ég og aðrir jafnaðarmenn höfum verið að berjast fyrir á síðustu áram,“ segir hann. Þjóðareign verði skilgreind í stjómarskrá „Það sem stendur upp úr þessum tillögum er sú hugmynd að sameigin- legar auðlindir á borð við fiskimiðin verði skilgreindai' sem þjóðareign og það verði neglt inn í stjórnarskrá með sérstöku ákvæði," segir Össur Hann bætir við að þetta sé bæði ákaflega mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða nefndarinnar. Össur segir það einnig skipta miklu máli að nefndin taki af öll tvímæli um að ekki sé hægt að úthluta hlutdeild í auðlindum til varanlegrar eignar. „Það er líka ákaflega mikilvægt að nefndin kemst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að þeh- sem fá tímabund- inn rétt til þess að nýta þjóðareignina verða að greiða fyrir það gjald. Ég læt það liggja á milli hluta að nefndin bendir á tvær leiðir í því sambandi, annars vegar á veiðileyfagjaldsleið og hins vegar á svokallaða fyrningarleið. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin sé bæði betri og sanngjarnari. Með henni era tvær flugur slegnar í einu höggi. Hún tryggh' að eigendur þjóðarauðlindar- innar fá gjald frá þeim sem fá tíma- bundinn afnotarétt af auðlindinni, en jafnframt opnai' hún greinina, gefur nýju blóði færi á að hasla sér völl, og skapar jafnræði. Það skiptir ekki síst máli að allir hafi sama rétt til að verða sér úti um veiðiheimildir,“ segh' Öss- ur. Hann bendir á að í umfjöllun nefndarinnar um aðrar sameiginleg- ar auðlindir komi fram það grundvall- arsjónarmið nefndarinnar að úthluta beri með uppboðum nytjarétti á þess- um takmörkuðu auðlindum, s.s. varð- andi vatnsaflsréttindi og á fjarskipta- rásum. „Það má álykta af þessu að það hefði verið rökrétt að nefndin kæmist einnig að eindi'eginni niðurstöðu um að sú leið yrði farin varðandi fisk- veiðiauðlindina, en ég geri engan ágreining um það. Ég tel það ákaf- lega sögulegt að nefndin skuli hafa náð þetta langt,“ segir Össur. Hann segist vera bjartsýnn á að takast muni að koma á einhvers kon- ar sátt á grandvelli álitsgerðar auð- lindanefndar. „Þegar litið er á skipan nefndar- innar blash' við að fulltrúar þýðingai'- mikilla afla, helstu stjómmálaflokka í landinu og hagsmunaaðila, eiga aðild að þessari sátt sem náðst hefur innan nefndarinnar. Ég bendi sérstaklega á að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrver- andi aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, er á meðal nefndarmanna," sagði hann. Sljórnvöld gefi af- dráttarlausa yfirlýsingu „Ég geri mér vonir um að það verði hægt að ná góðri sátt. Það skiptir miklu máli, ef menn vilja sátt, að það komi fljótlega skýrt frarn hvað stjóm- völd ætla sér að gera í framhaldinu," sagði Össui'. Hann kvaðst einnig telja að ef stjómvöld gæfu fljótlega af- dráttarlausa yfirlýsingu um að þau ætluðu að beita sér fyrir því að sam- eiginlegar auðlindir þjóðarinnar verði skilgreindar í stjómarskrá, eins og nefndin leggur til, yrði það mjög far- sælt fyrsta skref af hálfu ríkisstjórn- arinnar í þá átt að ná mætti víðtækri sátt um málið í þjóðfélaginu. Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Fara ber af gát við inn- heimtu gjalds af sjávarút- veginum EINAR K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, fagn- ar því að auðlindanefnd hefur nú skilað niðurstöðum sínum og segist telja að með þessari álitsgerð sé lagður grannur að því að stjómmála- menn geti tekið skynsamlegri ákvarðanir í miklu og vandasömu álitamáli. „Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun Alþingis á sínum tíma að kjósa nefnd til þess að fara ofan í saumana á þessu máli. Ég tel líka að það skipti miklu máli að hér era sett- ar undir sama hatt bæði auðlindir sjávarins og aðrar náttúraauðlindir sem nýttar eru, en á það hefur að mínu mati skort í þessari umræðu,“ segir Einar. Veiðigjaldsleið miklu nærtæk- ari aðferð en fyrningarleið „Ég tel að það hafi verið skynsam- legt hjá nefndinni að skilja það eftir opið hvaða leið menn færa í að krefj- ast einhvers gjalds af sjávarútvegin- um. Nefnt er að tvær leiðir komi til greina, fyrningarleið og veiði- gjaldsleið. Sjálfur tel ég að fyrning- arleiðin væri afar óskynsamleg og að hún myndi leiða til óvissu og óhag- ræði í greininni. Mér finnst veiði- gjaldsleiðin miklu nærtækari aðferð. Atökin munu standa um hversu langt á að ganga í þessum efnum. Eins og staðan er í sjávarútvegi um þessar mundir og við sjáum af milliuppgjör- um fyrirtækjanna, þá er augljóst mál að um mikla skattheimtu af greininni er ekki að ræða. En ég fagna því að nefndin leggur mál sitt þannig fram að Ijóst er að hún gerir ráð fyrir að hluti af því veiðigjaldi, sem innheimt yrði af greininni, sé það gjald sem þegai' er verið að rakka af sjávar- útveginum, til að mynda í formi Þró- unarsjóðsgjalds,“ segir Einar. Hann sagðist leggja sérstaka áherslu á að fara yrði af mikilli gát við innheimtu gjalds af sjávarútveg- inum til þess að raska ekki við- kvæmri stöðu sjávarútvegsins og byggðanna þar sem sjávarútvegur- inn væri grandvallaratvinnuvegm'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.