Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 31 LISTIR Þar til þjáningin sameinar okkur Morgunblaðið/Kristinn Alison verður ekki verð samúðar hans fyrr en hún er mörkuð þjáning- unni: Hilmir Snær og Elva Ósk í hlutverkum sínum. LEIKLIST Þjððleikhúsið HORFÐU REIÐUR UM ÖXL Höfundur: John Osborne. Þýðing: Thor Vilhjálmsson. Leiksljóri: Stef- án Baldursson. Leikmynd og bún- ingar: Þórunn Sigríður Þorgríms- dóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son og Rúnar Freyr Gíslason. Föstudagur 29. september. ÁRIÐ 1956 geystist John Osbome fram á ritvöllinn með Horfðu reiður um öxl að vopni, leikrit sem hann hafði skrifað á tæpum mánuði 1955 og byggist að stóram hluta á reynslu hans af sínu fyrsta hjónabandi. Þarna kvað við nýjan tón í bresku leikhúslífi, kynslóðin sem ólst upp í hörmungum stríðsins og skorti eftir- striðsáranna var að kveðja sér hljóðs og krafðist þess að hlustað væri á það sem hún hefði fram að færa. Os- borne var kallaður reiður, ungur maður og sú lýsing var yfirfærð á aðra höfunda þess tíma. Það voru ekki liðin nema rúmlega tvö ár frá frumuppfærslunni þegar verkið var sett upp 1 Þjóðleikhúsinu. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Það að verkið er tekið aftur til sýningar að fjörutíu og tveimur árum liðnum bendir til þess að það teljist á einhvern hátt sígilt og eigi enn erindi við áhorfendur. Þrátt fyr- ir að verkið teldist á sinni tíð tíma- mótaverk er ekki þar með sagt að sú sé raunin. Það eru ýmsir erfiðleikar sem fylgja því að taka verk sem er jafn bundið stað og tíma og flytja það fyrir nútímaáhorfendur. Verkið vís- ar sífellt til þeirrar ríku stéttarvit- undar sem ríkir í Bretlandi. Um- hverfið einkennist af þeim skorti sem setti svip sinn á þjóðfélagið þar í landi eftir stríð. í Bretlandi er ef- laust hægt að setja verkið þannig upp að það sé leyst úr viðjum tíma og staðar þar sem áhorfendur ger- þekkja þær aðstæður og viðhorf sem höfundur byggir á. Hér á landi er teflt á tæpasta vað að færa verkið nær okkur í tíma. Verð blaða er talið í pundum en ekki pensum, búningar eru nútímalegir og ennfremur hluti sviðsmyndar og leikmuna, t.d. mikil og rammgerð stálhurð sem hentugt er að skella með látum og er tákn um það fangelsi sem herbergið er íbúun- um. í stað þess að færa verkið nær áhorfendum stangast þessi atriði svo á við textann að þessi ákvörðun verð- ur illskiljanleg og þessi atriði trufl- andi. Blæbriðarík ljósin studdu aftur á móti ávallt við túlkun leiktextans. Það er áhugavert að bera þessa sýningu saman við uppfærslu sama leikstjóra á Brúðuheimilinu eftir Ib- sen sem er líka athugun á því hvem- ig eiginmaður reynir að móta eigin- konuna eftir sínu höfði en með allt öðrum formerkjum og gjörólíkri nið- urstöðu en í verki Osbornes. Forsendurnar sem uppsetningin byggist á er að sýna harmleik þessa fólks, sem getur ekki búið saman án þess að kvelja hvert annað. Á sínum tíma voru ofsafengin ræðuhöld Jimmys tekin sem dæmi um andúð hans á þjóðskipulaginu og þá sér- staklega millistéttunum sem stóðu í vegi fyrir honum. Stefán Baldursson leikstjóri velur hér að nálgast verkið á persónulegri nótum. Ástæðurnar fyrir reiðiköstunum hlýtur að mega rekja til skapbrests hjá aðalpersón- unni, Jimmy. Hann verður að bera ábyrgðina á eigin lífi og árásir hans á sambýlisfólk sitt eru óafsakanlegar. Leikstjóra tekst því að færa leikinn frá því að vera tákngervingur stétta- átaka yfir í það að vera krufning á persónuleika sem eitrar allt í kring- um sig og leikur sér að því að kvelja geðlurðurnar sem hann býr með og nefnir svo. Stóra spurningin er þá hvers vegna hinar persónurnar sætta sig svo lengi við þessa með- ferð; hvaða sjálfspyntingarhvöt bindur þær við Jimmy. Að þessu leyti tekst leikstjóra að sýna okkur nýjan flöt á verkinu og gera það sí- gilt fyrir augum okkar. í leiknum hverfist allt um sjálf Jimmys; hann telur að hinar persónurnar verði að vera algjörlega á sínu bandi, ella séu þær á móti honum vegna þeirra þjáninga sem hann hefur þurft að þola og veltir sér stanslaust upp úr. Alison verður ekki verð samúðar hans fyiT en hún hefur upplifað svo miklar þjáningar að hún bíður þess aldrei bætur. Þá loks geta þau sam- einast í þjáningunni. Hilmir Snær Guðnason kom lyndiseinkunn Jimm- ys fullkomlega til skila. Aftur á móti er persónan svo ógeðfelld í sífelldum árásum sínum á samferðafólkið og sjálfsvorkunn að það var illþolanlegt. Mjög svo sannfærandi leikur en það tekur á að fylgjast með Hilmi. Elva Ósk stóð sig líka afar vel í hlutverki Alison, hinnar þjáðu eiginkonu. En langlundargeð hennar er vart skýr- anlegt út frá forsendum uppsetning- arinnar, þ.e. ef litið er svo á að leikur- inn eigi að gerast nú á dögum. Hegðun hennar þarfnast frekari undirbyggingar og túlkunin verður áhrifaminni fyrir vikið í lokaatriðinu. Halldóra Bjömsdóttir var skelegg sem Helena og tók hlutverkið föstum og öruggum tökum. Búningar henn- ar voru á skjön við siðferði hennar og stéttarvitund sem dró nokkuð úr trú- verðugleikanum. Það er helst Gunn- ar Eyjólfsson sem tekst að samsama persónusköpun sína við búninginn enda stangaðist klæðaburður hans ekki á við aldarandann. Honum tókst að skapa trúverðuga persónu úr ofurstanum sem var þrjátíu ár í Ind- landi (og ætti því að vera kominn nokkuð á annað ái'hundraðið ef fara ætti eftir búningum sem hinir leikar- arnir klæddust). Rúnari Frey tekst einnig að koma skapgerð Cliffs lúmskt vel til skila. Hann sýnir á sér nýja hlið enda virðist henta honum vel að leika á lágu nótunum og koma tilfinningum til skila með tilliti einu saman. Thor Vilhjálmsson þýddi verkið fyrir frumuppfærsluna hér á landi og sú þýðing er notuð hér, en hún var gefin út á bók 1959. Það fer ekki á milli mála að persóna og stíll Thors átti mjög vel við á þessum tímum uppreisnar og umbreytingar. í for- mála kveðst Thor hafa forðast að- ferðir hins löggilta skjalaþýðanda. „Hér hefur verið reynt að túlka anda verksins og líf þess ...“ segir Thor og þýðingin ber þessa merki. Annars vegar hefur þýðing þessi mjög ákveðna kosti, þ.e. orðgnóttina í reiðilestrum Jimmys og hið áferðar- fallega, upphafna málfar síns tíma sem hæfir harmleiknum. Hins vegar hljómar ýmislegt ankannalega nú, þá sérstaklega samtöl um hversdags- lega hluti og stutt tilsvör. Greinilegt er að sums staðar hafa verið gerðar orðalagsbreytingar á þýðingunni en það hefði þurft að víkja víðar við orði. Þetta eina atriði hefði mátt færa til nútímahorfs; annars staðar hæfði að andi sjötta áratugarins ríkti. Sveinn Haraldsson Just start hlaupahjól Hnífablokk með 6 hnífum Vandað pottasett, 5 pottar og ein panna Vifta 52” með ljósum 0 N 01 Fl Ll_ VÖRUMARKAÐUR Opnar í dag að Smiðjuvegi 4. Kópavogi Vörumarkaður með: Raftæki • Ljós • Sjónvarpstæki • Myndbandstæki Örbylgjuofnar • Pottasett • Hnífaparasett • Verkfærasett • Viftur • Hlaupahjól • Skrautlampar og margt fleira. 0 N 01 Fl 11 VÖRUMARKAÐUR Smiðjuvegur 4. Kópavogi, græn gata Sími: 577 3377 Opið frá: 10:00 til 18:00 og laugard. 10:00 til 16:00 Kr. 12.900,- Kr. 7.900,- Kr. 1.990,- Kr. 9.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.