Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAUUK 30. ÖUUÍUMUUK zuuu . MUKUUJNKKAtntJ ERLENT Þingumræða um Kyoto-bókunina Bandaríkja- stjórn vill ýta á frjáls kvótakaup Hörmungarástand á flóðasvæðum INDVERJAR í nágrcnni borgar- innar Kalkútta sjást hér nota fleka sem samgöngutæki, en flóðin í Austur-Indlandi jukust í gær og eru nú tugir þorpa við landamærin að Bangladesh umflotnir vatni. Hafa þau orðið a.m.k. 630 manns að bana í Indlandi og 50 í Bangladesh. Flóðunum veldur gífurleg úr- koma og mikill vöxtur í Ganges og 56 öðrum ám, sem renna um Ind- Iand og yfir til Bangladesh. Hafa þau að vísu rénað nokkuð sums staðar en vaxið mikið þar sem land- ið Iiggur lágt. Eru þetta mestu flóð í Vestur-Bengal í 22 ár og hafa snert með einum eða öðrum hætti um 17 milljónir manna. Er óttast, að sjúkdómar komi upp í kjölfarið. Tugir þúsunda manna eru nú á vergangi vegna flóðanna og urðu margir að bjarga sér á sundi frá heimilum sínum. Er mikið um, að fullorðnir karlmenn hafi lagt upp í leit að mat og annarri hjálp en aldrað fólk, konur og börn hafast við uppi á húsþökum. Óttast er, að flóðvatnið muni leggjast yfir um þriðjung Bangladcsh á næstu dög- um. Washington. AP. BANDARÍSK stjórnvöld hyggjast ná „hagkvæmu samkomulagi" um Kyoto-bókunina við loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna að því er Frank Loy, aðstoðarutanríkisráð- heiTa og einn helsti samningamaður Bandaríkjamanna í viðræðum um Kyoto bókunina, greindi öldunga- deild Bandaríkjaþings frá í gær. Alþjóðlegar viðræður um lofts- lagssáttmálann munu eiga sér stað í Hollandi um miðjan nóvember og er þar talið að Evrópuþjóðirnar muni þrýsta á að takmörk verði sett á kaup iðnaðarþjóða á mengunar- kvóta. Loy telur hins vegar að koma megi málum svo fyrir að unnt verði að draga úr þeim tilhliðrununum sem bókunin hefur í för með sér og sagði hann þingheimi að Bandaríkja- stjórn mundi, í viðræðunum, leita eftir samþykktum á ýmsum leiðum til að draga úr kostnaði, m.a. með óheftum viðskiptum með mengunar- kvóta meðal þjóða og almennri notk- un skóglendis og landbúnaðarsvæða til að draga úr koltvísýringi í and- rúmsloftinu. Viðræðunum í Hollandi er ætlað til að ræða gagnrýnisraddir þær sem heyrst hafa á Kyoto-bókunina. Með- al þeirrar gagnrýni sem Bandaríkja- þing lét uppi í gær var að loftslag- sáttmálinn væri úreltur, sérstaklega á tímum hækkandi orkuverðs. Hafa gagnrýnendur gjarnan sagt tak- mörkum Kyoto-bókunarinnar ekki verða náð nema orkuverð verði hækkað umtalsvert. Frekar berí því að leita raunhæfra lausna þai’ seip iðnaðarþjóðir heims nái hvort eð er ekki að mæta takmörkum bókunar- innar. Ber að tninnka losun um þriðjung Loy hafnaði hins vegar alfarið þeim uppástungum að hætt skuli við Kyoto-bókunina, en samkvæmt henni ber Bandaríkjamönnum að minnka losun sína á gróðurhúsaloft- tegundum um tæpan þriðjung. Þeir umhverfisverndarsinnar sem fylgst hafa með umræðunum hafa áhyggjur af þeim áætlunum Banda- ríkjamanna að ýta á frjálsa verslun með mengunarkvóta og segja slíkt veita þjóðinni of mikið svigrúm til að gera lítið til að draga úr mengun heima fyrir. Synir Karls og Díönu Reiðir skrifum im móður sína JJJÁLMUR, sonur Karls, rík- fa í Bretlandi, og Díönu heit- r, prinsessu af Wales, segir í sínu fyrsta eig- inlega viðtali, að þeim bræðrum hafi gramist mjög nýleg bók um móður þeirra en þar er henni meðal annars Iýst sem „undirförulum lygara". „Auðvitað reiddumst við Vilhjálmur Bretaprins. Harry því, að trúnaður við móður okkar skyldi vera brotinn með þessum hætti og raunar eru alltaf einhverjir að reyna að hagnast á nafni hennar,“ sagði Vilhjálmur og átti þá við Skugga prinsessu, bók eftir Patrick Jephson, fyrr- verandi einkaritara Díönu, þar sem ekki er alltaf dreginn upp falleg mynd af prinsessunni. Vilhjálmur er 18 ára og byrjar háskólanám á næsta ári. Þangað til ætlar hann meðal annars að vera í Chile og vinna þar ásamt 110 öðrum sjálfboðaliðum að um- hverfis- og samfélagsmálum. Kanadamenn og þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Pierre Trudeaus með mikilli virðingu „Holdgervíng- ur draumsins um réttlátt samfélag“ Toronto, Montrcal. AP, AFP, Reuters. PIERRE Trudeau, fyrrverandi for- sætisráðherra Kanada, lést í fyrra- dag á heimili sínu í Montreal, átt- ræður að aldri. Hafa stjómmála- menn víða um heim minnst hans með mikilli virðingu og þá ekki síður landar hans. Tradeau hafði á sér ein- hvem heimsmannslegan glaum- gosasvip, hikaði aldrei við að skera sig úr í klæðaburði eða framkomu en var ávallt trúr sínum pólitísku hug- sjónum. Tradeau fæddist í Montreal 1919, sonur auðugs kaupsýslumanns af fransk-kanadískum ættum en móð- urættin hans var skosk. Las hann lögfræði, einkum stjómarskrárrétt, við virta skóla í Kanada og Banda- ríkjunum en hann var kominn á miðjan aldur er hann hóf eiginleg af- skipti af stjórnmálum. Var hann fyrst kjörinn á þing fyrir Fjálslynda flokkinn 1965, tveimur áram síðar var hann skipaður dómsmála- ráðherra og formaður Frjálslynda flokksins og forsætisráðhema varð hann 1968. Gegndi hann því embætti í rám 15 ár, fyrst frá 1968 til 1979 og síðan 1980 til 1984. Glaumgosalegur en hvikaði hvergi Með óhefðbundinni framkomu sinni, sem var í senn aðlaðandi og ögrandi, kom Trudeau Kanada inn í kastljós fjölmiðla um allan heim. Hann var umdeildur en dáður, margir minnast „Tradeau-æðisins", kvennafansins, sem umkringdi hann hvar sem hann kom, og hann var orðaður við eða skemmti sér með ýmsum frægum konum, t.d. leikkon- unum Barbra Streisand og Margot Kidder. Oft var hann bindislaus og á sandölum í þinginu og blaðamönn- um líkti hann við „tamda seli“. Lík- lega gleyma fáir svörtu slánni, sem hann skartaði svo oft. Þrátt fyrir þessa glaumgosa- ímynd var Trudeau fastur fyrir og hann átti sér strax ungur maður þá hugsjón að sætta enskumælandi og fránskumælandi íbúa Kanada. A hana reyndi óþyrmilega árið 1970, í „októberkreppunni", sem svo var kölluð, en þá rændi Frelsisfylking Quebee breskum embættismanni og myrti síðar einn ráðherra fylkis- stjómai-innai’. Tradeau brást við með því að koma á „stríðslögum", sendi herinn til Montreal og lét handtaka og fangelsa meira en 400 manns án ákæru. Tryggði rétt frönskunnar Næstum áratug síðar barðist Tra- deau gegn því, að frönskumælandi íbúar Quebec segðu sig úr lögum við alríkið og það var ein af stóra stund- unum á hans ferli þegar tOlaga um aðskilnað var felld í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hann beitti sér fyrir því og kom því í gegn, að franskan var viðurkennd sem ríkis- mál við hlið enskunnar, kom á metrakerfinu og setti sérstaka, kanadíska réttindaskrá inn í stjóm- arskrána 1982, „flutti stjórnar- skrána heim“ frá Bretlandi eins og það var kallað. Bill Clinton, forseti Bandarílg- anna, sagði er hann minntist Trad- eaus, að hann hefði brotið í blað í kanadískri stjómmálasögu ogmark- að Kanada sinn sérstaka bás á vett- vangi heimsmálanna. Það var vissu- lega nokkurt afrek því að Kanadamenn höfðu lengi lifað í skugga nágrannans stóra í suðri. Samskipti hans við suma Banda- ríkjaforseta vora heldur ekki alltaf upp á það besta. A upptökunum, sem Richard Nixon lét gera, heyrist hann fara mjög móðgandi orðum um Trudeau og Ronald Reagan sleppti sér einu sinni á fundi með honum, fannst hann of vinsamlegur við Rússa. í ræðu, sem Tradeau flutti hjá samtökum bandarískra blaðamanna í Washington 1969, lýsti hann sam- búð ríkjanna með þessum hætti: „Að búa með ykkur er eins og að sofa hjá fil. Það er alveg sama hve vinsamleg og geðgóð skepnan er, bröltið í henni fer ekki framhjá nein- um.“ Sonarmissirinn erfiður Tradeau kvæntist 1971 er hann var 52 ára gamall. Var kona hans, Margaret Sinclair, þá aðeins 29 ára gömul. Saman áttu þau þrjá syni, Justin, Sacha og Michel, en skildu fyrir þremur áram. Trudeau átti auk þess í stuttu ástarsambandi við aðra konu og átti með henni bam 1991, þá 72 ára að aldri. Sonur hans, Michel, fórst er hann var á skíðum í Bresku- Kólumbíu 1998 og er haft eftir vin- um hans og ættingjum, að hann hafi aldrei jafnað sig á þeim missi. Margir Kanadamenn brustu í grát er þeir heyrðu fréttina um and- lát Trudeaus. Jean Chretien, for- sætisráðherra Kanada, minntist hans fyrir hönd þjóðarinnar með þessum orðum: „Pien-e Tradeau, holdgervingur draumsins um réttlátt samfélag, er látinn. Hann er farinn en verkefnið bíður okkar, landið okkar, Kanada." Þjóðarleiðtogar um allan heim og pólitískir andstæðingar hans heima- fyrir jafnt sem samheijar hafa minnst Tradeaus með innilegri virð- ingu en á síðasta ári var hann kjör- inn Kanadamaður aldarinnar af kanadískum blaðamönnum. AP Pierre Trudeau og eiginkona hans, Margaret, ásamt sonunum þremur, Sacha, Justin og Michel. Sá síðastnefndi fórst er hann var á skíðum fyrir tveimur árum. Myndin var tekin 1977. Stúlkan á myndinni leggur blómvönd við heimili Trudeaus í Montreal. Margir brustu í grát er þeir heyrðu fréttina um andlát hans enda forsætisráð- herrans fyrrverandi víða minnst með virðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.