Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 43v
MINNINGAR
Þai- var hann mættur fyrir allar aldir
og mokaði hvert snjókom áður en við
svo mikið sem vorum búnar að líta út.
Svona getur maður endalaust talið
upp, en það var ekki í hans anda að
fjölyrða um sín verk.
Elsku Ólöf, Guð gefi þér og okkur
öllum styrk tíl að takast á við sorgina
og vinna saman úr henni. Ég vil að
lokum þakka fyrir umhyggjuna fyrir
okkur fjölskyldunni og sérstaklega
Garðari og Tiyggva alla tíð og geym-
um við sjóð minninganna og munum
rifja þær upp með Ölöfu, bömum og
bamabömum um ókomin ár.
Hér áttu blómsveig bundinn af elsku blíðri
þökk og blikandi tárum.
Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum
allraástvinaþinna.
Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir,
Jenný Ríkarðsdóttir.
Mai'gseraðminnast,
margterhéraðþakka,
Guði sé loí íyrir Uðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Mig iangar að minnast með nokkr-
um orðum Garðars tengdaföður míns.
Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir
um það bil fimmtán árum, þegar ég
kynntist Jóhanni syni hans.Var ég þá
með lítinn dreng og var okkur tekið
stí'ax opnum örmum. Það var alltaf
gott að leita til hans, hvort sem um
bömin var að ræða eða annað. Hann
var svo mikill afi. Fjölskyldan var
honum allt. Alltaf vai' hann að kíkja
við og athuga hvort allt væri í lagi.
Gæi tengdapabbi vai- mjög heima-
kær, ég fann að við vorum alltaf vel-
komin á heimili þeirra hjóna. I febr-
úar sl. greindist Garðar með
krabbamein, og tók hann því með
stakri ró og miklu æðruleysi eins og
honum var einum lagið. Én örlögin
eru öðruvísi en við áttum von á. Ekki
hefði mig grunað fyrir um mánuði síð-
an, í afmæli Ólafar tengdamömmu, að
það yrði okkar síðasta stund, öll fjöl-
skyldan saman. Að vera í nærveru
þinni, að sitja hjá þér, tala um allt og
ekkert, bara vera hjá þér það var svo
gott, það gaf mér mikið. Ég verð áv-
allt þakklát fyrir að hafa kynnst þér.
Með tárvotum augum kveð ég þig,
elsku Gæi minn. Elsku Ólöf, missir
þinn er mikill guð gefi þér styrk í
sorginni.
Þín tengdadóttir,
Ólöf.
Mig langar að minnast hans afa
Gæa með nokkrum orðum, það er
alltaf ei’fitt að sætta sig við það þegar
svona góður maður eins og hann afi
Gæi fellur frá, en það er alltaf gott að
vita af því að Guð hugsar jafn vel um
hann og afi hugsaði um okkur bama-
bömin sín. Hann var alltaf til staðar
þegar mig vantaði eitthvað, ef það var
vont veður og maður þurfti kannski
að skreppa niður í búð, þá var alltaf
hægt að hringja í afa og hann kom
eins og skot til að keyra mann hingað
og þangað. Alltaf þegar við hittumst
þá spjölluðum við um fótboltann, þú
harður Arsenal maður og ég harður
United maður, svo fórstu á nokkra
heimaleiki með mér í sumar og það
var alltaf gaman að vita af þér upp í
stúku, svo varstu alltaf að spyrja mig
hvemig gengi í skólanum og með
stelpumálin. Ég var svo heppinn að fá
að vinna með þér í sumar við beitn-
inguna, þú varst oft kominn til að
vekja mig um sexleytíð á morgnana,
alltaf jafn hress þó ég hafi verið dauð-
þreyttur, þar töluðum við oft um fót-
bolta og ýmis mál. Alltaf þegar
mamma og pabbi skruppu til Reykja-
víkur eða voru í útlöndum þá var ég í
pössun hjá þér og Ólöfu ömmu, all-
avega frá því ég man fyrst eftír mér,
þá var ekki borðað annað en fiskur og
drukkin mjólk, það var alltaf jafn gott
að skreppa til ykkar og fá sér fisk,
alltaf þegar ég var kannski vaknaður
upp úr tíu, þá varst þú kominn út á
röltíð eða að rúnta, svo þegar það var
skóli þá passaðir þú alltaf upp á það
að veýa mig og gefa mér cheerios eða
fylu-kom eins og þú kallaðii' það. En
þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir
mig að þurfa að sætta mig við það að
fá aldrei að tala við þig eða sjá þig aft-
ur, þetta gerðist allt svo fljótt, en þú
munt alitaf búa í hjartanu mínu, þar
mun ég geyma minninguna um þig .
Ég vil þakka þér fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman og hvíl í friði,
elsku afi.
Þinn afastrákur,
Tryggvi.
Elsku afi!
Ég á mjög bágt með því að trúa því
að þú sért farinn og komir ekki aftur.
En við hittumst öll einhverntíma
seinna, eða þannig hugsa ég til að
hugga mig á þessari miklu sorg. Mér
sem fannst þú hafa verið svo hress í
Hveragerði þegar amma átti afmæli,
en svo fórstu að veikjast aftur. Þegar
við komum í heimsókn á spítalann,
ætlaði ég varla að þekkja þig því að
þú varst orðinn svo veikur og orðinn
svo mjór. Við megum samt ekki bara
hugsa um þig þegar þú varst veikur
því að við eigum líka svo góðar minn-
ingar um þig. Þú áttir alltaf handa
okkur „Kit kat“ og svo fannst mér svo
gaman að því þegar þú fórst að búa til
önnur nöfn á matinn sem við borðuð-
um, t.d kallaðir þú Cheerios fýlukom
og pylsur hundamat. Þegar ég kom í
heimsókn til ykkar ömmu þá sast þú
annaðhvort inni í eldhúsi að leggja
kapal, eða yfir sjónvarpinu að horfa á
fréttir eða fótbolta. Svo fannst mér
líka alveg rosalega fyndið þegai' þú
fékkst alveg rosalega stórt páskaegg
á páskunum og geymdir það fram að
jólum. Ég mun ávallt minnast þín,
elsku afi, og ég veit að þér líður vel
núna. Guð veri með þér.
Þín
Áslaug Karen.
Elsku afi.
Þú varst alltaf svo góður við mig.
Þegar ég kom til þín og bað þig að
keyra mig heim, eða upp í íþróttahús
þá sagðir þú alltaf já. Svo þegar við
komum í heimsókn þá fórst þú alltaf
inn í búr hjá þér og gafst mér og
Hilmari Orra „Kit kat“. Ég mun alltaf
sakna þín, elsku afi minn.
Þinn
Viktor Öm.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
Hin Jjúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
Og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj. Sig.)
Saknaðarkveðja.
Hilmar Oi-ri.
Góður vinur, Garðar Gunnarsson
skipstjóri frá Grundarfirði, er látinn,
langt um aldur fram, eftir stutta en
erfiða sjúkralegu.
Kynni okkar hófust þegar Guðni
sonur okkar og Jódís dóttír þeirra
Ólafar fóru að draga sig saman árið
1981,þámjögung.
Þau kynni hafa verið mjög góð og
bar aldrei skugga þar á.
Það var alltaf gott og notalegt að
koma á heimili þeirra Garðars og Óla-
far.
Garðar var sjómaður í húð og hár
og mjög fróður um alla hluti, það var
gaman og lærdómsríkt að hlusta á
hann segja frá.
Fyrir nokkrum árum lentí Garðar í
sjóslysi þegar Krossnesið SH fórst.
Hann bjargaðist á ótrúlegan hátt og
þá sýndi það sig best hvað hann var
yfirvegaður, rólegur og hraustur.
Það er sárt að sjá á eftir góðum vini
og viljum við að lokum þakka Garðari
fyrir þann tíma sem við fengum að
njóta með honum í þessu lífi. Minn-
ingin um mikinn heiðursmann mun
lifa í huga okkar alla tíð.
Far þú í friði kæri vinur.
Ólöfu Rögnu, bömum þeirra og
fjölskyldum, svo og öðrum ættingj-
um, sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
stund.
Guð veri með ykkur öllum.
Ásgeir M. Hjálmarsson og
fjölskylda.
Hann hét fullu nafni Sveinn Garðar
og var skírður eftir langömmu sinni
Svemgerði sem var bústýra á Akur-
tröðum. Hann er lagður upp í hinstu
siglingu hann Garðar bróðir langt um
aldur fram. Hann var sívinnandi og
féll aldrei verk úr hendi bæði heima
og heiman. Hann er nú allur eftir
snögg og mikil veikindi. Garðar er
einn af okkur 10 systkinunum frá
Eiði. Við ólumst þar upp á mann-
mörgu heimili. Þar var tvíbýli og nær
oftast um 25 manns í heimili og máttú'
margir þröngt sitja. Garðar byijaði
sína sjómennsku eins og aðrir upp úr
fermingu eftir stuttan bamaskóla.
Þegar hann fullorðnast þá fer hann í
vélstjóranám og síðan í skipstjóran-
ám eins og við bræður gerðum allir,
og ég held að það hafi verið veganesti
föður okkar að við skyldum fara þá
leið. Garðar var samfellt skipstjóri frá
árinu 1965 til ársins 1995. Hann var á
ýmsum bátum en lengst var hann á
mínum skipum Siglunesi, Sigurfara
og Haukabergi. Garðar var rólegur
maður og vel af guði gerður. Ekls^,
framhleypinn en ötull og sækinn sjó-
maður með afbrigðum.
Fiskaði vel og fór ákaflega vel með
skip og búnað svo á betra varð ekki
kosið. Hann var mikill lánsmaður í
sinni sjómennsku og hafði áratugum
saman sömu karlana og held ég að
það sé mjög fátítt. Ég vil þakka bróð-
ur mínum samveruna og samvinnuna
og óska honum hins besta í hans síð-
ustu siglingu.
Við söknum hans sárt, hann var við
flatningsborðið fram á síðustu vertíð
og alltaf var hann jafn handlaginn,
sama hvað hann gerði. Við Helga
biðjum eiginkonu hans Ólöfu, bömum
og skyldfólki alls hins besta og biðj-
um Guð að varðveita þau í sinni sorg.
Helga og Hjálmar Guimarsson. 'í’
Deyrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama;
en orðstír
deyraldregi
hveim er sér góðan getur
(Hávamát)
Kæra Ólöf, böm, tengdaböm og
afaböm.
Við vottum ykkur innilega sam-
úð.
Með Garðari er genginn góður
maðui' sem kennt hefur okkur margt.
Megi minning um góðan mann
lifa.
Margrét, Eyjólfúr og synir.
alltof fáar eftir að við fluttum til
Noregs. En þú munt alltaf vera hjá
mér í huga mínum, minning um þig
mun lifa um ókomna tíð.
Brynjar Þór Sigurðsson.
Það er föstudagur og klukkan
næstum sex héma hjá mér í Noregi.
Síminn hringir, það eru sorgarfrétt-
ir, hann afi Diddi er dáinn. Ég vil
bara skrifa þér, elsku afi minn,
nokkrar línur. Þegar ég hugsa um
þig þá kemur upp í huga mér hún
mamma. Hún hrópar „hringdu í
hann afa þinn og segðu honum að
koma að borða“ og hann afi svarar
ekki í símann, heldur birtist í dyrun-
um og þetta var svona svo lengi sem
ég minnist. í hádeginu komstu að
borða á Laugavegi 7. Og þú hjálpað-
fr mér að taka bein ur fiskinum, ég
þurfti aldrei að gera þetta sjálf þeg-
ar þú sast við hliðina á mér. Hann afi
á gröfunni, snjór og meiri snjór, það
gerði ekkert til því þá kom hann
Diddi afi og mokaði, já fólkið á Siglu-
firði fékk ekki betur skafið fyrir utan
húsin sín en af þér. Já, ekki voru þau
fá skiptin sem ég fékk að vera með
ykkur ömmu í berjamó inni í Fljóti,
og þá tíndir þú alltaf krækiber
handa mér, þú vissir að ég borðaði
ekki bláber. Ég man alltaf eftir því
þegar ég fékk vera með ykkur ömmu
í Munaðarnesi, þá vorum við nýbúin
að fá kettling og við vorum ekki búin
að vera lengi þegar við fengum þær
fréttir að það hefði verið keyrt á
köttinn, já þá vissir þú hvernig þú
ættir að gefa lítilli stelpu góða skapið
til baka og við höfðum það mjög fínt.
Ég minnist þess þegar við vorum í
Reykjavík og við sváfum hjá Imbu
frænku, já þá var ég svo stolt af að
fara með þér niður í JL- húsið eins
og það hét þá, ég var lítil hamingju-
söm stelpa sem fékk leyfi að vera
með ykkur ömmu. Honum afa er
ekki erfitt að lýsa, hann var svo ró-
legur, góður og elskulegur maður, já
stundum var það sagt að hann væri
alltof rólegur. En svo komu jól og afi
kom gangandi eftfr Laugaveginum á
Þorláksmessu til að borða skötu, á
aðfangadag borðaðir þú alltaf hjá
okkur og beiðst þangað til amma
kom heim ur vinnunni, þá fóruð þið
heim í litla jólahúsið eins og það er
kallað og seinna um kvöldið komu
svo allir saman heima hjá ykkur til
þess að drekka súkkulaði og borða
kramarhús og á gamlárskvöld, þá
var kvöldið þitt. Ég á eftir að sakna
þess mikið að fá að vera með þér um
áramót en, elsku afi, ég skal hafa þig
með mér í hjarta mínu og huga og ég
veit að þú fylgist með okkur. Ég
þakka þér samfylgdina í gegnum öll
árin. Þín verður sárt saknað.
Megi Guð varðveita þig og minn-
ingu þína. Ég elska þig.
Elsku amma, mamma, Venni og
Halli. Megi góður Guð styrkja ykkur
í ykkar miklu sorg.
Þrúður.
Elsku afi Diddi. Nú er komið að
kveðjustund, því guð hefur kallað
þig á sinn fund.
En minningu um þig ég geymi.
Elsku afi, ég aldrei þér gleymi.
Sturlaugur Fannar
Þorsteinsson.
Elsku nafni minn, sú stund sem ég
vonaði að aldrei kæmi varð að veru-
leika föstudaginn 22. september síð-
astliðinn. Það eina sem hægt er að
vera viss um þegar maður fæðist er
að deyja og það er hlutur sem horf-
ast verður í augu við, þó að það sé
ekki auðvelt. Þessar línur koma
aldrei í staðinn fyrir þær stundir
sem við, elsku afi minn, áttum sam-
an. Ég lít á það sem mikil forréttindi
að hafa fengið að þekkja þig í þessi
tæpu 23 ár sem að við lifðum saman.
Allar þær gleðistundir sem við átt-
um saman og sú staðreynd að þú
stóðst alltaf með mér og vildir allt
fyrir mig gera er mér ómetanlegt og
gott veganesti á lífsleiðinni. Þú getur
verið viss um það afi minn að þú átt
alltaf stóran stað í hjarta mínu.
Hafliði Hörður Hafliðason.
Elsku afi Diddi.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfí Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
Himinblíða haustkyrrð,
mín hugarfró.
Berðu mig á mildum,
mjúkum örmum.
Veit mér hvíld sem vetur
eivinnurá.
Hvíld, svo vakinn vorhug
égvorifagni.
Hvíldu í friði, elsku langafi minn
Þorleifur Gestur Sigurðsson.
í dag þegai- við kveðjum þig er
margs að minnast.
Þakklæti er okkur efst í huga, fyr-
ir að fá að hafa þekkt þig og fengið
að umgangast þig. Þú gekkst börn-
um okkar í afastað og var það þeim
ómetanlegur stuðningur á barnsár-
unum.
Allar ljúfu stundirnar okkar sam-
an bæði á Sigló og á Grindum undan-
farin ár eru ógleymanlegar og þá
ekki síst ísafjarðarferðin okkar í
sumar, hún var alveg frábær. Þú
varst svo duglegur að drífa þig af
stað og varst enginn eftirbátur ann-
arra þrátt fyrir veikindin þín, frekar
en í öllum berjaferðunum í haust, þig
munaði nú ekki um að tína bláber í
eina fötu. Þetta sýndi hvað þú varst
ótrúlega harður af þér.
Minningarnar eru margar og eiga
eftir að ylja okkur um ókomna tíð.
Elsku amma Jóhanna, Fanney,
Venni, Halli og fjölskyldur, megi
góður guð styðja ykkur og styrkja á
þessum erfiðu tímum.
Elsku afi Diddi, takk fyrir allt.
Brynhildur Bjarkadóttir
(Bibba), Hreinn Þorgilsson
(Bassi) og börn, Grindum.
Frændi kær og vinur, ert horfinn hér úr
heimi
hinstu kveðju okkar, sem perlu dýra
geymi.
Þú varst drengur góður, sem gæfa var að
kynnast
þín gæði sönn í verki, þess gott er nú að
minnast.
Ég man frá fyrstu kynnum, þitt brosið
hlýjaogbjarta
þar birtist fegurð sálar, frá ljúfu og glöðu
hjarta.
Þú varst einnig traustur og trúr í dagsins
önnum
tilbúinn að hjálpa af mannkærleika
sönnum.
Úr fjarlægð frændi kæri, ég kveð þig
hinsta sinni
kveð og þakka af hjarta hin yndislegu
kynni.
Góðarliðnarstundiréggeymiíþökkog
trega
sem geisli á lífsbraut minni þær verða
ævinlega.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku frændi, hvíldu í friði.
Ég votta þeim sem eftir lifa samúð
mína.
Inga Stefánsdóttir
og fjölskylda.
MARIUS
AÐALBJÖRNSSON
GRÖNDAL
+ Maríus Aðal-
bjömsson Gröndal
fæddist í Reykjavflt
30. september 1980.
Hann lést 5. maí síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 12. maí.
Mig langar að minn-
ast Maríusar í dag á af-
mælisdegi hans en
hann hefði orðið tvítug-
urídag.
Ég vil þakka þér,
Maríus, samleiðina í þessu lífi og ég
veit að þér líður vel núna. Ég kynnt-
ist þér þegar þú og dóttir mín byrj-
uðuð að vera saman, og þið voruð
mjög ung þegar þið eignuðust Arnar
Orra. Við áttum margai’ góðar stund-
ir saman, eins og þegar
við sátum saman inni í
stofu hjá mér og spjöll-
uðum um lífíð og tilver-
una. Þú varst mjög til-
finningarík sál og vildir
þínum vel. Ég nefni
bara að þegar þú komst
að heimsækja son þinn
og færðir honum gjafir
þá gleymdii' þú aldrei(_
móðursystur hans sem
er á svipuðu reki og
hann. Ég mun ávallt
minnast þín þegar ég
horfi á Arnar Oira og þakka fyrir að
hafa kynnst þér. Við eigum góðar
minningar í hjarta okkar. Elsku
Maríus minn, þín er sárt saknað.
Guðgeymiþig. ■ -
Sigríður (Sigga).