Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 39 HtagmíHfiftifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMAMÓT Með skýrslu Auðlindanefndar, sem kynnt var í gær og þeim viðbrögðum sem fram hafa komið nú þegar við tillögum nefndar- innar, hafa orðið tímamót og þátta- skil í umræðum og deilum sem staðið hafa linnulaust í hálfan annan áratug um fiskveiðistjórnarkerfið. Auðlindanefndinni, sem skipuð var einstaklingum með mjög ólíkar skoð- anir á þessum deilumálum, tókst það ætlunarverk að leggja fram sameig- inlegar tillögur sem eiga að geta orð- ið grundvöllur friðar og sátta um þessi mál. En jafnframt er Ijóst, að verði til- lögur nefndarinnar eða andi þeirra að veruleika hefur verið lagður grund- völlur að nýrri stefnu og nýrri hugs- un um þjóðfélagsmál. Kjarninn í tillögum nefndarinnar er þessi: eignarréttur þjóðarinnar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru í einkaeign er undir- strikaður með afdráttarlausum hætti með tillögu um nýtt ákvæði í stjórn- arskrá lýðveldisins um þjóðareign sem ekki megi selja eða láta varan- lega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Veita má heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum þjóðareignum gegn gjaldi að því tilskyldu, að sú heimild sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrir- vara. Þessi ákvæði ná til allra auðlinda í þjóðareign en ekki einungis til fiski- miðanna sem er grundvallaratriði í því að sætta sjávarútveginn við þessa niðurstöðu um leið og það er efnis- lega rétt. Auðlindanefnd gerir ekki ákveðnar tillögur um hvernig gjaldtöku skuli háttað en bendir á tvær leiðir í sam- bandi við sjávarútveginn. Ein af röksemdunum fyrir því að hafa þenn- an hátt á er sú, að tillögur nefndar- innar ganga til Alþingis og ríkis- stjórnar sem taka hinar endanlegu ákvarðanir. Eðlilegt er að þessir aðil- ar geti valið á milli a.m.k. tveggja kosta til þess að ná þessum markmið- um. Ætla má, að mjög víðtæk samstaða geti orðið um tillögu nefndarinnar um að efla og styrkja eignarrétt þjóðar- innar á auðlindum sínum með því að taka ákvæði þess efnis upp í stjórnar- skrá. Hins vegar má gera ráð fyrir, að skoðanir verði skiptari um hvaða leið beri að fara við gjaldtöku í sjávar- útvegi. Athyglisvert er að útgerðar- menn útiloka algerlega hina svo- nefndu fyrningaleið. Hún er þó að því leyti til hagstæðari fyrir þá, að með henni ákveða þeir nánast sjálfir hvert gjaldið verði þar sem telja verður ól- íklegt að þeir byðu hærra verð fyrir veiðiheimildir en rekstur þeirra gæti staðið undir. En það er ljóst, að þeir telja að ákveðið öryggisleysi fylgi þeirri leið og þeir viti betur hvar þeir standi ef um veiðigjald er að ræða. Það er hins vegar mikilvægt að menn átti sig á því, að tillögur Auð- lindanefndar snúa ekki einvörðungu að sjávarútveginum. Þær snúast um allar auðlindir í þjóðareign og þ.á m. orku fallvatnanna. Auðlindanefnd gerir ákveðna tillögu um innheimtu auðlindaarðs af vatnsafli í þjóðlend- um og leggur þar með drög að nýrri stefnumörkun á því sviði. Jafnframt mun það áreiðanlega þykja tíðindum sæta, að nefndin ger- ir tillögur um að greiðslur komi fyrir aðgang að rafsegulbylgjum til fjar- skipta með sama hætti og fyrir rétt- inn til þess að nýta aðrar auðlindir en nefndin telur rafsegulbylgjur til takmarkaðra auðlinda. Viðbrögðin við tillögum Auðlinda- nefndar hafa orðið nokkuð óvænt þegar horft er til umræðna undanfar- inna ára. Davíð Oddsson forsætisráðherra- sagði á fundi í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun, þar sem skýrslan var kynnt, að hann teldi um „stóratburð að ræða í íslenzkri samtímasögu“. Viðhorf Halldórs Asgrímssonar ut- anríkisráðherra til tillagna nefndar- innar er mjög jákvætt. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag: „Nefndin leggur til að sjávarútvegur- inn greiði meira til samfélagsins enda hafi hann afkomumöguleika til þess að gera það. Ég tek undir þá skoðun ... ég (hlýt) að fagna því sérstaklega að þessi ágæta nefnd hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það kunni að reynast nauðsynlegt að styrkja ákvæði stjórnarskrárinnar að þessu leyti.“ Þetta er mikilyæg yfirlýsing af hálfu Halldórs Asgrímssonar sem lengi hefur verið talinn einn af helztu höfundum núverandi fiskveiðistjórn- arkerfis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kveðst telja það „ákaflega sögulegt að nefndin skuli hafa náð þetta langt,“ eins og hann kemst að orði í samtali við Morgun- blaðið í dag. Bæði Steingrímur J. Sigfússon for- maður Vinstri grænna og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, láta jákvæð orð falla um til- lögur Auðlindanefndar þótt þeir eins og aðrir hafi ýmislegt við þær að at- huga. Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra telur tillögur nefndarinnar „ágætan grunn til að byggja á frekari sátt“. En kannski eru það viðbrögð stjórnar Landssambands íslenzkra útvegsmanna sem koma mest á óvart og gefa jafnframt raunsæjar vonir um að hægt verði að fylgja tillögum Auðlindanefndar eftir með endan- legri niðurstöðu. Stjórn LÍÚ kom saman til fundar í gær og lýsti því síð- an yfir, að útgerðarmenn væru til- búnir í viðræður við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds með ákveðnum skilyrðum. Þessi viðbrögð útgerðarmanna eru stórtíðindi sem Morgunblaðið sér sérstaka ástæðu til að fagna eftir margvísleg og stundum harkaleg átök sem orðið hafa á milli blaðsins og forystumanna útgerðarmanna á und- anförnum árum um þetta mál. Þótt þessar tillögur liggi fyrir og viðbrögðin við þeim hafi orðið betri en menn kannski þorðu að vona er málinu ekki lokið. Töluvert starf er eftir en þess er að vænta að það verði unnið í þeim anda sem nú hefur skap- ast á milli manna. Nýjar skurðstofur opnaðar í Sjúkrahúsinu á Akranesi Þdrir Bergmundsson, Ásgeir Ásgeirsson og Sigurður Ólafsson á nýju skurðstofunni. Kristín Pálsdóttir röntgentæknir á röntgendeildinni. Sjúkrahús er aldrei fullbyggt í dag verða formlega teknar í notkun þrjár nýjar skurðstofur á Sjúkrahúsi Akraness. Sigríður B. Tómasdóttir og Halldór Kolbeins skoðuðu sig um á sjúkrahúsinu og komust að því að íbúar höfuðborgarsvæðisins leita gjarnan þangað. Fyrsta aðgerðin á nýju skurðstofunni fór fram í gær. Stefán Helgason, yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómadeildar, Sigurð- ur Kr. Pétursson, yfirlæknir svæfingadeildar, og Kristjana Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ingunn Viðarsdóttir sjúkraþjálfari við störf. ÓTT læknislistin eigi sér aldalanga hefð var það fyrst á átjándu öld að fyrsti læknismenntaði íslendingurinn tók til starfa. Bjarni Pálsson hlaut landlæknistitil árið 1760 en íslend- ingar þurftu að bíða rúma öld í við- bót áður en eiginlegt sjúkrahús var reist hér á landi. I dag þykir sjálfsagt að hafa aðgang að sjúkra- húsum um land allt og því hálf- einkennilegt að hugsa til þess að ekki var nema eitt sjúkrahús á landinu í upphafi tuttugustu aldar- innar. Þessar hugleiðingar fljúga um hug blaðamanns á leiðinni upp á Akranes þar sem sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi skulu sótt heim í tilefni þess að þrjár nýjar skurðstofur verða formlega teknar í notkun í dag. Sjúkrahúsið á Akranesi, á sér tæprar hálfrar aldar sögu, var tek- ið í notkun árið 1952, þá 25 rúma sjúkrahús. Rúmum áratug síðar var það stækkað og rúmum fjölgað í 95. í dag eru hins vegar 75 rúm á sjúkrahúsinu. Skýringa þess er þó ekki að leita í minnkandi starfsemi hússins heldur því að legudögum hefur fækkað mjög. „Fyrir fimmtán árum lágu sjúklingar að meðaltali í fjórtán til fimmtán daga. í dag eru þetta hins vegar um fimm dagar,“ segir Ás- geir Ásgeirsson, skrifstofustjóri sjúkrahússins. Ásgeir, Sigurður Olafsson framkvæmdastjóri og Þórir Bergmundsson lækningafor- stjóri eru mættir til að leiða blaða- mann og ljósmyndara um sjúkra- húsið og fræða um starfsemi þess. Það er sá síðastnefndi sem tekur orðið af Ásgeiri. „Eftir því sem að- gerðir hafa orðið einfaldari eru sjúklingar fljótari að ná sér og þurfa styttri tíma á spítala." Þeir félagar benda á að tækniframfarir í læknavísindum séu örar og Sjúkrahús Akraness hafi verið fljótt að tileinka sér það nýjasta þar. Mikill vöxtur í skurðlækningum Það eru ekki eingöngu íbúar Vesturlands sem njóta góðs af góðri aðstöðu Sjúkrahússins. „Hingað koma margir sjúklingar af höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður. Það eru t.d. slitgigtar- sjúklingar sem um er að ræða en langir biðlistar eru á sjúkrahúsum í Reykjavík eftir að komast í að- gerð á borð við þá að skipta um mjaðmarliði og hnéliði. „Það er mikill vöxtur í skurðlækningum hér,“ segir Þórir. Þegar hafa verið framkvæmdar 50 slíkar aðgerðir það sem af er ári en þær voru 60 í fyrra segja þeir. „Við gætum framkvæmt fleiri að- gerðir ef fjárveiting fengist til þess,“ segir Sigurður. Holsjárað- gerðir eru líka margar á sjúkra- húsinu. „Við erum fjölgreina- sjúkrahús og viljum vera það áfram. Það þýðir að við veitum fjölbreytta þjónustu og hér er vaktþjónusta allan sólarhringinn. Það er samt ekki öll sjúkrahús- þjónusta veitt hér, hér er t.d. ekki gjörgæsla og ekki barnadeild," segir Þórir. Þeir sjúklingar sem ekki er hægt að sinna á Akranesi vegna þess að aðstaðan á sjúkrahúsinu býður ekki upp á það eru vitaskuld sendir til Reykjavíkur. Það sem kemur e.t.v. meira á óvart er að 15% sjúklinga á handlækninga- deild sjúkrahússins er af höfuð- borgarsvæðinu. „Það er áratuga- hefð fyrir þessu,“ segir Sigurður. Þórir bendir á að hlutfall á milli bráðaaðgerða og biðlistaaðgerða sé einkar hagstætt á Akranesi. Það þýðir að biðin eftir aðgerð er mun skemmri en í Reykjavík. Flestir sérfræðingar á Ákranesi eru með stofu í Reykjavík og vísa sjúklingum þangað ef svo ber und- ir. Þegar litið er á hvernig sjúkling- ar sjúkrahússins dreifast eftir bús- etu kemur í ljós að tæpur helming- ur kemur frá Akranesi og Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar. Fimmtungur er úr Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, rúm 10% úr Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu. 13% eru af höfuðborgarsvæðinu. Af- gangur dreifist svo á Dalasýslu og A-Barðastrandarsýslu, Stranda- sýslu, V-Húnavatnssýslu og önnur svæði. Dreifingin breytist þó aðeins þegar litið er á einstakar deildir. T.d. er um fimmtungur sjúklinga á fæðinga- og kvensjúkdómadeild af höfuðborgarsvæðinu. Sigurður bendir á að umsvif hafi aukist á fæðingardeildinni en þar hefur orðið 10-15% aukning síðustu árin. Skýring þessa er að bæði hefur fæðingum verið hætt á Sjúkrahús- inu í Stykkishólmi og ekki síður vegna þess að Kjalnesingar og Mosfellingar leita í auknum mæli þangað. Þessi þróun tengist að sjálf- sögðu Hvalfjarðargöngunum og þeirri samgöngubót sem þau hafa verið fyrir Akranesinga. „Göngin hafa breytt miklu,“ segir Þórir. Það kemur í ljós að það er ekki ein- göngu vegna þess að miklu styttra er að aka upp á Skaga núna heldur vegna þess að tilkoma ganganna hefur breytt samsetningu sjúkl- inga. „Við fáumst við miklu færri slys en áður,“ segir Þórir. ,Áður reið alltaf yfir slysaalda í byrjun júní þegar sumarferðalögin hóf- ust. Starfsfólkið var farið að kvíða þessu þannig að það er mikill léttir að vera laus við þetta.“ En þó að umferð um þá slysa- gildru sem Hvalfjörðurinn var sé ekki lengur mikil hefur umferð al- mennt aukist og ferðalöngum fjölgað. Það þýðir aukinn eril á heilsugæsluna sem er mikilvægur hluti sjúkrahússins. „Við erum þar að auki í góðu samstarfi við heilsu- gæslustöðvar í okkar umdæmi," segir Sigurður. Gengið vel að ráða starfsfólk Sú spurning vaknar óneitanlega hvernig gengið hafi að ráða í stöð- ur nú á tímum nægra starfa. „Það hefur gengið mjög vel, við eigum ekki í neinum vandræðum," er svarið en um 170 stöðugildi eru á Sjúkrahúsinu á Akranesi og um 230 manns sinna þeim störfum. Auk fasts starfsfólks koma aðstoð- arlæknar og fara en Sjúkrahúsið á Akranesi hefur kennsluskyldu sem þeir sinna í samstarfi við læknadeild Háskólans. „Kandidat- ar hafa verið mjög ánægðir með að koma hingað en þeir fámörg tæki- færi hér og geta auðveldlega leitað til sérfræðinga,“ bendir Sigurður á. Nú er komið að því að fara í skoðunarferð um sjúkrahúsið og eru blaðamaður og ljósmyndari leiddir um hverja deildina á fætur annarri en á sjúkrahúsinu eru lýf- lækningadeild, handlækninga- deild, fæðingar- og kvensjúkdóma- deild, skurðdeild, svæfingardeild, röntgendeild, rannsóknardeild, endurhæfingardeild, slysadeild og öldrunarlækningadeild. Blaða- maður kemst að því að mikil aukn- ing hefur orðið á umsvifum ó sjúkrahúsinu á ýmsum sviðum á síðustu þremur árum. T.d. fjölgaði röntgenrannsóknum úr 5.569 í 6.458 frá 1997 til 1999 og almenn- um rannsóknum á rannsóknar- stofu fjölgaði líka, úr 62.347 á ár- inu 1997 í 81.579 árið 1999. Skoðunarferðin endar svo á skurðdeildunum nýju. Þær voru fluttar inn frá Þýskalandi, tilbúnar en ósamsettar. Kostnaðurinn við þær var um 20 milljónir króna en heildarkostnaður við verkið er 100 milljónir. „Við vonumst til að þjón- ustan hér verði enn betri eftir að þessar stofur hafa verið teknar í notkun,“ segir Sigurður. En skyldi þá uppbyggingunni í sjúkrahúsi og heilsugæslustöðinni á Akranesi vera lokið? „Sjúkrahús er aldrei fullbyggt," segir Þórir. „Því eðli starfsins er alltaf að breytast og þróast." ÖLDUR á himni ognakin kona eftir Miro. GRÁTANDI kona (1937) eftir Picasso. 17. maí, miðvikudagur Sáum óperu Tchaikovskys Eugene Onegin, í ensku þjóðaróperanni. Hafði ekki séð hana áður, en fannst tónlistin sterk og falleg og svo náttúrulega rómantísk a la Tchaikovsky. Óperan er gerð eftir frægasta kvæði Pushkins sem hann orti með hliðsjón af Don Juan Byrons, að ég held. Þetta er mikið sagnakvæði og ekki sízt merkilegt fyrir þær sakir að örlög Pushk- ins sjálfs urðu hin sömu og skáldsjns Lenskys sem féll fyrir hendi Onegins í einvígi. Ástæðan: ást og af- brýðisemi. Það á ekki af blessaðri ástinni að ganga. Hún fær aldrei frið fyrir afbrýðiseminni. En svo er guði fyrir að þakka að einvígi eru ekki lengur í tízku og þess vegna eru margir lifandi nú sem annars væru dauðir. Gremin prins syngur óviðjafnanlega aríu um ástina í næstsíðasta þætti. Eg sagði einhvern tíma í greinar- korni frá Ameríku, af fullkomnu ábyrgðarleysi auð- vitað, að mér fyndist sumt í tónlist Tchaikovskys benda fram til söngleikja nú á dögum; minna stund- um á það bezta í þeim. Fyrrnefnd aría vakti með mér svipaðar hugrenningar og minni ég á það aftur, án ábyrgðar að sjálfsögðu. Meiri óperusérfræðingar en ég mundu áreiðanlega fúlsa við slíkri einföldun. En það skiptir mig engu máli. Mín viðbrögð eru fyrir mig, en ekki aðra. En hitt er nokkurn veginn víst að kjarnanum í þessu meistaraverki Tchaikovskys mætti vel lýsa með línu úr Endymion Keats, annarri bók: Kossinn er hunangsdögg frá liðnum dögum. Keats segir að vísu gröfnum dögum, en það er ótækt á íslenzku. KONUMYND eftír Dali. Pushkin orti kvæði 1826 sem ég þekkti ekki áður, það heitir Játning. Það er einhvern veginn svona: Ég elska þig - þó að það ýfí skap mitt, þó það sé erfítt og skammarlega tilgangslaust; ég legg þessa vonlausu heimsku að fótum þér! Það fer mér illa og ég er of gamall! Það er kominn tími til ég nái áttum! Samt viðurkenni ég öll einkenni þessa veiklyndis í sál minni: án þín leiðist mér - ég geispa; með þér er ég leiður - en þoli það: það óþolanlega! Það sem ég er að reyna að segja ástin mín er... ég elska þig! Þegar ég heyri þitt létta fótatak á leið úr setustofunni, eða skrjáfið í kjólnum þínum eða þína saklausu stúlkurödd, verð ég allt í einu eins og einfeldningur. Þú brosir - það er mér gleði; þú snýrð þér frá mér - það er mér sorg; þín fóla hönd er mér uppbót fyrir heilan dag af þjáningu. Þegai' þú situr með hálfan huga yfír útsauminum, horfir niður og hárið bylgjast, þá horfí ég á þig, ánægður og þögull, blíðlega eins og barn! Ætti ég að segja þér frá óhamingju minni, minni afbrýðisömu sorg, jafnvel stundum þegar þú ferð í langa göngu 1 vondu veðri - alein? Og tárin þín í einverunni og tal þitt í horninu og ferðirnar til Opochka og píanóið á kvöldin? Alina! Aumkaðu mig. Kannski er ég ekki verðugur ástar þinnar vegna synda minna. En reyndu að látast! Tillit þitt getur verið svo yndislegt! Æ, það er ekki erfítt að blekkja mig! Ég vil láta blekkjast! Þetta er hrá endursögn, mælt af munni fram og þýdd úr enska prógramminu sem við keyptum á sýn- ingunni. Það er margt merkilegt um Pushkin sem upplifði örlög sín í þessu mikla sagnakvæði, Onegin. M. KONUMYND (1925) eftir Dali. Samt viðurkenni ég öll einkenni / þessa veiklyndis í sál minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.