Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 46
46' LÁUGÁRDÁGUR 30. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MÖRGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hvammi, Ölfusi, lést að morgni fimmtudagsins 28. september. Jarðarförin auglýst síðar. Einar F. Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Halldór Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðný L. Guðmundsdóttir, Steingrímur E. Snorrason, Svanfríður Kr. Guðmundsdóttir, Gunnar Kolbeinsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Pétur B. Guðmundsson, Erna B. Guðmundsdóttir, Guðni Kr. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigrún Óskarsdóttir, Jóhann Sveinsson, Charlotte Clausen, Jón B. Gissurarson, JON AÐALSTEINN KJARTANSSON + Jón Aðalsteinn Kjartansson var fæddur á Sauðár- króki 10. apríl 1963. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birna Aðalsteinsdótt- ir og Kjartan Karls- son (látinn). Fóstur- faðir hans er Arni Björgvin Sveinsson. Systkini Jóns eru Árni Bergþór Kjart- ansson, Þröstur Fannar Árnason og Ragnhildur Sveina Árnadóttir. Jón flytur þriggja ára gamall austur í Borg- aríjörð með móður sinni og bróður, ólst þar upp og bjó þar alla ævi. Eftir barnaskóla og nám frá Alþýðu- skólanum á Eiðum útskrifaðist Jón frá Stýrimannaskólan- um. Jón byrjaði ung- ur að stunda sjóinn og 1986 byrjaði hann eigin útgerð og stundaði hana til dauðadags. Jón verður jarð- sunginn í dag frá Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra í dag og hefst athöfnin klukkan 14. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HELGADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, 1 áður til heimilis á Seftjörn, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 28. september. Jón Alfreðsson, Gunnar Þór Alfreðsson, Sigríður Þórðardóttir, Baldur Alfreðsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Kristín Th. Hallgrímsdóttir, Ásthildur Alfreðsdóttir, Þórhaliur B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. £ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU ÁRNADÓTTUR, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna. Anna S. Indriðadóttir, Jón Ögmundsson, Árni Indriðason, Kristín Klara Einarsdóttir, Sigurður Indriðason, Lára Hjartardóttir, Kári Indriðason, ína Ögmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, EIRÍKUR TÓMASSON áður bóndi í Miðdalskotí, Torfholti 6, Laugarvatni, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtu- daginn 28. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Guðrún Karlsdóttir. + Elskulegur faðir minn, ÓSKARJÓHANNSSON málarameistari, áðurtil heimilis í Meðalholti 7, lést föstudaginn 29. september. Gréta Óskarsdóttir. + MAGNÚS HVANNDAL HANNESSON, lést af slysförum á Spáni fimmtudaginn 28. september. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Fallinn er í valinn systursonur minn í blóma lífsins og langar mig að minnast hans með nokkrum fátæk- legum orðum. Jón Aðalsteinn sem við frændfólkið kölluðum ævinlega Nonna var fæddur á Sauðárkróki 10. apríl 1963 og var því nýlega orðinn þrjátíu og sjö ára þegar hann greind- ist með þann ógnvekjandi sjúkdóm sem lagði hann að velli. Foreldrar Nonna voru Bima Þórunn systir mín og Kjartan Karlsson frá Sauðárkróki sem látinn er fyrir nokkrum árum. Mín fyrstu kynni af Nonna voru er Binna hafði ákveðið að flytja aftur heim á Borgarfjörð 1966 frá Sauðár- króki og gerast ráðskona hjá móður- bræðrum sínum, þeim Dadda, Herði og Jónsa. Eg hafði verið á vertíð í Hafnarfirði um veturinn og þegar ég fór af vertíð um vorið heim til Borg- arfjarðar talaðist svo til að Binna og drengirnir hennar, Jón Aðalsteinn og Árni Bergþór, yrðu mér samferða heim, sem og varð. Eg man það svo vel hvað þeir voru góðir og rólegir litlu frændurnir mínir í þessari löngu bílferð en þá voru malarvegir alla leið heim frá Sauðárkróki til Borgarfjarð- ar og ekki minnist ég Nonna öðruvísi en sem rólegs og góðs drengs sem geislaði af lífsþrótti. Nonni ólst upp í „Svínahverfinu" fyrstu árin á Borg- arfirði eða þar til Binna og Bói keyptu Sigtún árið 1976, en þau höfðu áður hafið búskap í Nýborg og Bói hafði gengið þeim Nonna og Adda í föður stað og hefur reynst þeim sem besti faðir alla tíð síðan. Nonni gekk í bama- og unglingaskóla Borgarfjarðar og lauk þaðan námi, síðan tók við nám í Alþýðuskólanum á Eiðum. Nonni átti mjög gott með að læra og fékk viðurkenningar íyrir námsárangur. Hann vann á sumrin algeng störf við fisk og fleira og þeg- ar hann eltist fór hann að fara á ver- tíðir á vetuma og vai’ nokkrar vertíð- ir hér á Homafirði og þar kom að hann ákvað að fara í Stýrimannaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan námi fiskimanns 1990. Síðan kom að því að Nonni vildi vera sjálfs sín herra og keypti sér fimm tonna trillu sem hann skírði Alla Ólafs eftir afa sínum sem hann var mjög hrifinn af en fékk ekki að eiga að vini nema nokkur ár en pabbi dó 2. júní 1970. Nonni reri með handfæri á sumrin en línu á vor- in og haustin. Hann ákvað í api-fl í vor að gera bátinn að betri vinnustað með því að lengja hann og breikka að aft- an en með því hefði hann fengið meira rými og betri bát. En Nonni minn, þú færð ekki að prófa trilluna þína svona breytta. Nonni var mikill keppnismaður, stundaði fótbolta með félögum sínum í UMFB og hafði alveg brennandi áhuga á fótbolta og hélt með Arsenal í erlenda boltanum og hélt óhikað fram ágæti þeirra, þá var hann mikill spilamaður og vann til margra verð- launa í brids og alltaf var græna borðið til ef félagamir komu í heim- sókn. Hann kom sér upp heimili, fyrst í Breiðvangi ’91-’93 en síðan í Ásbyrgi ’93 þar til hann keypti hús ömmu sinnar, Sólvang, við andlát hennar 1997 og var þá kominn aftur í „Svínahverfið" og ég held bara að honum hafi líkað það vel. Eg held ég megi segja að Nonni hafi verið með spil í höndunum frá unga aldri og hann hafði ákaflega gaman af að spfla. Þegar hann kom fyrst í heim- sókn til Hrafnhildar og Helga hér á Höfn fór hann í eldhúsið og þegar hann sá að eldhúsborðið var fast við vegginn undir glugganum spurði hann hvort þau væru vitlaus, það væri ekki hægt að spila við svona borð. Margar voru þær stundirnar sem hann stytti ömmu sinni með spilamennsku og skal honum þakkað það hér. Þá var hann slyngur skák- maður. Þá er ónefnt hvað Nonni hafði gott lag á krökkum, írændurnir og frænkumar hændust að honum og hann vildi veg þeirra sem mestan og langar mig að segja frá því hér til staðfestingar að hann átti samtal við Hrafnhildi frænku sína þegar hann fór með henni til Norðfjarðar í lok júlí, en þá hafði hann fengið að fara heim af Landspítalanum í nokkra daga, og sagði að hann mætti ekkert vera að því að standa í þessu lækna- stússi, hann þyrfti að taka til lagfær- ingar húsið sitt. Síðan þegar hann væri kominn úr mestu skuldunum með bátinn sinn ætlaði hann að kaupa litla íbúð í Reykjavík sem hann gæti lánað frændbömunum þegar þau þyrftu að fara í skóla fyrir sunnan. Svona var Nonni, hann var mjög glaðsinna, ég man ekki til að ég hafi séð hann skipta skapi. Hann sá alltaf spaugilegu hliðina á hlutunum og sagði mjög skemmtilega frá og ósjaldan hló hann hjartanlega þegar hann var í því stuði. Það verða þung spor stigin á Borgarfirði eystra í dag þegar Nonni verður borinn til grafar frá Bakkagerðiskirkju. Fjörðurinn okkar hefur misst mikið en missirinn er mestur hjá ykkur, elsku Binna, Bói, Ámi Bergþór, Þröstur Fannar, Ragnhildur Sveina og aðrir ættingjar og vinir, ég bið algóðan guð sem öllu ræður, en ég er reyndar reiður við í dag, að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, en munum að við geymum minningai’ um góðan dreng í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku Nonni, hafðu þökk fyrir Birting afmælis- og m inningargrein a MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavik, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfflega línulengd. yndisleg kynni, far þú í friði og friður guðs þig blessi. Eg veit að það hefur verið tekið vel á móti þér á ströndinni eilífu. Þinn frændi, Sverrir. Elsku Nonni frændi. Nú hafa bjöllur lífs þíns hljóðnað langt um aldur ft-am og víst er að óm- ur þeirra mun hljóma í minningunni lengi enn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefy blessun og bænii-, égbiðaðþúsofírrótt Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda riðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekld um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Binna, Bói, Þröstur, Ragga og Addi og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að varðveita ykkur og gefa ykkur styrk. Soffía og fjölskylda. Elsku Nonni okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þótt þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir oglýsir umókomnatíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar samverustundirn- ar. Þín er sárt saknað í Sætúni. Hvfl í friði elsku vinur. Björg, Björn og Birkir. Við sjónarhringinn báturbíður. Við bakkann bundinn og tíminn líður. Kolsvört dögun og eitt orð. Ertu tilbúinn að fara um borð? Við endamörkin máninn gulur. I myrkrið skrifar fólur dulur. Spor þín telur og eitt orð. Ertu tilbúinn að fara um borð? Ég sit við krossinn og kyssi þig. Köldsorginhúnbítur. Lögmál guðs í kvöl þína grafið. Ég græt því ég veit að þú hlýtur. Að vita að englamir fjjúga ekki í nótt. Og leiðin liggur ekki heim. (BubbiMorthens.) Elsku Nonni. Hérna sit ég með tárin í augunum og get ekki trúað því að ég sé að skrifa kveðjubréf til þín. Það þyrfti heila bók til að segja frá öllu því sem við höfum brallað saman um dagana. I fyrravetur þegar ég var eina stelpan hérna því vinkonur mín- ar voru allar famar í menntaskóla á Egilsstöðum eyddi ég flestum dögum með þér. Það var alveg ótrálegt hvað þú varst farinn að hafa mikil áhrif á mig. Meira að segja þegar ég var að kaupa mér föt hugsaði ég með mér: Guð minn góður, hvað myndi Nonni segja ef hann sæi mig í þessu? Ég mátti helst ekki að vera í þröngum fotum, þá spurðirðu hvort þau hefðu skroppið saman í þvotti. Állir ránt- amir sem við fómm þar sem þú sagð- ir mér sögur frá því þú varst lítill og þú og vinir þínir vomð að hrekkja og henda snjóboltum í gamla fólkið og hlóst svo og hneykslaðist á því hvað þið hefðuð verið skelfilega óþekkir. Allir verðlaunapeningarnir og bik- ararnir þínir sýna hversu mikill íþróttamaður þú varst. Skák, bridge,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.