Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ rr | LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 37 Í | i! 1 ast fleiri strákar en stelpur?" er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræði- menn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurningu ófundið. Margar tilgátur hafa þó verið settar fram og prófaðar en ekki staðfestar. Því hefur til dæmis verið haldið fram að karlkyns sæðisfrumur séu fljótari en kvenkyns frumurnar og séu því líklegri til að ná fyrst markmiði sínu, egginu. A móti kemur þá að kvenkyns sæðisfrum- ur lifa lengur, þær hafa því lengri tíma til að finna eggið og frjóvga það. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að fleiri egg séu frjóvguð með frumum sem innihalda kven- kynslitninga en karlkynslitninga. Hins vegar séu fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu algengari hjá kvenkyns en karlkyns fóstrum. Um þetta eru þó einnig skiptar skoðanir. Rannsakað hefur verið ítarlega hvort ákveðnar konur séu líklegri til að fæða drengi en stúlkur í end- urteknum meðgöngum. Þó að sú saga sé lífseig virðist hún ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þá hefur ekki fundist fylgni við félags- legar eða fjárhagslegar kringum- stæður foreldra né við aldur móð- ur. Svo virðist einnig sem nokkrar en óverulegar sveiflur milli ára séu á kynjahlutfallinu. Þessar sveiflur eru þó varla marktækar. Eins og fram hefur komið eru strákar algengari en stelpur. í þjóðfélaginu er strákum hins vegar hættara við slysum og áföllum á unga aldri. Konur eru jafnframt langlífari en karlar. Því er það í mörgum þjóðfélögum svo, þó að nýfæddir strákar séu fleiri en stelpurnar, að konur eru jafnmarg- ar og karlarnir eða jafnvel fleiri. Xsgeir Haraldsson, práfessor í læknisfræði við HÍ. Draumar Islendinga Draumstafir Kristjáns Frímanns FRÁ ÞVÍ Draumstafir hófu göngu sína í Morgunblaðinu fyrir rúmum tveimur árum hafa um og yfir 300 draumar birst til ráðningar. Af þessum fjölda hefur bróðurpartur- inn fjallað um dreymendur sjálfa og einkalíf en inn á milli hafa alltaf annað slagið skotist draumar um tíðafar, náttúruhamfarir, stjómmál og annað sem félagslegt getur talist og snertir marga. Ráðningamar hafa verið í anda draumanna en um gildið má deila nema óyggjandi sannanh- fylgi ráðningunni og út- komu draumsins. Einn slíkur draumur birtist í pistlinum 11. marz síðastliðinn um sumarið sem leið. Draumar „Hess“ Bréfið er dagsett 31. janúar 2000. 1. Mig dreymdi að bróðir minn kemur með pabba minn, sem er lát- inn fyrir nokkmm áram, í heim- sókn kl. 3 um nótt. Höfðum við hjónin verið andvaka, að mér fannst, og fannst pabba mínum það bara allt í lagi. Mér skildist að hann ætlaði að gista eitthvað hjá mér en ekki bróðir minn, hann átti heima rétt hjá. Ég fór að drífa aðkaffi og meðlæti, sé ég þá að nokkrar grá- hvítar mýs eru að hlaupa þama á gólfinu hjá oklcur, verð ég mikið hissa á þessu en bróðir minn segist eiga þær en ég segist ekki mega láta þær svona lausar því ég sé með kettling hér sem geti étið þær (ég á engan kettling) en um leið stekkur Mynd/Kristján Kristjánsson Draumurinn mótar nýja tíð. kettlingurinn út um eldhúsglugg- ann, af hræðslu við mýsnar fannst mér. Hann var ekki útivanur svo ég fer út í útidyr að kalla á hann, hann kemur ekki en við dyragættina stendur minkur grafkyrr en ætlar að komast inn sem ég verð smeyk við og loka. Ég fer aftur út í gættina og kalla á kisu, kemur hún þá í loft- köstum en minkurinn var fast við tii að komast inn en kemst ekki (mink- urinn var mjög fallegur, skinnið svo fallegt), lok. 2. Systir mín kemur til mín með ungri stúlku til að gista eina nótt fannst mér, var allt sjálfsagt en allt hjá mér var eitthvað bilað, kalt eða rafmagnslaust. En ég bjó um þær í stóra herbergi og þegar ég kem til að sofa í þessu sama herbergi er maðurinn systur minnar í rúmi þar líka, háttaður en situr uppi í rúm- inu. Hann var ber að ofan og fannst mér það eitthvað ómögulegt því það var svo kalt inni, ég spyr hann hvort honum sé ekki kalt, hann brosir bara og segir mér að koma, hann ætli að hlýja mér á höndunum með sínum. Ég undra mig á hvað honum var heitt, mér var mjög kalt, lok. Ráðning Þegar þessir tveir draumar era skoðaðir virðast þeir við fyrstu sýn snúast um úlfúð milli ættingja þvi táknin era mörg í þá vegu; heim- sókn um nótt, látinn faðir, kettling- ur og minkur en þegar betur er gætt og horft milli línanna á táknin óræðu snýst innihaldið við og ný mynd birtist. Ef mér skjátlast ekki þá era þessir draumar fyrir þein-i ótíð sem verið hefur meira eða minna frá áramótum, eða þeim tíma þegar þig dreymir draumana. í fyrri draumnum eru táknin um það; heimsókn um nótt - verstu veðrin hafa skollið á að næturþeli, látinn faðii' - vetur, grá/hvítu mýsnar - hörð tíð, minkurinn — villt náttúra og kettlingurinn lýsir tíðarfarinu. Seinni draumurinn er svo ár- étting á þeim fyrri en þar bætist við nákvæmari lýsing á þeim umhleyp- ingum sem verið hafa og verða (allt bilað, kalt og rafmagnslaust, þér kalt, honum heitt). Þegar helstu at- riði draumanna eru dregin saman (gistinætumar) kemur í ijós að þessi ótíð muni halda sínu striki út aprílmánuð með hörku og miklum sveiflum í hitastigi uns vorið tekur á sig rögg og breiðir úr fögra sumri. Draumarnir rætast Yngstu menn jafnt sem þeir elstu muna að sumarið 2000, fyrsta sum- ar nýrrar aldar reyndist einstak- lega gjöfult, sólríkt og gróskumikið þótt norðangarri legði það í einelti út allan aprílmánuð. En fleiri af draumunum 300 hafa væntalega ræst mönnum í samræmi við ráðn- ingu og þætti mér vænt um að heyra eitthvað um það. En það eru ekki eingöngu næturdraumamir sem rætast íslendingum til hags og bóta. Draumurinn um hina nýju gullöld landsins á 21. öldinni sem lesa má um í spádómum pýramíd- ans mikla (Pýramídinn mikli, Boð- skapur Pýramídans mikla og Hin mikla arfleið íslands eftir Adam Rutherford) virðist nú þegar hafin og að rætast í hetjunum ungu á Ól- ympíuleikunum í Sydney. Til ham- ingju íslenska þjóð. •Þeir lesendur sem vi|ja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fuilu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is i am erí skum hcilsiulýnum Sealy, stærsti dýimframleiðandi i heimi er leiðtoginn í dýnuiðnað- inum í dag, enda sefur fleira fólk á Sealy rúmdýnu en nokkurri annari dýnugerð. Þessi staðreynd auðvíeldar þeim valið sem gera kröfur um gæði. Posturelbch íjaðrakerfíð er aðeins fáanlegt í Sealy dýnum og nýtist fólk í mismunandi vþ yngdarflokku m. Kerfið var hannað i samvinnu við færustu heinasérfræðinga í Bandaríkjunum og gefur því réttan bakstuðning ftá sjónarmiði lækna. Það er þvi ekki að ás|$|pfealausu að Sealy eru mest Seldu-dýUjar í heimi. Vertu velkomin/n í verslun okkar og fáðu faglega ráðgjöf um dýnu sem hentar þér. Verð firá \ kr. Opid i fiftíi k7. 10:00 - lfí.00 Mntiviuni I • IOH Rt;\ k ja\ ik Stnit; 53,’i 3500 • l a\: 533 3510 • n u tv.ntarro.is ViÖ styöjum við bakið é þér! Jtiníá stálgrhul Itwin Opiö virka tlfigft ki. 00:00 - 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.