Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bændurnir í Keflavík í Hegranesi ná góðum árangri í uppgræöslu á jörðinni Eru að verða uppiskroppa með mela Hægt er að græða upp hrjóstrugt og gróð- urvana land með því að nota skítadreifara og haugsugu til að dreifa lífrænum úrgangi sem til fellur við búskapinn, auk áburðar sem bændur hafa aðgang að í gegnum verk- efnið Bændur græða landið. Pað hafa hjónin í Keflavík í Hegranesi, Jóhann Már Jó- hannsson og Þórey S. Jónsdóttir, sannað og uppgræðslan gengur svo vel að þau eru að verða uppiskroppa með mela. Helgi Bjarna- son heimsótti landgræðslubændur. JÓHANN Már Jóhannsson og Þórey S. Jónsdóttir hófu sauðfjárbúskap í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði á ár- inu 1976. Jörðin er lítil, aðeins 176 hektrarar að stærð, og var frekar illa farin þegar þau tóku við henni. Þau hófu fljótlega uppgræðslustarf með þeim árangri að eftir hefur verið tek- ið og í gær veitti Landgræðslan þeim og fleira fólki svokölluð landgræðslu- verðlaun. „Þrátt fyrir að jörðin væri lítil og allt of stórt hlutfall hennar gróður- vana, og þess vegna ekki sérstaklega vel til sauðfjárræktar fallin, vorum við strax ákveðin í að vera með sauð- fé. Akvörðunin réðist meðal annars af því að hér voru gömul fjárhús sem hægt var að nota, en nauðsynlegt hefði verið að byggja fjós ef við hefð- um ætlað að vera með kýr. En fuli- orðnir menn hér í sveitinni ráku upp stór augu og sögðu: Með sauðfé í Keflavík!" segir Jóhann Már. Melurinn var eins og skrúðgarður Stór melur var skammt frá bæn- um, austan við þann stað sem íbúðar- hús þeirra hjóna var síðar byggt. Þau byrjuðu á honum. Tóku allan lífræn- an úrgang sem til féll á búinu og dreifðu á melinn. Þangað fór moðið úr fjárhúsgörðunum, rekjur af hlöðu- gólfmu, tað sem mikið hey var í og var þess vegna ekki borið á tún og allt hey sem skemmdist. Þau snöp- uðu fræ í melinn. Fengu manninn sem sá um afgreiðslu á fræi í Kaupfé- lagi Skagfírðinga til að sópa gólfið sérstaklega vel og safna uppsópinu í poka. Því var dreift á melinn og var hann eins og skrúðgarður yfir að líta þegar það tók að spretta því fræin voru af margvíslegum gerðum, jafnt einærar plöntur og gras. Þórey segir að einæru jurtimar hafi hjálpað til því þær mynduðu rætur og stuðluðu að uppbyggingu jarðvegs. Þau dreifðu einnig áburði sem hafði hlaupið í köggla og fengu ein- hvem tímann skemmdan áburð hjá kaupfélaginu. Jóhann segist hafa barið kögglana í sundur með sleggju og hrært upp í skítadreifaranum og látið vaða á melinn. Hann segir raun- ar að haugsugan og skítadreifarinn séu þau hjálpartæki sem mest hafi verið notuð við uppgræðsluna, efnun- um hafi verið hrært saman og dreift um uppgræðslusvæðin. Þá viður- kennir Jóhann að hann hafi stundum „stolið“ áburði og húsdýraáburði frá búinu og dreift á melana. Nefnir að komið hafi fyrir að slattar sem eftir voru í áburðardreifara þegar búið var að bera á tún hafi farið í upp- græðsluna, ef hann hafi verið í þann- ig skapi hafi hann losað úr dreifaran- um á nálægum mel í stað þess að fara hring á öðru túni. Fór virkilega að ganga Þáttaskil urðu í uppgræðslu- starfinu þegar tekið var upp sam- starf við Landgræðsluna. Það byij- aði á áburðarflugi. Landgræðslan var að dreifa áburði á uppgræðslu vegna Blönduvirkjunar á Auðkúluheiði og Jóhann samdi við starfsmenn Land- græðslunnar um að koma við hjá sér. Um samdist að Jóhann legði til tvö tonn af áburði á móti tveimur tonnum Landgræðslunnar og að stofnunin myndi annast dreifingu áburðarins með flugvél. Jóhann segir að flognar hafi verið þijár eða fjórar ferðir yfir melana á gömlu landgræðsluvélinni, Páli Sveinssyni, og það hafi verið æv- intýralegt að fylgjast með. Vélin sé svo stór en melurinn stuttur að hún hafi verið óratíma að snúa við til að fara aftur yfir. í framhaldi af þessu ævintýri kom svo samstarfsverkefni Landgræðsl- unnar og bænda, Bændur græða landið, árið 1994 og tóku Keflavíkur- bændur þátt í því frá upphafi. „Þetta verkefni skipti sköpum í þessu starfi, uppgræðslan fór virkilega að ganga,“ segir Jóhann. Bændumir í verkefninu kaupa ábrn-ð og bera hann á uppgræðslu- svæði á jörðum sínum. Þegar því er lokið er verkið tekið út af umsjónar- manninum og eftir það greiðir Land- græðslan bóndanum helming áburð- arverðsins. Margir bændur eru með regluna tonn á móti tonni og bera því alls tvö tonn af áburði á land sitt en Jóhann er með tvöfalt það magn, seg- ist hafa haldið því sem um samdist við áburðarflugið á sínum tíma. Uppgræðsla og búskapur geta farið vel saman Jörðin hefur tekið stórstígum framförum á undanfömum ámm. „Maður er að komast vel á skrið, ekki síst tvö til þrjú síðustu ár,“ segir Jó- hann. Þórey segir að þau friði melana á meðan verið er að græða þá upp. Þegar þeir séu komnir í góða sinu hleypi þau fénu þangað inn í stuttan tíma á hverju ári. Telur hún að best fari á því að hafa mikið beitarálag í uppgræðsluhólfunum í stuttan tíma á hveiju ári og færa síðan féð í næsta hólf. Þau em með um 250 ær á vetr- arfóðmm og gætu verið með mun fleiri, eins og jörðin er nú. Jóhann neitar því að togstreita sé milli fjármannsins og landgræðslu- mannsins. „Það hefur ávallt verið miðað við að gróðurinn yrði nýttur til beitar, þegar hann þyldi það. Mér finnst það hins vegar taka allt of langan tíma að gera uppgræðsluna Morgunblaðið/Helgi Bjamason Þórey S. Jdnsdóttir og Jóhann Már Jóhannsson sitja á grastorfunni sem áður var eini gróðurinn á stóru svæði. Melurinn er nú algróinn og gróð- urinn að verða sjálfbær. sjálfbæra. Það em liðin tuttugu ár frá því byrjað var að græða upp stóra melinn og það er fyrst núna að hægt er að beita hann án þess að hafa ann- að með. Uppgræðsla og búskapur getur farið vel saman, en það verður að fara vel með land og ganga ekki svo nálægt því að það beri skaða af,“ segir Jóhann. Jóhann telur að það land sem tekið hefur verið til uppgræðslu sé á bilinu 40 til 50 hektarar, eða að minnsta kosti fjórðungur af landi jarðarinnar. Ekki er búið að útskrifa allt það land. Stóri melurinn austan við íbúðarhús- ið er löngu algróinn en er þó alltaf kallaður melur. Nú er minnsti og lé- legasti gróðurinn á gömlu gróður- torfunum en þar var eini gróðurinn á melunum þegar þau hófu land- græðslu á sínum tíma. Nú er svo komið að erfitt er að finna mela í Keflavík sem hentugt er að græða upp og bóndinn er að taka til við svæði sem lengra em frá og erfiðara að komast á. Þau segja þó að enn sé mikið starf óunnið. „Svæðið sem við emm með undir er það stórt að það hægir á okkur, við þurfum að velja þá mela sem eiga að sjá um sig sjálfir svo að hinir geti fengið namm- ið,“ segir hann. Orðið að áhugamáli Þórey og Jóhann Már eiga ekki jörðina, em leiguliðar. Jóhann segir að það dragi ekkert úr ánægjunni af uppgræðslustarfinu. „Ég hef aldrei spáð í það hvað verður um þetta land í framtíðinni og það skiptir mig engu máli hver nýtur þess. Mér finnst bara gaman að skoða uppgræðsluna á vor- in og sjá grænu svæðin stækka ár frá ári. Það væri að vísu vel hægt að nýta þessa peninga öðravísi, fara út að borða og skemmta sér, en þetta er spuming um áhugamál og við höfum einfaldlega mestu ánægjuna af þessu. Og á meðan við eram hér era það augljóslega okkar hagsmunir að jörðin sé sem best gróin,“ segir Jó- hann og Þórey bætir því við að það sé viss lífsnautn að fylgjast með landinu gróa. Keflavík er í þjóðbraut, á land beggja vegna þjóðvegarins sem ligg- ur þvert yfir Hegranesið og auk þess beggja vegna nyrðri vegarins í Hegranes. Jóhann segir að bændur sem aki þarna um taki sumir eftir þeim framfömm sem orðið hafa og einstaka maður komi heim á bæ til þess að hafa orð á því. Segist Jóhann ekki geta neitað því að því fylgi viss nautn þegar aðrir taki eftir því sem gert sé. Þau hjónin telja að almenn við- horfsbreyting hafi orðið meðal bænda í landnýtingu og uppgræðslu. Jóhann segir að talað hafi verið um sérvisku þegar þau vom að hefja sitt starf. Síðan þá hafi orðið almenn vakning. Fdður fyrir kerfið Á sama tíma og þessi árangur er að nást í Keflavík og víða um land virðist vera óvissa um framhald verk- efnisins Bændur græða landið, að því er Jóhann Már telur. Hann segir að hluti kostnaðarins við verkefnið hafi verið greiddur af umhverfislið sauð- fjársamnings bænda og ríkisins, eða um 8 milljónfr kr. á ári. Þetta virðist hins vegar falla niður með nýja samningnum sem tekur gildi um næstu áramót. „í nýja samningnum em ekki nein ákvæði um umhverfis- verkefni, að minnsta kosti ekki um fjármögnun þeirra. Það er afar slæmt í Jjósi þess að árið 2003 eiga allir bændur sem vilja tryggja sér fullt verð fyrir afurðir sínar að vera búnir að taka upp gæðastýrða fram- leiðslu. Eitt af skilyrðunum fyrir gæðastýringu er að bóndinn sýni fram á að hann hafi til umráða nægi- legt land í góðu ásigkomulagi. Ef eitthvað vantar upp á það fær hann ekki viðurkenningu fyrir gæðastýr- ingu nema að hann geti gert áætlun um úrbætur og framkvæmi hana. Verkefnin em svo mikil víða að við- komandi bændur ráða ekki með nokkm móti við þau án stuðnings. Þar finnst mér að þetta verkefni, Bændur græða landið, ætti að koma til sögunnar enda hentar það mjög vel til þess. En ég sé ekki að gert sé ráð fyrir neinum stuðningi við það í nýja samningnum,“ segir Jóhann Már. Hann vekur athygli á því að í nýja búvömsamningnum sé gert ráð fyrir 35 milljóna króna framlagi á ári til ýmissa verkefna til að búa bændur undir gæðastýringuna en þar sé ekk- ert minnst á landnýtingarþáttinn. „Hann hlýtur að hafa gleymst. Mér finnst að þama hefði mátt eyma- merkja ákveðna fjármuni til þessara brýnu verkefna, þeir peningar hefðu skilað sér beint til bænda.“ Honum sýnist að umræddar 35 milljónir kr. verði notaðar í „fóður fyrir kerfið", eins og hann orðar það. Nefnir sem dæmi að verið sé að ráða starfsfólk til að sjá um gæðastýring- una, námskeiðahald fyrir bændur, að útbúa námsgögn og fleira í þeim dúr. „Mér finnst þetta ekki koma bænd- um til góða. Og það er hrein móðgun við góða bændur að neita þeim um fullt verð fyrir afurðimar nema þeir fari á tveggja daga námskeið sem þeir hafa ekkert gagn af,“ segir Jó- hann. Dregnr úr landgræðslu Jóhann er mjög gagnrýninn á námskeiðahaldið, telur að það sé ekki á réttum forsendum. Nefnir sem dæmi að maður sem búið hefði viður- kenndu fyrirmyndarbúi í 30 ár og stæðist allar aðrar kröfur um gæða- stýrihgu ætti ekki að þurfa að setjast á tveggja daga námskeið, nema hann vildi það sjálfur. Að sjálfsögðu þyrftu bændur að fylgjast með í faginu en það gerðist ekki með því að stilla þeim upp við vegg. „Það ætti frekar að eyða púðrinu í þá menn sem þurfa að taka til í búskapnum hjá sér og þar em nóg verkefni," segir Jóhann Már. Hann óttast að mjög dragi úr áhuga bænda á uppgræðslustarfinu ef verkefnið Bændur græða landið verður skorið niður við trog, telur að dreifing áburðar kunni að minnka veralega ef ekki verði fundin lausn á fjármögnun þess. Póst- og ijarskiptastofnun Þriðja GSM-rás- in til út- hlutunar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. Var það að tillögu samgöngur- áðherra, en breytingin gefur Póst- og fjarskiptastofnuninni heimild til að úthluta þriðju farsímarásinni á 900 megariða tíðni, þar sem fyrir reka hvora rásina Landssíminn og Tal. Langflestir gsm-símar hér á Iandi em s.k. 900-símar og hafa Landssíminn og Tal verið í samkeppni á þeim markaði. Önnur fjarskiptafyrirtæki, svo sem Islandssími og Frjáls fjarskipti, hafa lýst áhuga á að fá úthlutað leyfi á þessari tíðni og því var þetta fmmvarp sam- þykkt nú, að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. Á sínum tíma þurftu Lands- síminn og Tal að greiða fimm- tán milljónir, hvort fyrirtæki fyrir sínar rásir, en gert er ráð fyrir að það fyrirtæki sem fær þriðju rásina þurfi að greiða hærra gjald vegna breytinga á vísitölu neysluverðs, eða 16,6 milljónir króna. Póst- og fjarskiptastofnunin hefur þegar auglýst eftir tilboð- um í þriðju rásina, en umsókn- arfrestur rennur út 1. desem- ber nk. Landsmót UMFÍ á Egilsstöðum Ingimundur ráðinn fram- kvæmdastjóri LANDSMÓTSNEFND 23. lands- móts ungmennafélaganna sem hald- ið verður á Egilsstöðum næsta sum- ar ákvað í gær að ráða Ingimund Ingimundarson sem framkvæmda- stjóra landsmótsins. Björn Birkir Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri undan- fama mánuði, hefur látið af störfum að eigin ósk og leitaði landsmóts- nefnd til Ingimundar. Ingimundur lét nýlega af starfi forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- innar í Borgarnesi, en hann var for- maður landsmótsnefndar 22. lands- móts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi fyrir þremur árum. Hann tekur til starfa á Egilsstöðum eftir helgi. --------------- Játaði rán á Ránargötu LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær, fimmtudag, ungan mann, sem hún hafði gmnaðan um rán í verslun við Ránargötu sl. þriðjudagskvöld. Við verknaðinn var afgreiðslustúlku verslunarinnar hótað með hnífi. Maðurinn viðurkenndi að hafa fram- ið ránið. Honum var komið í umsjá bamaverndaryfirvalda. Síðastliðna nótt var ungur maður handtekinn eftir að hafa farið inn í mannlausar bifreiðir í Engjahverfi. Þá hefur ungur maður, sem hand- tekinn var í gær, viðurkennt að hafa brotist inn í fyrirtæki við Suður- landsbraut í vikunni. Við húsleit hjá honum fundust tölvur og myndbandstæki úr inn- brotinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.