Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 64
34 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 1 ÞARNA ER SNAKUR! ... ÞU VEISTAb ÞEIR ERUMEÐ KALTBLÓÐ! s- 02000 Tribuna Madia Servicaa. Inc. A« R.0hta Reservod. *7v?0 r ÞAb ÞYÐIR VISTAÐ ÉSVERDAÐ ÉTAÞÁ MEB KÖLDU BLÓbl! L Grettir Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk REAP OUHATIVE WRITTEN HERE, U)ILL YOl/, MARCIE ? l'M AFRAlP I MAY HAVE 60TTEN A UTTLE TOO INTELLECTUAL... VO YOU THINK MAVBE I 5H0ULP ''PUMB ITPOWN"? no, i thinkVmaybe i‘ll moven IT‘5 PUMB EN0U6H ALREAPY MVPE5KT0THE OTHER SIPE OF Viltu lesa það sem ég er búin að Finnst þér að ég ætti að skrifa, Magga? Ég er hrædd um „skjóta það niður“? að ég sé orðin full háfleyg... Nei, nógu Ég ætti kannski lágfleygt að flytja mig til í er það nú. skólastofunni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sprettharðir en endingarlitlir Frá Sveini Kristinssyni: ERUM við íslendingar sprett- harðir, en éndingarlitlir? Ég spyr vegna þess að svo virðist sem býsna mörg góð málefni sem við í byrjun einbeitum okkur að af tals- verðum krafti renni út í sandinn. Við getum byrjað á máli Sophiu Hansen. Vorum við ekki harðir á fyrsta sprettinum að reyna að fá börnin heim? Söfnuðum tugmillj- ónum króna í því skyni og vorum hinir mannalegustu. Nú skyldi „Hund-Tyrkinn“ svo sannarlega setja ofan. Nú minnast fáir á þetta mál framar. Ég held að hin dapurlega niðurstaða þess sé að hluta því að kenna, að stuðningur okkar við móðurina hafi ekki verið endingar- góður. Þreyta og áhugaleysi yfir- tók okkur á hlaupabrautinni. „Hund-Tyrkinn“ sýndi hins veg- ar dágott úthald. Æðsti dómstóll hans dæmdi rétt vera að ræning- inn héldi ránsfeng sínum en móðir- in fengi mjög takmarkaðan um- gengnisrétt gagnvart börnum sínum, sem þó er erfitt fyrir hana að nýta og tíðum útilokað. - Um það má segja líkt og Jón Hregg- viðsson forðum: „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti." Auk ofangreinds máls er nær- liggjandi að minna á mál Sævars Ciesielskis og félaga hans sem urðu að þola langa fangelsisvist fyrir morð sem augljóst mun þykja að þeir hafi ekki framið. Viður- kennt mun að þeir hafi verið þvingaðir til að játa á sig rangar sakargiftir. Alllengi virtist talsvert almennur áhugi á því hérlendis að reyna að rétta hlut þeirra félaga, meðal annars með því að stuðla að endurupptöku máls þeirra. Furðu lítið hefur hins vegar verið rætt um mál þetta upp á síðkastið. Mig uggir að við séum einnig þrotnir þar á sprettinum. Fátækt á íslandi? I seinni tíð hefur talsvert verið rætt í fjölmiðlum um fátækt á ís- landi. Hvað gera megi til að forða hinum lakast settu frá hungur- mörkum. Sagt er að munur á lífs- kjörum fólks sé í örum vexti, þeir fátæku verði fátækari, þeir ríku ríkari. Hreyfing, eða í öllu falli umræða, sýnist í gangi, til að ráða einhverja bót á þessu. Einn er þó sá maður sem sagt er að vilji ekki viðurkenna að fá- tækt sé alvarlegt vandamál á ís- landi. Það er hæstvirtur forsætis- ráðherra okkar. Mér skilst að mörgum þyki það út af fyrir sig al- varlegt vandamál að svo háttsettur og valdamikill maður skuli ekki koma auga á svo augljósan vanda. Nú fer því fjarri að ég telji mig þess umkominn að taka málstað svo háttsetts manns. Til þess er bilið alltof langt milli óbreytts liðs- manns og formanns herforingja- ráðsins, á líkingamáli talað. Ég vildi þó af þessu tilefni bera fram þá spurningu, hvort sé vænlegra til árangurs að gefast upp á miðri leið í sókn að ákveðnu markmiði eða neita alfarið tilvist þess vanda sem markmiðið lýtur? Utkoman sýnist sú sama í báð- um dæmunum en varla fer hjá því að í fyrra tilvikinu eyðist meiri orka og þá víst að mestu til ónýtis. Einnig má vera að sá sem afneitar tilvist vandans „missi andlitið" síð- ur en sá sem gefst upp við lausn hans. Andlitssvipinn kann að vísu að skorta nokkuð á í trúverðug- leika og ekki mundi hann sá óska- svipur sem við kysum helst að móta í varanlegt efni. En andlit mundi það teljast samt, varla óburðugra en okkar hinna, sem horfðumst í augu við vandamálin en gáfumst upp á miðri leið við lausn þeirra og þor- um nú tæpast að beina ásjónum okkar að nokkurri ærlegri mann- eskju lengur. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Alþjóðlegur dagur svæðameðferðar Frá Þórgunmi Þórarinsdóttur: í DAG, laugardaginn 30. septem- ber, er alþjóðlegur dagur svæða- meðferðar. Svæða- og viðbragðs- meðferð allra líffæra og líkamshluta líkamans. Svæðin eru nudduð með markvissu þrýstinuddi og eru orkurásir líkamans og mikil- vægir punktar á þeim örvaðir sam- hliða. Það er nuddað að sársauka- mörkum og góð svæðameðferð stuðlar að slökun taugakerfisins og betri blóðrásar- og orkuflæðis um líkamann. Svæðameðferð er mjög áhrifa- og árungursrík meðferð sem virkjar lækningamátt líkamans. Góð heilsa er það verðmætasta sem við eigum. Þegar veikindi hrjá okk- ur erum við orkulítil og vansæl, en þegar við erum hraust andlega og líkamlega erum við orkumikil og í góðu jafnvægi. Svæðameðferð stuðlar að alhliða jafnvægi og virkar bæði fyrirbyggj- andi og uppbyggjandi. Þeim, sem hafa áhuga á að fara til faglærðs svæðanuddara, er velkom- ið að hafa samband við svæðameð- ferðarfélag íslands. (sjá símaskrá). ÞÓRGUNNA ÞÓRARINSDÓTTIR, formaður Svæðameðferðarfélags íslands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.