Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Vísindavefur Háskóla íslands Til hvers þarf maður að læra stærðfræði? 1 i!i 111 á M ii 11. i ni ííi h. if jfi iii ji ii »1 ill ilLillIiá lil. :i tn iti i:i « :» » ia ii » u a a |i || 8 || bj ii-a ~ ~ 1 f A ! .! 1 =8 m |:i«; 31 fl -1! 81 1! íll «1 1=1 L‘ Sl lil IS | 11 ! I! gfii i'L mm :ii a m :f!i n ni m u p íi m ir ai! líi ii íijt jí i ii jí w I ;;l! «1 u >ti !>t ii iii m I I t; m iá>n ill ð 13 1:1 II 31 «1 1=1 1! =81 ö 13 www.ODinnhaskoli2000.hi.is VISINDI Undanfarna viku hafa gestir Vís- indavefjarins getaö fræðst um daggarmarksmælingu, bakflæói, hálsbólgu, lyktarskyn, Jörfagleói, skráningu á erfðamengi manns- ins, búddisma, heistu einkenni krabbameins, krabbameinsfrum- ur í blóði og hvað það er sem ger- ist í frumum þegar fólk fær krabbamein, fjölda kvenna, karla, bíla og útgefinna bóka á íslandi, enska fagheitið yfir bílamálara, stærsta líffærið og 3 minnstu beinin í mannslíkamanum, hvers vegna bókum á bókasöfnum er yfirleitt en þó ekki alltaf raðað eftir nöfnum höfunda sinna, af hvaða Elliða Elliðaárnar draga nafn sitt, hvers vegna ekki megi setja málmhlutf í örbylgjuofn og hvort hægt sé að búa til geislasverð. Þótt spyrjendur á Vísindavefnum séu úr ýmsum aldurshópum hefur fjöldi heimsókna á Vísindavefinn farið vaxandi eftir að skólarnir byrjuðu í haust og spurningarnar streyma nú inn. Suma daga sitja heilu grunnskólabekkirnir greinilega við og senda spurningar inn á vefinn og gaman er að sjá hugmynda- auðgina og fjölbreytnina í spurningavali. Af þessu tilefni er svaraúrval dagsins tiieinkað grunnskóla- nemum. Allar þrjár spurningarnar sem svör birtast við hér í dag voru sendar inn af 13-14 ára unglingum og tvær þeirra tengjast skólagöngu með beinum hætti. Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skól- ann? Svar: Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikil- vægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okk- ur að mataræði skiptir mannver- una mjög miklu hvað heilsu og vel- ferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem hafa reglu á máltíðum gengur betur í námi, þeir skila betri námsárangri og eru síður þreyttir svo að eitt- hvað sé nefnt. Regla á máltíðum felur í sér að borða morgunmat reglulega og borða til dæmis nesti eða annað í skólanum á hverjum degi. Það nægir nefnilega ekki að hafa nesti með sér ef maður borð- ar það ekki, eins og gefur að skilja. Samsetning nestisins getur einn- ig skipt máli fyrir heilsuna. Þegar börn eru að vaxa þurfa þau stöð- ugt ákveðið magn byggingarefna og brennsluefna fyrir líkams- starfsemina, svo sem kalk sem fæst úr mjólkurvörum. Til að full- nægja þessum þörfum þarf að hafa reglu á máltíðunum og hafa þær þannig samsettar að þær innihaldi á hverj- um tíma dags sem fjölbreyttasta sam- setningu næringarefna. Þau börn sem stunda íþróttir , þurfa mun meira af sumum næringarefnum, svo sem kalki og eggjahvítu, en þau sem ekki hreyfa sig eins mikið. Nám krefst orku og heilinn not- ar skjótunna orku til brennslu. Því hefur svengd áhrif á vinnslugetu heilans. Ef við erum svöng verðum við sljó, fáum gjarnan höfuðverk og skiptum skapi. Þegar þannig fer um okkur þurfum við að grípa til einhvers sem gefur orku. Ef við höfum ekki nesti með okkur gríp- um við gjarnan til þess að borða sælgæti og sætindi sem gefur skjóta orku en inniheldur óhag- stæða samsetningu næringarefna fyrir líkamann. Sumir vísindamenn hafa einnig haldið því fram að ef maður leyfir sér á hverjum degi að verða svangur, til dæmis með því að sleppa morgunmat eða hádegis- mat, fer líkaminn í svo kallað sveltiástand þannig að þegar við borðum að loknum vinnudegi í kaffitímanum eða í kvöldmat sanka líkamsfrumurnar að sér auknum forða til að eiga upp á að hlaupa á „sultar- tímum“. Þetta ástand telja sumir vísindamenn að geti skýrt vaxandi offitu meðal unglinga og fullorð- inna í nútímaþjóðfélagi. Því er svar mitt að ef maður borðar ekki nesti eða góðan mat í skólanum líður manni ekki eins vel og ella, maður getur ekki stundað nám sitt eins og best verður á kos- ið auk þess sem líkaminn fær ekki það sem hann þarf til að þroskast og dafna eðlilega. Guðrún Kristjánsdóttir dósent í hjúkrun- arfræði við HÍ Tíl hvers þarf að læra stærð- fræði þegar við getum notað reiknitölvu? Svar: Þörf er á stærðfræði: til að geta látið tölvu reikna fyr- ir sig til að geta tekið þátt í spil- um og leikjumtil að geta breytt mataruppskrift sem miðuð er við fjóra í uppskrift fyrir sex til að geta metið hvort maður hefur efni á að kaupa það sem mann langar í til að geta reiknað út í Morgunblaðið/Kristinn Krakkar í kennslustofu að borða nestið sitt. huganum hvað vara með 40% af- slætti á útsölu kostar til að láta ekki plata sig í við- skiptum til að hafa stjórn á sín- um eigin fjármálum til að skilja upplýsingar sem settar eru fram með töflum, línuritum, súluritum og kökuritum til að skilja niðurstöður úr skoð- anakönnunum og til að geta metið þýðingu slíkra niðurstaðna til að skilja gang náttúrunnar til að geta tekið afstöðu í þjóðfé- lagsmálum og verið virkur þátt- takandi í lýðræðisþjóðfélagi til að stunda nám í raunvísindum, verkfræði og tæknigreinum, við- skipta-og hagfræði, læknisfræði, heilbrigðisvísindum og félagsvís- indum til að ráða við mörg störf (ekki síst þau sem eru vel laun- uð) og geta bryddað upp á nýj- ungum og sýnt frumkvæði í tölvuvæddu upplýsingasamfélagi hefur einstaklingurinn mun meiri þörf fyrir stærðfræðikunn- áttu en áður og þjóðfélagið hefur þörf fyrir fleiri einstaklinga með mikla stærðfræðikunnáttu. Vissulega er hægt að ímynda sér að einstaklingur geti átt góða ævi án þess að hafa nokkra nasasjón af stærðfræði en það að kunna enga stærðfræði takm- arkar mjög möguleika einstakl- ingsins á öllum sviðum lífsins. Kannski finnst spyrjanda að í skólum sé of miklum tíma eytt í að æfa reikningsaðferðir og að alla þá reikninga megi gera á mun ein- faldari og fljótlegri hátt með tölv- um. Tölvur geta reiknað margt fyrir okkur en tölva getur ekki ákveðið hvað á reikna, hvenær á að reikna, hvernig á að reikna og hvað útkoman segir okkur. Til þessa þarf manneskju sem kann stærðfræði. Reikniæfingar í skólum með blaði og blýanti hafa ekki bara þann tilgang að nemandinn læri nákvæmlega aðferðir heldur er stefnt að því að nemandinn kynnist betur tölunum, vingist við þær og öðlist skilning á eðli þeirra. Slíkt nýtist vel þegar kemur að algebrunámi síðar meir. (Algebra er til dæmis nauðsynleg ef menn vilja nýta sér möguleika töflu- reikna til hlítar). Það að reikna er síðan aðeins lít- ill hluti af stærðfræði; stærðfræði snýst um að skilja en ekki að reikna. Hluti af stærðfræðinámi er fólginn í að leysa alls kyns þrautir og verkefni sem hugsa má sem þjálfun fyrir heilann líkt og líkam- inn er þjálfaður í íþróttatímum. An efa er það rétt að nota megi tölvur mun meira við stærðfræði- kennslu á öllum skólastigum og mun það vonandi breytast á næstu árum. Markmið kennara er að tölvur séu notaðar til að auka skilning nemanda á efninu og þannig verður nemandinn betur búinn undir að nota tölvur sem hjálpartæki í framtíðinni og læra á ný foiTÍt. Það er ekki nógu gott ef slokknar á heilabúi nemandans um leið og kveikt er á tölvunni. Vor og haust má oft sjá nemend- ur Menntaskólans í Reykjavík hlaupa kringum Tjörnina. Að minnka kennslu í stærðfræði vegna þess að hægt sé að reikna allt í tölvu er að mínu mati álíka skynsamlegt og að íþróttakennarar í Menntaskólanum í Reykjavík legðu af hlaupin kringum Tjörnina vegna þess að miklu auðveldara og fljótlegra sé að keyra í kringum hana á bíl. Rögnvaldur G. Möller stærðfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ Eru strákar algengari en stelpur? Svar: Svarið er já, strákar eru ai- gengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. „Hvers vegna fæð- Bakverkinn burt I upphafi skal endinn skoða Líkamsbeiting í skólum HVAR á að byija forvamir gegn bakverk? Að sjálf- sögðu í skólanum. Þar eru börnin að vaxa, þroskast og temja sér venjur og hreyfingar sem fylgja þeim alla ævi. Það er mun auðveldara að fyr- irbyggja bakverkinn en að ná honum í burtu þegar hann er kominn. í rannsókn Guðrúnar Kristjáns- dóttur hjúkrunarfræðings um álags- einkenni barna frá árinu 1996 kom fram að í 6. bekk fá 27% bama höfuð; verk mánaðarlega og 17% bakverk. I 10. bekk hafa álagseinkennin aukist í að 32% unglinga fá höfuðverk og 30% bakverk einu sinni í mánuði. Þessi niðurstaða sýnir svo ekki er um villst að við foreldrar verðum að gefa þess- um einkennum gaum og hjálpa böm- unum að takast á við þau. Við vinnu sem sjúkraþjálfari í nokkrum skólum í Reykjavík undan- farin fjögur ár hefur mjög greinilega komið í Ijós að vandamálin varðandi hreyfi- og stoðkerfið byija á grunn- skólaaldri. Verkir í hálsi og herðum, baki og hné em algengustu þættir sem kvartað er yfir. Yngsti nema- ndinn sem komið hefur með þess kon- ar byijandi einkenni er níu ára gam- all. Böm og unglingar á öllum aldri koma til að láta skoða sig, fá mat á verkjum sínum og ráðleggingar. Ástæður fyrir verkjum í baki og herð- um eru margvíslegar. Oft eru það böm sem era: • með fullkomnunaráráttu, • með mikinn metnað, • ábyrgðarfull, • ofþjálfuð, • ánþjálfunar, • í mikilli vinnu með námi, • með lélega líkamsvitund. Böm og unglingar sem hafa fleiri en einn af þessum þáttum hafa mikla tilhneigingu til að finna fljótt fyrir álagseinkennum frá baki og herðum. Þörf er á að leiðbeina þeim og gefa þeim möguleika á að takast á við ein- kennin og reyna að koma í veg fyrir þau. Mikilvægt er að leiðbeina um setstöðu, t.d. að sitja ekki með boginn hrygg, hökuna fram og axlir upp- dregnar. Kenna þeim að nota hita á aum svæði, gera æfingar og teygjur, anda djúpt og rólega til að ná slökun og nota trefil til að halda hita að hálsi. Skólataska, gerð borða og stóla, að- staða við tölvu og hversu lengi er set- ið við skiptir einnig miklu máli. Þannig þarf að gefa þeim forsend- ur til að beita líkamanum á betri hátt og ekki misbjóða bakinu t.d. þegar hendur og fætur era þjálfaðar. Ég trúi því að með því að leiðbeina þeim á fyrstu stigum vinnunnar, þ.e. við setu í skóla og um líkamsbeitingu við alla daglega iðju sé hægt að koma í veg fyrir mörg bakvandamál í framtíð- inni. Með góðri líkamsbeitingu, hæfi- legri þjálfun og góðum teygjum verð- ur þeim eðlilegt að beita líkamanum á góðan hátt og forðast þannig að mis- beita honum og bjóða hættunni heim. I aðalnámskrá grannskóla er að finna mörg góð orð um kennslu í lík- amsbeitingu, hléleikfimi, leiðbeining- um varðandi vinnu við tölvur o.fl. Orð era til alls fyrst en þeim þarf að fylgja eftir. Spennandi verður að fylgjast með hvemig fræðsluyfirvöldum tekst að framfylgja aðalnámskrá hvað lík- amsbeitingu varðar. Vonandi eigum við eftir að sjá að fræðsla í líkamsbeit- ingu við vinnu verði fastur þáttur í fræðslu bama og unglinga á öllum stigum skólakerfisins og þannig verði stuðlað að heilbrigðari og meðvitaðri ungmennum bæði á sál og líkama. Bakverkinn burt með forvörnum í líkamsbeitingu inn í skólana. Ágústa Guðmarsdóttir sjúkraþjálf- ari starfar við Heilsugæsluna í Reykjavík í forvamarstarfi. Einnig rekurhún vinnuvemdarfyrirtækið Átak heilsuvernd. BAKVERKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.