Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 22

Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIP Tillögur að endurnýjun göngugötu, Skátagils og Ráðhústorgs kynntar Morgunblaðið/Kristján Ásýndarmynd af göngugötunni í Hafnarstræti, en þar er gert ráð fyrir Tillaga að breytingum á göngugötu, Ráðhústorgi og Skátagili hefur ver- að lögð verði akbraut og umferð leyfð. ið samþykkt í bæjarstjórn og var kynnt bæjarbúum á fundi í vikunni. Markmiðið að styrkja stöðu mið- bæjarins sem miðstöð verslunar TILLÖGUR að endumýjun göngu- götunnar í Hafnarstræti á Akureyri, breytingum á Ráðhústorgi og Skáta- gili voru kynntar á almennum fundi á Fosshótel KEA í vikunni. Páll Tómasson, arkitekt hjá Arki- tektur.is, vann að gerð tillagnanna, en þær voru samþykktar í bæjar- stjóm Akureyrar í byrjun septem- Nýtt tímarit komið út FYRIRTÆKIÐ Fjölmynd ehf. á Ak- ureyri hefur hafíð útgáfu ak tíma- rits. Tímaritið mun koma út tíu sinnum á ári, efn- istökin eru tengd Akureyrar- og Eyjafjarðar- svæðinu og er víða komið við í efnisöflun. Ritstjórar ak tímarits eru þau Gunnar Sverris- son ljósmyndari og Halla Bára Gestsdóttir blaða- maður. Mikið er lagt upp úr fjöl- breyttu efni í blaðinu, fyrir bæði kyn og fólk á öllum aldri, allt frá stuttum viðtölum eða efnismiklum greinum upp í innlit á heimili og góða matargerð. Forsíðuviðtalið íþessu fyrsta tölublaði er við fyrirsætuna Ásdísi Maríu Franklín. Tímaritið er seft bæði í áskrift og fausasölu. ber. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að markmið með endur- bótum á göngugötunni sé að styrkja hana sem mikilvægt verslunarsvæði og aðlaðandi útivistarsvæði. Um- hverfísmótun eigi að vera með þeim hætti að fólk sæki í miðbæinn, líði þar vel og staldri lengi við. „Endur- bætur á göngugötunni eru því liður í að styrkja stöðu miðbæjarins sem miðstöð verslunar og þjónustu á Norðurlandi," segir í tillögunni. Akbraut eftir göngugötunni Gert er ráð fyrir að akbraut verði lögð gegnum göngugötuna, um suð- urhluta Ráðhústorgs og inn í Skipa- götu. Akbrautin er lögð þannig að gangandi og akandi umferð fari sem best saman og er umferð gangandi fólks látin hafa nokkum forgang fram yfir akandi umferð. Göngugöt- unni er skipt upp í svæði eftir endi- löngu, þannig að „þrengri göngu- svæði veita gangandi vegfarendum aukna öryggiskennd. Með endur- bættri göngugötu skapast fjölbreytt- ir möguleikar fyrir viðburði af ýmsu tagi og einnig fá verslanir, kaffihús og þjónusta aukna möguleika til að opna útígötuna." Akbrautin sem fyrirhugað er að leggja verður um miðbik göngugöt- unnar og er gert ráð fyrir að ekið verði frá suðri til norðurs eftir henni og verða einskonar hlið sett upp við hvorn enda. Tiliagan er útfærð með þeim hætti að auðvelt er að stjórna því hvort umferð er leyfð eftir göngugötunni eða ekki. Göngusvæði götunnar verður lagt hellum, mismunandi að stærð og gerð og verða þau beggja vegna ak- brautarinnar. Samkvæmt tillögunni verða settar upp súlur, 4,75 metra háar og standa þær í röð og mynda rými milli sín og húsveggjanna. Grænna Ráðhústorg Um Ráðhústorgið segir að það hafi frá upphafi verið umdeilt og mörgum þótt það grátt og drunga- legt. Það hefði hins vegar þjónað hlutverki sínu sem samkomustaður með ágætum, enda getur það tekið við miklum mannfjölda. Samkvæmt tillögunni verður torginu skipt upp í tvö rými; miðju og umgjörð. Áhersla verður lögð á að miðrými torgsins verði þannig útfært að þar verði þægilegt að vera og góð skilyrði verða fyrir hvers konar viðburði og uppákomur. í tillögunni er gert ráð fyrir að auka græna umgjörð um torgið og endurgera lýsingu á þann hátt að miðja torgsins verði upplýst. Gönguleið eftir Skátagili Skátagilið er hið græna lunga mið- bæjarins og hefur mikilvægu hlut- verki að gegna sem slíkt, segir í til- lögunni. Hvað það varðar er gert ráð fyrir að grænar brekkur gilsins flæði að vissu leyti inn í göngugötuna og hafi þannig áhrif á lífið í miðbænum. Græn brekka gilsins er sérstaklega mótuð til að þjóna sem best tilgangi sínum sem útivistarsvæði. Gönguleið verður gerð eftir gilbotninum, undir brú yfir gilið og alla leið upp það. Ut- búið verður nokkurs konar útileik- hús neðst í gilinu, við göngugötuna, þar sem útbúnir verða stallar lagðir grasþökum. Ofan við stallana verða bekkir, vatnspollur og sandkassi og þá verður samkvæmt tillögunni plantað tijám og runnum í gilið. Byrjað verður á göngu- götunni eftir áramót Vilborg Gunnarsdóttir formaður umhverfisráðs Akureyrarbæjar sagði að 25 milljónir króna hefðu verið ætlaðar til endurbótanna í ár, en Ijóst að ekki yrði af framkvæmd- um þetta árið. Fyrir því væru nokkr- ar ástæður, en vinna hefði dregist nokkuð frá því sem upphaflega hefði verið gert ráð fyrir. Peningarnir verða því færðir yfir á næsta ár og átti Vilborg von á að við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár yrði bætt við álíka upphæð þannig að til ráðstöfunar yrðu um 50 milljónir króna. Verkefninu hefur verið skipt í þrjá áfanga, göngugötuna, Skátagilið og og Ráðhústorgið og verður hafist handa við breytingar á göngugöt- unni. Vilborg sagði að verkið yrði væntanlega boðið út fljótlega eftir áramót og ættu framkvæmdir að geta hafist þá þegar þannig að þeim yrði lokið fyrir næsta sumar. Göngu- gatan væri upphituð og verkefnið því ekki eins háð veðri og önnur. Heildarkostnaður við breyting- amar í heild sinni nemur um 100 milljónum króna að sögn Vilborgar en þar af kosta breytingar sem fyrir- hugað er að gera á göngugötunni um 50 milljónir króna. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Upphaf vetrarstarfsins á morgun, sunnu- dag. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdótt- ir og séra Svavar A. Jónsson. Op- ið hús í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu kl. 12 til 14. Kynn- ing á hinum ýmsu þáttum saftiað- arstarfsins. Boðið verður upp á léttar veitingar. Krossbandið stendur fyrir fjöldasöng kl. 13. Morgunsöngur kl. 9 á þriðju- dagsmorgun. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag. Allir verð- andi og núverandi foreldrar vel- komnir. Fermingarfræðsla hefst í Safnaðarheimili kl. 15 á fimmtu- dag. Kyrrðar- og fyrirbænastund ki. 12 á fimmtudag og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Hægt að fá léttan hádegisverð í Safnaðar- heimilinu eftir kyrrðarstundina. Æfing hjá Bama- og unglingakór kirkjunnar í kapellunni kl. 16.30 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta verður kl. 11 á morgun, sunnudag. Bamakór kirkjunnar syngur, Sara og Ósk ræða við bömin. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að fjölmenna með bömunum. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.18 á þriðjdag. Hádegissamvera á miðvikudag frá kl. 12 til 13, helgistund, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur há- degisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og böm frá kl. 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könnunni og svali fyrir bömin. Æfing bamakórs Gler- árkirkju verður kl. 17.30 á fimmtudag. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Bæn kl. 19.30 um kvöldið og almenn samkoma kl. 20. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag. Súpa, brauð og biblíu- fræðsla kl. 19 á miðvikudag. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning ki. 20 í kvöld, laugardag. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Reynir Valdimarsson læknir kennir úr Orði Guðs. Létt- ur málsverður að samkomu lok- inni. Almenn vakningasamkoma þar sem Þórir Páll Agnarsson predikar. A sama tíma verður samkoma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig bamapössun fyrir eins til 6 ára. Fyrirbænaþjónusta. Ail- ir velkomnir. PÉTURSKIRKJA: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Hrafnagilsstræti 2. Hús skaldsins Sigurhæðir - Davíðshús Eyrarlandsvegi 3 - 600 Akureyri 1. Tvær skrifstofur í Sigurhæðum: Til boða þeim sem sinna vilja hvers konar orðlist í hvetjandi umhverfi. Leigjast gegn vægu gjaldi nokkrar vikur eða mánuði í senn. Umsóknarfrestur til 10. okt. a) vegna leigu til áramóta, b) vegna leigu á fyrra árshelmingi 2001. 2. Listamannsíbúð í Davíðshúsi: Til tímabundinnar dvalar á árinu 2001. Umsóknir þar sem m.a. komi fram: a) stutt kynning á umsækjanda og verkum hans, b) að hverju umsækjandi hyggst vinna, c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar, sendist forstöðumanni, Erlingi Sigurðarsyni, eigi síðar en 12. okt. Hann veitir auk þess allar nánari upplýsingar e.h. virka daga í síma 462 6648 og 860 4966. Netfang: skald@nett.is Sólveig Anna Júnsdóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Tvennir tónleikar fþróttasamband fatlaðra Islandsmót í boccia á Akureyri ÍSLANDSMÓT íþróttasambands fatlaðra, ÍF, í einstaklingskeppni í boccia fer fram í Iþróttahöllinni á Ak- ureyri um helgina. Um 200 keppend- ur víðs vegar af landinu mæta til leiks að þessu sinni og er keppt í 6 deildum. Að undirbúningi mótsins standa fulltrúar í Lionsklúbbnum Hæng og íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Yfirdóman er Þröstur Guðjónsson, formaður íþróttabandalags Akureyr- ar, en einnig sjá félagar í Lions- klúbbunum Hæng og Ösp um dóm- gæslu á mótinu. íslandsmótið var sett með viðhöfn seinni partinn í gær og í kjölfarið hófst keppni í 5. og 6. deild og rennu- flokki. í dag, laugardag, verður keppt í 1., 2., 3. og 4. deild og í kvöld verður hóf í íþróttahöllinni. Á morgun, sunnudag, fara fram úrslit í öllum deiidum og í kjölfarið, eða kl. 13.30 verður verðlaunaafhending. ANNA Júlíana Sveinsdóttir mezzó- sópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari koma fram á tvennum tónleikum í Þingeyjarsýslum um helgina. Fyrri tónleikamir verða í fé- lagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufar- höfn í dag, laugardaginn 30. septem- ber og hefjast þeir kl. 17. Síðari tónleikamir verða í sal Borg- arhólsskóla á Húsavík á sunnudag, L október og hefjast þeir einnig kl. 17. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá ís- lenskra og erlendra sönglaga. Tón- leikamir eru samstarfsverkefni tón- listarskólanna á viðkomandi stöðum og Félags íslenskra tónlistarmanna og eru þeir styrktir af menntamála- ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.