Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 76
Detl + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Tillögur auðlindanefndar afhentar Davfð Oddssyni forsætisráðherra í gær Akvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum Gjald fyrir nýtingu auðlinda og réttinda Morgunblaðið/Golli Jóhannes Nordal, formaður auðlindanefndar, afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra tillögurnar. AUÐLINDANEFND, sem kosin var á Alþingi fyrir rúmum tveimur árum, hefur lagt fram sameiginlegar tillög- ur um, að ákvæði verði tekið upp í stjómarskrá lýðveldisins þess efnis, að náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, verði lýstar þjóðareign og að þjóðin fái sýnilega hlutdeild í þeim umframarði, sem nýting auðlindanna skapi. Dr. Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri og formaður nefnd- arinnar, afhenti Davíð Oddssyni for- sætisráðherra skýrslu nefndarinnar á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær- morgun. Helztu tillögur auðlindanefndar eru þessar: Tekið verði upp í stjómarskrá ákvæði um þjóðareign á náttúruauð- lindum og landsréttindum, sem ekki em háð einkaeignarrétti. Þessar auðlindir og réttindi má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Hins vegar má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi að því til- skildu, að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara. Slík heimild njóti vemdar sem óbein eignarréttindi. I samræmi við þetta stjómar- skrárákvæði verði 1. gr. laga um stjómun fiskveiða, sem fjallar um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum, breytt á þann veg m.a. að þar segi: „Nytjastofnar á íslandsmiðum era þjóðareign“. Gjald fyrir fískimið, vatnsafl og rafsegulbylgjur Á grandvelli þessarar tillögu um stjórnarskrárákvæði leggur auð- lindanefnd til að gjald sé tekið fyrir nýtingu á náttúraauðlindum eða rétt- indum, hvort sem um er að ræða nýt- ingu fiskimiða, vatnsafls eða t.d. raf- segulbylgna til fjarskipta. Einn nefndarmanna, Ragnar Ámason prófessor, gerir þann fyrir- vara við nefndarálitið, að hann sé andvígur því ákvæði í stjómarskrár- tillögu að náttúruauðlindir megi ekki selja eða láta af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Varðandi sjávarútveginn sérstak- lega leggur auðlindanefnd áherzlu á að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram á aflamarkskerfinu. En jafnframt lýs- ir nefndin þeirri skoðun, að greiðsla fyrir afnot af auðlindinni geti stuðlað að því að sátt takist um stjóm fisk- veiða. í því sambandi bendir nefndin á MITSUBISHI CRRISMR tvær leiðir. Fyrri leiðin, sem nefnd er fymingaleið, byggist á því að allar aflahlutdeildir verði skertar árlega um fast hlutfall en síðan verði þær endurseldar á markaði eða á uppboði. Síðari leiðin, sem nefnd er veiði- gjaldsleið, felst í beinni gjaldtöku ásamt ákvæðum um að breytingar á aflahlutdeildum krefjist lágmarks að- draganda. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja skýrslu auðlindanefndar merkilegan og mikilvægan áfanga í leit manna að sátt í samfélaginu um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. í álitsgerð auðlindanefndar er tek- ið fram, að einstakir nefiidarmenn hafi mismunandi skoðanir á því hvor leiðin sé æskilegri. Tveir nefndarmenn, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, og Guðjón Hjörleifsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, gera þann fyrirvara, að þeir geti einungis stutt veiðigjaldsleiðina en ekki fym- Davíð sagði í gær að með því að setja nefndina á laggirnar hefði rík- isstjórnin í raun gefið upp boltann með að hún myndi sætta sig við nið- urstöður sem fælu í sér tillögur um auðlindagjald í sjávarútvegi. „Ég tel að nefndin hafi með niður- stöðu sinni, þótt hún sé kannski ekki öll á þann veg sem ég hefði kosið ef ég hefði skrifað skýrsluna sjálfur, fært fram frambærilegasta efni sem við höfum fengið til að moða úr til þess að ná sátt um sjávarútvegsmál. Og ef það mat er rétt þá er hér um stóratburð að ræða í íslenskri sam- tímasögu," sagði Davíð þegar hann tók við skýrslunni úr höndum Jó- hannesar Nordal, formanns auðlindanefndar, í Ráðherrabú- staðnum í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að nefndin hefði ingaleið og telja, að meginhluti veiði- gjalds eigi að taka mið af svokölluðu kostnaðargjaldi. Sem dæmi um áhrif fymingaleiðar er upplýst í álitsgerð auðlindanefnd- ar, að 1% fymingarhlutfall mundi skila 2,5 miHjörðum í gjaldtekjur og 2% fymingarhlutfall 4,5 milljörðum. Veiðigjald, sem væri sambærilegt 1% fymingu, þyrfti að nema 4,2% og skilað ágætu veriri. „Nefndin leggur til að sjávarútvegurinn greiði meira til samfélagsins, enda hafi hann afkomumöguleika til þess að gera það. Ég tek undir þá skoðun. Það er hins vegar okkar að finna út úr því hvaða leið skuli valin og hvenær það verði gert. Það verður viðfangsefni stjómmálaflokkanna á næstunni,“ sagði Halldór. Stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi Fram kom í máli Áraa M. Math- iesen sjávarútvegsráðherra í gær að hann teldi niðurstöðu nefndarinnar ágætan grann til að byggja á frekari sátt í sjávarútvegsmálum og sagði hann að nefnd sem nú starfar um endurskoðun laga um stjómkerfi fiskveiða myndi byggja starf sitt á álitsgerðinni. Gerir ráðherra ráð fyrir að leggja fram lagaframvarp á næsta vorþingi. 7,5% til þess að vera sambærilegt við 2%fymingu. Varðandi ráðstöfun á tekjum af veiðigjaldi eða sölu aflahluta leggur nefndin til að helmingur þeirra gangi til byggðanna í hlutfalli við vægi sjáv- arútvegs á hverju svæði en hinn helmingurinn komi öllum almenningi til góða, t.d. í gegnum skattalækkun. Auðlindanefnd telur að innheimta eigi auðlindaarð af vatnsafli í þjóð- lendum, sem enn hefur ekki verið selt eða framselt svo skuldbindandi sé og yrði því að þjóðareign með því að selja langtíma nýtingarréttindi á upp- boði, ef nægileg samkeppni er fyrir hendi. Að öðrum kosti skuli semja um greiðslu auðlindagjalds á grandvelli umíramarðs, sem gera má ráð fyrir að falli til á samningstímanum. Gjöld renni í þjóðarsjóð Nefndin telur ljóst, að rafsegul- bylgjur til fjarskipta séu takmörkuð auðlind og leggur til að greiðsla komi fyrir aðgang að þeim. í því sambandi telur nefndin heppilegasta kostinn við úthlutun leyfa til fjarskipta á þriðju kynslóð farsíma vera annað- hvort hreina uppboðsleið eða aðrar hlutlægar aðferðir. Auðlindanefnd telur að verði slík gjöld tekin upp geti þau gefið umtals- verðar tekjur og að margt mæli með þvi að hluti þeirra renni til að mynda í eins konar þjóðarsjóð, sem almenn- ingur eigi aðild að. Auk þeirra sem að framan er getið áttu sæti í auðlindanefnd Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður, Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Ei- ríkur Tómasson prófessor og Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Stjórn LÍÚ reiðubúin að ræða hóflegt auðlindagjald Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna kynnti sjónarmið sín á blaðamannafundi í gær og kveðst hún reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auð- lindagjalds verði það til að ná víð- tækri sátt um stjórnun fiskveiða. Sett era fram ýmis skilyrði fýrir slíku gjaldi og verði það greitt sé mikilvægt að það fari til að standa undir kostnaði á grunnrannsóknum, eins og t.d. vegna Hafrannsókna- stofnunar, sem nemur um milljarði á ári og kostnaði vegna veiðieftirlits. Vill stjómin ekki að gjaldið renni í sérstakan sjóð sem síðan verði út- hlutað úr, eins og tillögur auðlinda- nefndar gera ráð fyrir. ■ Auðlinda- nefnd/10 -12 -13 - 32 Forsætisráðherra segir álit auðlindanefndar mikilvægt framlag til sátta Um stóratburð að ræða í íslenskri samtímasögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.