Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 14
■ f I 14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 FRÉTTIR Menningarminjadagur í Evrópu Umræða um merka * fornleifastaði á Islandi MENNINGARMINJADAGAR í Evrópu eru haldnir á ári hverju fyrir tilstuðlan Evrópuráðsins og Evrópu- sambandsins. Af því tilefni stendur Þjóðminjasafn íslands fyrir dagskrá í öllum fjórðungum landsins í dag og á morgun. Dagskráin tengist þjóðar- gjöfinni sem samþykkt var á Alþingi á Þingvöllum 2. ágúst síðastliðinn, en þeirri gjöf er ætlað að styðja forn- leifarannsóknir á merkustu minja- stöðum á landinu. Yfirskrift dagskrárinnar er „Merkir fornleifastaðir á íslandi" en slíkir staðir eru mjög margir. Því var ákveðið að velja sérstaklega einn stað í hverjum landsfjórðungi, nema á Norðurlandi þar sem sjónum verð- ur beint að tveimur stöðum. Þeir staðir sem valdir hafa verið eru Skriðuklaustur á Héraði, Þingvellir, Reykholt í Borgarfirði og Hólar í Hjaltadal en einnig verður skoðun- arferð að Gásum í Eyjafirði. Efnt er til málþings eðá skoðunarferðar á hverjum stað og skýrt frá því sem fram hefur komið í fornleifarann- sóknum í gegnum tíðina. Auk þess verður rætt um hugsanlegar leiðir við tilhögun frekari rannsókna á nýrri öld. í tilefni menningarminja- dags Evrópu verða söfn víða um land opin til þess að vekja áhuga almenn- ings í landinu á menningarminjum. Stefnumótun fornleifa- rannsókna á Þingvöllum Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar verður dag- skráin á Þingvöllum í dag í samvinnu við félagið „Minjar og sögu“. Lagt verður af stað í rútu frá Þjóðminja- safninu við Suðurgötu klukkan eitt og komið til baka um fimmleytið. Gengið verður um sögustaði á svæð- inu í fylgd Sigurðar Líndal prófess- ors og sagnfræðings og fomleifa- fræðinganna Guðmundar Ólafssonar og Orra Vésteinssonar. Auk þeirra mun Margrét taka þátt í umræðun- um og ræða stefnumótun í fomleifa- rannsóknum á þessum sögufræga stað. „Við munum ræða hvaða minjar væri áhugavert að rannsaka frekar og jafnframt hvað er æskilegra að eiga óraskað,“ sagði Margrét. „Einn- ig munum við kynna það sem búið er að kortleggja á þessu svæði, en Fomleifastofnun og Þjóðminjasafnið hafa unnið töluvert starf á því sviði. Þarna gefst því tækifæri til að kynna vitneskju um minjar á Þingvöllum og velta vöngum yfir framtíðinni í fram- haldi af því. í rauninni hefur fremur lítið verið rannsakað á Þingvöllum og litlu verið raskað, svo það em sýnilegar fornleifar sem við ætlum að skoða í þessari ferð.“ Umfjöllun um Snorra og forn- leifarannsóknir í Reykholti í Reykholti mun Snorrstofa í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið vera með dagskrá er hefst kl. 14 í dag í hinu nýja húsnæði Snorrastofu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bergi Þor- geirssyni, bókmenntafræðingi, sem hefur umsjón með málþinginu í Reykholti verður fjallað sérstaklega um Snorra Sturluson, hans tíð og framhald rannsókna á staðnum. Bergur mun ríða á vaðið með þver- faglegri umfjöllun um Reykholt, en að því loknu heldur Guðrún Nordal bókmenntafræðingur og sérfræðing- ur á Ámastofnun árlegan minning- arfyrirlestur um Snorra Sturluson. Fyrirlestur hennar nefnist „Skáld verður til: Um dróttkvæði og lær- dóm á miðöldum“. Magnús A. Sig- urðsson, minjavörður Vesturlands, mun lýsa helstu verkefnum í þessum landshluta og Guðrún Sveinbjarnar- dóttir fornleifafræðingur flytur er- indi um fornleifarannsóknir í Reyk- holti. Ef veður leyfir verða fornleifar skoðaðar undir leiðsögn Guðrúnar. Hólar í Hjaltadal sem sögu- og fornminjastaður Ámi Daníel Júlíusson sagnfræð- ingur hefur umsjón með dagskránni á Hólum í Hjaltadal sem hefst klukk- an 14 á morgun. Dagskráin fjallar um Hóla sem sögu- og forminjastað en fjórir fræðimenn munu flytja er- indi. Sigurður Bergsteinsson, ný- skipaður minjavörður á Norðurlandi Morgunblaðið/Orri Páll Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur við forn göng sem fundust við uppgröft í Reykholti. vestra, mun fjalla um mögulegan fornleifagröft á Hólum, en að sögn Árna Daníels hafa engar fornleifa- rannsóknir verið framkvæmdar þar enn sem komið er. „Katrín Gunnars- dóttir hjá Byggðasafninu í Skaga- firði hefur þó skráð sjáanlegar fom- minjar en hún mun fjalla um þá skráningu og benda á það sem henni finnst athyglisverðast," sagði Árni Daníel. „Þór Hjaltalín hefur unnið að rannsóknum á Nýjabæ, gamla torf- bænum hér á Hólum, en Þór ætlar að kynna nýjar hugmyndir um aldur hans. Bærinn er ákaflega merkileg- ur, byggður í einu lagi á nítjándu öld, en viðgerðir á honum hafa nú staðið yfir í tíu ár.“ Sjálfur ætlar Árni Dan- íel að kynna tvær úttektir á Hólastól frá sautjándu og átjándu öld sem greina frá húsaskipan á staðnum, en forn húsanöfn svo sem Brytastofa, Kvennaskáli og Breiðabúr segja áhugaverða sögu. Dagskrá helguð verslunarstaðn- um Gásum í Eyjafirði hefst á Minja- safninu á Akureyri á morgun kl. 14, en að henni standa Þjóðminjasafnið og Minjasafn Akureyrar í samvinnu við Gásafélagið. Á safninu verður skoðuð sýning sem fjallar að hluta til um þennan verslunarstað, en að því loknu verður keyrt út að Gásum og gengið um tóftasvæðið og sagt frá því sem þar ber fyrir augu. Guðrún María Kristinsdóttir sér um skipulagningu dagskrárinnar, en að hennar sögn er þar um að ræða gleggstu kaupstaðarminjar á íslandi frá miðöldum. „Þetta hefur lengi verið einn af þeim stöðum á landinu sem taldir eru álitlegastir til fom- leifarannsókna. Aldrei hefur verið byggt á tóftum verslunarstaðarins og að því leytinu til eru þær mjög merkilegar. Þarna var verslað allt frá landnámi og fram yfir 1400, en eftir það er talið að dregið hafi úr skipakomum á Gása. Það var um það leyti sem útflutningur á skreið varð mikilvægari en útflutningur á vað- máli, en verstöðvar voru helst á Suð- ur- og Vesturlandi, töluvert langt frá Gásum svo staðurinn varð aldrei mikilvægur fiskútflutningsstaður.“ Ymislegt er vitað um Gása úr ís- lendingasögum og annálum að sögn Guðrúnar, en þeir fyrstu til að stunda þar fornleifarannsóknir voru þeir Daniel Bruun og Finnur Jóns- son sem grófu þar árið 1907. Mar- grét Hermanns Auðardóttir og Bjarni Einarsson grófu könnunar- skurði árið 1986, en samanlögð vitn- eskja úr þessum uppgröftum bendir til þess að menn hafi búið þarna í verslunarbúðum á sumrin. Klausturlíf og klausturminjar að Skriðuklaustri „Fomminjar og trú að Skriðu- klaustri“ er yfirskrift dagskrárinnai’ á Austm-landi í dag. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunn- arsstofnunar, hefur umsjón með skipulagningu dagskrárinnar að Skriðuklaustri og sagði að hún snúist um klausturlífið þar á öldum áður og þær klausturminjar sem þar er að finna í jörðu. Gengið verður um svæðið og sagt frá forkönnun sem gerð var í sumar til að staðsetja þessar fornu byggingar. „Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur stýrði þessum rann- sóknum,“ sagði Skúli Björn, „en þetta var samstarfsverkefni Minja- safns Austurlands og Gunnarsstofn- unar. Guðrún mun gera grein fyrir því sem forkönnunin leiddi í ljós ásamt Guðnýju Zoéga minjaverði og Friðriku Marteinsdóttur jarðfræð- ingi sem einnig unnu við þessa rann- sókn. Könnunarskurðirnir sem grafnir voru eru ennþá opnir og fólki gefst tækifæri til að fá útskýringar á því sem þar sést ef verður leyfir. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðing- ur, sem rannsakað hefur örnefni í Fljótsdal og lífshætti til forna mun vera leiðsögumaður í gönguferð um svæðið og kanna hvort örnefni geta leitt til skilnings á sögunni á þessu svæði.“ Eftir gönguferðina mun Svanhild- ur Óskarsdóttir, norrænufræðingur á Árnastofnun, flytja erindi um Maríudýrkun á miðöldum en Skriðu- klaustur var helgað Maríu. Skúli Björn mun segja frá munklífinu og klaustrinu samkvæmt þeim heimild- um sem til eru. „Klaustrið, sem var reyndar eina klaustrið á Austurlandi, stóð frá 1493 til 1552,“ segir Skúli Björn, „og vonir manna standa til þess að strax á næsta ári verði hægt að hefjast handa við viðameiri fomleifarann- sóknir hér á staðnum," sagði Skúli Björn. „Rannsóknimar í sumar sýndu að skilyrði til þess að rann- saka klausturbyggingar á Islandi eru einstaklega góð hér vegna þess að aldrei var byggt ofan á þessar byggingar að nýju, öfugt við það sem gerðistt.d.íViðey.“ Dagskráin á Skriðuklaustri hefst kl. 14 og er öllum opin, en hún er samvinnuverkefni Þjóðminjasafns Islands, Minjasafns Austurlands, Minjavarðar Austurlands og Gunn- arsstofnunar. Menntaskólinn á fsafírði 30 ára Baráttan langa fyrir hugsjón MENNTASKÓLINN á ísafirði var settur í fyrsta sinn 3. október árið 1970 og verður þrjátíu ára starf- seminnar minnst í dag klukkan 16 með hátíðarhöldum fyrir almenning í íþróttahúsinu á Torfnesi. Nemend- ur og starfsfólk munu svo gera sér dagamun aftur á þriðjudaginn, 3. október. Aldur menntaskólans segir ekki alla söguna því strax árið 1946 fluttu Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphaníasson framvarp á Al- þingi um menntaskóla á Isafirði og Austfjörðum. Framvarpið fékk ekki framgang í þinginu en var endur- flutt 1947 og 1949. Starf postulanna fyrir MI Framhaldsdeild við Gagnfræða- skólann á ísafirði, eða 1. ár menntaskóla, var starfrækt árin 1949-1952 en eftir það lá málið niðri. Snemma árs 1959 var haldinn borgarafundur á ísafirði og var þar m.a. samþykkt að „strax og ástæð- ur leyfi,_ verði stofnaður mennta- skóli á ísafirði, með réttindum til að veita stúdentsmenntun og stúd- entspróf*. í kjölfar þessa var fram- haldsdeildin endurreist og varð hún upphaf menntaskólahalds á ísafirði. Frá 1959 var frumvarpið um menntaskólann flutt árlega á Al- þingi og stutt af öllum þingmönnum Vestfirðinga. Haustið 1963 stofnuðu svo tólf áhugamenn um menntaskóla á ísa- firði nefnd til að undirbúa málið. Þessi nefnd var ýmist kölluð 12 manna nefndin eða postularnir. Fimm þeirra era nú látnir; Baldur T. Jónsson, Gerald Hásler, Haf- steinn O. Hannesson, Bárður Jakobsson og Einar B. Ingvarsson. Þrír era nú búsettir í Reykjavík; Björgvin Sighvatsson, Marías Þ. Guðmundsson og Sigurður J. Jóhannsson. Fjórir postular era á ísafirði og þá hitti blaðamaður Morgunblaðsins í vikunni; Jón Páll Halldórsson, fyrrv. framkvæmda- stjóra Norðurtanga, Jóhann T. Bjamason, fyrrv. framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Vest- firðinga, Jóhannes G. Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóra íshúsfél- ags ísfirðinga og Gunnar Jónsson, fyrrv. umdæmisstjóra Brunabótafé- lagsins. Með öðrum orðum, það var breiður hópur sem vann að upp- byggingu skólamála á ísafirði. „Við hittumst reglulega og funduðum alltaf á Mánakaffi (nú Á eyrinni)," segir Jón Páll Halldórsson. Postulamir stóðu svo fyrir undir- skriftarsöfnun um alla Vestfirði með áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp um mennta- skóla á ísafirði. „Við söfnuðum und- irskriftum rúmlega tvö þúsund kjósenda á Vestfjörðum og afhent- um þær þingmönnum Vestfirðinga á fundi á Mánakaffi 17. janúar 1965, og veitti Hermann Jónasson, 1. þingmaður Vestfirðinga, þeim við- töku,“ segir Jón Páll. I texta sem fylgdi undirskriftalistanum var lögð áhersla á að menntaskóli á Isafirði yrði til hagsbóta fyrir kjördæmið í heild, myndi stuðla að viðhaldi byggðar og leiða til sparnaðar fyrir heimamenn sem vildu mennta böm- in sín. Á þessum árum hafði einnig verið sett fram sú skoðun að erfið- ai-a yrði fyrir Vestfirðinga að keppa um háskólamenntaða menn ef ekki væri þar menntaskóli. Frumvarpið var samþykkt vorið 1965. Postul- arnir höfðu lokið hlutverki sínu og málið var komið á framkvæmdastig. Gildi menntaskólans fyrir Vestfírðinga Heimamönnum fannst málið miða hægt næstu árin. Bæjarstjórn ísa- fjarðar kaus árið 1968 fimm manna nefnd til að vinna að framgangi menntaskólamálsins og var Gunn- laugur Jónasson formaður hennar. Nefndin hélt fundi með áhrifa- mönnum í menntamálum, þing- mönnum og fleirum og lagði m.a. til að skólameistari yrði skipaður frá og með 1. október 1969 „Nefndin boðaði svo til borgarafundar í sept- ember 1969 til að ræða málin og kom á hann m.a. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra,“ segir Jón Páll Halldórsson, sem var einn nefndarmanna, „Gylfi lýsti því yfir á þeim fundi við mikla hrifningu fundarmanna, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að menntaskóli skyldi taka til starfa á ísafirði haustið 1970.“ Jóhann T. Bjamason segir að ekki sé vafi á að samstaða heimamanna um málið hafi haft mikilsverð áhrif á þessa ákvörðun. Gunnar Jónsson bendir á, að á þessum tíma hafi einungis fjórir menntaskólar starfað á landinu; MA, MR, MH, og Menntaskólinn á Laugarvatni og voru þeir vissulega þéttsetnir. Verzlunarskóli íslands útskrifaði einnig stúdenta frá 1944. Gunnar segir engan vafa leika á því að MÍ hafi leitt til þess að stúdent- ar þaðan hafi komið aftur heim eftir háskólanám. Aldurinn 16-20 era mikil mótunarár. „Enda búa á Vest- fjörðum margir fyrrverandi stúd- entar úr Menntaskólanum á ísa- firði,“ segir hann. Jóhannes G. Jónsson segir að nemendur MI hafi komið viða af landinu og margir verið á heima- vist. Ef til vill hafi þriðjungur nem- enda verið frá ísafirði, þriðjungur frá öðrum stöðum á Vestfjörðum, og þriðjungur frá öðram landshlut- um. Forsögu Menntaskólans á ísa- firði lauk með því að undirbúnings- nefnd var skipuð í janúar 1970, en í henni sat m.a. Jón Páll Halldórs- son. Menntaskólanum var fyrst fundið húsnæði í gamla barnaskóla- húsinu. í júní 1970 var einn um- sækjenda um skólameistarastöðuna skipaður við þessa nýju stofnun. Og skólinn var loks settur í fyrsta sinn 3. október 1970 af Jóni Baldvini Hannibalssyni skólameistara við hátíðlega athöfn í Alþýðuhúsinu. Nú era liðin þrjátíu ár og tilefnið er m.a. notað í dag undir dagskrá í íþróttahúsinu. Þar mun Ólafur Helgi Kjartansson formaður skóla- nefndar setja hátíðina, Björn * Bjarnason menntamálaráðherra flytja ávarp, Jón Geir og Tumi Þór Jóhannssynir fyrrv. nemendur MÍ leika á trommur, Einar Jónatans- son flytja kveðju frá Hollvættum skólans og Margrét Gunnarsdóttir leika einleik á píanó, en þau Mar- grét og Einar voru bæði í fyrsta ár- gangi skólans, sem lauk stúdents- prófi vorið 1974. Pálína Jóhannsdóttir flytur svo ávarp nú- verandi nemenda, MÍ-kvartettinn syngur, Bjöm Teitsson skólameist- ari flytur stutt ágrip af sögu skól- ans og Vigdís Jakobsdóttir leikstýr- ir nemendum sem flytja leikþátt um skólann. Einnig verður nýtt merki Menntaskólans á ísafirði afhjúpað, en hönnuður þess er Högni Sigur- þórsson. Að dagskrá lokinni verða léttar veitingar bomar fram, m.a. framreiddar af nemendum á matar- tæknibraut. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Postular MÍ; Gunnar, Jóhannes, Jóhann og Jón Páll, fyrir utan Mána- kaffi, fundarstað menntaskólamálsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.