Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUK 3U. tíLKTEMtíEK zuou MUKUUJNtíDÆtlltJ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Ingunn Lára ívarsdóttir, Harpa Sif Helgadóttii’ og Anna Þrúður Guðbjömsdóttir segjast halda að þær muni lesa fréttir meira framvegis, a.m.k. ef það em skemmtilegar fréttir. Hildur Margrét Hjaltested, Úna Jóhannsdóttir og Ei ðrún Gunnarsdóttir byrjuðu að lesa dagblöð að staðaldri fyrir um tveimur árum og - -g|as lielst iesa fréttir ef fyrirsagn- irnar em skemmtilega. Nú vitum við hvar allt er í blöðunum Egill Pálsson, Róbert Patrizi og Teitur Páll Reynisson hafa gaman af að lesa dagblöð og hafa fylgst sérstaklega vel með fréttum þessa viku. Krakkamir líma greinar og myndir inn í vinnubækur sínar, hver eftir sínu áhugasviði. Dagblöð í skólum er verkefni þar sem dag- blöð og sérstakt efni tengt þeim er notað til kennslu í eina viku. Birna Anna Björns- dóttir og Kjartan Þorbjörnsson heimsóttu nemendur í sjöunda bekk í Breiðagerðis- skóla, sem sátu önnum kafnir yfír dagblöðum og veltu fyrir sér efni þeirra. DAGBLÖÐ í skólum er sam- starfsverkefni dagblað- anna á íslandi, Dags, DV og Morgunblaðsins, og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þar sem dagblöð og sérútbúið kennslu- efni tengt dagblöðum er notað til kennslu í eina viku. Nemendur sjöunda bekkjar í Breiðagerðisskóla eru þeir fyrstu sem taka þátt í verkefninu og alla þessa viku hafa þeir legið yfir dag- blöðum og unnið upp úr þeim ýmis verkefni. Nemendur þriggja annarra skóla, Laugalækjarskóla, Öldusels- skóla og Vesturhlíðarskóla, munu taka þátt í verkefninu í vetur og er stefnt að því að taka það upp í fleiri skólum næsta vetur. Verkefnið snýst meðal annars um það að fá nemendur til að venjast því að lesa mismunandi gerðir blaða- greina og frétta og segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið, bæði munnlega og skriflega. Einnig er lagt upp úr því að að þjálfa nemendur í rit- un ólíkra dagblaðatexta og þar að auki heimsækja þeir dag- blöðin og fá að sjá hvemig vinnu í kringum blaðaútgáfu er háttað. Skrifa fréttir upp úr fréttum og búa til nýjar fyrirsagnir Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu inn til krakkanna í sjöunda bekk í Breiðagerðisskóla í gær, var mikið um að vera, enda rúmlega fimmtíu nemendur samankomnir, með sam- tals um 150 dagblöð sem þau flettu fram og til baka, ásamt því sem þau klipptu út greinar og myndir og límdu í vinnubækur. Undanfama viku hafa krakkamir verið á kafi í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast efni blað- anna og segja þau skemmtilegt að fá slíka tilbreytingu frá hefðbundinni kennslu. Flestir segjast vanir því að skoða dagblöð heima hjá sér og segj- ast þau örugglega eiga eftir að lesa miklu meira í blöðunum eftir að hafa tekið þátt í þessu verkefnu. Egill Pálsson, Róbert Patrizi og Teitur Páll Reynisson segjast hafa mjög gaman af því að lesa dagblöð og finnst þeim þetta verkefni bæði snið- ugt og skemmtilegt. „Við fáum Moggann, DV og Dag og leysum alls konar verkefni,“ segir Egill. „Við skoðum blöðin og svo eig- um við að útskýra fréttimar," segir Teitur Páll. „Við lesum líka greinar og styttum þær og skrifum niður í vinnubókina okkar,“ segir Róbert. Strákarnir segjast líka hafa skrifað fréttir upp úr fréttum, klippt út grein- ar og myndir sem þeim fannst áhuga- verðar og límt inn í vinnubækur. Einnig hafa þeir búið til nýjar fyrir- sagnir á fréttir og taka þeir fram að það sé ekki gert vegna þess að þeim þyki fyrirsagnimar lélegar, „við emm bara að athuga hvort við getum þetta,“ segir Egill og segja þeir vinnu sem þessa góða og gagnlega þjálfun því sjálfir stefni þeir að útgáfu skóla- blaðs innan skamms. Fréttir af evrunni vöktu áhuga Strákamir segja að sér finnist íþróttir, teiknimyndasögur og auglýs- ingar, sérstaklega bíla- og bíóauglýs- ingar, skemmtilegasta efni blaðanna. Þeir segjast stundum lesa fréttimar, en að þeim finnist þær ekkert sér- staklega áhugaverðar nema þær séu spennandi. „Eins og fréttir um Milosevic, gaurinn sem átti að reka sem forseta, þær em spennandi. Hann ætlar kannski að halda stríð til að halda sætinu," segir Egill og bætir því við að auðvitað voni hann að það verði ekki stríð. Strákarnir segjast hafa fylgst vel með fréttum alla vikuna og hefur ým- islegt vakið áhuga þeirra. Til dæmis fannst þeim athyglisvert að Danir skyldu hafna Evmnni. „Mig langar að hafa Evrana. Hún er miklu flottari mynt,“ segir Egill. „Þá þarf maður heldur ekki að fara út í banka til að skipta peningum þeg- ar maður fer til útlanda,“ segir Teitur Páll. „Það yrði líka gaman að breyta til,“ segir Róbert. Strákamir segjast vissir um að það sé skemmtilegra að vera Ijósmyndari en blaðamaður. Teitur Páll gæti vel hugsað sér að verða ljósmyndari en langar samt meira til að verða flug- maður, eða jafnvel hvort tveggja. Ró- bert gæti líka hugsað sér að verða ljósmyndari sem tæki myndii- af íþróttum, en hann langar samt mest tíl að verða atvinnumaður í fótbolta, helst á ítah'u. Egill segist líka vilja verða fótboltamaður „en ef fótboltinn bregst er ég að hugsa um að verða lögmaður." Fannst fréttir ekkert spes Ingunn Lára ívarsdóttir, Harpa Sif Helgadóttir og Anna Þrúður Guð- bjömsdóttir em búnar að setja sam- an vinnubækur þar sem þær hafa meðal annars skrifað upp ljóðabrotin sem em birt daglega í Morgunblað- inu. Þær segjast hafa kynnst mörgum nýjum efnisþáttum í dagblöðunum með því að vinna þetta verkefni. „Núna vitum við hvar allt er í blöð- unum,“ segir Harpa Sif. „Maður var til dæmis ekki vanur því að lesa frétt- ir áður, fannst það ekkert spes,“ segir oinn Lára, en þær segjast allai’ halda að þær muni lesa fréttir meira Jramvegis, „allavega ef það em skemmtilegar fréttir". Þær segjast hafa mest gaman af því að lesa fréttir sem fjalla um krakka, lúður af fi’ægu fóM og þeim finnst líka spennandi að lesa um sakamál. „Mér finnst skemmtilegast að lesa j ini). útlenskt fólk. Líka um dómsmál og glæpamál," segir Harpa Sif. „Mér finnst oft gaman að lesa aftan á Moggæin. Stundum em alls konar fyndny fréttii- þar,“ segir Anna Þrúður. Stelpumar vita allar hvað þær vilja vinna við þegar þær era orðnar full- orðnar. Anna Þrúður segist vilja verða bamalæknir og Harpa Sif seg- ist vilja verða lögmaður og dómari því henni finnist svo gaman að sakamál- 1 um og ráðgátum. Þær langar líka báðar til að vinna sem flugfreyjur á sumrin á meðan þær em í námi. Ing- f unn Lára ætlar að verða söngkona og segja vinkonur hennar að annað komi varla til greina fyrir hana því hún syngi svo vel. Leiðaramir eru misáhugaverðir Hildur Margrét Hjaltested, Úna Jóhannsdóttir og Ema Guðrún Gunnarsdóttir em búnar að fylla 1 viimubækur sínar af alls kyns úr- klippum. Meðal þess sem þær hafa límt inn í bækur sínar em leiðarar f blaðanna þriggja, en þær segjast ekki hafa vitað hvað leiðarar vom áður en þær byrjuðu á þessu verkefni. „Leiðaramir em eitthvað sem rit- stjóramir skrifa um það sem er í fréttum," segir Úna. Þær segjast ekki alveg skilja alla leiðarana og að þeim finnist sumir þeirra ekkert sérstak- lega áhugaverðir „Til dæmis ef það er I verið að fjalla um styrjaldir í Serbíu,“ I segii- Hildur Margrét, „en það var skemmtilegt að lesa leiðarann í f Mogganum þegar var verið að tala um Völu og Guðrúnu," bætir hún við. Stelpurnar fylgdust allai’ spenntai- með Ólympíuleiknum og sögðust hafa verið himinlifandi þegar Vala vann brónsverðlaunin. „Við bjuggum til spjald með góðum fréttum og þar settum við fullt af mjmdum af Völu og líka myndir af Guðrúnu," segir Hildur Margrét. Þær segja að einnig hafi verið útbúið | spjald með slæmum fréttum og að þar hafi fréttir af salmonellusýking- unni verið mest áberandi. Stelpurnar segja að það séu um tvö ár síðan þær fóm að lesa dagblöðin að staðaldri og að þeim fmnist skemmti- legast að lesa fréttfr af íþróttum, slúð- urfréttir, stjömuspána, myndasögur, sumar auglýsingar og sjónvarpsdag- skrána. Þær segjast lesa sumar frétt- ir og aðallega þegar fyrirsagnfrnar | eru skemmtilegar. Ema Guðrún segist geta hugsað sér að verða ljósmyndari eða blaða- maður, en þá helst í útlöndum því þar sé flefra fólk og meira að gerast. Ann- ars langar hana til að verða bama- læknir eða flugfreyja. Úna og Hiidur Margrét segja að eftir að vinna þetta verkefni hafi þeim dottið í hug að það gætí orðið gaman að verða blaða- menn eða ljósmyndarar, en Únu lang- ar samt mest til að verða arkítekt og | Hildi Margréti langar tíl að verða lög- fræðingur eða heilaskurðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.