Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ I DAG LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 67f; FRÉTTIR Arnad heilla ^7 pT ÁRA afmæli. Nk. I (J mánudag, 2. október, verður sjötíu og fimm ára Lilja Sigurðardóttir til heimilis að Ási í Hvera- gerði. Eiginmaður hennar er Sigmann Tryggvason. Þau hjónin taka á móti gest- um í sal Seljasóknar, Selja- kirkju, sunnudaginn í. októ- ber, kl. 16. BRIDS llnisjún (inðmuiidiii' Páll Arnarsan þetta er tvímenningur og baráttan snýst um ell- efta slaginn - yfirslag í fjórum hjörtum. Þú ert í sagnhafasætinu í suður. Vestur gefur; allir á hættu. Norður * 5 v K10743 * K842 * K96 Suður A 1096 v ÁDG52 ♦ G3 * ÁG8 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass Pass 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Allir pass Vestur kemur út með spaðakóng og spilar svo smáum spaða í öðrum slag, sem þú trompar í borði. Hvað er vitað um spilið og hvernig hyggstu vinna úr þessu? Að öllum líkindum á austur spaðaásinn þriðja, sem þýðir að hann á tæp- lega fleiri punkta til hliðar, því hefði hann ekki passað einn spaða. Laufdrottning- in er því líkleg til að vera í vestur, og auðvitað tígulás- inn. Tíu slagir eru öruggir og besta leiðin að þeim ell- efta virðist vera hringsvín- ing í laufi - spila gosanum fyrst til að ná út drottn- ingunni, en svína síðan fyr- ir tíuna í austur. En það liggur ekkert á. Norður * 5 v K10743 ♦ K842 * K96 Vestur Austur * KDG872 A Á43 »9 y 86 ♦ ÁD102 ♦ 965 + DlO * 75432 Suður A 1096 v ÁDG52 ♦ G3 •fr AG8 Þú spilar hjarta á ásinn og tígli að kóng. Hann á slaginn og þú gefur slag á tígul. Vestur spilar spaða, þú trompar (og sérð ásinn falla) og trompar tígul. Perð svo inn í borð á hjarta og trompar síðasta tígulinn. Vestur er þá upptalinn með sex spaða, eitt hjarta, fjóra tígia og þar með aðeins tvö lauf. Hringsvíningin er óþörf - þú tekur ás og kóng og fellir drottninguna. j GULLBRÚÐKAUP og 70 ÁRA afmæli. í dag, laugar- daginn 30. september eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjón- in Sigríður Bjarnason og Sverrir Guðvarðarson, Fálka- höfða 4, Mosfellsbæ. I dag á Sverrir einnig 70 ára afmæli. í tilefni þess taka þau á móti gestum í dag í Húsi aldraðra, Hraunbæ 105 frá kl. 15. GULLBRÚÐKAUP. í dag 30. september eiga 50 ára hjú- skaparafmæli hjónin Guðmunda (Gógó) Jóhannsdóttir og Stefán B. Einarsson, frv. lögregluþjónn og múrari, Keilusíðu 12c, Akureyri. Þau eru að heiman í dag en dvelja í kvöld á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Furulundi 4c, Akureyri. ÁRA afmæli. Nk. OU þriðjudag 3. október verður sextug Emilía S. Em- ilsdóttir, Fannafold 1, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar, Hreiðar Þór- hallsson, bjóða ættingjum og vinum í kaffi sunnudag- inn 1. október kl. 15 í húsi Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. SKAK llmsjún lielgi Áss (irclarxson Svartur á Ieik. STAÐAN kom upp í Norður- landamóti taflfélaga sem haldið var fyrir skömmu á Netinu. Svörtu mönnunum stýrði Hannes Hlífar Ste- fánsson (2556) gegn norska alþjóðlega meistaranum Roy Fyllingen (2408). 25...Bxd4! Eftir þetta fékk svartur mik- ið spil fyrir manninn sem Norðmaðurinn réð ekkert við. 26.bxc4 dxc4 27.Bxd4 Dxd4 28.RÍ2 Dxdl+ 29.Rxdl c3 30.Hcl Bc6! 31.Rxc3 Bxa4 32.Ra2 Hxcl+ 33.Rxcl b3 34.Rd3 Bb5 35.Rb2 a4 36.Rxa4 Bxa4 37.f4 f5 og hvítur gafst upp enda mun b- peð svarts renna upp. Taflfélag Reykjavíkur er elsta taflfélag landsins, en þann 6. október verða 100 ár liðin frá stofnun þess. Meist- aramót T.R., haustmótið, hefst 1. október kl. 14:00 að Faxafeni 12. Haustmót TR mun standa yfir til 25. októ- ber, en teflt verður sunnu- daga og miðvikudags- og föstudagskvöld. LiOÐABROT SKUGGABJÖRG Manstu gamla marið? Manstu ólánsfarið? Verður hjartað varið? Vonlaust! eina svarið. Sérðu æviljósið lækka, logann flökta um skarið? Sérðu rökkvann - húmið hækka? Heyrðu! - Það var barið. Yndi bemskuára, ellikvíðann sára, lífsins gullnu gára gleypir tímans bára. Liðin stund er manni mörgum minning húms og tára. Skammt er heim að Skuggabjörgum. Skellum undir nára. Stefán frá Hvítadni STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert skapandi einstakling- ur en átt ekki auðvelt með að nálgast aðra. Og þótt þú virðist öruggur með þig er sjálfsgagnrýnin sjaldan langt undan. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Stundum gerir það málin að- eins erfiðari að þvinga fram lausnir. Hættu að redda öðr- um og reyndu að einbeita þér að eigin málum. Naut (20. apríl - 20. maí) Stattu fast á þínu þegar að starfsheiðri þínum er vegið. Það er líka oft öfund sem að baki liggur því að hæfni þín er augljós. Tvíburar (21. maí - 20. júní) ÁA Þú mátt ekki ganga fram af sjálfum þér því það mun hefna sín grimmilega. Reyndu að skapa jafnvægi milli starfs og streitu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það þýðir ekkert að láta ábyrgðartilfmninguna sliga sig. Menn verða að taka hlutunum á léttu nótunum og gefa baminu í sér tæki- færi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Einhverjir hafa verið að beita þig þrýstingi að undan- förnu og ef þú gætir þín ekki sérstaklega munu þeir hafa erindi sem erfíði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (DSL Forvitni þín getur leitt þig á hinar furðulegustu brautir. Þótt þú mætir einkennileg- um áskorunum mun sjálfs- traust þitt sigrast á þeim. Vog xrx (23. sept. - 22. okt.) Þú þarft ekki að hafa neitt samviskubit yfír því þótt þú viljir ekki segja vinum og vandamönnum allt sem þér liggur á hjarta. Eigðu þín leyndarmál. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Enginn stendur þér nær en ástvinur þinn. Um leið og þið ákveðið að vera saman ákveðið þið að deila sem flestu saman. Bæði því sem er súrt og sætt. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Löngun þín til einveru stafar af þrá eftir innri ró. Taktu þér tíma til að gera upp for- tíðina svo þú getir haldið ótrauður áfram. Steingeit ^ (22. des. - 19. janúar) <tSÍ Sá er vinur sem í raun reyn- ist og þú ættir að einbeita þér að þeim sem þú veist að endurgjalda vináttu þína kvaðalaust. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) vaa\í Það getur verið vandræða- legt að ráða ekki við tilfinn- ingar sínar en samt nauðsyn- legt að taka tillit til þehTa en bæla þær ekki niður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gefur oft mikla lífsfyll- ingu að hjálpa öðrum og með breyttum viðhorfum breyt- ast líka áætlanir og takmörk í Hfinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar a traustum grunni vísindalegra staðreynda. Héraðsfundir í Austfjarða- prófastsdæmi HÉRAÐSFUNDIR Múla- og Aust- fjarðaprófastsdæma verða haldnir í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn sunnudaginn 1. október nk% Á dagskrá fundanna eru almenn héraðsfundarstörf þar sem lagðir verða fram reikningar og skýrslur um starfið í prófastsdæmunum. Þá varður haldinn sameiginlegur fundur prófastsdæmanna. Þar mun Ólafur Éggertsson kirkjuþingsmað- ur leggja fram erindi frá Kirkjuþingi um stefnumörkun varðandi framtíð- arskipan sókna, prestakalla og pró- fastsdæma og Arnfríður Guðmunds- dóttir dr. teol. kynna jafnréttis- stefnu kirkjunnar. Einnig verða lagðar fram skýrslur sjórnar Kirkjumiðstöðvar Austur- lands og fulltrúa á leikmannastefnu. Fundurinn hefst með messujáá- Eiðakirkju kl 11 á sunnudaginn. Þar mun sr. Brynhildur Oladóttir predika og sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson og sr. Cecil Haraldsson þjóna fyrir altari. Allir eru velkomn- ir til messunnar. Nudd aykur orkuflæðið og gerir okkur sveigjanlegri og einbeittari svo við getum betur íekist á við óvænta snúninga lífsins. Nuddstofa Guðrún Arnalds - s. 561 0151/896 2396 nudd - líföndun - hómópatía - námskeið - einkatímar Líföndun Guðrún Arnaids verður með namskeið i Reykjavík heigina 7. - 8. okt. og á Húsavík 14. ~ 15. okt. Djúpöndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burt kvíða og kvilium / er ávöxtur innri frið. Nú verður rifist um bókastaflana Já, allt á 50 kr. stk. | .. Við erum að rýma til fyrir nýjum vörum og ath. — þetta tilboð er aðeins frá kl. 11.00—17.00. í dag og á morgun. Ath.: Síðustu dagar. frábært verð. Langholtsvegi 42, sími 588 2608. IndverskurJ hugbúnaöur Cosmic Software er indverkst hugbúnaðar- fyrirtæki sem starfar viða um heim, m.a. í Bretlandi. Raman Talwar, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, mun dvelja hér á landi dagana 3,- B. október og halda fundi með þeim fyrir- tækjum og stofnunum sem vilja kynna sér þjónustu þess. Vakin er athygli á mögulegu —mii T samstarfi íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja við Cosmic Software. Nánari upplýsingar hjá INDICE, indversk-íslenska hug- búnaðarfélaginu í símum 435 1159, 864 1159 og 699 7865
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.