Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vísindin og Mývatn ''* GISLI Már Gíslason hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið eftir að úrskurður skipulagsstjóra lá fyrir um umhverfismat námuvinnslu úr Mý- vatni. Hefur hann sem vísindamaður, prófess- or í vatnalíffræði við Háskóla íslands og stjómarformaður Rannsóknastöðvarinn; ar við Mývatn (RAMY) ^fundið sig knúinn til að koma ráðgjöf á fram- færi með þeim eina hætti sem hann telur nú færan, þ.e. að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra. Nokkuð sem undirritaður áttar sig ekki á hvað Komið hefur fram í fjölm- iðlum að það sé „kjaftæði", eins og hann orðaði það sjálfur, að ekki sé búið að sýna fram á skaðleg áhrif námuvinnslu Kísiliðjunnar úr Mý- vatni. í framhaldi af þessu öllu er hann nú farinn að leiðbeina skipu- lagsstjóra um hvernig á að vinna að úrskurði um umhverfismat. Við lest- ur þeirra skrifa Gísla kemur mér helst í huga hugtakið menntað ein- veldi. I málflutningi Gísla Más skín í ^ gegn að hið eina rétta er þegar sér- fræðingar, þeir sem „vit“ hafa á mál- um, eru látnirráða. Hlutverk vísinda í þessum greinarstúf langar mig til að leiða lesendur inn á baksviðið og varpa nokkuð öðru Ijósi á þessi mál cn Sofi]r verið. Byrjum á þvl ao vxiu. „H,llr hlutverki vísindanna. Að mínu mati er hlutverk vísindamanna að fást við rannsóknarspumingar á óvilhallan hátt og setja fram niðurstöður, ' stjómvöldum og samfélaginu öllu til upplýsinga. Síðan er það hlutverk stjómvalda, samtaka og almennings í landinu að marka stefnu og taka ákvarðanir á grundvelli þeirra upp- lýsinga. Það er ákaflega mikilvægt að vísindamennimir blandi sér ekki með beinum hætti inn í hið pólitíska um- hverfi. Ef þeir gera það missa þeir allan trúverðugleika í sínu vísinda- lega starfi. Þeir sem ekki em á sömu skoðun og vísindamaðurinn í pólitík (t.d. umhverfispólitík) hætta að hafa trú á viðkomandi vísindamanni og þar með starfi hans. Sérstaklega er þetta bagalegt þegar um vísinda- menn er að ræða sem þiggja laun sín af skatt- fé borgaranna. Menn sem eiga að þjóna öllum íbúum þessa lands. Það verður að vera skýlaus krafa til allra vísinda- manna að þeir skilji hlutverk sitt þannig að störf þeirra nýtist við umræður og til ákvarð- anatöku. Trúnaðarbrestur Ef við lítum síðan á hvernig formaður GunnarÖrn RAMY hefur starfað í Gunnarsson nafni stofnunarinnar þá er það augljóst hvers vegna flestir Mývetningar telja að al- gjör trúnaðarbrestur ríki á milli stofnunarinnar og þeirra. Það er ein- faldlega vegna þess að flestir telja að meirihluti stjórnar stofnunarinnar, Mývatn Ef vísindamenn fara að blanda sér með beinum hætti inn í hið pólitíska umhverfi, telur Gunnar Örn Gunnarsson að þeir missi allan trúverðug- leika í sínu vísindalega starfi. meo sljoi iiíu fui-mo.Mjiuin'n, f-iísiifl Má Gíslason, í farabroddi síðustu 22 árin, hafi leynt og Ijóst unnið gegn hags- munum íbúa hreppsins. Nú síðast með umsögnum til skipulagsstjóra um umhverfismat Kísiliðjunnar vegna námuvinnslunnar. í þessum umsögnum hefur ekki verið að finna eina jákvæða setningu um starfsemi fyrirtækisins. Þegar síðan farið er of- an í saumana á umkvörtunarefnum meirihluta stjórnar RAMY kemur í ljós að rök þau sem notuð eru af þeirra hálfu eru í besta falli léttvæg. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir áratuga rannsóknir á líf- ríki Mývatns og mörg hundruð skýrslur er ekki neitt að finna sem bendir til þess að Kísiliðjan hafi haft slæm áhrif á lífríkið. Svo skemmti- Stærri og fallegri verslun full af vönduðum fatnaði á frábæru verði Vöruhúsið Faxafeni 8 Opið hús Smáraf löt 37 - Garðabæ Opið hús laugardag og sunnudag frá kl. 10-19 Einbýlishús á einni hæð, samtals 190,2 fm, á þessum eftirsótta stað. Húsið hefur verið töluvert endurnýjað á síðustu árum. 40-50 fm sólpallur. Garður í góðri rækt og er lóðin 850 fm að stærð. Sjón er sögu ríkari. Þorsteinn og Guðrún taka vel á móti ykkur, Sími 588 8787 Suðurlandsbraut 16 lega vill til að þetta er einnig niðurs- taða þriggja skandínavískra prófes- sora í vatnalíffræði sem fengnir voru af hálfu iðnaðarráðuneytisins til að fara yfir rannsóknargögn og gáfu álit sitt á starfseminni og áhrifum hennar á lífríkið. Niðurstöður þeirra voru eindregnar, þ.e. að ekkert væri sem benti til að starfsemi Kísiliðjunnar orsakaði margumtalaðar sveiflur í líf- rfid vatnsins. Því er meint fiskleysi í Syðriflóa Mývatns t.d. ekki af völdum Kísiliðjunnar þrátt fyrir að einstaka leikmenn haldi öðru fram. Úrskurður skipulagsstjóra er síðan í meginatrið- um staðfesting á niðurstöðum um- hverfismats Kísiliðjunnar, að óhætt sé að halda námuvinnslu áfram en fara varlega. Hvers vegna getur embættismaðurinn Gísli Már þá ekki sætt sig við þær niðurstöður? Að mínu áliti er ástæðan sú að Gísli Már er að framfylgja ákveðinni umhverf- ispólitík sem hann og ýmsir aðrir standa fyrir. Sú pólitík gengur ein- faldlega út á það að ekki eigi að hrófla neitt við náttúru íslands, að láta nátt- úruna vera eins og hún er. Þessi skoðun á fullan rétt á sér eins og aðr- ar skoðanir og fólk sem aðhyllist þær sameinast í ákveðinn félagskap og fylkir sér á bak við þá pólitísku flokka sem vilja taka stefnuna upp. Það er hins vegar ófært að þessari stefnu sé framfylgt af opinberum stofnunum þessa lands undir yfirskini vísinda. Gísli Már getur að sjálfsögðu gengið í náttúruverndarsamtök eða í flokka og barist fyrir þessum málefnum en hann getur ekki gert það sem emb- ættismaður rfldsins. Eg er viss um að margir skattborgarar þessa lands eru mér sammála. I£oo..o mfiirlhlllta stjórnar RAMY Það er skoðun mín að meirihluti stjómar RAMÝ hefði aldrei átt að kæra úrskurð skipulagsstjóra vegna þess sem að framan er sagt. Kæran er fullkomlega lögleg en að mínu mati óeðlileg og jafnvel siðlaus. Það væri í sjálfu sér í lagi fyrir stofnun eins og RAMÝ að kæra ef nýjar upplýsingar væru að koma fram sem réttlættu að úrskurðinum væri breytt. Svo er hins vegar ekki því að í kærubréfi RAMÝ eru hafðar í frammi nákvæmlega sömu röksemdir sem RAMÝ hefur í tvígang komið á framfæri við Skipu- lagsstofnun í matsferlinu. Röksemdir sem á endanum voru taldar léttvæg- ari en málflutningur Kísiliðjunnar og því varð úrskurðurinn eins og raun ber vitni. Fullyrðing Gísla Más um að úrskurður skipulagsstjóra hafi verið pólitískur er að mínu mati hlægileg og sýnir hversu veikur málflutningur hans er. Höfundur er frumkvæmdnstjóri Kísiliðjunnnr hf. Gangi þér vel, Baltasar Kormákur OSKOP er nú hressandi að láta skrifa um sig af sterk- um tilfinningahita eins og Baltasar Kormákur leikari ger- ir í Morgunblaðinu í gær. Baltasar Kormákur hefur upplýst að Loftkastalann hafi hann stofnað og rekið í frítíma sínum frá Þjóðleikhúsinu. Það er gott að vita að menn hafa áhugamál og nægan frítíma til að sinna þeim af alefli. Hann hefur einnig staðfest að hann sé vel að sér um leiklist annarra þjóða, hafi víða farið og kynnt sér margt. Þetta hafi þó hvorki haft teljandi áhrif á hann né mótað skoðanir hans og vinnuaðferðir. Það er óvenjulegt en alls ekki útilokað. Leikhús Ég mun halda áfram að fjalla um leikhús, segir Hávar Sigurjónsson, með gagnrýna blaða- mennsku að leiðarljósi. Hávar Sigurjónsson Baltasar Kormákur segir auð- vitað ýmislegt annað um bæði mig og sig í grein sinni í Morgunblað- inu í gær. Það var við því að búast. Menn verða að svara fyrir sig, standa á sínu. Mér finnst hann gera það ágætlega. Hann stendur á sínu og ég á mínu eins og vera ber. Þar á milli er gjá en vafalaust er okkur báðum annt um leiklist þótt væntumþykjan birtist með ólíkum hætti. Afstaða okkar til áhorfenda er t.d. mjög ólík, en ég er honum al- gjörlega sammála um hversu nauðsynlegir þeir séu leikhúsinu. Hvernig leikhúsið biðlar til áhorf- enda erum við ekki sammála um og verðum tæpast úr þessu. Mér þykir afar vænt um að geta glatt Baltasar Kormák með því að ég muni ekki fjalla um einstök verk hans á síðum Morgunblaðs- ins, ekki hér eftir fremur en hingað til. Eg er nefnilega ekki leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins í þeim skilningi sem hann leggur í orðið. Ég mun hinsvegar halda áfram að fjalla um leikhús með gagn- rýna blaðamennsku að leiðarljósi og leyfa mér að hafa skoðanir á íslensku leikhúsi og leiklist, þrátt fyrir að ég sé einnig að skrifa leikrit, þýða leikrit og jafnvel leikstýra ef svo ber undir. „Hlut- laus umfjöllun" í blaðagreinum, sem skrifaðar eru í þeim tilgangi að birta skoðanir höfundar á um- fjöllunarefninu, er hugtak sem þarf jafnvel enn meiri moðhaus en mig til að skilja. Baltasar Kormák- ur hefur engu að síður komið þeirri kröfu sinni skýrt á framfæri að hann sætti sig ekki við neitt nema jákvæða gagnrýni og hlut- lausa umfjöllun. Baltasar Kormákur benti á í glaðlegu viðtali í DV á dögunum að smæð samfélagsins ýtti undir hlut- drægni og hrossakanp. Tíl aú Koma auga á slíkt þarf ekki ein- ungis ákveðið hugarfar heldur og siðferðilega yfirburði. „Mér er það algjörlega hulin ráðgát a hvaða hagsmunaárekstur það er að starfa hjá Þjóðleikhúsinu sem und- irmaður og taka ekki nokkurn þátt í stjórnun leikhússins og reka ann- að leikhús í frítíma mínum, meira eins og áhugamál.“ Vafalaust verð- ur einhver til að leysa úr þessari ráðgátu fyrir þig, Baltasar Korm- ákur. Ég mun reyna að standa undir öllum þeim góðu óskum sem þú, Baltasar Kormákur, færðir mér í grein þinni, og vil jafnframt nota tækifærið til að óska þér velfarn- aðar á þyrnum stráðri listabraut- inni. Þetta er áreiðanlega afskap- lega dýrt og erfitt en gangi þér vel, Baltasar Kormákur. Þjóðin fylgist með þér í huganum og ósk- ar þess innilega að þú reynist verðugur fulltrúi íslands hvar sem leið þín liggur. Höfundur er blaðamaður. Skref í áttina NÚ í vikunni kynnti Ingibjörg Pálmadóttir tryggingamálaráðherra breytingar á greiðslum almannatrygginga. Breytingar þessar voru tvíþættar. í fyrsta lagi var bensínstyrkur hækkaður svo að hreyfi- hamlaðir viðskiptamenn Tryggingastofnunar rík- isins sem náuðsynlega þurfa bifreið vegna íotl- unar sinnar fengu nokkra kjarabót. í öðru lagi var rýmkað um tekjumörk í tekju- tryggingu þeirra við- skiptamanna þannig að tekjur maka hafa nú minni áhrif á tekjutryggingu viðskiptamannsins. Vissulega get ég sagt að ég vonað- ist til að lengra yrði gengið, en alltaf skal meta viljann fyrir verkið og hér ber að fagna og þakka. Ég lít á þetta sem eitt skef enn til að gera kjör ör- yrkja betri og þannig úr garði að þau verði til sóma íslensku þjóðfélagi og Arndr Pétursson íslenskum stjómvöld- um. í næstu viku verður Alþingi sett og um leið verða lagt fram fjárlagafmmvargið fyrir næsta ár. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvemig fjármálaráð- herra og meirihluti fjárlaganefndar mun í því marka stefnuna í kjaramálum öryrkja á næsta ári. A vegum ríkisstjórn- arinnar er starfandi nefnd sem fer yfir og endurskoðar almanna- tryggingalögin og ég vonast jafn- framt til þess að hún skili tillögum sínum vel í tíma þannig að allir, og þá ekki síst hagsmunasamtök öryrkja, hafi tíma til að leggja mat á þær áður en endanleg fjárlög verða samþykkt. I tengslum við þingsetninguna nk. mánudag mun átakshópur öryrkja halda opinn fund á Hótel Borg til að leggja áherslu á kröfuna um bætt Kjarabót Alltaf skal meta viljann fyrir verkið, segir Arn- ór Pétursson, og hér ber að fagna og þakka. kjör. Ég vona að þar muni sem flestir mæta til að veita stuðning og til að hlýða á það sem þar fer fram. Ég hef alltaf verið að eðlisfari bjartsýnn maður og trúað á mann- fólkið og að það sé reiðubúið að standa saman um hagsmunamál þeiira sem minnst bera úr býtum í þessu þjóðfélagi og þess vegna trúi ég ekki öðru en að þegar ríkissjóður stendur eins vel og raun ber vitni verði það forgangsverkefni að halda áfram að bæta kjör öryrkja. Ég geri því þær kröfur til Alþingis og ríkisstjómar að þar verði stutt við bak Ingibjargar Pálmadóttur trygg- ingamálaráðherra og henni gert kleift að taka fleiri og stærri skref í þessum málum sem fyrst. Höfundur er formnöur Sjálfs- bjnrgnr, Inndssnmbnnds fntlnðm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.