Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 45é Gamla brosið sem ég mætti þegar ég hitti hana fyrst var enn til staðar og náði jafn vel til augnanna og í gamla daga. Þessar minningar lifa með okkur áfram sem og fjöldi ánægju- legra minningabrota frá þessu ári, bæði í huga okkar og á myndum. Þar lifa heimsóknirnar frá Kanada, myndin af þeim systrum Eddu og Huldu saman í brúðkaupi Þórdísar og Sigga og ekki síst myndin úr Fífu- hjallanum af kersknislega brosinu hennar Huldu. Mig langar fyrir hönd fjölskyld- unnar að þakka sérstaklega stjórn- endum og öðru starfsfólki Fiskistofu íyrir hlýhug og aðstoð við Huldu í veikindum hennai' sem og starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítala. Helgi Gestsson. Ég var á göngu í Vatnsendalandi og knngum Elliðavatn, æskustöðvar mínar, síðastliðinn sunnudag og í lok þeirrar göngu frétti ég af því, að heilsu Huldu Kristinsdóttur hefði hrakað mjög undanfarna daga. Mig setti því hljóðan þegar bróðir minn, tengdasonur Huldu, hringdi í mig tveim tímum síðar og tilkynnti mér að Hulda hefði andast um það leyti sem göngu minni lauk. Margt flaug í gegnum hugann við þessi tíðindi þegar ég rifjaði upp kynni mín af Huldu Kristinsdóttur, enda var hún mjög sérstök kona. Hulda var kona langt á undan sinni samtíð. Stóran hluta af starfs- tíð sinni helgaði hún útflutnings- starfi á íslenskum iðnaðar\'örum og á þeim vettvangi kynntist ég henni fyrir um tuttugu áram. Strax við fyrstu kynni kom í ljós hversu fram- sækin og hugmyndarík hún var, svo ekki sé minnst á glaðværðina og hjálpsemina. Við störfuðum saman við sýningar og kynningar á íslensk- um húsgögnum á fyrrihluta níunda áratugarins, sem lauk með þeim ár- angri að verða mesti útflutningur húsgagna til Bandaríkjanna sem ís- lendingar hafa náð. Hulda átti stóran þátt í þeim árangri, en oft grunaði mig meðan á því stóð að hún hafí liðið fyrir það að vera kona í því karla- veldi sem þá var í íslensku atvinnu- lífí. Hún stóð þó ávallt á sínu, sem ævinlega byggðist á framsýni, hug- myndaauðgi og glaðværð. Hulda vann hug og hjarta unga fólksins í ÍQ’ingum sig og það átti við um mig. Ég var einungis 23 ára þegar ég kynntist Huldu Kristinsdóttur en hún að nálgast fimmtugt. Aðbúnaður íslensks iðnaðar í kjölfar inngöngu íslands í EFTA varð okkur Huldu drjúgt umræðu- efni á þessum áram og þá sér í lagi óheiðarleiki í efndum samningsins gagnvart íslenskum iðnfyrirtækjum af hendi íslenskra stjórnvalda. A endanum skrifaði ég greinar um þetta efni og gerði samanburð á að- búnaði hér og hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Hulda var aðal- hjálparhella mín við þessi skrif og voru þau ófá skiptin sem við eyddum á kaffihúsum við spjall og yfirlestra. Hulda mótaði mjög viðhorf mín og skilning í þessum efnum og er ég af- ar þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman á þessum tíma. En árangur í útflutningi húsgagna var ekki eini afrakstur sýningar- ferða erlendis. Á einni slíkri kynnt- ust bróðir minn, Sigurður Vignir, og yngsta dóttir Huldu, Þórdís Guð- mundsdóttir. Ég minnist þess, þegar ég hitti Huldu næst eftir að forlögin höfðu leitt þau saman á þennan hátt, hvað við Hulda hlógum lengi og inni- lega að þessari smæð heimsins. í kjölfar þessa kynntist ég nýrri hlið á Huldu, sem var fjölskylda hennar og sú glaðværð, gáski og hlýja sem henni fylgdi. Sigurður og Þórdís eignuðust dótturina Valgerði 1992 og hitti ég Huldu síðast í brúðkaupi þeirra síðastliðið vor. Mig grunaði ekki að það væru sið- ustu stundir okkar saman. Ég er afar þakklátur fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast Huldu Kristinsdóttur. Hún auðgaði líf mitt sem og margra annarra. Fjölskylda mín og fjölskyldan á Víðivöllum við Elliðavatn þakka samfylgdina við Huldu Kristinsdóttui-. Minning hennar mun lifa. Ólafur Kr. Guðniundsson. + Ena Snydal fædd- ist í Norður-Dak- ota 11. ágúst 1913. Hún lést á sjúkrahúsi í Walhalla 26. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennai’ voru Guðbjörg Kristjáns- dóttir og Eyríkur Eyrikson. Guðbjörg var fædd 17. júní 1883 í Rang- árvallasýslu. Hún átti eina dóttur áður en hún fór til Ameríku, Ástu Ásmundsdóttur, f. 27. nóvember 1904, d. 1984. Guðbjörg giftist eftir aö hún kom til Ameríku Trausta ísfeld Guðjónssyni 1905. Þeirra böm voru: 1) Kristján, f. 11. desember 1906, d. 1967. 2) Oscar, f. í janúar 1909, látinn. 3) Sesselía Kristín, f. 27. mars 1910, hún er látin. Seinni maður Guðbjargar var Eyríkur Eyrikson og eignuðust þau sex börn: 1) Ena. 2) Engilbert, f. 11. október 1915, d. 25. desem- ber 1928.3) Emily, f. 12. nóvember Með fáum orðum langar mig að minnast frænku minnar, Enu Snydal frá Walhalla í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjarlægð áttu ísland og skyldmenni hennar hér ótrúlega sterk tök í henni. Hún hafði mikinn áhuga á að þekkja og halda sambandi við frænd- fólk sitt á íslandi. Hún sagði oft að sem barn hefði hún þráð að eiga frændur og frænkur, afa og ömmur, en þetta fólk var allt heima á íslandi og engin tök á að kynnast því. Eftir að hún kom hingað og frændur og vinir tóku að heimsækja hana rækt- aði hún þessi tengsl og era fjölda- mörg bréf hennar á mörgum heimil- um til vitnis um það. Ena kom hingað til lands fjóram sinnum og þegar hún gerði það um síðustu jól og áramót, ein síns liðs og af ótrúiegum dugnaði, sagði hún oft að sér fyndist hún vera komin heim. Móðir hennar, Guð- björg, saknaði „gamla landsins“ mik- ið og var Ena, í og með, að uppfylla ósk hennar með því að koma og upp- lifa íslensk jól. Ena fékk sinn skammt af erfiðleik- 1916, gift Edward Burt, synir þeirra: Raymond og Joy. Emily dvelur á sjúkraheimili á Hawaii. 4) Elsie, f. 2. febrúar 1918, hún er látin, hún var gift Willis Hyde, þau bjuggu í Sonoma, Kalifomíu. Synir þeirra: Gamet Hyde, f. 1939, og Donald, f. 1943, d. 1960. 5) Magnus Eyrikson, f. 20. janúar, kvæntur Lucy Schwarts. Dótt- ir þeirra er Elsie, f. 1958. 6) Otto Eyrikson, f. 4. júlí 1925, látinn. Ena giftist árið 1930 Lauria Graveline, d. í mars 1955, þau eignuðust þijá syni: 1) Charles, f. 1. júlí 1939. 2) Bill, f. 21. ágúst 1942.3) Bob, f. 23. febrúar 1944. Ena giftist seinni manni sínum, Steina Snydal, 1964, hann er lát- inn. Útför Enu fer fram frá Wal- halla, N-Dakota, í Bandaríkjunum í dag. um en með einbeitni og viljastyrk vann hún sig út úr þeim. Hún missti fyrri eiginmann sinn ungan en með aga og dugnaði tókst henni að ala upp syni sína þrjá. Á þessum tíma vora almannatryggingar ekki öflugar og þurfti talsvert til að þetta gengi. Ég veit að hún taldi það eina sína mestu gæfu er hún kynntist Steina Snydal í Hensel, þegar bæði vora komin yfir miðjan aldur. Svo samstillt vora þau og svo gott var þeirra samband að betra hefði ekki verið hægt að hugsa sér það. Þau vora aldrei nefnd öðra- vísi en bæði í einu, Ena og Steini. Margir íslendingar muna fallegt heimili þeirra í Hensel og var þar gott að koma. Þar ríkti glaðværð og gestrisni og þar var töluð íslenska svo af bar. Steini hafði líka persónu- leika sem geislaði frá sér og er þeim ógleymanlegur sem honum kynnt- ust. Heimili Enu var óaðfinnanlegt fram á síðasta dag og lét hún heldur aldrei sjá sig öðravísi en glerfína. Það var mikil upplifun fyrir mig, þegar ég heimsótti þau Enu og Steina í fyrsta skipti árið 1981. Þau tóku mér sem sínum eigin syni og hélst það síðan. Seinna fékk fjöl- skyldan öll að kynnast henni og njóta umhyggju hennar. Börnin þekktu Enu ömmu, eins og hún leyfði þeim að kalla sig, löngu áður en þau sáu hana í fyrsta skipti, en það var ná- lægt jólum árið 1997 að þau heim- sóttu hana ásamt Jónu. Það var þeim ógleymanlegt ævintýri og þrátt fyrir ljósadýrð og nýjabram stendur minningin um Enu upp úr. Hún átti sérstaklega gott með að nálgast fólk og var sama hvort það vora börn eða fullorðnir. Hún var ákaflega einlæg og sýndi fólki væntumþykju sína svo ekki varð um villst. Hvar sem hún hitti aðra, í fámenni eða fjölda, varð hún miðdepill á skömmum tíma og öllum fannst þeir eiga hlut í henni. Hún átti mikið af græskulausum húmor, kom öllum til að brosa og var sjálf brosandi frá morgni til kvölds. Á heimili okkar verður Enu sárt saknað og langar mig að lýsa þakk- læti okkar Jónu, Eyrúnar, Armanns og Jóels, fyrir að fá að kynnast henni og biðjum henni blessunar guðs, er hann lætur þennan þjón sinn í friði fara. Elvar Eyvindsson. Fallin er nú frá elskuleg móður- systir mín, Ena Snydal en hún lést á sjúkrahúsi í Walhalla N.D. að morgni 26. september eftir stutta legu þar. Fram að þeim tíma hafði hún verið við nokkuð góða heilsu, að undan- skildu að fætumir vora farnir að gefa sig. Hún sagði mér, er hún talaði við mig í síma, fyrir þremur vikum að nú byggist hún við því að verða að fara yfir á sjúkradeildina og kveið hún því mikið, því hún hafði alltaf haft sitt hús og alla tíð verið sjálfbjarga, en al- mættið stjórnaði þessu enda var hún búin að biðja Guð þess að hún yrði engum byrði og hefur Hann bæn- heyrt hana, enda var Ena bænheit og mjög trúuð kona. Ena var mikill íslandsvinur og unni öllu sem íslenskt var og var hún með eindæmum frændrækin og átti hér margt skyldfólk og marga góða vini, sem hún rækti vel vinskap við með bréfaskriftum og símasam- bandi. Við voram svo lánsöm að Ena gat komið til íslands í desember á síðastliðnu ári og dvaldi hún hjá okk- ur um jólin og áramótin. Þetta var mikið afrek fyrir svona fullorðna konu með lélega fætur, en kjarkur- inn og löngunin til að sjá blessaða landið sitt bar hana hálfa leið. Þetta afrek Enu þótti svo merkilegt og fréttnæmt að blaðamaður Morgun- blaðsins tók við hana yndislegt viðtal, sem allir urðu hrifnir af enda konan^. með eindæmum jákvæð, blíð og skemmtileg. Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýjadag. Ó, hvað það getur blíðkað, bætt Ogbetraðandanshag. (Steingiímur Thorsteinsson) Þetta vora Enu ógleymanlegir dagar. Hún var í stöðugum heimboð- um hjá ættingjum og vinum og mætti hún þá uppáklædd eins og drottning, því hún var pjöttuð og alltaf með fal- legt hár og fínar neglur, svo var við- mótið svo elskulegt að það gerði hara^ fallega. Hún komst í þessari ferð austur í Fljótshlíð og sá niður á aur- ana, þar sem Aurasel, æskuheimili móður hennar, var, það hafði mamma hennar alla sína ævi þráð að sjá frá því hún fór til Ameríku árið 1905, en komst aldrei heim. Eneflétterlundinþín, loftíð bjart og naeði: sestu þar sem sólin skín, syngdulítiðkvæðL (Þorsteinn Erlingsson.) Bóel Erlendsdóttir, amma Enu, og Þorsteinn Erlingsson vora leiksystk- in. Annað sem Enu þótti mikið til koma var þegar við fóram með hana um jólin í Hafnarfjarðarkirkjugarð^ að leiði afa hennar og ömmu, Krist- jáns Jónssonar og Bóelar. Einnig kom hún að leiði mömmu minnar en þær vora systur og hafði Ena aldrei séð aðra eins dýrð enda garðurinn allur upplýstur, Ijós á hverju leiði og líkist það helst ævintýralandi. Elsku Ena mín, mikið á ég eftir að sakna þín, heyra ekki í þér í síman- um, fá ekki bréf frá þér og fleiri verða ekki afmæliskortin frá þér sem alltaf komu á réttum tíma. Þú komst í stað mömmu minnar þegar hún fóhft og nú ert þú farin líka, mér þótti svo vænt um þig, elsku Ena mín. Ástarkveðjur frá Hreiðari og börnunum okkar, sem öll sakna þín svo sárt. Þú varst stór partur af lífi okkai’ og verður það alltaf, því minn- ingin um yndislega konu lifir ævi- langt í hjarta okkar. Senn slokkna öll mín litlu gleðiljós og líf mitt fjarar senn við dauðans ós og húmið stóra hylur mína brá: 0 herra Jesús, vertu hjá mér þá. Guðbjörg Jóhannsdóttir. ENA SNYDAL + Kristinn Krist- jánsson fæddist á Grundum í Kolisvík í Rauðasandshreppi 22. mai' 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Ás- björnsson, útvegs- bóndi á Grundum, f. á Geitagili 25. ágúst 1859, d. 25. nóvem- ber 1926, og Guð- björg Halldórsdóttir, f. á Grundum 12. júní 1867, d. 20. október 1948. Systkini Kristins voru: Egilína, f. 7. janúar 1891; Theódór, f. 7. desember 1893; Kristján Júlíus, f. 12. júlí 1896; Jóhannes Albert, f. 20. des- ember 1898; Halldóra Mikkalína, Kristinn Kiistjánsson bóndi í Vest- urbotni í Vesturbyggð er látinn. Kristinn og móðir mín, Guðbjörg Jón- ína, voru tvíburar og yngst ellefu barna Kristjáns Asbjörnssonar, bónda á Grandum í Kollsvík, og konu hans, Guðbjargar Halldórsdóttur. Kristinn ólst upp í Vesturbotni hjá Ólafi, föðurbróður sínum, og konu hans, Kristínu Magnúsdóttur, en tók síðar við búskap þar ásamt Magnúsi, frænda sínum, syni þeirra hjóna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að komast í sveit til Kiistínar og þeirra frænda níu ára gamall, en f. 2. mars 1904; Guð- rún Helga, f. 25. nóv- ember 1905; Guð- rnundur Jóhann, f. 2. maí 1907; Guðbjörg Jónína, f. 22. maí 1911. Þau eru nú öll látin. Kristinn ólst upp í Vesturbotni í Rauða- sandshreppi hjá Ól- afi foðurbróður sín- um og konu hans Kristi'nu Magnús- dóttur og stundaði þar búskap ásamt frænda sínum, Magnúsi Ólafssyni. Kristinn var ókvæntur og barn- laus. Utfor Kristins fer fram frá Sauðlauksdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafur var þá látinn fyrir alllöngu. Foreldrar mínii- bjuggu á Patreks- firði og það hefur væntanlega ekki þótt tiltökumál að koma strák fyrir í sveit hjá frændfólkinu á þessum ár- um. Ég var þrjú sumur í sveit í Vest- urbotni og eftir því, sem ég man bezt, var mér komið þangað að vori og sótt- ur um haustið, enda vissu foreldrar mínir að mér var þar vel borgið. Nú á GSM-tímum er þessu á annan veg farið. Búskapur var með hefðbundnum hætti þessa tíma, slegið með orfi og ljá og hestinum beitt við hirðingu, en þeir frændur vora þó stórhuga fram- kvæmdamenn, þótt vélvæðing í land- búnaði væri ekki langt komin. Þeir gerðu virkjun í Ósánni í botni Pat- reksfjarðar 1954 og leiddu rafmagnið um mai’gra kílómetra leið að bænum. Virkjunin var 33 kW að afli og var með stærri bændavirkjunum á þeim tíma. Einn fyrsti jeppinn í hreppnum var keyptur á þessum tíma, Willy’s, árgerð 1946, fyrir býlið, og þótti hið merkilegasta þing. Kristinn sá um búreksturinn, en Magnús var aðal- lega við vegavinnustörf, sem ýtustjóri og verkstjóri, og því oft fjarverandi. Það var mjög þroskandi fyrir ung- an dreng að fá að taka þátt í öllum bú- störfum á þessum tíma, og sækja kýmar, strokka mjólkina, aðstoða við sauðburð, raka túnið og vera með í sláturtíðinni. Að kynnast sveitinni, landinu og búskaparháttum þessa tíma er ómetanleg reynsla. Kristinn, móðurbróður minn, var mér mjög kær. Hann var mjög fróður og áhugasamur um þjóðmál og til hans var gott að leita um þá hluti, sem ungur drengur vildi vita. Eftir verana í sveitinni fluttumst við fjölskyldan á mölina og við tók nám í menntaskóla og langskólanám erlendis. Þegar heim kom að því loknu tókum við Kitti frændi, eins og hann var ávallt kallaðm-, upp þráðinn aftur og höfðum náið samband alla tíð síðan. Eins og áður var getið fylgdist Ki-istinn vel með öllum málum. Hann var fjölfróður, m.a. varðandi náttúra landsins, hafði mikinn áhuga á stjórn- málum og í hvert sldpti sem við rædd- um saman spurðist hann fyi-ir um stöðuna í virkjana- og orkumálum, stóriðjumálum og öllum þeim málum, er snertu hag þjóðarinnar. Kiistinn fluttist til Patreksfjarðar, þegar þeir frændur létu af búskap í Vesturbotni,^ og eyddi þar síðustu áram ævi sinnar." Hann bar ævinlega hag samborgara sinna og þá sérstaklega eldri borgara mjög fyrir brjósti og hafði þá hugsjón að koma upp dvalarheimili aldraðra á Patreksfirði og lét verulegt fé af hendi rakna til þess málefnis. Kristinn var ætíð mjög sjálfstæður og vildi ekki vera upp á aðra kominn. Þegar heilsu hans fór að hraka hin síðustu ár tók hann ekki í mál, að farið væri að sinna sér sérstaklega. Hann taldi, að það væra svo margir, sem meira þyrftu á því að halda en hann. Kristinn lagðist inn á sjúkrahúsið á Patreksfirði fyrir um ári og naut þar góðrar umönnunar, þar til yfir lauk, saddur lífdaga, tæplega nfræður. Við frændfólkið og vinir hans sjá-' um á bak miklum öðlingi, sem við munum minnast um langa tíð. Blessuð sé minning hans. Kristján Jónsson. KRISTINN KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.