Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Salfræði Hvers vegna nær Vala Flosadóttir árangri? Aldraðir Líkamsræktin eykur sjálfsvirðinguna Þunglyndi Gerir líkamsrækt sama gagnoggeðlyf? Könnun á áhrifum líkamsræktar á heilsu aldraðs fólks Baráttan við þunglyndi Sj álfsvir ðing eykst til muna Presslink Á góðu róli. Öll hreyfing er af hinu góða og lfkamsrækt styrkir sjálfsímyndina. The New York Times Syndicate. LÍKAMSRÆKT bætir ekki aðeins líkamlega heilsu aldraðs fólks heldur eykur hún líka sjálfsvirð- ingu þess. Ekki virðist skipta öllu máli í hverju likamsræktin er fólg- in. Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós, að hvort sem maður vel- ur að gera teygjuæfmgar eða stunda göngu leiða slíkar æfingar til álíka aukningar á sjálfsvirðingu. „Það er ljóst að eftir því sem fólk eldist minnkar það álit sem það hefur á eigin líkama Viðkom- andi hefur ekki til að bera sama styrk og áður og hættir að geta gert hlutina lengi í einu. Það eru margar vísbendingar um að um leið og líkaminn breytist þá breyt- ist líka sjálfsímyndin, sú mynd sem hver og einn hefur af sjálfum sér,“ segir stjórnandi rannsóknarínnar, Edward McAuley, prófessor við Háskólann í Illinois í Urbana- Champaign. Rannsókn hans leiddi í ljós, að vinna má gegn hnignandi sjálfs- virðingu með því að stunda líkams- rækt. McAuley og samstarfsfólk hans mældi breytingar á sjálfsvirð- ingu aldraðs fólks á aldrinum 60-75 ára sem tók þátt í hálfsárslangri líkamsræktardagskrá undir eftir- liti. Voru æfingar gerðar þrisvar í viku, m.a. teygju- og vöðvaæfingar í leikfimisal eða rösk ganga innan- dyra í verslanamiðstöð. í byrjun gengust þátttakendur undir mat á líkamsástandi og svör- uðu spurningalista um sjálfs- virðingu sína og hugmyndir um eigið líkamsástand. Hálfu ári eftir að líkamsræktardag- skránni lauk mættu 116 af þeim 174 sem upphaflega tóku þátt í henni og geng- ust aftur undir mat á líkamsástandi og 152 svöruðu spurn- ingalista öðru sinni. Vísindamennirnir komust að því, að á meðan líkamsrækt- ardagskránni stóð jókst sjálfsvirðing fólksins að meðaltali bæði hjá þeim sem stunduðu teygju- og vöðvaæfingar og hjá þeim sem stunduðu göngu og var aukn- ingin meiri í fyrr- greinda hópnum. í báðum hópunum jókst yfirleitt tilfinn- ing fyrir jákvæðu líkamlegu ástandi og sjálfsvirðing er varðaði sjálfsímynd, líkamsástand og styrk. Þar að auki jókst sjálfsvirðing eftir því sem tíðni likamsæfinga jókst. Sagði McAuley að í ljós hefði kom- ið að mismunandi æfingar hafi að mestu sömu jákvæðu áhrif. Niður- stöður rannsóknarinnar birtust í Annals of Behavioral Medicine. TENGLAR The American Association for Geriatric Psychiatry: www.aagpgpa.org/ Líkamsrækt jafn- vel betri en lyf Washington. AP. LÍKAMSRÆKT virkar vel gegn þunglyndi, jafnvel betur en mikið notað þunglyndislyf samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hundrað fímmtiu og sex þung- lyndissjúklingar tóku þátt í rann- sókninni og var skipt f þrjá með- ferðarhópa. Sjúklingamir í fyrsta hópnum stunduðu reglulega iíkamsrækt f hálfa klukkustund þrisvar í viku; sjúklingamir í öðr- um hópnum tóku þunglyndislyfið Zoloft og fólkið í þriðja hópnum gerði hvort tvcggja. Eftir fjóra mánuði var útkoman svipuð hjá öllum hópunum. Dregið hafði úr þunglyndi hjá öllum. Bendir það til þess að líkamsrækt sé jafnáhrifarík og Zoloft í barátt- unni við sjúkdóminn. Eftir hálft ár í viðbót vora mun minni líkur á að sjúklingunum sem stunduðu likamsrækt hefði hrakað. Aðeins 8% sjúklinganna íþeim hópi fundu fyrir auknu þunglyndi samanbor- ið við 38% í hópnum sem tók lyfið og 31% í hópnum sem gerði bæði. James Blumenthal, sálfræðing- ur við læknamiðstöðina í Duke- háskóla í Bandaríkjunum, stjórn- aði rannsókninni. Greint er frá niðurstöðunum í timaritinu Psychosomatic Medicine 22. sept- ember. Vísindamennirnir sögðu að það hefði komið þeim á óvart að sjúklingarnir sem stunduðu líkamsrækt hefðu náð betri ár- angri en þeir sem stunduðu likamsrækt og tóku einnig lyf. „Við höfðum vænst þess að líkamsrækt ásamt lyljagjöf myndi auka áhrifin en svo reyndist ekki vera,“ sagði Blumenthal. Ástæðan kann að vera sú, að sjúklingar sem stunda líkamsrækt taka virkan þátt í eigin meðferð. „ Að taka aðeins pillur er fremur óvirkt," segir Blumenthal. „Sjúkl- ingamir sem stunduðu líkams- rækt kunna að hafa haft á tilfinn- ingunni að þeir réðu ferðinni sjálfir og frekar fundist þeir vera að takast á við vandann. Og þegar sjúklingunum fer að líða betur era þeir líklegri til að fara að æfa sig meira sem eykur enn á vellíðan þeirra.“ Ekki töfralausn Vísindamennirnir telja ekki að líkamsrækt sé töfralausn sem geti læknað alla þunglyndissjúklinga. Taka vísindamennimir fram að í rannsókninni hafi ekki tekið þátt sjúklingar með sterkar sjálfs- morðstilhneigingar eða sjúklingar sem þjást af „geðveikiþunglyndi". Þá kann það að hafa haft áhrif á niðurstöðumar að sjúklingamir sem buðust til að taka þátt í henni vildu ná bata og höfðu áhuga á líkamsrækt. Zoloft er vöraheiti lyfs er inni- heldur virka efnið sertraline og er eitt mest selda þunglyndislyf á markaðnum. Blumenthal segir að allt að einn af hveijum þrem þunglyndissjúklingum finni ekki fyrir virkni lyfjameðferðar og margir kvarti undan aukaverkun- um. Þess vegna sé mikilvægt að finna aðrar leiðir til að meðhöndla þunglyndi.” TENGLAR Um Zoloft: www.netdoktor.is Upplýsingabanki um andlegt heil- brigði: http://mhnet.org/ Að ná því besta út úr sjálfum sér Gylfi Asmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Hvað eiginleika þarf að hafa til að standa sig svo frábær- lega eins og Vala Flosadóttir gerði á Olympíuleikunum í Sidney? Það er greinilega ekki bara gott líkam- legt ástand, þrotlaus þjálfun og tækni, sem ræður árangri hennar eða annarra sem taka þátt í erfiðri keppni. Hversu miklu máli skiptir andlegt ástand og hvaða persónu- eiginleikar gera gæfumuninn? Svar: Líkamleg og tæknileg þjálfun eru að sjálfsögðu undir- staða þess að ná árangri í íþrótt- um. Það er forsenda fyrir því að geta náð ákveðnum hámarks- árangri. Þegar á hólminn er komið í stórmóti er þó ekki víst að sá hámarksárangur sjái dagsins ljós, eins og sjá mátti hjá mörgum fremstu íþróttamönnunum á Ól- ympíuleikunum. Margir færustu íþróttamenn heims voru langt frá sínu besta og sumir komust ekki einu sinni í úrslit, þótt þeim væri spáð fremstu sætum. í stangar- stökkskeppninni voru margar af bestu íþróttakonunum ákaflega mistækar og felldu mun lægri hæðir en sem nam getu þeirra, þótt sumum þeirra tækist að hampa verðlaunum að lokum. Margar ástæður geta verið fyrir þessu, en líklega er andlegt ástand þeirra sú veigamesta, einkum spenna og skortur á yfirvegun, sem truflar einbeitingu þeirra og kemur í veg fyrir að þær nái því besta út úr sjálfum sér. Flestir íþróttamenn hafa reynslu af þessu af og til og þó einkum í mikilvæg- ustu keppnum. í stangarstökkskeppninni var einn keppandi, sem skar sig úr hvað þetta snertir. Það var Vala Flosadóttir. Af fádæma öryggi stökk hún yfir hverja hæðina á fætur annarri í fyrsta stökki, þar til hún var komin langt fram úr sínum besta árangri. Sjaldan hef- Sjálfstraust ur sést jafn glæsileg stökksería og hjá henni í þessari keppni. Öllum, sem á horfðu, mátti vera ljóst að hún var í mjög góðu andlegu jafn- vægi og nýtti sína bestu persónu- eiginleika til þess að ná því besta út úr sjálfri sér og meira til, árangri sem fæstir höfðu búist við. Eins og áður segir getur spenna verið of mikil hjá þátttakanda í svona keppni og verið truflandi. Spenna er hins vegar nauðsynleg að vissu marki. Flestir þekkja spennu og kvíða fyrir próf, adrenalínið flæðir, vöðvar spenn- ast og próftakinn er í viðbragðs- stöðu, einbeitingin er í hámarki. Slíkt er nauðsyn hverjum keppnis- manni svo fremi að spennan verði ekki svo mikil að hún fari að hafa lamandi áhrif. Hjá Völu mátti sjá þessa spennu og einbeitingu, en jafnframt yfírvegun, sem gerði henni kleift að útfæra stökk sín af skynsemi. Það mátti sjá á Völu í keppninni að hún hefur gott sjálfstraust og hátt sjálfsmat, án þess að hún hafi tilhneigingu til að ofinetnast. Eins og hún sagði sjálf eftir keppnina vildi hún aðeins gera sitt besta og hafa gaman af að taka þátt, en hugsaði minna um að vera betri en keppinautarnir. Hún gladdist þvert á móti einlæglega yfir árangri þeirra. Glaðlyndi hennar sem birtist í brosmildi hennar og fögnuði yfir velgengni bæði sinnar og hinna keppendanna sýndi vel að hún er í sátt við sjálfa sig. Síðast en ekki síst kann Vala að hvetja sjálfa sig og efla sjálfs- traust sitt þegar mest á ríður. Þegar spennan fór vaxandi og kvíði fór að gera vart við sig fyrir keppnina, segist hún einfaldlega hafa sagt við sjálfa sig „Já“, og það virkaði vel. Þetta er ráð sem hefur mörgum reynst vel, þótt ein- falt sé, til þess að létta á spennu og skapa jákvætt hugarfar. I upp- hafi hvers stökks hvíslaði hún að sjálfri sér: „Vala, þú getur þetta.“ Og hún gat það, þangað til þjálfun hennar og tækni leyfði ekki meira. Vala er kona sem kann að ná því besta út úr sjálfri sér. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax:5691222. Einniggeta lesendur sent fyrir- spumir sínar með tölvupósti á net- fang Gylfa Ásmundssonar- :gylfías@li.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.