Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 70
JI0 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 FÓLKí FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ » Maðurinn í krossgátunni Dusan Makajev hefur lifað tímana tvenna ____og þrenna. Það telst ekki lengur_ til tíðinda að myndir þessa landflótta manns séu bannaðar, en alltaf kemur hann f standandi niður, eins og Pétur_ Blöndal komst að í léttu spjalli um sætar myndir og ljóta einræðisherra. Morgunblaðið/Kristinn JÚGÓSLAVNESKI leikstjórinn Dusan Makajev situr fyrir svörum við sýningar á mynd- unum Leyndardómar líkamans og Sæt mynd í Háskólabíói í dag og hefst sú fyrmefnda kl. 14 og síðar- nefnda kl. 16. Ættu umræðumar að verða fróðlegar, enda hefur hann haldið fyrirlestra í virtum háskólum erlendis, á borð við Harvard og Cambridge. Fimm aðrar myndir eftir Makajev em sýndar á Kvikmyndahá- ^tíð í Reykjavík og er hann heiðurs- gestur á hátíðinni. Hann kom til landsins í fyrrakvöld og talaði við blaðamann yfir súpu og brauði á Kaffi List. Blaðamaður byijar á því að spyrja hvort Makajev viti af þeim deilum sem Sæt mynd olli þegar hún var sýnd á fyrstu Kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 1978. Myndin er póli- tísk táknsaga um örlög Ungfrú heims og skipsins SS Survival og þótti hún djörf í meira lagi. „Nei, ég hafði ekki j.Ijpgmynd um það,“ svarar Makajev og lætur sér hvergi bregða. „En það var forvitnilegt að fylgjast með dreifingu myndarinnar, sem olli víða deilum. [Pier Paolo] Pasolini tók að sér að forða myndinni frá banni á Ítalíu. Hann útvegaði leikara og leik- stýrði ítalskri talsetningu. Svo var valinn bær til sýningar á myndinni þar sem vinstri flokkar vora við völd, en dómstólar vora álitnir ftjálslyndir. Myndin var vitaskuld bönnuð af bæj- aryfirvöldum og úrskurðinum áfrýj- að til dómstóla. Passolini hélt uppi vömum fyrir myndina í réttarhöld- unum og vann málið.“ Ekki var hún alls staðarjafn um- deild? „Nei,“ svarar hann. „Mér fannst t.d. athyglisvert að myndin féll í góð- anjarðvegí Israel. Fyrstvar keyptur sýningarréttur á myndinni í sjö ár, svo aftur í sjö ár og loks í þriðja skipti í sjö ár. Þannig að myndin var í dreif- ingu í ísrael í 21 ár! Þegar ég var spurður hverju ég héldi að það sætti, af ísraelskum blaðamönnum, svaraði ég: „Út af leit að samastað í tilver- unni.“ Hann útskýrir það nánar. „Til- vistarkreppa er rauður þráður í myndinni. Hún er fjármögnuð í Kan- ada, Frakklandi og Hollandi. Töluð er enska, franska og pólska og það era sungin lög á ítölsku og grísku. Það er ekki bara yfirbragðið sem er alþjóðlegt heldur er hún það í raun; hún er ekki bundin við eina menn- ingu.“ Varst þú ekki á hrakhólum sjálfur? „Jú, ég hafði hrakist úr landi þegar ég gerði myndina og átti sjálfur eng- an samastað. Lagið í upphafi mynd- arinnar er samið af sikileyskum stjórnleysingjum og þar segir: „Heimurinn er ættjörð mín/ okkar lög frelsi. Eg var landflótta maður og hafði einsett mér að þrauka. Enda er nafnið á bátnum í myndinni SS Sur- vival.“ Hvað olli því að þú hraktist frá Júgóslavíu? „Það hefði orðið erfitt að búa þar áfram. Eg var fallinn í ónáð hjá yfir- völdum, þótt ég nyti stuðnings stöku stjómmálamanns. Kvikmyndin Leyndardómar líkamans gerði aftur- haldssinnum gramt í geði. Það fór m.a. fyrir brjóstið á þeim að ein sögu- persónan hét Vladimir Ilyich, sem var nafn Leníns. I tveim atriðum læt ég Ilyich, sem er skautameistari í myndinni, fara með beinar tilvitnanir í Lenín. Þær era úr bréfi hans til ást- konu sinnar og endurspegla bæði ástúð og valdahroka. Það þótti sum- um of mikið guðlast." Makavejev er enn að gæða sér á súpunni, fær sér eina og eina skeið inn á milli málsgreina, og hvetur blaðamann til að klára matinn sinn. Svo heldur hann áfram: „Það spilaði annað inn í, sem ég vissi ekki fyrr en síðar. KGB stóð fyrir leynilegri að- gerð í Austantjaldsríkjunum eftir vorið í Prag árið 1968, til að hindra að atburðimir endurtækju sig. KGB gerði út um tíu útsendara til Tékkó- slóvakíu, Ungverjalands og Júgóslavíu sem áttu að valda árekstr- um milli andófsmanna og þjóðarinn- ar. Þetta kom fram í nýlegri bók, sem byggð er á leyniskjölum úr fóram Mitrokhin. Ég hringdi í höfundinn til að spyija hvort ég hefði orðið fyrir barðinu á þessum aðgerðum og hann svaraði: „Já.“ Útsendararnir komu af stað deilum með því að skrifa bréf í blöðin og skipuleggja mótmæli við sýningar á myndum mínum. Með þessu náðu þeir að fylkja afturhalds- sömu fólki gegn mér, sem annars hefði ef til vill ekki giipið til aðgerða." Hvenær varð þér Ijóst að þér væri ekki lengur stætt á því að búa í Júgó- slavíu? „Það var margt sem stuðlaði að því. Leyndardómar líkamans var bönnuð af yfirvöldum í Júgóslavíu. Fjallað var um vinsældir hennar fyrir utan landsteinana á menningarsíðum dagblaðanna, en ég var rakkaður nið- ur á pólitísku síðunum. Það má tína til ýmislegt sem var vísbending um að mér væri ekki lengur vært í Júgó- slavíu, bréf sem mér bárast og fleira, en það var eitt atvik sem gerði út- slagið. Þá ók ég að heiman á bjöllunni minni og heyrði undarleg hljóð í bíln- um að framanverðu. Ég stöðvaði bíl- inn og athugaði hvort nokkuð væri athugavert. Eg gat ekki séð að neitt væri að. En þegar ég hélt áfram héldu dynkimir áfram að heyrast, klang, klang, og mér heyrðist þeir koma úr hægra framdekkinu. Það virtist ekkert vera að dekkinu, en þeg- ar ég kippti hjól- koppnum af kom í ljós að þrir af fjór- um boltum höfðu verið skrúfaðir af.“ Hann lítur sposkur á blaðamann: „Þú manst eftir at- riðinu með hest- höfðinu í Guðföð- urnum.“ Blaða- maður kinkar kolli og Makajev heldur áfram: „Það var einlæg og vinaleg ábending.“ Hvað tók þá við hjá þér? „Ég var að mestu búinn að fjármagna Sæta mynd og Vincent Malles, bróðir Lou- is, sem var fransk- ur framleiðandi myndarinnar, kom mér fyrir á litlu hóteli þar sem ég byijaði að vinna að gerð hennar. Eftir það settist ég að í Par- ís og hef verið búsettur þar síðan. Það var ekki minnst á mig í fjölmiðl- um í Belgrad í sjö ár. Þá hringdi vin- ur minn í mig og sagði: „Það hefur orðið einhver viðhorfsbreyting!“ „Nú?“ spurði ég. „Það var spurt um nafnið þitt í krossgátu í einu dagblað- anna,“ svaraði hann. Og það stóð heima, skömmu síðar var mér boðið að vera í dómnefnd kvikmyndahátíð- arinnar í Belgrad, sem ég hafði átt þátt í að efna til á sínum tíma. Svona er merkjamálið þegar einræðis- stjórnir era annars vegai'; þá leitar maður eftir því sem ekki er skrifað í dagblöðin.“ En þú kaust að flytja ekki aftur til Júgóslavíu. „Mér var áfram bannað að gera myndir þar,“ svarar hann. „En ég fór þangað á hverju ári, myndir mínar vora sýndai' á hátíðum og ég var aft- ur orðinn gjaldgengur í opinberri umræðu." Mér skilst að þú sért nýkominn frá Júgóslavíu, þar sem þú fylgdist með kosningunum. „Kosningasigurinn var yndisleg- ur,“ svarar hann fagnandi. „Ef allt fer að vonum verður það sæluríkasti dagur í lífi mínu. Það vora liðin þrett- án ár upp á dag frá því Milosevic komst til valda. Hitler var aðeins við völd í tólf ár.“ Hvernig heldurðu að stjórnarand- stöðunni, sigurvegurum kosning- anna, reiði af? „Það er tvísýnt," svarar hann. „Ég vona að ógnarstjórnin eigi eftir að lið- ast í sundur, en öryggislögreglan er harðsnúin. Hún er líkast til ennþá hliðholl Milosevic og almenningur hræðist hana. Auk þess hafa margir hagsmuni af áframhaldandi stjórnar- tíð Milosevic, þá helst glæpasamtök sem hafa makað krókinn í skjóli hans. En þetta var stór sigur hjá Kustun- ica, hann náði 55% fylgi um land allt og flest bendir til að meirihluti her- manna hafi kosið hann. Ég vona að stuðningur við Milosevic sé ofmetinn og hann eigi eftir að riða til falls.“ Klippingar þínar þykja minna um margt á montage-vinnubrögð Eisen- steins. „Ég held upp á kvikmyndir hans og kenningar, en held ekki síður upp á menn á borð við Medvedkin, sem var stórkostlegur gamanleikstjóri og gerði m.a. þöglu myndina Hamingju. Kvikmyndatakan var áhrifamikil á þögla tímabilinu í rássneskri kvik- myndagerð og mér þykir vænt um þann kafla; vissulega skírskota ég oft til þess tíma í myndum mínum.“ Þú virðist ekki hræddur við að hneyksla með myndum þínum; er það eitthvað sem þú leggur þig fram um eða gerist það meira fyrir slysni? „Þegar ég er heppinn," svarar hann háalvarlegur. „Stundum dettur maður niður á stórkostleg óhöpp í þessum efnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.