Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ' Œ i LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 35 Lyf tefur framrás MS-sjúkdómsins Associated Press. EITT þeirra lyfja sem notuð eru til að hafa hemil á heila- og mænusiggi (MS) dregur einnig verulega úr hrað- anum á framrás sjúkdómsins, að því er vísindamenn gi’eina frá. Er þetta niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar, sem var hætt í miðju kafi vegna þess hve afgerandi niðurstaðan var, og getur þetta hjálpað þúsundum sjúkl- inga sem nú fá enga meðferð fyrr en þeir hafa orðið fyrir töluverðum heila- eða taugaskemmdum. „Þetta er mjög mikilvæg uppgötv- un vegna þess að þetta sýnir svo ekki verður um villst að ef meðferð er haf- in snemma er hægt að hafa áhrif á ör- lög sjúklingsins," sagði dr. Thomas Leist, framkvæmdastjóri MS-rann- sóknarmiðstöðvarinnar við Thomas Jefferson-háskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Telur hann að með þessum hætti verð imnt að hægja á sjúkdómnum, eða jafnvel koma í veg fyrir hann. „Þetta opnar nýjar leiðir í meðferð MS-sjúkdómsins,“ sagði Leist, sem var ekki meðal þeirra sem unnu að rannsókninni, en niðurstöðurnar birtast í New England Joumal of Medicine 27. september. Hingað til hefur fólk er þjáist af bólgu í taugum í augum, mænu eða litla heila - sem eru einkenni er benda til þess að MS sé að þróast - ekki verið greint með sjúkdóminn, og því síður fengið meðferð. Til að grein- ast með sjúkdóminn þarf maður að fá bólgur aftur annars staðar í mið- taugakerfinu. En vísindamenn við læknadeild Ríkisháskólans í New York-ríki (SUNY) í Buffalo í Bandaríkjunum, og á um 50 öðrum stöðum í Banda- ríkjunum og Kanada, komast að þeh-ri niðurstöðu í þessari nýju rann- sókn, að sé sjúklingum gefið lyfið int- erferon beta-la innan nokkurra Reuters Betty Cuthbert frá Ástralíu ber kyndil- inn inn á aðalleikvanginn í Sydney er Ólympíuleikarnir voru settir 15. þessa mánaðar. Cuthbert sem forðum vann til fjölmargra verðlauna á hlaupabrautum þjáist af heila- og mænusiggi og þykir glæsilegur fulltrúi þeirra sem glíma við þennan erfiða sjúkdóm. vikna frá því að fyrstu bólgur grein- ast minnki um 44% líkumar á því að einkenna MS verði vart innan þriggja ára. Aðeins þriðjungur sjúklinga sem sprautuðu sig með lyfinu vikulega fengu MS innan þriggja ára, en helm- ingur sjúklinganna í samanburðar- hópnum sem sprautaði sig með mein- lausu efni fékk sjúkdóminn á sama túna. Dr. Stephen Reingold, varaforseti rannsóknadeildar bandarísku MS- samtakanna, segh- að þessar niðurstöður muni hvetja lækna til að senda sjúklinga í segulsneiðmyndun strax og vart verði áðurnefndrar bólgu. Komi í ijós við segul- sneiðmyndunina heilavef- skemmdir - sem benda til þess að bólga hafi orðið - ætti það að ýta undir að hafin yrði með- ferð með interferon, að mati Reingolds. Auk þess að hafa gefið sjúkl- ingum steralyf til að draga úr bólgum hafa læknar boðið þrjú lyf sem draga úr tíðni og slæmsku sjúkdómskasta og hægja á framrás sjúkdómsins. Eitt þessara lyfja er interferon beta-la, sem selt er undir vöruheitinu Avonex. Er þar um að ræða eftirlíkingu, sem búin er til með erfðatækni, af prótíni sem verður til í mannslíkamanum, sagði aðal- höfundur rannsóknarinnar, dr. Lawrence Jacobs, prófessor í taugasjúkdómafræði við SUNY í Buffalo. Virkai- lyfið með því að draga úr bólgu og þagga niður í ofvirku ónæmiskerfi líkamans. Auk þess að tefja fyrir byrjun sjúkdómsins dró Avonex úr Qölda nýrra eða bólgnandi vef- skemmda, er komu í Ijós við segul- sneiðmyndun, um meira en helming, samanborið við sjúklinga í saman- burðarhópnum. Þá dró lyfið úr heild- arfjölda slíkra skemmda í taugakerf- inu um 91% umfram samanburðarhópinn. TENGLAR New England Journal of Medicine: www.nejm.com Bandarísku MS-samtökin: www.nmss.org Leggja til viðvörun á sýklalyf Lyfj ablanda á að fyrirbyggja ristilkrabba The New York Times Syndicate. NÝ blanda af lyfjum kann að gera út af við krabbamein í ristli áður en það nær hættulegu stigi, samkvæmt því sem niðurstöður tilrauna á dýrum leiða í ljós. Algengt bólgueyðandi efni, ásamt tilraunalyfí, kemur í veg fyrir að separ í ristlinum verði illkynja og lofar þetta góðu um að hægt verði að koma í veg fyrir aðrar tegundir krabbameins, að sögn vísindamanna. Hátt í annar hver Bandaríkjamað- ur mun fá góðkynja sepa í ristilinn einhvern tíma á ævinni og um tíu af hundraði þeirra verða illkynja. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem birtar eru í tímaritinu Nature Medi- cine, getur blanda af bólgueyðandi, steralausa lyfinu (NSAID) sulindac og tilraunalyfi, sem kallað er EKI-569, komið í veg fyrir þessa ill- kynja breytingu í tilraunamúsum. Dr. Philip Frost stjómaði rann- sókninni og hún var kostuð af lyfja- fyrirtækinu Wyeth Ayerst. Sagði Frost að af óþekktum ástæðum komi NSAID í veg fyrir að sepamir verði illkynja en vegna harkalegra auka- verkana, s.s. blæðinga og sviða, sé ekki hægt að nota slík lyf í þessum til- gangi nema að takmörkuðu leyti. „Með því að blanda NSAID með efhi sem virkar með öðrum hætti er unnt að gefa minni skammt og sleppa við aukaverkanimar," segir Frost. Árangurinn hefur verið mikill. Helmingur músanna fékk alls enga sepa, jafnvel þótt þær hafi verið sér- staklega ræktaðar þannig að þær hafi tilhneigingu til slíkra myndana. Hinn helmingurinn myndaði sepa en þeir uxuekki. Dr. Raymond N. DuBois, stjóm- andi krabbameinsrannsókna við Vanderbilt-háskóla í Bandaríkjunum, kvaðst ákaflega hrifinn af rannókn Frosts. Sagði hann niðurstöðumar „mjög uppörvandi" og kunni þessi að- ferð í framtíðinni að virka á margar aðrar gerðir krabbameins í þeim vef líkamans þar sem t.d. ristil-, brjóst-, lungna- og blöðrahálskirtilskrabba- mein myndast. TENGjUVR Timaritið Nature Medicine: www.nature.com/nm/ Washington. AP. ÞESS kann að vera skammt að bíða að viðvörun verði sett á sýklalyf í Bandaríkjunum, þess efnis að með ofnotkun dofni virkni þeirra. Sýklar verða sífellt ónæm- ari fyrir lyfjum. Margar algengar sýkingar er ekki lengur hægt að meðhöndla með vel þekktum lyfj- um eins og pensilini, og sumar er ekki einu sinni hægt að ráða við með öflugasta lyfinu, vancomycin. Því oftar sem sýklalyf er notað, því fleiri tækifæri hafa sýklarnir til að þróa með sér leiðir til að komast hjá þeim. Smitsjúkdóma- fræðingar hafa löngum varað við því að sýklalyf séu ofnotuð - of oft sé vísað á þau vegna vírusa á borð við kvef sem lyfin ráði ekki við. Þá séu þau oft ekki rétt notuð þannig að sýklar sem verða eftir standi betur að vígi gegn meðferð síðar. Bandaríska Matvæla- og lyfja- eftirlitið (FDA) vill spoma við þessari þróun, og hefur lagt til að aðvaranir verði settar á svo að segja öll sýklalyf. TjENGLAR................ Bandaríska Matvæla- og lyfjaeft- irlitið: www.fda.gov Associated Press Sumir vilja eingöngu nota eigin framleiðslu: Sápan búin til á heimilinu. Sýklavænar sápur New Orleans. Reuters Health. UM ÞAÐ bil helmingurinn af öll- um sápum á markaðnum í Banda- ríkjunum innihalda bakteríudrep- andi efni á borð við tríklósan, sem kunna að eiga þátt í að auka út- breiðslu sýkla sem lyf vinna ekki á. Kom þetta fram á ársþingi Smitsjúkdómasamtaka Bandaríkj- anna í New Orleans nýverið. Dr. Eli N. Perencevich, við Beth Israel Deaconess læknamiðstöðina í Boston í Bandaríkjunum, segir útbreiðslu bakteríudrepandi efna í sápum vera áhyggjuefni. Hættan sé sú, að lítið magn efna eins og tríklósans, sem er í venjulegri sápu til heimilisnota, leiði til þess að sýklar myndi ónæmi fyrir því. Eftir að hafa kannað 295 tegundir af fljótandi sápu, og 733 sápustykki, komust Perencevich og samstarfsmenn hans að því, að 75% af fljótandi sápum, og nærri 30% af sápum í stykkjum, inni- héldu efni á borð við tríklósan eða tríklókarban. Rannsóknir hafa sýnt, að það sem mestu skiptir til þess að fjarlægja sýkla af höndum er þvotturinn sjálfur, og engar vís- indalegar vísbendingar eru um að efni eins og tríklósan í sápu til heimilisnota komi í veg fyrir sýk- ingar. TENGLAR Um sápugerö I heimahúsum: http://users.silverlink.net/— timer/soapinfo.html Upplýsingabanki um sápur og hreinsiefni:www.sdahq.org/ ELLILIFEYRISÞEGAR - Mœtum öll á Austurvöllinn 2. október nk. kl. 15.00. AHA-hópurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.