Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 23 Búnaðarbanki íslands stofnar banka í Lúxemborg Gerir bankanum fært að veita fyllri fjármálaþjónustu BÚNAÐARBANKI íslands hefur sótt um leyfi yfirvalda bankamála í Lúxemborg til að stofnsetja banka þar í landi og er gert ráð fyrir að starfsemi hans hefjist innan skamms. I samræmi við reglur sem gilda í Lúxemborg hefur Búnaðar- bankinn ráðið tvo bankastjóra til starfa. Þeir eru Yngvi Öm Kristins- son, framkvæmdastjóri peninga- málasviðs Seðlabanka Islands, og Alf Muhlig, aðstoðarbankastjóri Union Bank of Norway Intemation- al í Lúxemborg. Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði á blaða- mannafundi sem bankinn efndi til í gær, að starfsemi hins nýja banka í Lúxemborg gæti væntanlega hafist í desember næstkomandi, þegar þarlend yfirvöld hefðu afgreitt um- sókn Búnaðarbankans um heimild til bankastarfsemi þar í landi. Þáttaskil í alþjóðavæðingu Búnaðarbankans Að sögn Sólons mun bankinn frá upphafi leggja áherslu á sérbanka- þjónustu, lánastarfsemi og starf- semi á verðbréfa- og gjaldeyris- mörkuðum. Auk þess að þjóna Is- landi muni bankinn í fyrstu aðallega sækjast eftir viðskiptum á hinum Norðurlöndunum og í Eystrasalts- ríkjunum. „Það að stofna banka í Lúxem- borg gerir Búnaðarbankanum fært að veita íslenskum fyrirtækjum, fjárfestum og einstaklingum betri og fyllri fjármálaþjónustu en hingað til, ekki síst svokallaða aflandsþjón- ustu,“ sagði Sólon. „Stofnun þessa banka endurspeglar þá alþjóðavæð- ingu sem orðið hefur á fjármála- markaði á undanförnum árum. Hún markar einnig þáttaskil í alþjóða- væðingu Búnaðarbankans, rennir styrkari stoðum undir þjónustu og rekstur bankans og verður mikil- vægur hlekkur við kynningu á ís- Morgunblaðið/Ásdís Frá blaðamannafundi Búnaðarbankans í gær, talið frá vinstri, Guðbjörn Maronsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Sólon R. Sigurðsson, sem eru í stjórn hins nýja banka í Lúxemborg, og Yngvi Orn Kristinsson, annar væntanlegra bankastjóra. lenska verðbréfamarkaðnum er- lendis, meðal annars með tilkomu NOREX-samstarfs Verðbréfaþings íslands." Fram kom í máli Sólons að Bún- aðarbankinn muni halda áfram að horfa til Norðurlanda og Evrópu varðandi frekari tækifæri til starf- semi erlendis. Bankastjórar með mikla reynsiu Sólon sagði að þeir Yngvi Örn Kristinsson og Alf Muhlig hefðu báðir umtalsverða reynslu af alþjóð- legum bankaviðskiptum og fjár- málamarkaði. Yngvi Öm hefði verið framkvæmdastjóri peningamála- sviðs Seðlabanka Islands frá 1994 og hafi verið einn af lykilmönnum í mótun nýrrar umgjarðar um inn- lendan fjármálamarkað á undan- fömum áratug. Alf Muhlig hafi starfað innan bankakerfis Lúxem- borgar síðustu tólf ár og hafi mikla reynslu af bankarekstri þar og góð tengsl innan bankakerfisins, bæði í Lúxemborg og á Norðurlöndunum. Yngvi Örn sagði á blaðamanna- fundinum í gær, að þær umbreyt- ingar á fjármálamarkaði sem hann hefði tekið þátt í væm um garð gengnar. Það sem væri að gerast á þessum markaði hér á landi nú væri aukin tenging við útlönd og fjöl- breyttari þjónusta sem því fylgir. Þetta væri áhugavert og því litist honum vel á að breyta til innan bankakerfisins eftir rúmlega tveggja áratuga starf í Seðlabank- anum. Eigið fé hins nýja banka verður í upphafi um 1.300 milljónir króna. Búið er að festa húsnæði fyrir hann í Lúxemborg og verða starfsmenn í upphafi 12-15. Meirihluti þeirra verður af erlendu bergi brotinn. í stjórn bankans sitja þeir Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðar- banka Islands, Þorsteinn Þorsteins- son, framkvæmdastjóri verðbréfa- sviðs bankans og Guðbjörn Maronsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri á verðbréfasviði. Apple varar við verri afkomu BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Apple varð í gær annað hátækni- fyrirtækið á einni viku sem sendir frá sér afkomuviðvörun, en Intel varaði við verri afkomu í síðustu viku. Hlutabréf í Apple hrundu í kjölfarið um yfir 40%. Apple gerir ráð fyrir um þriðj- ungi lakari afkomu á síðasta árs- fjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um. Fyrirtækið kennir um hægagangi í alþjóðlegu við- skiptalífi í september. „Það er ljóst að við höfum lent á hraðahindrun, sagði Steve Jobs, forstjóri Apple, í gær. Apple býst við tekjum upp á 1,85-1,9 milljarða bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi en það sam- svarar allt að 160 milljörðum ís- lenskra króna. Hagnaður á hlut er áætlaður 30-33 sent en sérfræðing- ar höfðu búist við 45 senta hagnaði á hlut, að því er fram kemur á CNN. Apple er frumkvöðull á einka- tölvumarkaðnum og fyrirtækið komst upp úr lægð þegar það kynnti iMac, byltingarkennda einkatölvu að hönnun og útliti. í júlí sl. kynnti Apple The Cube, nýj- ustu afurð sína. Sala á tölvunni hefur ekki verið í samræmi við væntingar og er það meginástæðan fyrir viðvöruninni nú. Á fréttavef BBC kemur fram að alþjóðlegur hlutabréfamarkaður sé enn að jafna sig eftir afkomuvið- vörun Intel í síðustu viku þegar mörg upplýsingatæknifyrirtæki lækkuðu í verði. Auk afkomuvið- vörunar Apple, hafi Microsoft til- kynnt um brotthvarf tveggja yfir- manna og þetta til samans geti haft veruleg áhrif á verð hlutabréfa í upplýsingatæknifyrirtækjum. Paul AJlen, einn af stofnendum Micro- soft, mun hverfa úr stjórn. Micros- oft í næsta mánuði og Richard Hackborn mun einnig víkja sæti. Yfír 2 milljarðar í nýj um sjóði Kaupþings FYRSTI söludagur nýs norræns verðbréfasjóðs Kaupþings, Nordic Growth Class var í fyrradag og söfnuðust 2,1 milljarður íslenskra króna. Alls skráðu 650 íslenskir og er- lendir fjárfestar sig fyrir hlutafé í sjóðnum en hann fjárfestir í nor- rænum vaxtarfyrirtækjum. Um 20% af upphæðinni koma frá er- lendum fjárfestum. Sjóðurinn er skráður í Luxembourg og er stýrt sameiginlega frá Kaupþing Reykjavík og Kaupþing Stock- holm. Sjóðurinn er opinn verðbréfa- sjóður og ekkert lágmark er inn í sjóðinn. Virði sjóðsins verður reiknað daglega og fjárfestar geta þannig keypt í sjóðnum hvenær Vöruskiptin í ágúst óhagstæð um tæpa 1,5 milljarða króna Vöruskipta- hallinn frá áramótum 23,3 milljarðar I AGUSTMANUÐI voru fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 15,7 milljarða króna fob. Vöruskiptin í ágúst voru því óhag- stæð um tæpa 1,5 milljarða en í ágúst í fyrra voru þau óhagstæð um 2,2 milljarða á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu íslands um vöruskiptin við útlönd. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 97,2 milljarða króna en inn fyrir 120,5 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskipt- unum við útlönd sem nam 23,3 millj- örðum króna en á sama tíma árið áð- ur voru þau óhagstæð um 14,5 milþ'arða á föstu gengi. Fyrstu átta mánuði ársins var vöruskiptajöfnuð- urinn því 8,8 milljörðum króna óhag- stæðari en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 5,0 milljörð- um eða 5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin staf- ar af útflutningi iðnaðarvöru, aðal- lega áli, en á móti kemur að á síðasta ári var seld úr landi farþegaþota en engin sambærileg sala hefur átt sér stað það sem af er þessu ári. Sjáv- arafurðir voru 66% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 13,8 milljörð- um eða 13% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Rösklega þriðj- ungur þessarar aukningar stafar af verðhækkun á eldsneyti. Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til aukins innflutnings á hrávörum og rekstrarvörum, flutningatækjum og neysluvörum. I hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans í gær kemur fram að þegar vör- uskiptin eru skoðuð á föstu gengi ís- lensku krónunnar sést að gengisþróunin hefur rýrt mjög verð- mæti útflutnings en aukið verðmæti innflutnings. Vöruskiptajöfnuðurinn er því óhagstæðari en ella. „Einnig vekur athygli að þegar verslun með skip og flugvélar er undanskilin kemur í ljós að neikvæð áhrif hækk- unar á eldsneytisverði eru meiri en sem nemur heildaraukningu við- skiptahallans," að því er fram kemur í hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans. VORUSKIPT VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útflut jan. - ágúst 1999 og 2000 1999 (fob virði í milljónum króna) jan.-ágúst igs 2000 Breyting á jan.-ágúst föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 95.451,4 97.220,1 +5,4% Sjávarafurðir 66.005,5 64.415,8 +1,0% Landbúnaðarafurðir 1.359,9 1.507,6 +14,7% Iðnaðarvörur 23.572,4 29.408,8 +29,1% Ál 14.506,7 18.916,5 +34,9% Kísiljárn 1.972,9 2.321,1 +21,8% Aðrar vörur 4.513,6 1.887,9 -56,7% Skip og flugvélar 3.567,1 622,2 -81,9% Innflutningur alls (fob) 110.470,3 120.547,5 +12,9% Matvörur og drykkjarvörur 10.023,1 10.044,1 +3,7% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 25.162,2 27.295,2 +12,3% Óunnar 984,7 1.237,0 +30,0% Unnar 24.177,5 26.058,2 +11,5% Eldsneyti og smurolíur 5.415,3 10.892,8 +108,2% Óunnið eldsneyti 139,2 281,3 +109,1% Bensin, þ.m.t. flugvélabensín 1.079,0 2.672,2 +156,3% Annað unnið eldsn. og smuroliur 4.197,1 7.939,3 +95,8% Fjárfestingarvörur 27.945,8 27.608,5 +2,2% Flutningatæki 21.607,3 23.237,4 +11,3% Fólksbílar 9.902,3 8.995,3 -6,0% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.468,1 3.379,7 +41,7% Skip 2.894,9 3.502,2 +25,2% Flugvélar 3.399,5 3.929,9 +19,6% Neysluvörur ót.a. 20.163,1 21.356,0 +9,6% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 153,6 113,5 -23,6% Vöruskiptajöfnuður •15.018,9 -23.327,4 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðah/erð erlends gjaldeyris í janúar-júni 2000 4,2% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS sem er fyrir hvaða fjárhæð sem er. Markmið sjóðsins er, samkvæmt fréttatilkynningu, að ná góðri ávöxtun til lengri tíma, með fjár- festingum í dönskum, norskum, sænskum, finnskum og íslenskum vaxtarfyrirtækjum. Áhersla verður lögð á hugbúnaðarfyriræki, fjar- skipti, lyfjafyrirtæki og tæknifyrir- tæki. Sjóðurinn mun aðallega fjár- festa í meðalstórum fyrirtækjum. Grái mark- aðurinn ekki fyrir venjulegt fólk Ósld. Morgunblaðið. „GRÁI markaðurinn er vettvangur til að afla áhættufjármagns en hann er ekki fyrir venjulegt fólk,“ segir yfirmaður hjá norska fjár- málaeftirlitinu í samtali við Aften- posten. Fjármálaeftirlitið hefur til athugunar umfangsmikið mál þar sem nokkrir verðbréfamiðlarar eru sakaðir um að hafa haft fé af spari- fjáreigendum með því að ráðleggja þeim að fjárfesta á yfirverði í hlutabréfum á gráa markaðnum svokallaða, þ.e. í óskráðum hluta- bréfum. Eirik Bunæs, deildarstjóri hjá Kredittilsynet, norska fjármálaeft- irlitinu, leggur áherslu á að tilvist gráa markaðsins sé nauðsynleg þar sem hann sé vettvangur fyrirtækja til að afla áhættufjármagns. Hann segir það skoðunarvert hvort herða eigi reglur um viðskipti með óskráð hlutabréf þannig að al- menningur hafi greiðari aðgang að þeim, en tekur ekki afstöðu til þess. Lykilatriði í því sambandi er sú upplýsingagjöf sem fyrirtæki sem hafa bréf sín skráð í kauphöll eru skyldug til að veita. Bunæs segir að mörg fyrirtækjanna á gráa markaðnum hafi ekki burði til þess og skorti stundum fagmennsku. Talsmaður Sambands verðbréfa- fyrirtækja í Noregi segir að þumal- fingurregla einstaklinga sem hyggjast kaupa hlutabréf skuli vera að fjárfesta í hlutabréfasjóð- um og annars í skráðum hlutabréf- um. Hann bendir þó á að upplýs- ingagjöf fyrirtækja á gráa markaðnum hafi batnað verulega og nú megi nálgast upplýsingar um gengi og veltu á textavarpi og á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.