Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
G6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000
FRÉTTIR
ÍDAG
Frá stofnfundi alþjóðlegra samtaka mannréttindastofnana: Dr. George
Ulrich, Dr. Cees Flinterman, Dr. Guðmundur S. Alfreðsson, Dr. Martin
Scheinin, Dr. Nils Butenschön, Dr. Manfred Novak, Dr. Peter Malcont-
ent og Bjamey Friðriksdóttir.
Stofnun alþjóðlegra
samtaka mannrétt-
indastofnana
STOFNFUNDUR alþjóðlegra sam-
taka mannréttindastofnana var
haldinn í Reykjavík 22. september
sl. Tilgangur samtakanna er að
auka samvinnu mannréttinda-
stofnana um rannsóknir og fræðslu
á sviði mannréttinda og vera ráð-
gefandi um mannréttindamál.
Bjarney Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu fslands, var valin for-
maður stjórnar samtakanna og Dr.
Cees Flinterman, framkvæmda-
stjóri hollensku mannréttinda-
stofnunarinnar, varaformaður.
Framkvæmdastjóri samtakanna er
Dr. Peter Malcontent og verður
skrifstofa þeirra staðsett í Utrecht,
Hollandi. Aðilarnir er stóðu fyrir
stofnun samtakanna eru mannrétt-
indastofnun háskólans í Ábo,
Finnlandi, mannréttindastofnun
háskólans í Essex, Englandi,
danska mannréttindaskrifstofan,
Mannréttindaskrifstofa Islands,
Ludwig Boltzmann mannréttinda-
stofnunin í Austurríki, hollenska
mannréttindastofnunin, Raoul
Wallenberg stofnunin í Svíþjóð og
norska mannréttindastofnunin.
Fuglaskoðun á Evr-
ópskum fugladögum
EVRÓPSKIR fugladagar verða 30.
september og 1. október. Viðburð-
urinn er skipulagður af Alþjóða
fuglaverndarsamtökunum og taka
um 30 lönd víðsvegar í Evrópu þátt
í honum.
Tilgangurinn með Evrópskum
fugladögum er að hvetja fólk til um-
hugsunar um fugla, farleiðir þeirra
og fuglavernd. Að þessu sinni verð-
ur lögð sérstök áhersla á alþjóðlega
mikilvæg fuglasvæði. Fuglavernd-
arfélagið skipuleggur fugjaskoðun
sunnudaginn 1. október á Álftanesi.
Hist verður við Bessastaðatjörn á
bílastæðinu við Bessastaðakirkju
kl. 14. Gengið verður með Bessa-
staðatjörn og yfir að Seilu og fuglar
skoðaðir. Strandlengja Álftaness er
hluti af alþjóðlegu fuglasvæði sem
nær allt frá Bala og austur fyrir
Gróttu á Seltjarnarnesi.
Afmælishátíð
í Kaffítári í dag
KAFFIBRENNSLAN Kaffitár ehf.
fagnar 10 ára aitnæli um þessar
mundir. Að því tilefni verður afrnælis-
hátíð í dag, laugardaginn 30. septem-
ber, fyrir gesti og gangandi í kaífi-
brennslunni í Njarðvík og í
kaffihúsunum 1 Bankastræti og
Kringlunni í Reykjavík.
Auk þess að kynna nýtt samræmt
útlit á þessum tímamótum, verður
Gönguferð frá
Hellisheiði að
Nesjavöllum
SUNNUDAGSFERÐ Úti-
vistar 1. okt. er gönguferð af
Hellisheiði til Nesjavalla. Um
, er að ræða svipaða leið og far-
in hefur verið í árlegri vetrar-
ferð félagsins í febrúar s.l. ár.
Brottför er kl.10.30 frá BSÍ
ji og er ekið austur á Hellisheiði
og gengið þaðan um Ölkeldu-
háls, í Þverárdal og yfir
Stangarháls að Nesjavöllum.
Áætlað er að gangan taki um
6 klst. Ekki þarf að skrá sig
fyrirfram en miðar eru seldir
í farmiðasölu BSÍ og allir eru
velkomnir að vera með, en fé-
n- lagar greiða lægra fargjald.
gestum boðið frítt kaffi og konfekt all-
an daginn í kaffihúsunum og milli
klukkan 13 og 16 í kaffibrennslunni.
Til að skapa stemmningu í kaffi-
brennslunni verður efnt til kaffi-
baunaleiks fyrir böm og fullorðna auk
þess sem afmælisgestir fá að fylgjast
með þegar Sigríður kaffimeistari
bi'ennir kaffi kl. 14. Gestir geta fengið
prufur af kaffinu með sér heim.
Mynd Dovzh-
enkos í bíó-
sal MÍR
70 ÁRA gömul kvikmynd verður
sýnd sunnudaginn 1. október kl. 15
í bíósalnum, Vatnsstíg 10. Þetta er
kvikmyndin Jörð eða Semlja,
klassískt verk eftir einn af helstu
brautryðjendum rússneskrar/sov-
éskrar kvikmyndagerðar Alexand-
er Dovzhenko (1894-1956).
Myndin segir frá tilraunum
ráðsnefndar undir forystu bónda-
sonarins Vasfls að samnýta land og
bústofn. Smábændurnir og leigu-
liðarnir kaupa nýja dráttarvél og
notar Vasíl hana m.a. til að keyra
niður girðingar sem skipta landinu
í spildur. Þegar hann snýr aftur
heim er hann drepinn af drukkn-
um og æstum kúlakka.
VELVAKAADI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Að hlakka til
einhvers, gerir
lífið bjartara
VIÐ hjónin vorum svo
heppin að rekast á
auglýsingu frá ferðafélag-
inu Heimsferðir er hún
var að hefja ferðir til
Kanaríeyja og höfum við
síðan farið með þeim einu
sinni til tvisvar á ári í 12
ár.
Við höfum víða farið og
höfum því samanburð en
af fenginni reynslu eru
ferðir til Kararíeyja með
ferðafélagi Andra Ingólfs-
sonar númer eitt.
Það yrði of langt mál að
telja upp alla þá fyrir-
greiðslu og fyrirhöfn sem
þetta fólk leggur á sig en
í þessu öllu eiga stærstan
þátt Sigurður Guðmunds-
son íþróttakennari og
tónlistamaður, og Laufey
sambýliskona hans. Frá
þeim fær maður geysileg-
an fróðieik. Laufey, sem
er listakokkur, útskýrir
allt og jafnframt fær mað-
ur pistla með matarupp-
skriftum og matarsam-
setningu.
Á kvöldin eru skemmti-
legar samkomur með
söng og alis kyns uppá-
komum.
Annað okkar hjóna
veiktist hastarlega og
varð að fara á spítala á
Piaya de Englis og kom
það okkur satt að segja á
óvart, að spítalarnir voru
fyrsta flokks og lækna-
þjónustan eftir því en við
höfðum heyrt annað.
Bati fékkst og nú erum
við að fara einu sinni enn
til Kanaríeyja og tilhlökk-
unin er mikil.
Kristín Þórarinsdóttir,
Breiðagerði 25.
Málefni aldraðra á
Akureyri ofar öllu
I FRAMHALDI af skrif-
um þeirra sem hafa verið
að skrifa um málefni aldr-
aðra á Akureyri í Velvak-
anda, langar mig að
leggja orð í belg. Ég hef í
mörg ár, kannski lengur
en margur annar, leitað
lausna í búsetumálum for-
eldra minna þegar aldur-
inn hefur færst yfir þau.
„Lengur en margur ann-
ar“ í þeim skilningi að
mikili aldursmunur var á
foreldrum mínum og því
ferillinn í lausnaleitinni
langur. Á þessum árum
hefur aldrei blasað við
viðunandi lausn. Ég tel
mig nokkuð rökvissa en
einhvern veginn gengur
mér ekki á nokkurn hátt
að skilja það ferli sem í
gangi er hjá Akureyrar-
bæ varðandi málefni aldr-
aðra. Ymist er fólk of
hresst eða of lasið til að
geta fengið úthlutað íbúð
eða séraðstöðu og nú sýn-
ist mér að eina lausnin
sem blasi við fyrir marga
sé aðstaða > herbergi með
öðrum. Það fólk sem vinn-
ur við heimahjúkrun hef-
ur sinnt sínu vel en það er
svo langur tími sólar-
hringsins þar sem einver-
an ein biasir við gamla
fólkinu. Þeir sem ekki
treysta sér í dagvistun
einangrast heima, oft al-
gjörlega ófærir um að sjá
um sig sjálfir. Við slíkar
aðstæður hlýtur að skap-
ast mikið óöryggi og jafn-
vel hættuástand. Við Ak-
ureyringar eigum skil-
yrðislaust að setja mál-
efni aldraðra ofar öllu í
forgangsröðuninni. Það
fólk sem nú er gamalt á
Akureyri hefur byggt upp
þennan bæ sem státar af
því að vera höfuðstaður
Norðurlands.
I dag er krafa nútíma-
mannsins á ferðalögum
þar sem gist er eina og
eina nótt, að hótelher-
bergið sé með sérsnyrt-
ingu. Ætlum við, þetta
sama fólk, að bjóða for-
eldrum okkar, öfum og
ömmum að eyða ævi-
kvöldinu í herbergi með
einhverjum ókunnugum
og snyrtingu frammi á
gangi? Er það það sem
við sættum okkur sjálf við
í framtíðinni? Oft er þörf
en nú er nauðsyn að þeir
sem tekið hafa að sér
stjórnun í málefnum aldr-
aðra hjá Akureyrarbæ
fari að sýna fram á að
bærinn okkar bjóði öldr-
uðum upp á lausnir sem
henta og við getum verið
stolt af.
Stóra spurningin er
e.t.v. sú hvort eitthvað
kerfi sé í gangi á Akur-
eyri varðandi forgangs-
röðun eða fær bara sá
sem frekastur er eða
þekkir einhvern innsta
kopp í búri? Eru forsvars-
menn Akureyrarbæjar
ánægðir með málefni
aldraðra hvað varðar vist-
unarmál?
Með von um vakandi
umræðu.
141257-6339.
Er góðærið
fyrir alla?
FÁTÆKTIN hefur hvass-
ar klær, sem sífellt hafa
verið að lengjast síðastlið-
in ár og ná víða í samfé-
lagi okkar. Það eru ekki
bara ellilífeyrisþegar og
öryrkjar, sem eiga erfitt
núna, það er líka hin vinn-
andi manneskja, sem sí-
fellt á erfiðara með að
láta enda ná saman. Og
hvaða líf er það, að eiga
vart til hnífs og skeiðar
og vera með skuidasnör-
una um hálsinn og geta
ekkert veitt sér, það sem
þeim ríkari þykir sjálf-
sagt.
Það eru margir hissa á
því, að fátæktin sé líka til
í vesturbænum, en hún
leynist víða og þótt allt
hafi verið gert til þess að
reyna að leyna henni,
verður hún alltaf sýni-
legri. En hún er ekkert
lögmál, heldur illt mein,
sem fjarlægja þarf strax.
Er ekki kominn tími til,
að banka á dyrnar á
stjórnarheimilinu og
krefjast góðæris fyrir
alla? Hvað finnst þér, les-
andi góður?
Halla, Sigrún, Grimur
og Sólveig.
Aðdáun á Helga
Hjörvari
KONA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
lýsa aðdáun sinni á Helga
Hjörvari, sem er í borgar-
stjórn fyrir R-listann.
Mig langar til að hrósa
honum fyrir málflutning,
rökstuðning og hvernig
hann kemur málum sínum
á framfæri. Hann er alltaf
yfirvegaður, hvernig sem
að honum er vegið.
Auglýsingapóstur -
dreifipóstur
EDDA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
eftirfarandi á framfæri,
vegna skrifa í Velvakanda
miðvikudaginn 27. sept-
ember sl. um ruslpóst.
Það er mjög áríðandi að
fólk setji lítið merki á
póstkassana, nú eða á úti-
dyrnar, og láti vita hvort
það vilji sleppa öllum
dreifipósti eða bara
auglýsingapósti eða hvoru
tveggja. Hún hefur at-
vinnu af því að bera út
dreifipóst á höfuðborgar-
svæðinu og þau sem bera
út dreifipóst, sleppa alltaf
þeim sem merkja póst-
kassana sína eða útidyrn-
ar.
Tapad/fundið
Ericssonsími
tapaðist
ERICSSON GSM-sími
tapaðist, hugsanlega á
leiðinni frá Safamýri að
Kaffi Viktor og upp í efra
Breiðholt. Skilvís finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 567-
0449.
Forláta gullúr
tapaðist
FORLÁTA karlmanns-
gullúr tapaðist, sennilega
á leiðinni frá Laugavegi
og niður Smiðjustíg, fyrir
stuttu. Urið er eigandan-
um afar kært. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 554-1631.
Svört ullarkápa
tapaðist
SVÖRT, hneppt ullarkápa
með loðkraga tapaðist
annað hvort á Gauk á
Stöng eða í miðbæ
Reykjavíkur, fyrir um það
bil mánuði. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn að hafa samband í
síma 692-1677. Fundar-
laun.
Víkverji skrifar...
FRÁ árinu 1995 hefur neysla
ólöglegra vímuefna aukist á
Islandi og einkum meðal ungs
fólks. Víkverji er sammála Sr. Þór-
halli Heimissyni sem ritaði grein
um áfengisvanda í vikunni. Þar
talar hann um unglingamarkaður-
inn sé einmitt markaður sem stílað
er á í beinum og óbeinum auglýs-
ingum eins og hann orðar það.
Víkverji hefur horft á sjónvarps-
þætti á Skjá einum þar sem ungt
fólk hefur áfengi mjög frjálslega
um hönd og hann hefur heyrt
skrautlegar sögur af timburmönn-
um hjá þáttastjórnendum í útvarpi
sem höfðu verið að „skemmta sér“
kvöldið áður. Víkverji er á móti þvi
að fjallað sé um áfengisneyslu með
þessum hætti.
Hann getur samt ekki gert að
því að honum finnst viðhorf for-
eldra skipta meira máli þegar
unglingadrykkja er annars vegar.
Víkverji átti samtal við nokkra for-
eldra sextán ára unglinga fyrir
skömmu sem sögðust ekki hafa
áhyggjur þó að krakkarnir þeirra
væru farnir að drekka aðeins -
nokkra bjóra af og til. Munið þið
hvernig við vorum á þessum aldri
sögðu þeir og bættu við að ekki
hefðu þeir verið barnanna bestir.
Gleyma þessir foreldrar því ekki
að önnur og sterkari vímuefni voru
ekki eins áberandi og nú þegar
þeir voru upp á sitt besta fyrir
kannski 15-20 árum. Stóðu þeir
frammi fyrir því að hass og önnur
enn sterkari efni voru seld á skóla-
lóðinni? Á þessum árum var Vík-
verji ungur og hann minnist þess
ekki að hafa staðið frammi fyrir
þessum kosti.
Þórarinn Tyrfingsson skrifar
einnig um áfengismál í vikunni.
Hann bendir á að sjúklingar á
Vogi sem notað hafa ólögleg vímu-
efni séu fleiri en þeir sem aldrei
hafa neytt slíkra efna. Hann segir
að ákveðið samhengi sé á milli
þessa og áfengisvanda og bendir á
að ekki megi gleyma því að áfengi
sé nær undantekningarlaust alltaf
fyrsta vímuefnið sem þessir ungl-
ingar nota.
Víkverji vill nota tækifærið og
hvetja alla foreldra til að setjast
niður með börnunum sínum og
upplýsa þau um þær afleiðingar
sem áfengi getur haft í för með sér
ef illa fer, gagnvart einstaklingn-
um sjálfum og allri fjölskyldu
hans.
Margir þekkja bölið af eigin
raun, það eru ófáir einstaklingar
sem hafa alist upp við að foreldrar
misnotuðu áfengi og liðið fyrir þær
afleiðingar sem það hafði í för með
sér. Slík reynsla barnssálar setur
mark sitt á einstakling alla ævi.
xxx
EN yfir í aðra sálma. Víkveiji
þurfti að kaupa sér straujárn
á dögunum og lagði leið sína í
heimilistækjaverslunina Elko.
Hægt var að velja úr ótal strau-
járnum og sem Víkverji stóð þarna
og velti fyrir sér kaupunum, kost-
um og göllum straujárnanna bar
að afgreiðslumann. Víkverji viður-
kenndi fyrir manninum að hann
hefði bara ekki hugmynd um
hvernig straujárn hann ætti að
kaupa.
Afgreiðslumaðurinn fór í gegn-
um hvert einasta straujárn með
Víkverja og tíundaði kosti og galla.
Niðurstaðan var sú að ódýrasta
straujárnið reyndist uppfylla allar
óskir Víkverja og hann getur ekki
annað en dásamað þjónustulund
þessa afgreiðslumanns sem reyndi
ekki að pranga því dýrasta inn á
viðskiptavininn.