Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGAKDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 3 fótbolti og körfubolti, fær á öllum sviðum og gafst aldrei upp fyrr en þú varst búinn að vinna. Og oft þegar þú vannst þegar við vorum að spila bauðstu til að spila með bundið fyrir augun og aðra hönd fyrir aftan bak. Einhvem tíma voruð þið mamma að spila og þegar þú vannst hana sagð- irðu að það væri svo létt að vinna hana að það væri eins og að drekka vatn með ... Öll óvenjulegu orðin sem þú notaðir og urðu til þess að við fór- um að nota þau líka, hver hefði t.d. skilið annar en við þegar þú spurðir: Ætlið þið urtumar að hitta brimlana í kvöld og fá ykkur öllara? Þú kenndir mér sjómannatáknmál, þurftir t.d. bara að snúa hendinni, þá vissi ég að þú varst að biðja um kaffi. Þú reyndir líka að kenna okkur Erlu mors, og alltaf þegar rafmagnið fór mátti bóka að þú varst kominn út í glugga að blikka á okkur með vasaljósi. En við eram báðar með dverghænuheila, eins og þú sagðir svo oft, þannig að við gátum ekki lært það. Þú varst búinn að kenna mér að keyra bfl. Þú treystir mér til að keyra nýja jeppann þinn og það fyrsta sem þú kenndir mér í sambandi við að keyra var að taka af stað með stæl! En best var þegar þú varst að hneykslast yfir letinni í okkur krökk- unum og sagðir að þú hefðir byrjað að ganga nokkurra mánaða og farið fyrst á sjó tveggja ára og þar hefðir þú verið alla þína ævi. Ég gat sagt þér allt, þú vissir marga hluti sem ekki einu sinni bestu vinkonur mínar vissu. Eftir öll böll komstu upp í herbergi til mín til að vekja mig, sagðir mér að klæða mig því við þyrftum að fara á rúntinn svo við gætum talað saman í næði um hvað gerst hafði á ballinu. Ofsalega sakna ég þess þegar ég kem heim úi- vinnunni að sjá þig ekki við eldhúsborðið að lesa Moggann og spyrja: Var ekki ömurlegt í vinn- unni? Eða heyra þig segja hvað þú værir heppinn að allar fallegu stelp- urnar væra skyldar þér, og þess að heyra útidymar lokast og heyra þig læðast upp stigann til að fara í kapal í tölvunni og heyra svo kannski öskur og stapp þegar kapallinn gekk ekki upp. Þér var svo nákvæmlega sama hvernig fötum þú gekkst í. Það var stundum hlægilegt að sjá þig, í rifnu skræpóttu stuttbuxunum sem alls ekki mátti laga og í ósamstæðum skóm, því annar skórinn hafði ein- hvem tíma verið tekinn í misgripum í partíi og annai’ næstum því eins skil- inn efth’. Það var svo margt sem við voram búin að ákveða. Ég átti að ná mér í strák sem spilaði fótbolta, helst á ít- alíu eða í Englandi, svo ætlaðir þú að koma og vera hjá mér á sumrin og fara á fótboltaleiki. Eða þá að ég átti að ná mér í lögmannsson eða læknis- son, því að pabbar þeirra væra ríkir, svo að þeir gætu dekrað stanslaust við mig. Þú vildir allt fyrir mig gera. Um daginn hringdi ég í þig suður og spurði hvort ég og Erla mættum ekki fá sjónvarpið þitt lánað. Þú hélst það nú en sagðir að þú værir búinn að henda kassanum utan af því. Ég hugsaði smá en skildi ekkert um hvaða kassa þú varst að tala. Þá sagði ég: „Nonni, ég var að meina litla sjónvarpið sem Birkir er með.“ Þá sagðir þú: „Nú, en viljið þið ekki fá 28 tommu sjónvarpið mitt og vera flott- astar ávistinni!" Þú heillaðir alla sem umgengust þig. Hjúkkumar á sjúkrahúsinu dekraðu svoleiðis við þig að annað eins hefur varla sést. Ein bauð þér meira að segja heim til sín í kaffi. Það var bara ekki annað hægt en að heillast af þér ef maður umgekkst þig- Elsku Nonni, ég sakna þín svo að orð fá því ekki lýst. Með þér dó hluti af mér sem ekki kemur aftur. En all- ar minningamar um þig mun ég geyma í hjartanu alla mína ævi. Ég veit að nú líður þér vel og að þú munt fylgjast með mér og fjölskyldu minni. Nú ertu kominn til afa og ömmu í Sól- vangi svo þið amma getið farið aftur að spila. Takk fyrir allar samvera- stundh-nai’ og það sem þú kenndir mér, því gleymi ég aldrei. Elsku Binna, Bói, Addi, Þröstur, Ragga og aðrir ættingjai’ og vinir. Megi góður guð veita okkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Þóaðkaliheiturhver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei mun ég gleyma þér (Vatnsenda-Rósa.) Þín litla frænka, Harpa Rún. Takk fyrh’ allar dýrmætu stund- imar sem við áttum saman bæði fyrir sunnan þegar ég var í Iðnskólanum í hárgreiðslu og þið Helgi í Stýri- mannaskólanum. Þú sem ég leit á sem stóra bróður að klára skólann og Helgi að byrja. Ó hvað ég var stolt að eiga svona yndislegan frænda sem tók mig alltaf undir sinn verndar- væng þegar við vorum fyrir sunnan. Og þú kynntir mig fyrir þínum vinum sem litlu fi-ænku frá Hornafirði. Allt- af hringdum við sitt á hvað, og þú spurðir mig alltaf hvort strákamir væra ekki óþægir. Þú sagðir alltaf að þeir ættu að vera svolítið óþægir, því það væri hraustleikamerki. Og þegar þú, elsku Nonni, varst að passa Gísla Eystein fyrir mig eins og svo oft, og þótti þér það ekki leiðinlegt, jafnvel þegar þú lentir í því að skipta á hon- um og setja á hann bréfbleiu og þér fannst hún ekki passa nógu vel, þá reddaðir þú því bara með því að klippa hana svolítið tíl. En dýrmætur var sá tími sem við áttum saman á Borgó nú í sumar og þú svona veikur vildh’ koma með okk- ur niður á Neskaupstað, meðal ann- ars til þess að fara með björgunar- bátinn þinn úr Alla Ólafs í skoðun, eða afa eins og þú sagðir alltaf. En ég veit, elsku Nonni, og hugga mig með því að elsku amma og afi í Sólvangi biðu með opinn faðminn þegar þú fórst frá okkur. Elsku Binna, Bói, Addi og fjöl- skylda, Þröstur og Ragga. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Hrafnhildur, Helgi og synir. Við fráfall Jóns Aðalsteins langt um aldur fram hefur fámennt byggð- arlag misst einn af sínum bestu son- um. Hógværð og hófsemi einkenndi allt hans líf. Ungur tefldi hann tals- vert og var góður skákmaður en sneri sér síðan að brids. Þar var hann í fremstu röð og átti mikið safn verð- launagripa. Sjósókn stundaði Jón Að- alsteinn frá unga aldri á litlum sem stóram fiskibátum og aflaði sér rétt- inda á því sviði. Hin síðari ár sótti hann sjóinn frá Borgarfirði á báti sín- um, sem hann var að láta endur- byggja þegar gömul meinsemd tók sig upp og reyndist nú óviðráðanleg. Okkar samskipti urðu mest þegar við stóðum í útgerðarbrasi fyrir nokkr- um áram. Þau samskipti og önnur vora öll á þann veg að mér finnst sér- stök ástæða til að þakka þau þegar leiðir skilur nú með þessum dapur- lega hætti. Jón Aðalsteinn lét sér mjög annt um foreldra sína og systk- ini. Þeirra missir er mikill og vil ég votta þeim innilega samúð mína. Magnús í Höfn. Elsku Nonni. Mig langar að fá að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst upp- áhald allra í fjölskyldunni minni, það þótti öllum svo vænt um þig. Ég man eftir því allt frá því ég var mjög lítil hvað ég hlakkaði alltaf til þegar ég vissi að þú værir að koma í heimsókn til okkar á Hrísbrautina. Þú varst vanur að stríða mér þá í gegnum síma og segja að þú kæmir ekki því að það væri svo leiðinlegt á Höfn. Ég las það að hægt væri að lýsa lífinu sem bók, sumar bækur era stuttar en aðrar langar, en stutta bókin getur verið innihaldsi’íkari en sú langa. Á þessum tíma sem við áttum saman kenndir þú mér svo margt, þú kenndir mér að vera ánægð með það sem ég á og aldrei þykjast vera einhver annar en maður er. Það er stórt skarð í lífi manns núna þegar þú ert farinn en þú munt alltaf lifa í góðu minningunni sem ég á um þig og eiga stóran stað í hjarta mér og okkar allra sem feng- um að kynnast þér. Elsku Binna, Bói, Addi og fjöl- skylda, Þröstur og Ragga. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Ég kveð þig með söknuði, elsku besti Nonni minn. Siggerður. Mig langar að minnast æskuvinar míns, Jóns Aðalsteins Kjartanssonar, með fáeinum orðum. Við Jón Aðall ólumst upp saman á Borgarfirði, jafnaldrar, bekkjar- bræður, fermingarbræður, makker- ar og félagar í öllu mögulegu og ómögulegu. Á þeim áram hét Jón yf- irleitt Nonni Binnu þótt hann fengi annað slagið á sig einhver uppnefni eins og við hinir, enda Borgfirðingar næstum jafn flínkir í að uppnefna fólk og að herma eftir því. Það var síðan að mig minnir í 8. bekk sem Nonni byrjaði að skrifa sig Jón Aðal, sem stytting úr Aðalsteinn. Það breyttist síðan í Jón Aðall eða Aðallinn og fest- istviðhann. Við fóram eins og flestir unglingar á Borgarfirði í Eiðaskóla eftir 8. bekkinn heima og voram þar næstu tvö ár. Það var frábær tími. Það er einmitt á þeim aldri sem menn binda mörg þau vináttubönd sem ekki slitna og tímans tönn vinnur ekki svo auðveldlega á. Eitt atvik kemur gjaman upp á yfirborðið þegar hug- urinn leitar til baka til þessara daga; þegar Jón tróð öllum að óvöram upp á bekkjarskemmtun og söng fullum hálsi fyrir yfir hundrað skólasystldn sín lagið um Nínu og Geira - sjaldan hefur söngur snortið mig meira á líf- sleiðinni. Reyndar held ég að fæstir þeirra sem á hlýddu gleymi því, svo óvænt og innilegt var þetta. Jón Áðall hafði frábært keppnis- skap og hjálpaði það honum í þeim íþróttum og störfum sem hann lagði stund á. Á Borgarfirði og síðan á Eið- um stunduðum við allar boltagreinar eins og tök vora á, einkum fótbolta og körfu, en í körfunni var Nonni ótrú- lega lunkinn. Heima á Borgarfirði tefldum við mikið og þar lærðum við að spila brids, hann var skyldunáms- grein í 7. og 8. bekk. Við áttum ófáar ánægjustundir saman við græna borðið, ýmist sem makkerar eða and- stæðingar. Þar sýndi hann strax mikla hæfileika og hef ég engum bridsspilara kynnst með meiri borð- tilfinningu þ.e. auga fyrir sálfræðinni og því sem í andlit og fas má ráða. Eftir að ég fluttist að heiman hefur mér þótt ómissandi þegar ég hef komið heim að kíkja til Aðalsins og helst að taka rúbertu eða að öðrum kosti nokkrai’ kotrar. Oftar en ekki hafði Aðallinn betur og þá kom gjarn- an: „Æ, ég nenni þessu ekki lengur, mér fer aftur af að spila við ykkur Svalbarðsbræður,“ og svo kom hlát- urinn. En þetta var ekki grobb held- ur hluti af leiknum og húmomum í kringum hann. Það eru ekki liðnir nema nokkrir mánuðir síðan við urðum saman bik- armeistarar Austurlands í brids - en samt svo óralangt. Hann var þá þeg- ar farinn að finna fyrir þeim sjúk- dómi sem nú hefur haft síðasta orðið. Hann vildi þó ekkert um það tala frekar en þegar ég heimsótti hann á spítalann fyrir nokkram vikum, hann vildi frekar ræða enska boltann eða fá fréttir af mér og mínum. Ég stríddi Jóni stundum á því að hann væri sérvitur og furðulegur, en ég held að hans sérviska hafi fyrst og fremst verið sú að vera einstaklega heilsteyptur og eðlilegur persónu- leiki, algerlega laus við sýnda- rmennsku og tilgerð. Honum var al- veg sama hvað öðrum fannst um hann og einmitt þannig vann hann hylli þeirra sem kynntust honum. Mig langar að leiðarlokum að þakka fyrir vináttu þína Jón, ekki að- eins við mig heldur bræður mína og móður líka sem öll mátu þig jafn mik- ils. Ég vona síðan að þið vinimir, þið Jón Bragi bróðir, skellið ykkur á Highbury í vetur og sjáið liðin ykkar, Arsenal og West Ham, kljást. Að lokum vil ég senda fjölskyldu Jóns, þeim Bóa og Binnu, Adda, Þresti og Röggu, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Ásgrímsson. öapðskpm k v/ Possvogskit'kjuga^ð j Sími: 554 0500 + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR rithöfundar og fyrrv. ritstjóra. Friðrik Indriðason, Þorsteinn G. Indriðason, Elín Bára Magnúsdóttir, Arnaldur Indriðason, Anna Fjeldsted, Þór Indriðason og barnabörn, Hrönn Sveinsdóttir. + Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, amma og systir, ÞORBJÖRG STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Eyrarvegi 5, Grundarfirði, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. október kl. 14.00 Jens Hansen, Kolbrún Þorvaldsdóttir, Jónas Þorvatdsson, barnabörn og systkini. < Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÁRNASONAR fyrrv. bónda, frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Kirkjuhvoli, Hvoisvelli, og starfsfólki í Holtsbúð, Garðabæ. Hildur Árnason, Unnur Sigurðardóttir, Alfred Rohloff, Valborg Sigurðardóttir, Sara H. Sigurðardóttir, Árni Þ. Sigurðsson, Þórunn B. Sigurðardóttir, Hrafnhildur I. Sigurðardóttir, Óskar Magnússon, Þórdís A. Sigurðardóttir, Gunnar B. Dungal, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Ólafsson, Aagot Emilsdóttir, Árni M. Emilsson, + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, BALDVINS H.G. NJÁLSSONAR, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. V Þorbjörg Bergsdóttir, Bergþór Baldvinsson, Bryndís Arnþórsdóttir, Baldvin Þór Bergþórsson, Birna Dögg Bergþórsdóttir, Þorbjörg Bergþórsdóttir, Málfríður Baldvinsdóttir, Ingibergur Þorgeirsson, Theodór Ingibergsson, Sóley Björg Ingibergsdóttir, Bergur Þór Eggertsson, Þórhildur Eva Jónsdóttir, Berglín Sólbrá Bergsdóttir. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Trcderiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is t ! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.