Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 27 ERLENT Gera Danir evrudrauma Blair að engu? Þótt Tony Blair forsætisráðherra hafni því að danska evruneitunin hafí áhrif á breska afstöðu dettur engum annað en hið gagn- stæða í hug, segir Sigrún Davíðsdóttir. Hún segir marga spyrja hvers vegna hann hafí ekki reynt að ná málinu í gegn á meðan stjórn hans naut sem mestra vinsælda. London. Morgunbiaðið. „DANMÖRK tekur sína ákvörðun og við okkar,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Breta, í viðtali við BBC er ljóst var hvert stefndi í dönsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. En þó forsætisráðherrann segðist ekki hræðast hugsanlega atkvæða- greiðslu og gerði lítið úr áhrifun- um er ljóst af viðbrögðunum í Bretlandi að áhrifin eru öll önnur. Áhuginn í Bretlandi á atburðunum í Danmörku segir einnig sína sögu. Fyrst dönsku stjórninni tókst ekki að koma evrunni í gegn þrátt fyrir eindreginn stuðning leiðandi stjórnmálaflokka, helstu fjölmiðla, verkalýðshreyfingarinnar og at- vinnurekenda hvernig á þá breska sijómin aá fá stuðning við breska aðild að evrunni í ljósi sterkra andsnúinna fjölmiðla og hálfvolgs stuðnings verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda? Þetta er spurningin sem ýmsir breskir stjórnmálaskýr- endur veltu fyrir sér í gær. Svarið var að ekkert benti til að það væri hægt að fá Breta til að samþykkja evruna í fyrirsjáanlegri framtíð. Breskir ESB-andstæðingar fara hamförum af gleði I samantekt sinni á bresku við- brögðunum benti dagblaðið Guardian á að blöð þau sem and- snúin eru ESB væru í hrifningar- dái yfir dönsku niðurstöðunum. Veigamikill hluti bresku blaðanna er andsnúinn evrunni, þar á meðal The Sun og Daily Mail, sem bæði fóru hamförum af gleði yfir úrslit- unum. Fyrrnefnda blaðið ályktaði sem svo að Danir hefðu endanlega hnekkt „draumi Tony Blair um að draga Bretland inn í evruna". í Daily Mail var talað um að Danir hefðu sprengt pólitíska sprengju, svo áföllin gengju nú yf- ir ESB og gerði áætlanir Blair um evruaðild að engu. T Times, sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdoch og einnig andsnúið ESB var talað um að Danir hefðu skek- ið ESB með áhrifamikilli höfnun bæði á evrunni og dýpri Evrópu- samruna. í leiðara Times var þó bent á að Danir væru ekki haldnir neinni Evrópuhræðslu, heldur legðust gegn evrópsku sambandsríki. „Hvað sem Blair segir þá hlýtur þessi atkvæðagreiðsla að hafa áhrif á dóm hans um hvort, hve- nær og með hvaða rökum hann eigi að hrinda af stað baráttu fyrir evrunni." Það hlakkaði ekki síður í Evróputortryggnum stjórnmála- mönnum úr báðum stóru flokkun- um í gær. Frank Field, fyrrver- andi aðstoðarfélagsmálaráðherra og leiðandi afl í endursköpun Verkamannaflokksins, benti á að nú hefði einn starfsbróðir Blair farið með sig á evrunni. Spurning- in væri af hverju Blair ætti að vinna næstu kosningar og leika svo sama leikinn. í morgunútvarpi BBC sagði Michael Portillo, fjármálaráð- herraefni íhaldsmanna, að niður- staðan sýndi að tvær röksemdir AP Dönsk dagblöð voru í gær upp- rull 'af fréWnrn- um úrsllt þjóð aratkvæðagreiðslunnar um að- ild að myntbandalaginu. Breskir fjölmiðlar fylgdust einnig vel með og voru þeir þeirrar skoð- unar að Blair hefði nú tapað tækifæri sínu til evruaðildar. evrusinna stæðust ekki. I fyrsta lagi þyrfti ekki að óttast einangr- un. I öðru lagi væri ekki óhjá- kvæmilegt að ganga í EMU. Það væri hægt að fella aðild. Nær væri að halda eigin mynt og þar með sveigjanleika og leggjast gegn skattasamræmingu. Glatað tækifæri sem ekki kemur aftur Hið ESB-hoila Guardian tók svipaðan pól í hæðina og Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakka, með því að benda á að smæð danska hagkerfisins stefndi evr- unni ekki í vanda. Þetta kann að virðast huggun harmi gegn, en stenst varla til lengdar. Það fer ekki hjá því að það hafi sín áhrif í jafn Evróputortryggnu landi og Bretlandi að eina þjóðin, sem enn sem komið er hefur fengið að segja álit sitt á evrunni, skuli hafna henni. Þegar úrslitin voru borin undir Robin Cook fjármálaráðheiTa í breska útvarpinu í gærmorgun endurtók hann sama stef og Blair um að ákvörðun Dana snerti ekki Breta, en hafnaði því ekki að Gordon Brown fjármálaráðherra væri hallur undir EMU. Þegar kemur að því að þessir þrír lykil- ráðherrar setjist niður til að ráða ráðum sínum um hugsanlega breska evruatkvæðagreiðslu hlýt- ur sú spurning að vakna hvort þeir. eigi að taka þessa áhættu. Eftir dönsku útreiðina og mun betri for- sendur dönsku stjórnarinnar er erfitt að sjá að atkvæðagreiðsla freisti breskra stjórnvalda. Fyrir þingkosningarnar 1997 lagði Blair áherslu á Evrópuhug- sjónir sínar, andstætt einangrun- arhyggju fhaldsflokksins. Þegar til kastanna kom notaði hann þó ekki tækifærið eftir ofursigur sinn og 179 þingsæta meirihluta til að fylgja þeim hugsjónum eftir. Eftir á að hyggja virðist sem hann hafi þar með glatað sínu eina tækifæri til að freista evruaðildar. Sýningarnar sem þú vilt sjá - þegar þú vilt! Leikhúsmiði á aðeins 1.490 kr. ef þú kaupir 10 miða korT Kortasala í fullum gangi! Einnigí sölti: Hefðbundin áskriftarkort á 7 sýningar. 5 sýningar á Stóra sviði og tvær aðrar að eigin vali á 9.900 kr. Þú sparar 6.200 kr.! SS Stórasvið LS Lilla svið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og íram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is ’rulltveríer 2.300 kr. •ií-® Einhver í dyrunum ' eftlr Sigurð Pélsson Hysterfsk stórfeikkona hefur lokað sig af á heimill sfnu. Oboðnir gestir koma í dymar. ® Lér konungur eftir Willlam Shakespeare Hnn magnaðasti harmleikur mesta leikskálds allra tfma. Stðrviðburður I (slensku leikhúsi. ® Abigail heldur partf eftir Mikc Lelgh Óborganlega grátbrosleg samskipti fólks eftir höfund mynda á borð við Naked og Secrets and Lies. Í3L ® Skáldanótt 1 eftir Hallgrfm Helgason Látin skáld lifna við og sækja (fjöiið f miðbæ Reykjavfkur. Fyrsta fslenska rappleikritið. ® Móglí eftir Rudyard Klpling Skógarlff, sagan sígllda um drenginn Móglí sem elst upp á meðal úlfa. Lætur engan ósnortlnn. ® Þjóðníðingur eftlr Henrik losen Sannleikurinn er dýrkeyptur. Kraftmikið og áleltið verk. ® Öndvegiskonur eftir Wemer Schwab Fyndin lýsingá hryililegu lifi öndvegiskvcnna eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Evrópu. ® Kontrabassinn eftir Patrick Súskind Einleikur um sorgir og gleði f lífl kontrabassaleikara. ® íd: Rui Horta & JoStramgren Tvö ný dafisverf: Dansverk eftir tvo athygllsverðustu danshöfunda Evrópu. Samin sérstaklega fyrir Islenska dansflokkinn. ® Beðið eftir Godot cftlr Samuel Beckett Eitt merkasta leikverk aldarinnar. „Égviður- kenni að ekkert er fýndnara en óhamingjanr ^BIúndurogblásýra cftlr Joseph Kessélrfng Elskulegar systur, geðsjúkur fraendi, leikhúsgagnrýnandi, glæpamenn og kjallari fullur aflíkum. Grafalvarfegur gamanleikur. Frá fyrra lell © Kysstu mig Kata eftlr Cole Rt ® Sex í sveit cftirMarcCam BORGARLEIKHUSIÐ Tiu miðar -óteljandi möguleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.