Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 33 Það borgar sig að undirbúa vetraraksturinn Fyrirhyggja varnar óþarfa óþægindum ÞÓTT við íslendingar göngum að því vísu ár hvert að vetur kemur á eftir sumri eru þeir alltaf einhverj- ir sem ekki era viðbúnir fyrstu snjókomunni. Bifreiðin stendur þá í hlaðinu, á sumarhjólbörðunum, allsendis óökufær og menn lenda í löngum og tímafrekum biðröðum við hjólbarðaverkstæðin. Með svolítilli fyrirhyggju má koma í veg fyrir þessi óþægindi, segir Stefán Asgrímsson hjá Fé- lagi íslenskra bifreiðaeigenda. Ekki hella frostlegi í niðurföll Fyrsta vers er að þrífa bifreið- ina að utan og bóna hana vel á eft- ir. Góð bónhúð dregur úr því að snjór og frost loði við bflinn auk þess sem hún dregur úr líkum á því að bfllinn ryðgi. Þetta er sér- staklega mikilvægt í þéttbýli þar sem salti er dreift á götur. í leiðinni er ágætt að athuga kælivökvann á bifreiðinni. Frost- þol hans ætti að vera a.m.k. -25°C. Yfirleitt er hægt að fá frostlagar- mæli lánaðan á bensínafgreiðslu- og smurstöðvum til að ganga úr skugga um þetta. „Bensín- afgreiðslumenn mæla frostþol frostlagarins fyrir fólk ef beðið er um það,“ minnir Stefán á. Ef bæta þarf frostlegi á kerfið er ráðlegt að tappa álíka magni af gamla legin- um af fyrst. Oftast er tappi á kæl- inum neðanverðum. Astæða er til að benda á að frostlögur inniheld- ur hættuleg efni og honum má þess vegna ekki hella í niðurföll. Ráð er að fara yfir slöngur kæli- kerfisins og skipta um þær og hosuklemmur ef þær eru farnar að gefa sig. „Rétt er einnig að minna á að af og til á líftíma bflsins þarf að skipta alveg um frostlög, ekki bara vegna þess að frostþol hans rýrnar með tímanum heldur einnig vegna þess að eiginleikar hans til að varna því að vélin tærist rýrna. í handbókinnni sem fylgir bílnum era oftast upplýsingar um hversu oft skal skipta um kælivökva, olíu og hemlavökva. Flestar gerðir frostlagar skal blanda til helminga með vatni. Ef hlutfall vatns er hærra en það, dregur að sama skapi úr bæði frostþoli og tæring- arvarnareiginleikum lagarins," segir Stefán. Síðan má ekki gleyma að fylla rúðuvökyakútinn með frostþolnum vökva. „Ágætt er að setja nokkra dropa af uppþvottalegi út í rúðu- vökvablönduna. Þá festist tjara, sem nagladekkin róta upp úr göt- unni, síður á rúðuna og þurrku- blöðin,“ segir Stefán enn fremur. Ef þurrkublöðin era farin að gefa sig er ráð að skipta þeim út fyrir ný blöð. Með tímanum springa þau auk þess sem tjara úr malbiki sest á þau. Afleiðingarnar verða lélegt útsýni og aukin slysa- hætta. Góðir hjólbarðar skipta sköpum Þá er að huga að læsingunum á bílnum. Flestir þekkja þann taugatitring sem það veldur að komast ekki inn í bflinn sinn að morgni. Ef læsingar era smurðar með lásaolíu í upphafi vetrar má minnka mjög líkur á að þær frjósi fastar. Einnig er gott að bera silik- on á þéttilistana í dyram og hurð- um þannig að hurðirnar fi-jósi síð- ur fastar. Góðir hjólbarðar era lykilatriði í vetrarakstri og geta skipt sköpum ef akstursskilyrði era erfið. Grip hjólbarðanna á blautum og snjóug- um vegum ræðst að miklu leyti af mynsturdýpt þeirra og skal gengið úr skugga um að hún sé ekki minni en 3-4 mm áður en dekkin eru sett undir bílinn. Sumarhjól- barðar eiga ekki að vera undir bif- reiðum yfir vetrarmánuðina held- ur annaðhvort sérstakir vetrarhjólbarðar eða svokölluð heilsársdekk. Ástæðan er einföld: Gúmmíblandan í sumardekkjum byrjar að harðna þegar hitasig fer undir +7°C og við -15°C er hún orðin álíka hörð og hart plastefni. Við það minnkar veggripið svo um munar sem og rásfesta ökutækis- ins. Vetrarhjólbarðar stífna aftur á móti ekki þegar kalt er í veðri. Tjara og önnur óhreinindi setj- ast í mynstur hjólbarðanna og draga m.a. úr veggripi og því er mjög mikilvægt að muna eftir því að þrífa hjólbarðana reglulega. Of lág hleðsluspenna Margir lenda í erfiðleikum með að ræsa kaldar bifreiðar. í sumum Neytendasamtökin skoða ábyrgðarskilmála tölvufyrirtækja Telja að hugbúnaður eigi að vera í ábyrgð Morgunblaðið/Kristinn Hugbúnaður er yfirleitt ekki í ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum hér á landi. NEYTENDASAMTOKUNUM hefur borist fjöldinn allur af ábend- ingum vegna skilmála sem tölvufyr- irtæki setja þegar kemur að ábyrgð á tölvum. Neytendasamtökin telja sérstaka ástæðu til að skoða þessa skilmála vandlega. Komið hefur í ljós að hugbúnaður er yfirleitt ekki í ábyrgð hjá tölvufyrirtækjunum hér á landi en Neytendasamtökin telja að það standist ekki lög. „Við erum að íhuga að fara fram á að Samkeppnistofnun skoði málið vegna þess að í skilmálum margra tölvufyrirtækja er að finna ýmis ákvæði sem við teljum að standist ekki lög,“ segir Telma Halldórs- dóttir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum. „I mörgum þessara skilmála fíu-ra tölvufyrirtæki sig ábyrgð á hugbúnaði. Það gefur augaleið að í núgildandi lögum sem era frá árinu 1922 er ekki talað um hugbúnað enda voru _ tölvur ekki komnar á markað þá. I lögunum er einungis talað um lausafé og spum- ingin er hvemig það er túlkað.“ Aðspurð segir Telma að búið sé að samþykkja ný lög sem taka munu gildi þann 1. júní á næsta ári og í greinargerð með þeim er skýr- lega tekið fram að hugbúnaður falli undir ábyrgð seljanda og að hug- búnaður teljist til lausafjár. „Við lít- um á þessa greinargerð sem lög- skýringargagn með núverandi lögum þannig að seljendum er ekki heimilt að undanþiggja sig ábyrgð á hugbúnaði þar til nýju lögin taka gildi.“ Flýtiþjónusta Telma bendir á annað dæmi þar sem tölvufyrirtæki firra sig ábyrgð og það hefur með flýtiþjónustu að gera. „Ef ákveðinn hlutur er í ábyrgð þegar hann er settur í viðgerð og kaupanda er síðan gert að borga til- tekna upphæð fyrir að fá hlutinn af- hentan tfl dæmis eftir sólarhring er um flýtiþjónustu að ræða. Við telj- um að hana eigi neytendur ekki að þurfa að borga fyrir þegar um ábyrgðar- viðgerðir er að ræða. í 36. grein nú- verandi laga um lausafjárkaup segir að seljandi hafi rétt á því að gera við hlut en hann verði að gera það án þess að kaupandi hafi kostnað eða óhag- ræði af því. Að kaupandi þurfi að greiða fyiir þjónust- una er ekki eðlilegt því hér er um gall- aðan hlut að ræða sem seljandi hefur látið frá sér.“ Ef neytendur telja á sér brotið og að tölvufyrirtæki sinni ekki skyld- um sínum er hægt að leita aðstoðar Neytendasamtakanna. „Einnig er hægt að fá hlutlausan aðila til að meta umrætt mál og ef hann telur að um uppranalegan galla sé að ræða er hægt að beina kröfunni beint til tölvufyrirtækja." Ný 10-11-verslun opnuð á Seltjarnarnesi í DAG klukkan tíu verður opn- uð ný 10-11-verslun á Austur- strönd 5 á Seltjarnarnesi í um 400 fermetra húsnæði. I tilefni opnunarinnar verða ýmis auka- tilboð í gangi, Tarsanís kostar til dæmis 199 krónur, 0,33 ml gosdósir eru á 59 krónur og Homeblest-kex á 59 krónur. Viðskiptavinum verður boðið upp á hressingu og börnin fá sælgæti. Morgunblaðið/Ómar Gúmmíblandan í sumarhjólbörðum harðnar í frosti. Við það minnkar bæði veggrip hjólanna og rásfesta bílsins. tilfellum felst ástæðan í því að hleðsluspenna rafgeymisins er of lág. A bifreiðaverkstæðum er boð- ið upp á þá þjónustu að að mæla spennuna. Lág hleðsluspenna dregur aukinheldur úr líftíma raf- geymisins. Útfellingar á geyma- samböndum geta orsakað erfið- leika við að gangsetja bílinn, sérstaklega í kulda. Þær má þvo af með volgu vatni, stálull eða fínum sandpappír. Til að koma í veg fyrir að útfellingarnar myndist má bera feiti, t.d. vaselín, yfir geymasam- böndin og skaut rafgeymisins. Rafgeymar nýrra bfla þurfa, að sögn Stefáns, ekkert viðhald. Sömu sögu er ekki að segja um gamlar bifreiðar og verður því að fylgjast með að nægileg sýra sé á geyminum. Yfirborð sýrannar á að nema við merkingar sem er að finna innan í geyminum. Ef of lítið er í geyminum verður að bæta eimuðu vatni í hann. Ef annað vatn er sett í geyminn er hætta á útfellingum. Lélegir kveikjuþræðir eiga oft sök á því að ekki tekst að koma bflnum í gang. Skipta skal reglu- lega um kerti og platínur eða á 10 til 30 þúsund kílómetra fresti eftir því af hvaða tegund bifreiðin er og hvaða bensíni hún brennir. ískrandi slakar viftureimar Þegar kólna fer í veðri fer stundum að ískra í bflnum þegar hann er gangsettur. Þá er viftur- eimin í rafalnum orðin of slök og ástæða til að láta strekkja hana eða fá sér nýja. Það er gert á bif- reiðaverkstæðum og smurstöðv- um. Bifreiðaeigendum er ráðlagt að fylla bensíntank bflsins í hvert skipti sem bensín er keypt og láta tankinn aldrei tæmast. Ella er hætta á að loftraki þéttist á veggj- um tanksins, rétt eins og innan á rúðunum, og safnist fyrir í botnin- um. Vatnið ftýs síðan og getur þá stíflað bensínleiðslur. Gott er að setja ísvara í bensínið á haustin til að koma enn frekar í veg fyrir að þetta gerist og setja síðan 0,2 lítra af ísvara í tankinn við þriðju hverja áfyllingu. Loks má benda á að rúðusköfur og snjókústar eru ómissandi þarfaþing í bfl á veturna. Snjó- skófla, stai-tkaplar, vasaljós og keðjur geta líka komið í góðar þarfír á snjóþungum vetri. Guðmundur Hermannsson úrsmiður Bæjarlind 1-3, Kópavogi Vorum að fá glæsilegar standklukkur, ekta Borgundarhólmsklukkur frá 18. og 19. öLd og nýjar þýskar standklukkur. Falleg dyraskilti í úrvali, alhliða skiltaþjónusta. Póstsendingar. Sjá www.ur.is Sérhæfð viðgerðarþjónusta á gömlum klukkum, sími 554 7770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.