Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Hulda Auður
Kristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. febrúar 1932.
Faðir: Kristinn Jó-
hann Helgason, vél-
stjóri á Akureyri,
síðast búsettur í
Reykjavík, f. 1. apríl
1896, d. 31. mars
1935.
For.: Helgi Haf-
íJiðason, bóndi á Gili í
Fljótum, Holtshr.,
Skag., síðar verka-
maður á Ólafsfirði
og í Hrísey, Eyjaf., f.
23. jan. 1853, d. 1. febr. 1925, og
k.h. Kristín Eirfksdóttir, hús-
freyja, f. 23. maí 1858, d. 25. ágúst
1916. Móðir: Helga Marín Níels-
dóttir, ljósmóðir í Reylgavfk, f. 21.
júní 1903, d. 25. aprfl 1986. For.:
Níels Sigurðsson, bóndi á Hall-
dórsstöðum og Æsustöðum í Saur-
bæjarhr., Eyjaf., f. 5. október 1874,
d. 1. október 1950, og k.h. Sigur-
lína Rósa Sigtryggsdóttir, hús-
freyja, f. 4. júlí 1876, d. 15. janúar
1956.
, Hulda giftist 14. júlí 1951 Guð-
' mundi Jónssyni, pianóleikara, f.
13. nóvember 1929. Þau skildu
1976. For.: Jón Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Járnvöruversl-
unar Jes Zimsen í Reykjavfk, f. 24.
október 1893, d. 7. janúar 1959, og
k.h. Kristín Pálmadóttir, hús-
Stundum veltist lífið í aðrar áttir
en búist er við. Þó svo að mamma
væri fjarska veik síðustu vikurnar
áttum við ekki von á því að hún væri
-átóin að panta farseðilinn í sítt síð-
asta ferðalag. En hún lagði í hann á
þann hátt sem hún óskaði sér.
Kvaddi okkur litlu kerlingarnar sín-
ar og áhangendur og leið í burtu eins
og fallegt ljós sem slokknar þegar
það er uppurið.
Það eru margar minningar sem
leita á hugann á kveðjustund. Flest-
ar tengjast þær hinum ýmsu hefðum
sem þróast hafa í fjölskyldunni í
gegnum árin. Það birtast fyrir hug-
skotssjónum aðventusunnudagarnir.
Föndur, spjall, lestur jólasögu og að-
ventukaffi þar sem smakkað var á
jólakökunum. Laufabrauðsgerðin
sem endaði alltaf í stórri fjölskyldu-
veislu með tilheyrandi gamanmálum
freyja, f. 14. ágúst
1902, d. 2. júlí 1982.
Börn þeirra: 1) Auður
Eir, bankamaður, f.
10. nóvember 1951,
maki Helgi Gestsson,
lektor við Háskólann á
Akureyri. Þeirra
börn: a) Jón Gestur, f.
1974, sambýliskona
Hulda Kristín Guð-
mundsdóttir. Þeirra
dóttir: Rebekka Rut, f.
1999. b) Kristín, f.
1976, maki Sigurður
Hrafn Þorkelsson.
Dóttir þeirra: Birta
Eir f. 1999. 2) Guðmundur Krist-
inn, f. 9. janúar 1955, svæðisstjóri
hjá Trans Canada Pipeline í Kan-
ada, maki Vigdís Sigtryggsdóttir.
Börn þeirra: a) Jón, f. 1978. b)
Helga Kristfn, f. 1982. 3) Helga
Kristín, f. 25. desember 1955, maki
Stefán Sigurðsson, forsljóri Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur. Börn
þeirra: a) Þórhildur, f. 1974. b)
Guðrún Björk, f. 1975. c) Hulda
Katrín, f. 1979. d) Stefanía Helga,
f. 1987.4) Þórdís, f. 19. ágúst 1968,
myndlistarmaður, maki Sigurður
Vignir Guðmundsson, myndlistar-
maður. Barn þeirra: Valgerður, f.
1992.
Hulda varð stúdent frá MR 1950.
Cand. oecon. frá HÍ 1973. Ýmis
námskeið á sviði sölu og áætlana-
gerðar hjá Stjónunarfélagi Islands
og flissi. Páskasunnudagsmorgnar
með stórum morgunverði, svo okkur
systkinunum yrði ekki illt af tómu
súkkulaðiáti. Grillveislur, útilegur og
alls konar tilefni sem notuð voru til
að hóa mannskapnum saman. Við
sögðum stundum í alvörublöndnu
gríni að slíkar veislur væru próf á þá
sem væru að sækjast eftir því að
komast inn í fjölskylduna. Ef þeir
þyldu ekki hamaganginn og flissið,
þá væru þeir fallnir og ekki verðugir
makar.
Ég minnist líka langra samtala um
lífið og tilveruna. Vangaveltna um
orsakir og afieiðingar samskipta í
fjölskyldunni. Spjalls um vinnuna,
ættfræði, bókmenntir, heimspeki,
listir og pólitík. Allt krufið til mergj-
ar yfir óteljandi kaffibollum í eldhús-
inu hjá mömmu.
Hún var mjög fjölhæf kona eins og
og Félagi ísl. iðnrekenda 1973-88.
Námskeið og þjálfun í útflutnings-
fræðum hjá International Trade
Center, Unctad/Gatt í Genf, 1974.
Námskeið í útflutnings- og mark-
aðsmálum við Norges Eksport-
skole í Osló 1979-81, í markaðs-
fræðum og áætlanagerð við
Intemational Marketing Institute,
Boston College í Boston 1988, og
um fjárlagagerð og gerð rekstrar-
áætlana hjá Sljórnsýslufræðslunni
1989-91. Námskeið í gæðastjórn-
un og innra eftirliti í fiskvinnslu
1993 og 1994. Störf: Fram-
kvæmdastjóri Járnvöruverslunar
Jes Zimsen frá maí 1970 til nóv.
1973. Markaðsfulltrúi hjá Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins frá des.
1973 til maí 1976. Verkefnisstjóri
hjá iðnaðardeild Sambands ísl.
samvinnufélaga frá maí 1976 til
maí 1979 og hjá Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins frá maí 1979 til
júní 1982. Verktaki hjá Iðntækni-
stofnun Islands frá september
1982 til maf 1983. Framkvæmda-
stjóri Iðnrekstrarsjóðs frá maí
1983 til júlí 1984. Fyrirtælgaráð-
gjöf á eigin vegum 1984-1989, fyr-
ir húsgagnaframleiðendur, Sam-
band ísl. samvinnufélaga,
Útflutningsráð íslands og Rflds-
mat sjávarafurða. Fjármálastjóri
hjá Ríkismati sjávarafurða frá
nóv. 1989 til des. 1992. Lausráðin
hjá Fiskistofu vegna verkefna fyr-
ir gæðastjórnunarsvið frá mars
1993 til febr. 1994. Verkefnisstjóri
hjá Fiskistofu, gæðastjórnununar-
sviði, frá febr. 1994.
Útför Huldu fer fram frá Sel-
fjarnarneskirlg'u í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
hún átti kyn til. Við sögðum stundum
í hálfkæringi en með miklu stolti að
móðurfólkið okkar væri samsafn af
ljóngáfuðum konum sem brysti
aldrei kjark til að fylgja eftir hugðar-
efnum sínum. í fjölskyldunni hafa
geymst sögur af ótal afrekum þess-
ara kvenna. Svo sem þegar amma
byggði og rak fæðingarheimilið við
Eiríksgötu. Langamma sem stóð
fyrir stofnun líknarfélags í Saurbæj-
arhreppi og var ein af aðalhvata-
mönnum byggingar Kristneshælis.
Við vorum alin upp í jafnrétti og trú
á okkur sjálf. Otal gullmolar voru
notaðir til að berja í okkur kjark. Svo
sem að við gætum allt sem við vild-
um. Það væri bara spurningin um að
byrja á því. Hún var líka óþreytandi
að benda á, að við þyrftum alltaf að
vera að læra meira og bæta okkur
sem manneskjur. Hún sjálf lifði eftir
þessum lífsgildum. Vann alla tíð
óskaplega mikið bæði heima og að
heiman. Hætti helst aldrei fyiT en
hún hneig niður. Og þannig lauk hún
starfsævi sinni fyrir rúmum mánuði.
Hún var að ljúka verkefni fyrir
Fiskistofu sem var henni mikið
hjartans mál. Þrekið var þrotið, en
samt skyldi undirbúið að fara niður á
skrifstofu eftir að læknar Lands-
spítalans væru búnir að líta á hana
og gefa henni eitthvað við þessum
bannsetta verk. Af því varð ekki,
heldur var þessum áfanga lokið.
Ég kveð móður mína með þakk-
læti, ekki síst fyrir þetta síðasta ár,
þegar hún gerði okkur fjölskyldunni
kleift að hittast öll í fyrsta skipti í 20
ár. Fyrir það að hafa búið okkur út í
lífið eins hún gerði. Ég minnist henn-
ar með ást og virðingu.
Auður Eir Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Huldu Auðar Krist-
insdóttur, sem jarðsungin verður í
Seltjamameskirkju í dag. Það era
nú liðin tæp þrjátíu og tvö ár síðan
ég hitti Huldu fyrst. Ég hafði verið
svo gæfusamur nokkra fyrr að hitta
dóttur hennar, Auði, á skólagleði
Menntaskólans í Reykjavík. Þar
stunduðum við Auður nám og höfðu
þau kynni undið nokkuð upp á sig.
Nótt eina þá nokkra síðar, þegar við
bekkjarfélagar höfðum verið að
skemmta okkur, ákvað ég að heim-
sækja hana. Ég hringdi dyrabjöll-
unni og þótti ekkert við það að at-
huga að klukkan væri vel ríflega
miðnætti og engin ljós að sjá á heim-
ilinu. Eftir nokkra stund var opnað
og foreldrar Auðar horfðu á þennan
unga mann sem spurði eftir dóttur
þeirra. Faðir Auðar byrsti sig skilj-
anlega nokkuð en skyndilega breytt-
ist svipur Huldu úr undran í stórt
bros sem lýsti upp andlit hennar um
leið og hún sagði: „Þetta er allt í lagi.
Þetta er hann Helgi.“ Þetta bros þá
verðandi tengdamóður minnar
stendur mér enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum og fylgir minningu
minni um Huldu. Og þau urðu fleiri
brosin.
Kynni mín af Huldu urðu strax
einstaklega ánægjuleg. Hulda var
skarpgreind kona og mikill náms-
maður. Hún gaf sig alla því sem átti
hug hennar, hvort sem var vinna eða
nám. Hafði hún ung lokið mennta-
skólanámi á aðeins þremur áram og
haldið til Parísar ásamt manni sín-
um, Guðmundi Jónssyni píanóleik-
ara. Hún til náms í grísku og latínu,
með þýsku sem aukafag, en hann í
píanóleik. Þetta val var dæmigert
fyrir Huldu. Það var ekki valin auð-
veldasta leiðin. Fljótlega kom í ljós
að við yrðum samferða í viðskipta-
fræðinám þá um haustið 1969. Ari
síðar tók hún við rekstri á verslun
þeirra hjóna. Og þrátt fyrir að vera í
fullu starfi við rekstur verslunarinn-
ar lengst af námstímanum lauk hún
því námi á tilætluðum tíma. Arið
1973 skildu þau Guðmundur. Á
námsárum sínum eignaðist hún góða
kunningja og vini úr hópi samnem-
enda sinna. Lestrarhópinn úr náms-
aðstöðu viðskiptafræðinema á
Bjarkargötu frá þessum árum hitti
hún reglulega og hafði mjög mikla
ánægju af þeim samkomum.
Að loknu viðskiptafræðinámi valdi
hún að hefja störf hjá Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins, þá ungri stofnun
sem sinnti ráðgjöf við markaðssetn-
ingu erlendis. Markaðs- og útflutn-
ingsmál áttu hug hennar æ síðan og
hefur hún ritað fjölda smárita um
þann málaflokk sem ætluð era sem
hagnýtar upplýsingar fyrir útflytj-
endur. Hún hætti þar störfum 1976
og starfaði sem verkefnisstjóri og
ráðgjafi fyrir íslensk útflutningsfyr-
irtæki. Var framkvæmdastjóri Iðn-
rekstrarsjóðs 1983 til júlí 1984. Til
ársins 1989 vann hún áfram við út-
flutningsráðgjöf en þá réð hún sig
sem fjármálastjóra hjá Ríkismati
sjávarafurða. Allt frá 1994 var hún
fastráðin sem verkefnisstjóri og
vann að sérverkefnum fyrir Fiski-
stofu. Ilulda leitaðist ætíð við að
auka þekkingu sína og hæfni sem
starfsmanns og ráðgjafa, m.a. með
að sitja viðamikil námskeið í útflutn-
ingsfræðum við ITC, í Genf í Sviss,
Norges Exportskole í Noregi og IMI
í Boston í Bandaríkjunum. I starfi
eignaðist hún góða kunningja og vini
og ber þá sérstaklega að nefna, að
öðrum ólöstuðum, Ingjald Hanni-
balsson, en vináttu þeirra mat hún
mikils.
En þrátt fyrir miklar annir og
brennandi áhuga á vinnu sinni var
það ætíð fjölskyldan sem veitti henni
mestu gleðina. Laufabrauðsgerðin,
heimsóknirnar til Kanada á heimili
Guðmundar sonar hennar og Dísu,
boðin og grillveislurnar og heim-
sóknirnar hjá dætranum og tengda-
sonum hér heima. Og ekki minnkaði
ánægjan þegar barnabörnin urðu
fullorðin og sátu og röbbuðu eða þeg-
ar hún sinnti Valgerði, yngsta barna-
barninu, eða horfði á nýju barna-
barnabörnin leika sér á gólfinu. Það
var mikið brosað, hlegið og flissað í
þessari fjölskyldu.
Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu
tvö ár ríkti samt alltaf þessi gleði
þegar Hulda sat með fjölskyldunni.
HULDAAUÐUR
KRIS TINSDÓTTIR
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
HJÖRDÍS ÞORBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Bæ í Lóni,
Austur-Skaftafellssýslu,
lést á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 26. sept-
ember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Sigurbjörnsdóttir, Ingþór Arnórsson,
Eiríkur Sigurbjörnsson, Kristín Kui Rim,
Gunnar Egill Sverrisson, Bjarndís Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hinnar látnu.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR SIGGEIRSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Kapfaskólsvegi 61,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
fimmtudaginn 28. september.
Siggeir Sverrisson, Elín Sigurþórsdóttir,
Anna Sverrisdóttir, Bjarni Elíasson,
Jón Þór Sverrisson, Guðríður Elísa Vigfúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HALLDÓR JÚLÍUS
MAGNÚSSON
+ Halldór Júlíus
Magnússon bif-
reiðarstjóri fæddist í
Reykjavík 4.
1907. Hann lést á
sjúkrahúsi Akraness
22. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Þorsteinsson, f. 6.
ágúst 1860, d. 7.
september 1908 og
Þórkatla Sigurðar-
dóttir, f. 14. maí
1868, d. 5. nóvember
1912. Þau áttu fjög-
ur börn; Helgu, f.
1894, Jónínu, f. 1896, Þorstein, f.
1899 og var Halldór yngstur. Ung-
um var Halldóri kotnið í fóstur til
föðursystur sinnar, Guðríðar Þor-
steinsdóttur, og Hall-
dórs Jóelssonar sem
bjuggu í Múlakoti í
Stafholtstungum,
einnig ólu þau upp
Sigrúnu Jónsdóttur,
nú í Borgarnesi. Þeg-
ar hann var 12 ára.
fluttist hann með þeim
í Borgames og átti
hann þar heima alla
tíð síðan. Árið 1927
tók hann bflpróf og
vann við akstur allt til
ársins 1977, fyrst í
vegavinnu en aðallega
hjá bifreiðastöð Kaup-
félags Borgfirðinga.
Sambýliskona hans var Stein-
unn Þorsteinsdóttir, f. 23. mars
1911. Þau slitu samvistir. Dætur
þeirra: 1) Kristín Júlía, f. 30. maí
1934, d. 24. maí 1987, gift Hauki
Kristinssyni, f. 8. janúar 1931, d.
26. október 1993. Þau áttu tvo
syni. 2) Þóra Magnea, f. 12. sept-
ember 1936, gift Gísla Kristjáns-
syni, f. 21. aprfl 1942, d. 1. desem-
ber 1993. Þau áttu tvær dætur og
Þóra átti eina dóttur frá fyrra
hjónabandi. Sambýlismaður Þóru
var Jón Bjarni Jónsson, þau slitu
samvistir. 3) Jónasína Elísabet, f.
1. aprfl 1946, gift Sigurði Eiðssyni,
f. 19. desember 1936. Þau eiga
þrjú börn. Barnabörnin eru átta,
langafabörnin 11 og eitt langa-
langafabarn.
Arið 1957 kvæntist Halldór
seinni konu sinni, Guðnýju Björns-
dóttur, f. 6. ágúst 1908, d. 9. des-
ember 1991. Þau bjuggu allan sinn
búskap á Þórólfsgötu lOa þar til
þau fluttu á dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi árið 1990.
títför Halldórs fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
égbið aðþúsofirrótt.
Þó sviði nú sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
að laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er Ijós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Mig langar til að kveðja þig með
nokkram orðum, elsku langafi minn.
Sú minning mun alltaf lifa í hjarta
mínu hversu gaman það var að koma
til ykkar Guðnýjar á Þórólfsgötuna,
hvað þið tókuð alltaf vel á móti mér
og hversu glaður og kátur þú varst
alltaf og gast alltaf slegið á létta
strengi. Og hversu gaman var að
fara í skúrinn með þér og skoða
Móra gamla vörabílinn þinn sem var
þér svo kær, tala nú ekki um sportið
þegar við Halldór og Eiður fengum
að fara með þér í Móra.
Guð blessi minningu þína og gefi
þér góða nótt elsku afi minn.
Þín
Hafrún Bylgja og
langalangaafastrákur
Haukur Páll.