Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 54
: 54 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„Lifandi kís-
ilgúrnáma“
FRAMTÍÐ kísilgúr-
vinnslu úr Mývatni er
nú í brennidepli svo
sem oft áður þegar
tímamót hafa nálgast í
rekstrinum. Nú er
ástand þannig að gúr á
heimiluðu vinnslusvæði
*er að ganga til þurrð-
ar, hins vegar hefur
verksmiðjan starfsleyfi
til ársins 2010. Tals-
menn verksmiðjunnar
vilja flytja umsvif sín
yfir í Syðri Flóa og er
helst talað um svæðið
Boli í því sambandi.
Þetta telja margir
óráðlegt vegna við-
Birkir Fanndal
Haraldsson
ég er
kvæms lífríkis Mývatns,
þeirra á meðal.
Kísiliðjan hefur starfað við Mý-
vatn í yfir 30 ár, hún hefur á þessum
tíma séð fjölda íbúa
íyrir atvinnu og veitt
fjármagni í formi
launagreiðslna og
skatta inn í samfélagið
í Þingeyjarsýslu, eink-
um á Húsavík og í
Mývatnssveit. í sveit-
inni eru ekki aðeins
fjölmargir íbúa þétt-
býlisins í Reykjahlíð
launþegar við verk-
smiðjuna, einnig fi-á
mörgum sveitaheimil-
um koma starfsmenn
að verksmiðjunni og
styrkir sú atvinna
verulega rekstur
smárra búa þar sem
hefðbundinn búskapur hefur mjög
dregist saman í hreppnum og verð-
ur stöðugt erfiðari hér sem annars
staðar. A Húsavík starfar sölufélag
Ótölulegur grúi af rykmýi á Bolum, á þeirri stundu sem flugurnar eru rétt skriðnar upp á yfirborð vatnsins og
eru að taka flugið, slóð eftir bát rýfur brákina. Verður þetta næsta dælusvæðið?
sem greiðir til bæjarsjóðs verulegar
upphæðir, einnig eru hafnargjöld og
starfsemi við höfnina bænum mjög
mikilvæg. Þessi lykilstaða fyrirtæk-
isins í atvinnulífi á svæðinu yfir-
skyggir alla umræðu um áhrif dæl-
ingarinnar á Mývatn.
Fylgjendur áframhaldandi
vinnslu halda þvi mjög á lofti við
íbúana að lokun verksmiðjunnar
væri dauðadómur fyrir samfélagið
ISLEIVSKT MAL
„SVEITAKALL“, sem alls
ekki vill láta uppi nafn sitt,
sendir mér hið merkilegasta
bréf sem ég birti hér örlítið
stytt og með tveimur innskot-
um, en fyrst og fremst þökkum.
Niðurstaðan, lokaorðin, er eink-
um athyglisverð:
„Komdu sæll Gísli.
Fyrir nokkru las ég einhvers
staðar að rangt væri að nota orð-
ið vindmyllur um vélar þær sem
knúðar eru vindum og framleiða
raftnagn. Rétt væri að tala um
vindrafstöðvar. Þótti mér þetta í
fyrstu réttmæt ábending, en svo
fór ég að hugsa. Og varpa ég nú
til þín þeirri spumingu hvort hér
sé ekki um að ræða of mikinn
trúnað við einhvers konar rök-
vísi og málfræðilega nákvæmni
sem getur jafnvel bitnað á fjöl-
breytni tungunnar og auðgi. Fá-
tældegri væri hún ef orð og
orðasambönd væru ekki oft not-
uð í óeiginlegri merkingu og
stundum er talað um að mala
gull. Má þá ekki alveg eins
hugsa sér að vindmyllumar mali
rafmagn? [Umsjónarmaður
sammála.]
Annað liggur mér þyngra á
hjarta. Mér sýnist og heyrist á
öllu að í gangi sé viðamikið sam-
særi um að útrýma viðtenging-
arhættinum úr málinu, einkum í
þátíð. Sjálfur reyndi ég nokkr-
um sinnum fyrir fám áram að fá
ágætlega menntaðan mann til
að taka svo til orða í ritgerð sem
ég af tilviljun las yfir: „... þótt
hann væri oftsinnis beðinn“, en
höfundurinn breytti þessu jafn-
harðan í „... þótt hann hafí oft-
sinnis verið beðinn“. Þó var ver-
ið að segja frá beiðnum sem
bomar höfðu verið fram fyrir
löngu, en þessu lauk svo að ég
gafst upp. Síðan hafa fjendur
viðtengingarháttar haft marga
og stóra sigra og enginn heyrist
nú taka sér í munn setningar
sem hljóða þannig: „Þótt hann
hlypi hratt, varð hann ekki
fyrstur" eða „Þótt hann dytti/
félli, meiddi hann sig ekki.“
Þess í stað lengja menn setn-
ingarnar og hnoða hjálparorð-
um inn í þær, segjandi: „Þótt
hann hafí hlaupið hratt o.s.frv.“
og: „Þótt hann hafi dottið/fallið
o.s.ftr.“ Hvað skyldi eiginlega
valda þessum ósköpum? Og ætli
nokkur ráð séu til gegn þeim?
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1077. þáttur
Og svo eitt enn. Alþjóða-
hyggja af ýmsu tagi á nokkuð
miklu og líklega vaxandi fylgi
að fagna á landi hér. Engan hug
hef ég á að ræða um alla þá
kosti og galla sem fylgja þeirri
þróun, vona aðeins að kostimir
verði fleiri en gallamir. En
óneitanlega fínnst mér það
nokkur galli að sumir áköfustu
fylgjendur alls konar alþjóðlegs
samstarfs virðast telja sér skylt
að auglýsa sem mest dálæti sitt
á öllu erlendu, og jafnframt litla
virðingu sína fyrir því sem ís-
lenskt má kallast. Við það má
enga rækt leggja ef þjóðin á að
vera nothæf í alþjóðlegu sam-
starfí. Minnir þetta vissulega
stundum á dekur ýmissa Is-
lendinga fyrr á öldum við Dani
og allt sem frá þeim kom og fyr-
irlitningu þeirra á eigin þjóð.
Mun þetta raunar sígilt merki
um minnimáttarkennd smá-
menna.
Enn hefur ekki borið að ráði á
því að alþjóðasinnarnir hafí ráð-
ist beint að íslenskri tungu en
að því mun fyrr eða síðar koma,
enda auðvelt að fínna rök fyrir
því að okkur sé hagkvæmast að
taka upp tungu stórþjóða.
Granar mig að þá verði fátt um
varnir af hálfu þeirra sem vilja
halda íslenskunni við.
[Hér fer umsjónarmaður aft-
ur í aldir um hríð. Bjarni Jóns-
son var skólameistari í Skál-
holti. Hann segir 1771: „Jeg
anseer det ikke alene unyttigt
men og desuden meget skade-
ligt, at man skal beholde det is-
landske Sprog.“ Rökin, sem
Bjarni færir fram fyrir stað-
hæfingu þessari, era þau, að
meðan Islendingar töluðu sömu
tungu og aðrar Norðurlanda-
þjóðir, vora þeir hvarvetna
metnir mikils. En er tunga
þeirra varð óskiljanleg öðram
þjóðum, urðu þeir sjálfír lítils
metnir. Háir þetta og viðskipt-
um þeirra við útlendinga.
„Hvorfor skulde man da være
saa fastholdende der ved? Lad-
er os da fólge Norges og Fær-
öemes Exempel. Lader os
antage det danske Sprog, efter-
som vi staar under en dansk
Regering og í Communication
með danske Folk.“
[Tekið úr íslandssögu próf.
Þorkels Jóhannessonar].“
Gefum svo Sveitakalli orðið á
ný:
„Til þessa hafa helstu rökin
verið í þá vera að hún tengi okk-
ur við fortíðina og geri okkur að
þeirri þjóð sem við eram. Þær
röksemdir era að sönnu góðar
og gildar en þær munu ekki
hafa mikil áhrif á þáþröngsýnu
í hópi alþjóðasinna. Eg legg því
til að áhugamenn um varðveislu
íslenskunnar hætti að einblína á
þýðingu hennar fyrir íslend-
inga sjálfa en leggi meiri
áherslu á hlutverk hennar í
heimsmenningunni og þá stað-
reynd að menningin sú verður
til muna fátæklegri ef tungu-
málum fækkar. Má þá gjarnan
minna á að Evrópusambandið
fræga leggur ýmislegt fram til
þess að styðja við einstök
tungumál og verða forystu-
menn sambands þessa þó seint
vændir um andstöðu við al-
þjóðahyggju.
Allt þetta finnst mér að varð-
veislusinnar ættu að íhuga og
taka til umræðu að íslenskan er
ekki aðeins mikils virði okkur
sem daglega notum hana, held-
ur er hún einnig veröldinni allri
dýrmæt vegna þess eins að hún
er til.
Með bestu kveðju.“
★
En sem betur fór, komu fram
menn sem hvorki þótti
óskynsamlegt né skaðlegt að
tala móðurmál sitt, íslenskuna.
Fóra þar fremstir Fjölnismenn,
Sveinbjöm Egilsson og margir
sem hjá honum höfðu numið og
kennt.
Við Sveitakall hjöluðum
margt í síma, og þar kom máli
okkar, hvílíkar álögur væra nú
um víðan völl. Einkum verða
ráðin fyrir þessu. Aftur og aft-
ur, í fullu miskunnarleysi, „er
lagt á ráðin“. í staðinn fyrir að
segja að ráðin séu lögð á um
þetta og hitt. Ráðin era nefni-
lega fleirtala í hvoragkyni. Þau
era lögð. Hitt er geld þolmynd
sem ætti að útrýma sem fyrst.
★
Inghildur austan kvað:
Sættí Theódór alls konar tjónum,
tunnan sprakk blikkfull af gijónum. -
Já, allt var það bratt,
þaðsegiégsatt,-
og sólamir gengu upp úr skónum.
við Mývatn og áfall fyrir Húsavík.
Þessu trúa fjölmargir og þess vegna
geta menn ekki hugsað sér annað en
áframhald á rekstri hennar, þeir sjá
ekki aðra möguleika framundan og
óttast hrun samfélagsins komi til
lokunar verksmiðjunnar. Menn hafa
aldrei fengist til að viðurkenna að til
lokunar geti komið og þess vegna
hefur ekki verið hægt að fá í gang
umræða um það á hvem hátt bregð-
ast megi best við slíkum aðstæðum
þannig að lágmarka megi afleiðing-
ar. Því stöndum við Mývetningar í
dag í sömu sporum og ætíð áður,
okkur er stillt upp við vegg um leið
og hamrað er á því að lokun verksm-
iðjunnar þýði hran sveitarfélagsins,
Mývatn
Mývatnsrannsóknir
þarf að efla og mark-
visst að leita skilnings á
lífríki vatnsins, segir
Birkir Fanndal Har-
aldsson, þannig að
heildarmynd fáist.
eða með orðum sveitarstjóra:
„Eftir mun standa bláfátækt
landbúnaðarsamfélag á framfæri
hins opinbera." Og ennfremur: „Sú
mynd sem blasir við verði kísilgúr-
námi hætt er ófögur. í stað öflugs
samfélags, eins og nú er, verður hér
samfélag í dauðateygjum.“
Er við því að búast við slíkar að-
stæður að almenningur treysti sér
til að biðja um að dælingu úr vatn-
inu verði hætt?
Vissulega yrði þetta áfall ef engar
ráðstafanir væru samtímis gerðar til
mótvægis. Reynslan sýnir að mikil
hætta er á því að allt of nærri lífríki
vatnsins verði gengið, áður en þeir
sem vilja dælingu áfram sættast á
að hætta efnistöku. Ekki síst ef lagt
verður nú í mikinn kostnað við flutn-
ing dælubúnaðar yfir á Syðri Flóa
og til endurnýjunar búnaðar í sjálfri
verksmiðjunni, sem er orðin tíma-
bær ef halda á rekstrinum áfram.
Mér virðist að þeir sem fylgjast
álengdar með deilunni um kísilgúr-
töku líti svo á að þar sem útlit vatns-
ins breytist ekkl á yfirborðinu og
þetta fagra vatn speglar landið um-
hverfis rétt eins og alltaf fyrr, þá
hljóti allt að vera í besta lagi. Þama
sjá menn þó aðeins brot af borgar-
ísnum, mestur hluti þess sem gerir
Mývatn svo sérstakt að menn hafa
undirritað alþjóðasamninga og sett
sérstök lög um verndun þess á upp-
tök sín undir vatnsborðinu og á
botninum þar sem fáir sjá og færri
skilja.
Þegar gúr er dælt úr vatninu
verður til gryfja eða náma, en um
leið rótast upp lífræn efni af botnin-
um í miklum mæli. í framhaldinu
fyrir áhrif vinds og strauma tekur
lífrænt set af sópast af stóram
svæðum utan dældu svæðanna ofaní
gryfjurnar, sem þannig virka sem
einskonar gildrar á lífmassa vatns-
ins Þannig er gjörbreytt ástandi
stórra svæða sem virðast mætti við
yfirborðsskoðun að ekki séu á
áhrifasvæði dælingar.
Við eyjamar sem aðgreina Boli
frá meginhluta Syðri Flóa era aðal-
heimkynni rykmýlirfunnar sem
dvelur þar á botninum yfir veturinn.
Á Bolum era einnig mikilvægar
hrygningarstöðvar bleikju. Þessi tvö
atriði eru afar mikilvæg í lífríki
vatnsins og að mínum dómi óverj-
andi að hefja dælingu af þessu svæði
miðað við núverandi þekkingu á líf-
ríkinu og áhrifum dælingar.
Mývatn hefur verið rannsakað
allra vatna mest og margir vísinda-
menn ágætir hafa þar lagt hönd á
plóg. Þeim hefur þó ekki tekist að
setja fram heildarmynd af ástæðum
sveiflna í lífríki vatnsins enda hafa
rannsóknir þeirra gengið að nokkra
fyrir tilviljanakenndum fjárveiting-
um úr ýmsum áttum fremur en að
markvisst hafi verið leitað skilnings
á afleiðinguin gúrtökunnar fyrr en
nú á allra síðustu áram. Vísinda-
menn sem látið hafa í Jjós ákveðnar
skoðanir á lífríki Mývatns hafa feng-
ið heldur óblíða og oft ósanngjarna
meðhöndlun í pólitísku umræðunni,
einkum þeir sem varað hafa við
námugreftri og er engu líkara en
þeir séu viljandi settir til hliðar.
Afar fast er nú sótt að stjórn
Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við
Mývatn af hálfu meirihluta sveitar-
stjórnar Skútustaðahrepps fyrir það
eitt að benda á hættur þær sem
blasa við þeim, eftir meir en 30 ára
rannsóknir. Reynt er að gera stjórn
stöðvarinnar tortryggilega á allan
hátt. Þar era þó samankomnir mest-
ir kunnáttumenn um lífríki vatnsins.
Ég ber fyllsta trausts til þessara
manna og mér er spurn, er það eðli-
legt að góðir vísindamenn skuli
þurfa að standa í þvargi við stjóm-
málamenn með rannsóknaniðurstöð-
ur sínar og vísindaálit?
Fyrir rúmu ári voru kallaðir til
þrír erlendir menn til að líta yfir
rannsóknagögn íslenskra vísinda-
manna og var það í sjálfu sér ágætt
ef verða mætti til að varpa nýju ljósi
á stöðuna. Af lestri skýrslu þeirra
þremenninganna fæ ég ekki betur
séð en að þeir vilji fara afar varlega
og helst ekki gefa kost á dælingu
nema á einu svæði af þeim fjórum
nýju sem tilnefnd vora, enda segja
þeir: „I grandvallaratriðum á iðnað-
ur sem hefur jafn bein áhrif á um-
hverfið og kísilgúrvinnsla ekki
heima í jafn viðkvæmu vistkerfi og
Mývatn er“. Og ennfremur: „Aug-
ljóst er að varúðarreglan skiptir
miklu máli í sambandi við jafn við-
kvæmt vistkerfi og Mývatn er.“
Fleiri „nýir“ aðilar hafa verið
kvaddir til umsagnar m.a. af skipu-
lagsstjóra. Það veldur mér vaxandi
áhyggjum að sjá hvemig kaupendur
umhverfismats og annarra viðlíka
pappíra virðast geta stýrt viðskipt-
um sínum og þar með niðurstöðum, í
þessu tilfelli frá þeim vísindamönn-
um sem mest hafa rannsakað Mý-
vatn í áratugi, yfir til manna sem lít-
ið eða ekkert hafa komið að
rannsóknum á Mývatni, eða jafnvel
að engum lífríkisrannsóknum. Er
það e.t.v. sú framtíð sem þjóðin á
framundan í íslensku umhverfis-
mati, að til starfa að slíkum verkum
séu valdir aðilar fyrst og fremst eft-
ir því hversu auðsveipir þeir séu
þeim sem borgar matið? Hvert mun
slíkt leiða okkur í umhverfisvernd?
En hvað er þá til ráða fyrir eig-
endur verksmiðjunnar, fyrir sveitar-
stjórnir á svæðinu og starfsmenn
verksmiðjunnar? Ég tel að íslenska
ríkið, aðaleigandi verksmiðjunnar,
verði að taka af skarið, með skrif-
legri stefnumörkun um lokun efnis-
námunnar eigi síðar en árið 2010,