Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðareign nýtt form eignarréttar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Seljalandsfoss öðru leyti.“ sem óbein eignar- réttindi. Náttúruauðl- indir og lands- réttindi í þjóðar- eign ber að nýta á sem hag- kvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þró- unar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar og rannsaka þær og viðhalda þeim svo og til hagsældar fyrir þjóðina að 1 TILLÖGUM auðlindanefndar, sem kynntar voru í gær, er gert ráð fyrir að nýtt ákvæði verði tekið upp í stjórnarskrána um þjóðareign á auðlindum. Til rökstuðn- ings þessari til- lögu segir í skýrslu nefndar- innar: „í því skyni að eyða þessari réttaróvissu og samræma um leið reglur um eign- arhald á þeim náttúruauðlindum, sem ekki eru undirorpnar einka- eignarrétti, er lagt til að tekið verði upp nýtt form á eignarrétti til hliðar við hinn hefðbundna sér- eignarrétt einstaklinga og lögaðila. Það heiti, sem orðið hefur fyrir valinu er þjóðareignarréttur, þ.e. eignarréttur íslenzku þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti.“ Stj órnarskrárákvæði Síðan er lagt til að tekið verði upp svohljóðandi ákvæði í VII. kafla stjórnarskrárinnar: „Náttúruauðlindir og landsrétt- indi, sem ekki eru háð einkaeign- arrétti, eru þjóðareign eftir þvi, sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjafar- og fram- kvæmdarvalds fara með forsjá, vörzlu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóð- arinnar. Náttúraauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstakl- inga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi að því tilskildu, að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því, sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar Breytingar á 1. grein Jafnframt leggur auðlindanefnd til, að í tengslum við þetta stjórn- arskrárákvæði verði 1. grein lag- anna um stjórn fiskveiða, sem nú kveður á um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum, breytt þannig að hún hljóði svo: „Nytjastofnar á ís- landsmiðum eru þjóðareign. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu.“ í skýrslu nefndarinnar kemur fram, að framhald 1. greinar lag- anna um stjórn fiskveiða færi svo eftir því, hvort fyrningaleið eða veiðigjaldsleið yi-ði valin. Ef fyrningaleiðin yrði valin legg- ur nefndin til að framhaldið hljóði svo: „Uthluta má veiðiheimildum til einstaklinga og lögaðila gegn gjaldi að því tilskildu, að þær séu tímabundnar svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ Ef veiðigjaldsleiðin yrði farin mundi þetta ákvæði hljóða svo skv. tillögum nefndarinnar: „Úthluta má veiðiheimildum til einstaklinga og lögaðila gegn gjaldi að því til- skildu, að þeim verði ekki breytt nema með minnst fimm ára fyrir- vara, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Auðlindanefnd á fundi í Þjóðmemungarhiísinu. Frá vinstri: Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, Styrmir Gunn- arsson ritsljóri, Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður, Sveinn Agnarsson, starfsmaður nefndarinnar, Jóhannes Nordal, formaður nefndarinnar, Eiríkur Tómasson prófessor, Ragnar Árnason prófessor, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Ari Edwald framkvæmdastjóri. Fyrningarleið eða veiðigjald í TILLÖGUM auðlindanefndar, sem kynntar voru í gær, er bent á tvær leiðir til þess að innheimta auðlinda- gjald af sjávarútvegi fyrir afnotarétt af fiskimiðunum. Þar er um að ræða fymingaleið og veiðigjaldsleið. Fyrningarleið I skýrslu nefndarinnar er fyrn- ingaleiðinni lýst með eftirfarandi hætti: „Meginatriði þessarar leiðar er fólgið í því, að allar aflahlutdeildir fymist um fastan hundraðshluta á ári - þ.e.a.s. gangi til ríkisins - en með því er komið á festu um varan- leika hlutdeildanna um leið og um- ráðaréttur þjóðarinnar yfir auðlind- inni er skýrt skilgreindur. Með hinum tímabundna en skýra afnota- rétti sem í þessu felst er greitt fyrir því, að handhafar aflahlutdeilda geti farið með þær sem óbein eignarrétt- indi, t.d. varðandi framsal og veð- setningu. Síðan er gert ráð fýrir því, að fyrndar aflahlutdeildir verði seldar jafnóðum aftur á markaði eða á upp- boði. Með því fyrirkomulagi, að fyrn- ingin sé fastur hundraðshluti allra aflahlutdeilda á hverjum tíma verða þær einsleitar og því allar jafnverð- mætar á markaði en það ætti að greiða mjög fyrir viðskiptum. Þegar hinar fyrndu aflahlutdeildir bætast við venjulegt framboð á hlutdeildum ár hvert má telja víst, að um verði að ræða mjög virkan markað með afla- hlutdeildir, sem mun auka sveigjan- leika innan sjávarútvegsins og bæta aðgengi nýrra aðila og vaxtarmögu- leika hagkvæmustu fyrirtækjanna. Ljóst er að áhrif þessa kerfis á af- komu og rekstur sjávarútvegsins ræðst fyrst og fremst af því, hve há fyrningaprósentan er og þar með gildistími aflahlutdeildanna." Veiðigjaldsleið Um veiðigjaldsleiðina segir í skýrslu auðlindanefndar: „Veiðigjaldið mætti annaðhvort skilgreina sem hlutfall af verðmæti landaðs afla eða sem tiltekna fjár- hæð á hvert kg af úthlutuðu afla- marki. Þótt ákvörðun veiðigjaldsins hljóti að liggja hjá Alþingi verður hún að byggjast á mati á því hvers virði aðgangur að auðlindinni er fyr- ir heildarafkomu sjávarútvegsins. Hér getur þó aldrei orðið um annað en mat eða jafnvel ágizkun að ræða, þar sem auðlindai-entan er í rauninni óþekkt stærð, þótt markaðsverð á aflahlutdeildum gefi nokkra vís- bendingu. Mikilvægt er að upphæð eða hlut- fall veiðigjaldsins af aflaverðmæti sé fastákveðið til nokkurra ára í senn svo að fyrirtæki búi ekki við sífellda óvissu um greiðslubjrði sína. Lengri tími en 10 ár á milli þess, að gjaldið sé endurskoðað er þó varla æskileg- ur, þar sem aðstæður sjávarútvegs- ins eru sífellt að breytast. Einnig er á það að benda að nokkur sveigjan- leiki felst í því að veiðigjaldið sé ákveðið sem hlutfall af verðmæti landaðs afla svo að áhrif breytinga á aflamagni og afurðaverði komi þar fram.“ Afstaða LÍÚ til skýrslu auðlindanefndar Brýnt að eyða óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunar 1. Stjóm LÍÚ er sammála því af- dráttarlausa áliti nefndarinnar að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram á aflamarkskerfinu enda stuðlar það að hagræðingu og vel skipulögðum rekstri. 2. Stjóm LIÚ er sammála nefnd- inni um að mest hagkvæmni næst ef gildistími úthlutunar aflahlut- deiidanna er sem lengstur og fram- sal aflaheimilda frjálst. 3. Stjóm LÍÚ er sammála nefnd- inni og fagnar því að umræða um auðlindagjald snúist um að fullkom- ins jafnræðis atvinnugreina verði gætt varðandi greiðslu slíks gjalds. 4. Útvegsmenn eiga stjómar- skrárvarinn rétt tO að stunda fisk- veiðar. Þegar að því kom að nauð- syn bar til að takmarka aðgang að auðlindinni var eðlilegt að þeir fengju aflahlutdeildum úthlutað enda vom hagsmunir þeirra skert- ir. Því til viðbótar hafa yfir 80% veiðiheimilda skipt um hendur frá því að aflamarkskerfið var tekið upp og þannig hefur markmiði lag- anna um stjóm fiskveiða um hag- ræðingu verið fylgt af útvegsmönn- um. Með vísan tO þessa telur stjóm LÍ Ú að ekki beri að innheimta auð- lindagjald vegna nýtingar fiski- stofna við ísland vegna stjórnar- skárvarinna atvinnuréttinda þeirra sem veiðarnar stunda. Þrátt fyrir ofangreint er stjóm LÍÚ reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auð- lindagjalds enda megi það verða til að ná víðtækri sátt um stjómun fiskveiða. I því sambandi verði m.a. eftir- talinna atriða gætt: 4.1. Um verði að ræða auðlinda- gjald til að standa undir skil- greindum kostnaði við eftirlit og rannsóknir á auðlindinni enda verði sú starfsemi á forræði út- vegsmanna að svo miklu leyti sem unnt er. 4.2. Gjaldið verði tekið af óskiptu aflaverðmæti enda er launahlut- fall í fiskveiðum er um 40% af tekjum og miklu hærra en í öðr- um framleiðslugreinum. 4.3. Reglur um greiðslu auðlinda- gjalds gildi til langs tíma enda er óviðunandi fyrir sjávarútveginn að búa við þá óvissu sem greinin hefur búið við undanfarin ár. 4.4. Upphæð auðlindagjalds verði ákveðin með hliðsjón af af- komu sjávarútvegsins og útgerð- inni verði veittur tími til aðlögun- ar að greiðslu auðlindagjaldsins. 4.5. AflaheimOdir verði strax skilgreindar sem óbein eignar- réttindi og sem slíkar framselj- anlegar og veðhæfar eins og kemur fram í skýrslu auðlindan- efndar. 4.6. Tekið verði mið af starfsskil- yrðum sjávarútvegs í samkeppn- islöndunum. 4.7. Komið verði í veg fyrir að auðlindagjald verði notað tO mis- mununar innan gi-einarinnar og mismunun í úthlutun aflaheim- ilda mOU aðila og byggðarlaga verði aflögð. 5. Stjóm LÍÚ hafnar alfai-ið upp- boði ríkisins á aflahlutdeildum eða aflamarki. 6. Stjórn LÍÚ telur Ijóst að skýrsluhöfundar geri sér ljósa grein fyrir að afkoma sjávarútvegs- ins um þessar mundir býður ekki upp á frekari álögur á greinina. 7. Stjórn LÍÚ leggur áherslu á að brýnt er að allri óvissu um framtíð- arskipulag fiskveiðistjómunar verði eytt enda hefur óvissa um varanleika úthlutunar veiðiheim- ilda tafið hagræðingu og framþró- un í sjávarútvegi. Sævar Gunnarsson Við höfnum auðlinda- gjaldi „VIÐ emm á móti auðlindagjaldi, meðal annars vegna þess að við ger- um okkur grein fyrir því að hætta er á því að það verði á endanum tekið af sjómönnum en ekki útgerðarmönn- um. Þess vegna leggjumst við gegn því og það hefur ekkert breytzt við þessa skýrslu. Við höfnum auðlinda- gjaldi sem slíku,“ segir Sævar Gunn- arsson, formaður Sjórnannasam- bands Islands. „Mér sýnist að þarna sé verið að gera tillögur um að setja á auðlinda- gjald og þá gegn því að hægt verði að veðsetja aflaheimildirnar. Það kem- m- mér á óvart, því það var hægt áð- ur að mínu mati. En á móti komi meiri stöðugleiki í úthlutun, allt að tíu árum. Hins vegar er tekið fram að eignarhald útgerðarinnar verði ekki eins mikið og nú er. Það er alveg ljóst að þessi auðlindaskattsumræða er tilkomin vegna vinnubragða út- vegsmanna sjálfra við auðlindagjaldstöku af sjómönnum í formi þátttöku í kvótakaupum. Það er upphafið. Þeir geta því bitið í tunguna á sjálfum sér yfir því hve langt þetta mál er komið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.