Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 49
MUKU U JN iSUAUitl UAUUAitUAUUit ðu. ötriuiviiiEH 200u 49 UMRÆÐAN Grafarvogs- búar fá brúna út í Viðey INN á hvert heimili í Grafarvoginum verður á næstu dögum dreift pósti. Hvorki er um auglýsingu né skatt- framtal að ræða, sem hvort tveggja er póstur sem venjulega er bor- inn í hverja íbúð, held- ur er hér á ferðinni bók með smásögum, örsög- um og ljóðum. Bókin, sem ber nafnið „Brúin út í Viðey“, er gjöf Út- skáldanna, hóps átta skálda sem búa í Graf- Guðrún Erla arvoginum, til annarra Geirsdóttir íbúa hverfisins. Lík- lega er það einsdæmi að bók með skáldskap er dreift á hvert heimili í átján þúsund manna byggð. Gjöfin mun væntanlega vekja upp spum- ingar um hvers vegna skáld, sem yf- irleitt eru ekki talin aflögufær, taka Gjöf Gjöfín mun væntanlega vekja spurningar um það, segir Guðrún Erla, hvers vegna skáld taka það upp hjá sér að gefa nokkur þúsund bækur. það upp hjá sér að gefa nokkur þús- und bækur. Því er til að svara að á síðasta ári fengu Útskáldin hvatn- ingarverðlaunin Máttarstólpann. Verðlaunin eru veitt árlega af hverf- isnefnd Grafarvogs og Miðgarði til „einstaklings eða hóps sem hefur skarað fram úr og verið öðrum góð fyrirmynd innan hverfisins og/eða aukið hróður hverfisins út á við“ eins og segir í úthlutunarreglum. Með höfðinglegi’i gjöf sinni þakka Út- skáldin svo sannarlega fyrir sig því aðeins prentkostnaður við bókina nam sömu upphæð og verðlaunaféið. Hver eru Útskáldin? Það er hópur skálda sem hafa val- ið sér yngsta hverfi borgarinnar til búsetu og gefa með því langt nef goðsögninni um að skáldskapur verði einungis til á háaloftum og í kjöllurum timburhúsa í miðbænum. Hópinn skipa Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðal- steinsson og Sigmundur Ernir Rún- arsson. Við gerð bókarinnar „Brúin út í Viðey“ ganga til liðs við skáldin þrjár myndlistarkonur sem ýmist búa eða hafa vinnuaðstöðu í Grafar- voginum, þær Guðbjörg Lind Jóns- Vasar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 dóttir, Kristín Geirs- dóttir og Magdalena Margrét Kjartansdótt- ir. Myndir þeirra eru sjálfstæð myndverk sem kallast á við efni bókarinnar en eru ekki myndskreytingar við einstakar sögur. Listin skiptir máli í samfélaginu I bókinni birta höf- undarnir Ari Trausti, Einar Már og Ragnar Ingi bæði Ijóð og smá- sögur. Sigmundur Ernir er eingöngu með Ijóð. Aðalsteinn smellir nokkrum örmyndum af fólki. Kristín Marja og Gyrðir Elíasson eru með smásögur. Bókin er bæði skemmti- lesning en einnig holl áminning sbr. sögur Ragnars Inga og Kristínar Marju. I smásögunni „Bugðóttur fai’veg- ur jökulár" dregur Hjörtur upp skondna mynd af hópnum þegar hann lætur sögupersónu sína sækja „..upplestrarkvöld Útskáldanna í kjallara Grafavogskirkju. Þar stóðu þau upp staðarskáldin ábúðarmikil og alvarleg...og lásu Ijóðin sín fyrir nokkra starfsmenn bókasafns Graf- ai'vogs 3cm auðojdnnloga Itonndu í brjósti um skáldin og fannst það hryggilegt ef það henti þau að þurfa að lesa upp úr verkum sínum hvert fyrir annað eða bara Guð einan. Stóðu átta uppi með ljós í bakið svo ókunnir kirkjugestir úr öðrum sókn- um héldu eitt andartak að á þessum stað í Reykjavík skini ætíð sól- skin...Sjö karlai- og ein kona“. Hjörtur fjallar einnig um efa- semdir listamannsins þegar hann skrifar „Þær reyndu að telja sér trú um að listin skipti einhverju máli í samfélaginu. Innst inni voru þær samt í miklum vafa“ og „..grunaði að þótt þær legðu alla sálina í listaverkið væri öllum sama“. Hér er e.t.v. verið að ýja að umræðum skáldanna þegar þau voru að velta því fyrir sér hvernig þau ætluðu að verja hvatningarverðlaun- unum. Sú leið sem þau völdu, að senda bók með verkum sínum inn á hvert heimili í hverfinu, færir les- endum, sem vita að listin skiptir ekki bara einhverju - heldur miklu máli í samfélaginu - kækomna gjöf. Auk þess að bókin verði lesin af fólki sem alla jafna notar ekki tíma sinn til lesturs fagurbókmennta. Útskáld, megið þið hafa þökk fyr- ir, framtak ykkar er bæði frumlegt og af því menningarauki. Þeir sem ekki ei*u svo heppnir að búa í Grafarvoginum og fá bókina inn um bréfalúguna er bent á að bók- in verður til sölu í bókaverslunum. Höfundur er formaður Hverfisnefndar Grafarvogs. ■ •" 2> fO re ■M U) ■M ro Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 * > Arás forseta Islands á stjórnskipan landsins FORSETI Islands á ekki að auka úlfúð, forseti Islands á ekki að tala tungum tveim, forseti íslands á ekki að vera eins og stjórnmálaflokkur. Forseti fslands á ekki að upphefja sjálfan sig til að mynda á kostnað Alþingis eða þjóðarinnar í heild. Ugglaust eru flestir sammála um þessar skilgreiningar, en hvers vegna að velta þeim upp og nigga bátnum? Auðvitað þarf forseti íslands að hafa ákveðið svigrúm en hann, eins og aðrir þegnar landsins, verður að virða leikreglur íslenska þjóðfélagsins. Tilefni þessarar greinar er ræða forseta Islands við innsetningu hans í embætti forseta íslands öðru sinni 1. ágúst sl., ræða flutt í Alþingishúsinu eftir athöfn í Dómkirkjunni. Ræða Ólafs Ragnars Grímsson- ar var kurteis á köflum eins og vera bar og áferðarfalleg, en í henni voru kaflar með slíkum ólík- indum að óboðlegt er, ekki síst sá kafli þar sem hann talaði niður til Alþingis og niður til fólksins í landinu um leið. Hann sagði í fáum orðum að hann væri slíkur yfir- burðamaður sjálfur og skildi svo vel landsmenn að hann gæti verið íoíðtugíiui, Aipingi pyriti ekki til. Það er hefðbundin kurteisi að verja embætti forseta íslands og sjá í gegnum fingur hnökrana, en þessi ræða Ólafs Ragnars Gríms- sonar var fyrsta alvarlega aðförin að embætti forseta íslands til þess að leggja það niður eða breyta því að minnsta kosti. Forseti íslands á að vera eitt af ankerum þjóðfélags okkar, en er það ekki fullmikil sjálfumgleði þegar forsetinn segir um sjálfan sig þegar lítur að lög- legri stjórn landsins að hann sé „sá öryggisvörður sem ábyrgð verður að axla ef annað þrýtur“, eða þar sem hann segir um unga fólkið í landinu og embætti for- seta: „Það sér í forsetanum í senn fulltrúa og samstarfsmann, ekki fjarlægt tákn heldur bandamann við að gera drauma sína að veru- leika.“ Hefði ekki verið eðlilegra að einhver annar hefði sagt þetta en forseti Islands. Það er líka eitthvað að þegar maður sem hefur verið í stjórn- málum um áratuga skeið, spannað marga flokka, gegnt æðstu trúnað- arstörfum og farið víða, segir í innsetningarræðu sinni: „Samræð- ur við fólkið í landinu hafa á því kjörtímabili sem nú er liðið veitt Árni Johnsen mér fjölbreytta inn- sýn í þessa gerjun, í leit fólksins að leiðum til að móta sjálft framtíð sína og heill.“ Vonandi hefur forseti vor loksins átt góðar samræður við lands- menn.en varla er hann að vitna til skipulagðra heim- sókna um landið sem eru meira í ætt við sýningar og hyllingar þótt heimsóknirnar séu vissulega af hinu góða. Það sem hér hefur verið drepið á í innsetningarræðu Ólafs Ragnars Grímssonar kann í fljótu bragði að virðast smámunir eða óþarfa viðkvæmni fyrir hé- góma en heildartónninn leiðir til óvissu en ekki jákvæðrar markvísi. Það versta og alvarlegasta í ræðu Ólafs Ragnars sem auðsýni- lega vakti undrun og ókyrrð þing- manna, sem hefur ugglaust í ein- hverjum mæli dottið í hug að ganga út undir ræðunni, var þessi kafli: „Tæknin hefur ekki aðeins veitt okkur tækifæri til farsældar og framfara. Hún er líka að breyta eðli og inntaki lýðræðisins sjálfs. Nú getur hver einstaklingur veitt álit sitt og umsögn hvar sem er og hvenær sem er, krafist íhlutunar í krafti þekkingar og hæfni. Sú stjórnskipan sem aðeins veitir al- menninqri áHvorounum með kosningum á nokkurra ára fresti og bindur formlega ráðgjöf við stofnanir flokka og faglegra samtaka er í reynd aðeins rammi frá liðinni tíð. Við eigum núna möguleika á endurreisn hins raun- virka lýðræðis, veruleika þar sem fólkið sjálft fer með valdið. Hinn gamli rammi villir þó mörgum áfram sýn sem telja að forystan hljóti jafnan að vera í fárra hönd- um. Vandi stjórnmálaflokkanna er einkum sá að þeir virðast í vaxandi mæli eiga erfitt með að ná hjart- slætti tímans og takast á við þau Lýðveldið Eins og aðrir þegnar landsins, segir Árni Johnsen, verður for- setinn að virða leik- reglur íslenska þjóðfélagsins. nýju viðfangsefni sem nú ber að höndum. Hin skapandi umræða er óðum að flytjast inn á annan völl og þingið sjálft er ekki sama speg- ilmynd og örlagavaldur og áður var.“ Þessi hrakspá ræðunnar og fals- vonir eru aðför að stjórnskipun ís- lands. Tæknin breytir ekki eðli og inntaki lýðræðisins. Lýðræði fs- lendinga byggist á sjálfstæðis- hugsun okkar, þekkingaröflun og drifkrafti og grundvöllur okkar möguleika er að hafa markvissa stjórn á landinu. Við erum ungt lýðveldi sem eigum eftir að stand- ast marga raun inn á við og út á við þótt engin sé ástæða til verk- kvíðni, en það er skylda að vara við þeirri lausung og stjórnleysi sem boðuð er í ræðu forseta ís- lands. Það er leitt að þurfa að gera það en falsvonir eru verst.» hverm>- ui tramtíðarinnar. Þrf miður er þessi innsetningar- ræðukafli svo auðskiljanlegur að það er ekki hægt að snúa út úr honum til að fegra hann. En það er alveg ljóst að forseti íslands-^ getur ekki haldið áfram á þessari braut. Eg óska Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta íslands allra heilla og tek undir með honum í lokaorðum fyrrgreindrar ræðu hans þar sem hann óskar þess að þjónusta hans við íslendinga verði ættjörðinni til farsældar og heilla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, I. þingmaður Suðurlands. Pbysur vum vtm m DNA 1 Faxafeni 8 108 Reykjavík Bæjarlind 1 - .200 Kóþavogur 'Sími 554 4544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.